Fundur nr. 8 | Reykjavíkurborg

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2018, miðvikudaginn 31. október kl. 12:32, var haldinn 8. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, ráðssal. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Þórólfur Jónsson, Eygerður Margrétardóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundaritari er Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

I.    Umhverfis- og heilbrigðismál

1.    SORPA bs., fundargerðir         Mál nr. US130002

Lagðar fram fundargerðir SORPU bs. nr. 395 frá 21. september 2018 ásamt fylgiskjölum, minnisblað vegna sölu á metani til Strætó 
Bréf Samkeppniseftirlitsins dags. 7. ágúst 2018 
Fundargerð Sorpu nr. 396 frá 3. október 2018.
Fundargerð Sorpu nr. 397 ásamt fylgiskjölum 
Bréf til umhverfisráðuneytisins dags. 5. október 2018
Yfirlýsing vegna eigendasamkomulags eigenda Sorpu dags. 1. október 2018. 
Fundargerð Sorpu nr. 398 frá 24. október 2018 ásamt fylgiskjölum.  
Rekstraráætlun 2019 til 2023. 
Fundargerð Sorpu nr. 399 frá 25. október 2018. 

2.    Akurey, Tilkynning um áform um friðlýsingu.         Mál nr. US180317

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar til Reykjavíkurborgar dagsett 25. október um áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði.
Kynnt.

Umhverfis- og heilbrigðisráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Umhverfis- og heilbrigðisráð fagnar áformum um friðlýsingu Akureyjar og leggur mikla áherslu á að ná að vernda mikilvæg búsvæði fugla í bráðri hættu. Akurey er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð en það eru einnig Lundey og Andríðsey. Það er því mikilvægt að huga að verndun á allri sjófuglabyggð innan Reykjavíkur til lengri tíma litið.

Snorri Sigurðarsson verkefnastjóri tekur sæti undir þessum lið.

3.    Umhverfisstofunun, Ársfundur 2018         Mál nr. US180300

Umhverfisstofnun heldur 21. ársfund náttúruvendarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa fimmtudaginn 8. nóvember 2018. 
Lögð fram dagskrá fundarins og bréf Umhverfisstofnunar, dags. 8. október 2018.

4.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisiflokksins um átak vegna veggjakrots, Veggjakrot
         Mál nr. US180278

Á fundi Umhverfis- og heilbrigðisráðs 19. september 2018 var lögð fram tillaga umhverfis- og heilbrigðisráð að farið verði hið fyrsta í allsherjarátak að hreinsa veggjakrot í borginni sem hefur stóraukist að undanförnu. Jafnframt verði leitað eftir samstarfi m.a. við ungmennaráð, íbúasamtök, skóla, frístundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti. Tillögunni fylgir greinargerð. Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. október 2018 og skýrslan Skráning og hreinsun veggjakrots 2018.

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Sæunn Unnsteinsdóttir frá miðborgarsjóði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.     Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum 2018-2030

Lögð fram skýrsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins; Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018-2030, dags. september 2018 ásamt skýrslu; Orkuskipti í vegasamgöngum, dags. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn frá skrifstofu umhverfisgæða, dags. 29. október 2018.
Kynnt.

Fulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar, Kristín Soffía Jónsdóttir og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir taka undir umsögn.

Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins, blágrænar ofanvatnslausnir         Mál nr. US180286

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá borgarfulltrúa Miðflokksins:

Hvað hefur verkefnið blágrænar ofanvatnslausnir staðið lengi yfir hjá Reykjavíkurborg? Hver er kostnaður Reykjavíkurborgar við verkefnið blágrænar lausnir? Hvað hefur Reykjavíkurborg borgað ALTA ráðgjöf fyrir verkefnið frá upphafi sundurliðað eftir árum? Hver er kostnaður Reykjavíkurborgar samtals af verkefninu öllu? Hvað hafa margir starfsmenn Reykjavíkurborgar farið erlendis og kynnt sér þessar lausnir? Hverjir voru það og hvert var farið og hver var kostnaðurinn, frá upphafi? Hvað koma blágrænar lausnir til með að kosta pr. fermetra í nýbyggingum í nýjum hverfum þar sem stendur til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir. 

Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. október 2018.

7.     Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks Mörtu Guðjónsdóttur og Egils Þórs Jónssonar:

Lagt er til að Reykjavíkurborg sýni gott fordæmi og dragi úr notkun plasts með því að stofnanir borgarinnar hætti að nota það þar sem því verður viðkomið. Slík aðgerð gæti verið mikilvægur liður í að auka vitund um nauðsyn þess að draga úr plastnotkun og að minnka mengun af völdum þess.

Vísað til meðferðar í stýrihóps um aðgerðir gegn umbúðasóun í Reykjavík.

Kl. 13.23 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
Kl. 13.23 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

II.    Málefni Heilbrigðisnefndar skv. samþykktum um heilbrigðisnefnd Reykjavík,          Mál nr. US180326

8. Lagður fram tölvupóstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 10. október 2018 vegna áforma um lagasetningu - Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs (stjórnvaldssektir o.fl.) ásamt gögnum um mat á áhrifum lagasetningar (útg. 1 - ágúst 2017) og áform um lagasetningu (útg. 1 -ágúst 2017). Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. október 2018.
Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Kl. 13. 27 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
Kl. 13.27 tekur Jórunn Pála Jónasdóttir sæti á fundinum.

9. Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum almennum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. 
Samþykkt að auglýsa endurskoðuð almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum 
heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir bensínstöðvar.
Samþykkt að auglýsa endurskoðuð starfsleyfisskilyrði fyrir bensínstöðvar. 

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum sértæk starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir Hringrás. 
Samþykkt að auglýsinga sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Hringrás.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags 2. október 2018 vegna beiðni um umsögn um matsskyldu og skýrsla; Bláfjöll - Skíðasvæði í Kópavogi, fyrirspurn um matsskyldu, dags. 17. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. október 2018.
Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson situr hjá.

Kristín Lóa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lögð fram fundargerð 125. fundar Framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði 
    höfuðborgarsvæðisins.

14. Lögð fram gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavík fyrir árið 2019.

Fulltrúar Samfylkingar, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson samþykkja. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Egill Þór Jónsson og Jórunn Pála Jónasdóttir og fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.

15. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfisgæða, dags. 25. október 2018, um breytta gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík árið 2019.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

16. Kynning á niðurstöðum vegna fyrirspurnar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 29. október 2018, um úttekt á leikskólahúsnæði, grunnskólahúsnæði og húsnæði frístundaheimila.
Frestað.

17. Lagður fram listi dags. 31. október 2018 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

18. Lagður fram listi dags. 31. október 2018 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:08

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Kristín Soffía Jónsdóttir

Dóra Magnúsdóttir    Magnús Már Guðmundsson
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir    Egill Þór Jónsson
Jórunn Pála Jónasdóttir    Baldur Borgþórsson 
Ólafur Jónsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 5 =