Fundur nr. 8 | Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 12. september kl. 9:07, var haldinn 8. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson og Marta Grettisdóttir. Deildarstjóri Aðalskipulags situr fundinn undir liðum 9, 20 og21. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir lið 21.
Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 13-18.
Fundarritari er Örn Sigurðsson. 

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1.    Fyrirspurn  borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, Gufunes         Mál nr. US180220

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur. 
Hver eru framtíðaráform varðandi Gufunes ? Hver er staða á gildandi skipulagi, hvaða framkvæmdir eru hafnar og hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar?
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2018.  

2.    Fyrirspurn  borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, miðborgin fækkun bílastæða         Mál nr. US180222

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur þar sem óskað er upplýsinga um fækkun bílastæða í miðborginni sl. fimm ár. Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeild, dags. 10. september 2018. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir svörin, en undrast það að ekki séu til gögn um fjölda bílastæða frá árunum fyrir 2016. Borgarskjalasafn hefur það hlutverk að varðveita gögn líkt og fundargerðir nefnda og stjórna borgarinnar. Undarlegt er að þessi gögn séu ekki aðgengileg svo sem í varðveislu Borgarskjalasafns”.

3.    Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, fjöldi P-merktra bílastæða í miðborginni         Mál nr. US180221

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur þar sem óskað er upplýsinga um fjölda stæða fyrir hreyfihamlaða, P- merkt bílastæði, í miðborginni. Einnig er lagt fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeild, dags. 10. september 2018. 

Fulltrúar skipulags- og samgönguráðs bóka: 
“Æskilegt er að framkvæmd yrði kortlagning á fjölda og staðsetningu þeirra í borginni allri og þeim gagnagrunni viðhaldið af landupplýsingadeild borgarinnar. Sú kortlagning myndi m.a. nýtast umhverfis- og skipulagssviði og ferlinefnd Reykjavíkurborgar í sinni vinnu”

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að framkvæmd verði kortlagning á fjölda og staðsetningu P- merktra stæða fyrir fatlaða í borginni. Þeim gagnagrunni verði viðhaldið af landupplýsingadeild borgarinnar. Kortlagningin myndi m.a. nýtast umhverfis- og skipulagssviði og ferlinefnd Reykjavíkurborgar.
Frestað. 

4.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdir við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut         Mál nr. US180202

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hver staðan  er staðan á framkvæmda við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut?  Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 7. september 2018. 

5.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Staða malbikunarframkvæmda         Mál nr. US180203

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  um malbikunarframkvæmdir: Hver er staða malbikunarframkvæmda á götum Reykjavíkurborgar? Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds,  dags. 31. ágúst 2018. 

6.    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, undirbúningur vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla         Mál nr. US180029
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. febrúar 2018 þar sem tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs s.d. um undirbúning vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags.  31. ágúst 2018. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að ráðist verði tafarlaust í endurbætur á Háteigs- og Melaskóla. Bið eftir löngu tímabærum endurbótum við Melaskóla meðal annars á aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða einstaklinga hefur verið frestað í 16 ár. Þá gaf Reykjavíkurborg út skýrslu og taldi skólann vera sprunginn og þörf væri á gagngerum endurbótum.
Þann 6. júlí 2017 var samþykkt í Borgarráði að ráðist yrði í brýnar og löngu tímabærar endurbætur við skólann. Það hefur ekki verið gert. Nú kemur í ljós að starfshópur sem átti að skila niðurstöðu um Háteigskóla, Hagaskóla og Melaskóla fyrir kosningar hefur enn ekki skilað sinni vinnu. Brýnt er að farið verið tafarlaust í þær endurbætur sem hafa verið samþykktar og ljúka niðurstöðu”.

7.    Tillaga Flokks fólksins, gönguljós         Mál nr. US180167

Lögð fram tillaga flokks fólksins: Það eru tvö gönguljós, annað  á móts við 365 miðla sem vald umferðarteppum á þessum leiðum meiri hluta dags. Það er tillaga Flokks fólksins að í stað þessara ljósa verði settar göngubrýr. 
Rökin eru þau að með göngubrúm er flæði umferðar milli umferðarljósa óhindrað. Fólksumferð yfir götuna er mikil og í hvert sinn sem ýtt er á gönguljósin stöðvast umferðin dágóðan tíma. Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2018.
Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmas Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Mörtu Guðjónsdóttur og Valgerðar Sigurðardóttur greiða atkvæði á móti tillögunni

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja ljóst að sú hugmynd um að setja Miklubraut í stokk er ein og sér að setja mögulegar úrbætur fyrir gangandi vegfarendur við Miklubraut á ís þó ófjármögnuð sé. Eða eins og segir í minnisblaði frá samgöngustjóra:Frummat á þróunarmöguleikum ef Miklubraut verður lögð í stokk var kynnt í lok janúar 2018. Líklegt verður að teljast að ekki verði bæði farið í uppbyggingu göngubrúar/undirganga á Miklubraut milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar og lagningu götunnar í stokk eða jarðgöng“

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir bókar: 
“Flokkur fólksins vill árétta að það er langt í 2030 svo lausnir sem nefndar eru í svarinu eru ekki í sjónmáli.
Finna þarf lausn á þessu vandamáli sem umferðteppa á Miklubraut er hið fyrsta. 
Gera má því skóna að vandinn fari sívaxandi frá ári til árs enda stigvaxandi fjölgun íbúa í Reykjavík með tilheyrandi fjölgun bíla. Á þessu svæði búa gjarnan barnafjölskyldur og ekki þarf að spyrja að mengun sem er án efa skaðleg öllum og sérstaklega viðkvæmum hópum eins og börnum og eldri borgurum.
Hvað sem öllu líður þarf að finna á þessu lausn og ef þessi lausn er metin algerlega ófær af sérfræðingum borgarinnar og öðrum óháðum þarf að finna aðra lausn hið fyrsta”.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:
“Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að þverun gangandi og hjólandi umferðar verði leyst með undirgöngum við Klambratún sem og við Skaftahlíð.Ljóst er að hér er um mikið hagsmunamál borgarbúa að ræða”.

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
„Í þéttu borgarumhverfi eru gangandi vegfarendur ávallt í forgangi, bæði hvað varðar hönnun og skipulag. Í dag komast gangandi og hjólandi stystu leið yfir götuna og það er fullkomlega eðlilegt og ásættanlegt að akandi umferð þurfi að stoppa á gönguljósum inn í þessu borgarumhverfi. Mislæg gönguþverun á þessum stað væri mikil og kostnaðarsöm aðgerð en ávinningur takmarkaður.“

8.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksin, Elliðaárdalur, friðlýsing         Mál nr. US180177

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að unnið verði að því að Elliðaárdalurinn verði friðlýstur vegna sérstaks náttúrufars og dýralífs. Einnig er lögð fram greinargerð.  
Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson eftirfarandi:
Það er ekki tilviljun að meirihlutinn í umhverfis- og heilbrigðisráði bregði á það ráð að fresta tillögu okkar sjálfstæðismanna um friðlýsingu Elliðaárdalsins. Enda liggur fyrir tillaga á  dagskrá skipulags- og samgönguráðs  í dag um að samþykkja nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingum sem ganga munu freklega á land Elliðaárdalsinn og gerir ráð fyrir umfangsmikilli starfsemi þar. Það undirstrikar enn frekar  nauðsyn þess að unnið verði að friðlýsingu Elliðaárdalsins og nærliggjandi umhverfi hans í samráði við umhverfisráðherra og umhverfisstofnun með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013
Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. ágúst 2018. 
Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmas Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Mörtu Guðjónsdóttur og Valgerðar Sigurðardóttur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið geta nærri slíkum svæðum. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Því hefur ekki verið lokið. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.“

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
„Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030 var Elliðaárdalur í fyrsta skipti skilgreindur sem borgargarður og þar eru Elliðaárnar, bakkar þeirra og báðir hólmarnir hverfisverndaðar. Verðmætustu náttúruminjar Elliðaárdals eru því nú þegar undir hverfisvernd. Vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73 er utan við skilgreindan borgargarð og raskar engum þáttum sem hafa verndargildi líkt og jarðmyndanir, fossar og gróður.
Í gildandi deiliskipulagi Elliðarárdals er verið að varðveita samfellda náttúrulega heild dalsins sem útivistarsvæði fyrir alla borgarbúa og tryggja til frambúðar tengingu milli byggðar og útmerkur Reykjavíkur. 
Meirihlutinn leggur áherslu á að vinna við endurskoðun gildandi deiliskipulags Elliðárdals verði lokið sem fyrst að teknu tilliti til þeirra verndarákvæða sem geti komið fram við þá vinnu. Miklu máli skiptir að tengja dalinn aðgerðum á sviði loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni.“

Áheyrnarfulltrúarnir Miðflokksins Baldur Borgþórsson og Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir bóka:
“Miðflokkurinn tekur heils hugar undir tillögu Sjálfstæðisflokks um friðun Elliðaárdals, hér er um að ræða algjört forgangsverkefni og telja verður með öllu óásættanlegt að fyrirhugað deiliskipulag fái afgreiðslu eða sé yfirhöfuð tekið til umræðu þar til afmörkun og friðlýsing Elliðaárdals hefur verið afgreidd í sátt við hagsmunaaðila, það er borgarbúa. 
Þrákelkni meirihluta Sf-Vg-C og P í þessu mikilvæga hagsmunamáli borgarbúa er með öllu óskiljanleg og virðist í engu samræmi við yfirlýst markmið þeirra um verndun grænna svæða í borginni.
Að reisa glerhallir sem gnæfa yfir einni af náttúruperlum borgarbúa og fylla upp í eyðurnar með  hundruðum bílastæða er óásættanlegt. Hér þarf að forgangsraða með hag borgarbúa í öndvegi”.

9.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fjölda íbúða í ferðamannagistingu         Mál nr. US180205

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fá yfirlit yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu: Óskað er eftir að fá yfirlit yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu í íbúðahverfum. Ennfremur hversu margar íbúðir eru tómar í miðborg Reykjavíkur sem hafa verið ætlaðar fyrir gistingu? Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags dags. 10. september 2018. 
Samþykkt. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir þessar upplýsingar, en finnst skorta að Reykjavíkurborg hafi yfirsýn yfir heildarfjölda íbúða í heimagistingu en ekki síður fjölda tómra íbúða sem ætlaðar voru í gistiþjónustu. Þar hafa áhrif breytingar í skipulagsmálum. Það er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir þessa þætti til þess að marka stefnu til framtíðar vegna ferðamanna og húsnæðismarkaðar. Stefna verður ómarkviss ef hún ekki byggð á fullnægjandi gögnum. Brýnt er því að Reykjavíkurborg afli þessara gagna”.

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
"Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar þakka áhugaverða úttekt. Hún sýnir svo ekki verður um villst að ný lög um skammtímaleigu, skipulagsákvæði borgarinnar og hert eftirlit hafa tilætluð áhrif. Íbúðum í skammtímaleigu fækkar. Þær munu væntanlega koma inn á almennan íbúðamarkað fyrir þá sem hér búa og starfa."

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri Aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Kl. 10:48 víkur Krístin Soffía Jónsdóttir af fundi, Aron Leví Beck tekur sæti á fundinum á sama tíma. 
(A) Skipulagsmál

10.    Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag     (02.6)    Mál nr. SN170752
470905-1740 Sýn hf., Pósthólf 166, 232 Keflavík

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni á þann hátt að mannvirkin falli sem best inn í landslagið og umhverfið. Stærð skipulagssvæðis er um 1,3 ha, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 7. september 2018.
Frestað. 

Fulltrú Arkís Sigurbjörg Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessu lið. 

11.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ekki verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu         Mál nr. US180232
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að ekki
verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu 
Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson leggja fram eftirfarandi frávísunartillögu.
“Líkt og fram kom í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á sjöunda fundi skipulags- og samgönguráðs fagna fulltrúarnir tillögu um varðveislu Steinbryggjunnar enda um að ræða sögufrægar minjar í góðu ástandi. Í ljósi þess að undirbúningur varðveislu minjanna var þegar hafinn á umhverfis- og skipulagsviði þegar tillagan kom fram, og ráðið fékk í kynningu þess efnis í síðustu viku, er tillögu þessari vísað frá”.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
Steinbryggjan er eitt þekktasta mannvirki Reykjavíkurhafnar og var hliðið að Reykjavík á sínum tíma. Sögulegt gildi bryggjunnar er mikið og því ánægjulegt að tillaga okkar sjálfstæðismanna hafi fengið hljómgrunn þannig að ekki verður mokað yfir þessar merku menningarminjar heldur verða þær sýnilegar í framtíðinni. Sýnileiki bryggjunnar mun án efa hafa mikið gildi fyrir hafnarsvæðið í heild sinni. Það verða að teljast undarleg vinnubrögð af hálfu meirihlutans að vísa frá tillögu sem hefur fengið jafn almennar og góðar undirtektir í ráðinu og verið er að vinna að útfærslu hennar. 

12.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, brugðist verði við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti         Mál nr. US170156

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir leggja til að brugðist verði nú þegar við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti. Svæði sem áður var á þurru er nú umflotið milli Norðlingaholts og Rauðhóla. Athuga þarf hvort ekki þarf að lækka vatnsstöðu Elliðavatnsins eins og áður var gert með því að opna lokur í stíflugarði og hleypa vatni á árfarveg Bugðu sem er þurr neðan stíflugarðs í Elliðavatni." Einnig er lögð fram greinargerð.
Einnig er lögð fram umsögn  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds,  dags. 31. ágúst 2018. 
Vísað til umsagnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Óskað er eftir að umsögnin berist skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur fyrir 1. október 2018. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma þau vinnubrögð að það taki um 18 mánuði að fá umfjöllunar um þessa tillögu. Ljóst er að eftir 18 mánuði liggja þó engar útfærðar lausnir fyrir”. 

13.    Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, gerð Sundarbrautar/ Sundagangna         Mál nr. US180259

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.  
"Miðflokkurinn leggur til að tafarlaust verði hafnar samræður við Vegagerð Ríkisins um gerð Sundarbrautar/ Sundagangna". 
Einnig er lögð fram greinargerð.  
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks benda á að Sundabraut hefur nú verið á skipulagsáætlun í rúma tvo áratugi en hún var fyrst sett inn í aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Sundabraut er einnig að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 - 2030. Eins er Sundabraut að finna í þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010 og árið 2011 - 2022. Þar er Sundabraut skilgreind sem stofnvegur nr. 450 sem fyrirhugað er að liggi „Af Reykjanesbraut (Sæbraut) nálægt Holtavegi, yfir Elliðavog, um Gunnunes og Álfsnes, á Hringveg í Kollafirði“. Með styttingu vegalengda og aukinni umferðarrýmd mun Sundabraut hvort tveggja spara tíma fyrir vegfarendur og auka öryggi í umferðinni. Vegalengd frá miðborginni yfir í Geldinganes mun þannig styttast um nær 4 km eða um 30%.”

(E) Samgöngumál

14.    Göngugötur 2018, framlenging á  göngugötutímabils í miðborginni         Mál nr. US180260

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs,. skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 10. september 2018, varðandi framlengingu á  göngugötutímabilinu í miðborg Reykjavíkur. 
Frestað. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
„Fulltrúum Sjálfstæðisflokks finnst það dapurlegt að innan við viku frá því að samþykkt var af Borgarstjórn að farið væri í „gott samráð við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök“ vegna göngugatna í Reykjavík er lögð fram einhliða tillaga um lokun að vetri til án nokkurs samráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks harma þessi vinnubrögð og ítreka að raunverulegt samráð við hagsmunaaðila, íbúa og aðra sem málið varðar fari fram.” 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir bókar: 
“Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum 4. september sl. að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið, ásamt þeim götum í Kvosinni.
Varðandi fjölgun göngugatna sem og framlengingu á göngugötutímabilinu er ekki séð að haft hafi verið nægjanlegt samráð við hagsmunaaðila t.d. hagsmunaaðila hreyfihamlaðra um nákvæmlega þessa tillögu.
Hér er um að ræða opin „tékka“ að mati borgarfulltrúa til umhverfis- og skipulagssviðs að þeim „sé falið að útfæra“ án þess að tiltekið er hversu stórt svæði um er að ræða“. 
Það er nauðsynlegt að tillagan verði nákvæmari, þ.e. hvaða götur og hversu stór hluti þeirra verða göngugötur. Mikilvægt er að gera formlega athugun/könnun á afstöðu hagsmunaaðila og hagsmunaaðila hreyfihamlaðra sem helst yrði unnin af óháðum aðila.”

Jafnframt leggur áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð  undir þessum lið. 
„Lagt er til að haft verði samráð við Öryrkjabandalagið og önnur sambærileg samtök og kannað álit þeirra meðað annars á fjölgun göngugatna í miðborginni t.d. ef gera á allan Laugaveginn að göngugötu og hins vegar vegna tillögu um framlengingu á göngugötutímabilinu.
Einnig er lögð fram greinargerð. 
Frestað. 

Kl. 12:05 víkur Aron Leví af fundi, Krisín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

15.    Stórholt, ný gönguþverun merkt með gangbrautarmerkingum         Mál nr. US180243

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 4. september 2018 þar sem lagt er til að útbúin verði gönguþverun þvert á Stórholt norðvestan Brautarholts. 
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

16.    Bústaðavegur, bann við vinstri beygju         Mál nr. US180250

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs,  skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 5.september 2018 þar sem lagt er til að bannað verði að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut mánudaga til
föstudag frá klukkan 7.30 ¿ 9.30 til og 14.30 ¿ 18.00. 
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:
Miðflokkurinn tekur heils hugar undir  tillögu Samgöngustjóra og leggur til að jafnframt verði skoðaður sá möguleiki að loka varanlega fyrir téða vinstri beygju, enda mikilvægt að flæði umferðar um Reykjanesbraut sé eins óhindrað og kostur er og þar með dregið úr töfum og mengun.

17.    Hafnartorg,          Mál nr. US180253

Lagt fram bréf  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags.  6. september 2018, varðandi tillögu að göngugötu, vöruafgreiðslu og þjónustuumferð við Hafnartorg.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

18.    Barónsstígur og Egilsgata, akstursleiðir og biðstöðvar strætisvagna         Mál nr. US180257

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 7. september 2018 varðandi nýjar biðstöðvar strætó til bráðabirgða á Barónsstíg og Egilsgötu amk næstu 6 árin vegna lokunar á Gömlu Hringbraut í tengslum við framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús (NLSH).
Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir bókar:
“Flokkur fólksins lýsir verulegum áhyggjum yfir fyrirhugaðri lokun Gömlu Hringbrautar í tengslum við framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús
Gert er ráð fyrir að ástandið vari í allt að 6 ár. 
Reikna má með ýmiss konar erfiðleikum í tengslum við þessa framkvæmd svo ekki sé minnst á kostnað en ekki síst er varðar aðgengi borgarbúa að nálægum svæðum, hljóðtruflunum og fleira. Vel kann að vera að sú breyting sem verður á þjónustuleiðum strætó vegna þessa sé viðunandi en það er margt annað í tengslum við þessa umdeildu framkvæmd sem Flokkur fólksins telur að hvorki hafi verið útfært nægjanlega af borgarmeirihlutanum né útskýrt. Hið langvarandi rask og inngrip sem þessi framkvæmd leiðir af sér veldur án ef mörgum áhyggjum og mun valda fjölmörgum bæði mikils ónæðis og ómældra óþæginda til langs tíma.”

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
“Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fagna framkomnum mótvægisaðgerðum vegna lokunar á Gömlu-Hringbraut. Í dag ekur Strætó ekki um Barónsstíg og hluti miðborgarinnnar er án þjónustu Strætó. Með þessari ráðstöfun munu Tækniskólinn, Austurbæjarskóli og aðrar stofnanir, auk nálægri íbúabyggð,tengjast Strætó betur. Fulltrúarnir leggja áherslu á að í kjölfarið verði leiðarkerfi skoðað og tækifæri í aukinni þjónustu greind, til dæmis með því að tengja miðborgina betur við Íþróttasvæði Vals.”

(A) Skipulagsmál

19.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka við lið 38 í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Svo virðist sem tillögunni hafi ekki verið fylgt eftir. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.
20.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi, markmið um göngugötur         Mál nr. SN170909

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagsviðs dags. í ágúst 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til. Tillagan var auglýst frá 30. júní 2018 til og með 11. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ófeigur Björnsson dags. 10. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur dags. 24. ágúst 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur dags. 24. ágúst 2018.
Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri Aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

21.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes, Breytt landnotkun atvinnusvæðis. Þróun blandaðrar byggðar     (02.2)    Mál nr. SN170527

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í ágúst 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst breytt landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi. Þróun blandaðrar byggðar. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íslenska Gámafélagið dags. 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. ágúst 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. ágúst 2018.
Vísað til borgarráðs. 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri Aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22.    Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi dags. 11. maí 2018 lagf. 7. september 2018, ásamt greinargerð og skilmálum dags. 11. maí 2018 lagf. 7. september 2018. Um er að ræða fyrsta áfanga í skipulagi Gufunessvæðisins. Markmiðið er að útbúa áhugavert og spennandi svæði fyrir kvikmyndaþorp í tengslum við blandaða byggð, þ.m.t. íbúðir. Jafnframt að mynda sterkan ramma almenningssvæðis utan um sveigjanlega og sjálfsprottna byggðarþróun, með áherslur á að þar geti þróast forsendur fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem er gott að búa, starfa og njóta lífsins. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. 8. desember 2017 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 2018. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íslenska Gámafélagið dags. 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. ágúst 2018.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. ágúst 2018.
Vísað til borgarráðs. 

23.    Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN180630
600269-0979 Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Ottó ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir nýjir byggingarreitir á lóð ásamt byggingarreitur fyrir smáhýsi. Innan byggingarreits fyrir smáhýsi er heimilt að reisa palla og smáhýsi allt að 2.2 metrum að hæð. Einnig er gert er ráð fyrir 6 íbúðum á lóð, en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum á lóð. Jafnframt verða byggingar á lóð nr. 1 við Veghúsastíg fjarlægðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 23. maí 2016. Einnig er lögð fram prófunarskýrsla Mannvits vegna cobraborunar, dags. 9. júní 2016. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. febrúar 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi undir þessum lið. 

Harri Ormarsson lögfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

24.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 988 frá 11. september 2018.

(D) Ýmis mál

25.    Skipholt 44 og 50, málskot     (01.253)    Mál nr. SN180611
200677-2699 Marcos Zotes López, Skipholt 44, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Marcos Zotes López og Gerðar Sveinsdóttur dags. 29. ágúst 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 varðandi hækkun á þaki hússins á lóð nr. 44 og 50 við Skipholt, breyta notkun rishæðar og setja kvisti og svalir á húsið. Einnig er lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018. 
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 staðfest. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir bókar:
“Flokkur fólksins tekur ekki undir þau rök sem fram koma af hálfu borgarinnar sem lögð eru til grundvallar synjun beiðni um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 44 og 50 við Skipholt.
Ef þessi stækkun brýtur ekki á bága við almennar grundvallarreglur í þessu sambandi sem dæmi að stækkunin muni skyggja á útsýni frá nærliggjandi húsum ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að samþykkja þetta. Hér finnst Flokki fólksins vera um helst til of mikla forræðishyggju að ræða og sú rök að þetta kunni að skapa fordæmi er að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins ekki haldbær rök. Önnur rök sem nefnd eru finnst borgarfulltrúa einnig vera veigalítil”.

26.    Útilistaverk, ný staðsetningu á brjóstmynd af Gunnar Thoroddsen         Mál nr. US180112

Lögð fram tillaga að nýrri staðsetningu á brjóstmynd af Gunnar Thoroddsen eftir Sigurjón Ólafsson (H-088)
Samþykkt.

27.    Betri Reykjavík/þín rödd, umferð vörubíla um Skeiðarvog verði bönnuð  (USK2018080042)         Mál nr. US180251

Lagt fram erindið "umferð vörubíla um Skeiðarvog verði bönnuð  " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var efst í málaflokknum skipulagsmál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar

28.    Betri Reykjavík/þín rödd, tengja Glaðheima og Ljósheima betur  (USK2018080043)         Mál nr. US180252

Lagt fram erindið "tengja Glaðheima og Ljósheima betur " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var annað  efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

29.    Betri Reykjavík/þín rödd, aflíðandi kantur við Fjarðarás  (USK2018080046)         Mál nr. US180254

Lagt fram erindið "aflíðandi kantur við Fjarðarás" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var þriðja  efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

30.    Betri Reykjavík/þín rödd, fleiri ruslatunnur á Langholtsvegi  (USK2018080045)         Mál nr. US180255

Lagt fram erindið "fleiri ruslatunnur á Langholtsvegi " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var fjórða  efst í málaflokknum Umhverfismál. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

31.    Betri Reykjavík/þín rödd, fegra umhverfi á milli blokkanna í Stífluseli og Tunguseli  (USK2018080046)         Mál nr. US180256

Lagt fram erindið "fegra umhverfi á milli blokkanna í Stífluseli og Tunguseli  " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 31.ágúst 2018. Erindið var fimmta  efst í málaflokknum Umhverfismál. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

32.    Skólavörðuholt, kæra 105/2018, umsögn     (01.19)    Mál nr. SN180574
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. ágúst 2018 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærður er frestur vegna auglýsingar/grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. september 2018.

33.    Kvosin, Landsímareitur, Kæra 22/2018, umsögn, úrskurður     (01.140.4)    Mál nr. SN180111
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 13. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þann 8. nóvember sl. um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda, umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. mars 2018 og bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 20. apríl 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða er hafnað. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og aulindamála frá 4. september 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

34.    Thorvaldsensstræti 2/Kvosin, Landsímareitur, kæra 85/2018, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN180441
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júní 2018 ásamt kæru dags. 11. júní 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa varðandi útgáfu byggingarleyfis að Thorvaldsensstræti 2. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og aulindamála frá 4. september 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

35.    Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN180507
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2018 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs á umsókn um breytingu á skilmálaum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.

36.    Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi     (01.875.9)    Mál nr. SN180583
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Víkings að Traðarlandi 1. 

37.    Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180552
260978-5789 Atli Jóhann Guðbjörnsson, Flétturimi 5, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi.

38.    Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag     (04.0)    Mál nr. SN170087

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar dags. 13. júlí 2018 og skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2018 um bréf Skipulagsstofnunar varðandi Bryggjuhverfi vestur, svæði 4.

39.    Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.271.2)    Mál nr. SN180314
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóla.


40.    Tillaga fólks flokksins, Göngubrú við Klambratún         Mál nr. US180262

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins  þar sem lagt til að unnið verði áfram með Vegagerðinni við að skoða möguleika á að setja göngubrú  á móts við Klambratún enda er umferðaröngþveitið þar ekki boðlegt borgarbúum lengur. Nú eru þarna gönguljós sem tefja umferð um götuna sem gerir ásandið enn verra og mengunina enn meiri. Göngubrú á þessum stað yrði strax til bóta. Ekki hefur verið full staðfest af sérfræðingum borgarinnar sem og óháðum að brú þarna yfir sé ófær leið. Óskað er eftir að hlutlausir aðilar auk sérfræðinga borgarinnar komi að mati þess hvort göngubrú á þessu svæði sér annars vegar fær kostur og hins vegar góður kostur.
Einnig er lögð fram greinargerð. 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Gunnlaugur Bragi Björnsson    KristínSoffía Jónsdóttir 
Hjálmar Sveinsson    Eyþór Laxdal Arnalds
Marta Guðjónsdóttir    Valgerður Sigurðardóttir.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 11. september kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 988. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Aðalstræti 10     (01.136.504) 100594    Mál nr. BN054836
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera dyraop milli Aðalstrætis 10 og 16 í gangi neðanjarðar á lóð nr. 10 við Aðalstræti.
Erindi fylgir þinglýst samþykki eiganda Aðalstrætis 16 dags. 27. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2.    Aðalstræti 16     (01.136.506) 100596    Mál nr. BN055180
630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera dyraop milli Aðalstrætis 10 og 16 í gangi neðanjarðar á lóð nr. 16 við Aðalstræti.
Erindi fylgir þinglýst samþykki eiganda Aðalstrætis 16 dags. 27. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Almannadalur 1-7     (05.865.701) 209396    Mál nr. BN055154
300182-4969 Þórunn Helga Sigurðardóttir, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
110275-2939 Axel Kjartan Baldursson, Friggjarbrunnur 25, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli eignarhluta 0104 og 0105 á efri hæð og byggja steyptan stiga úr rými 0101 upp á efri hæð, svalir á norðurhlið ásamt því að breyta innra skipulagi í rými 0101 og 0104 í hesthúsi nr. 5 á lóð nr. 1-7 í Almannadal.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

4.    Austurberg 8-10     (04.677.402) 112265    Mál nr. BN055153
560896-2399 Austurberg 8-10,húsfélag, Austurbergi 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framlengja þak yfir svalir og setja svalalokanir á allar íbúðir í húsi á lóð nr. 8 til 10 við Austurberg. 
Yfirlýsing og samþykki húsfélags Austurbergs 8 til 10 ódagsett, umboð frá Haraldi Helgasyni dags. 12. apríl 2018 og umboð frá Ingvari Engilbertssyni dags. 17. apríl 2018 fylgja erindi.
Stækkun, nýtt B- rými:  XX ferm. XX. rúmm.
Svalalokun:   XX rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.    Álfheimar 74     (01.434.301) 105290    Mál nr. BN055127
691206-4750 LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu í rými þar sem áður voru læknastofur í hluta af 7. hæð og verður hún tengd tannlæknastofu á 4. hæð í húsi á lóð nr. 74 við Álfheima.
Bréf hönnuðar dags. 22. ágúst 2018 og umsögn Geislavarna ríkisins dags. 21. ágúst 2018 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6.    Barmahlíð 21     (01.702.016) 107015    Mál nr. BN055162
120975-5879 Aðalheiður Atladóttir, Barmahlíð 21, 105 Reykjavík
061175-2539 Falk Krueger, Barmahlíð 21, 105 Reykjavík
241155-4479 Einar Kárason, Barmahlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka áður gerða íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 21 við Barmahlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

7.    Básbryggja 51     (04.024.102) 178662    Mál nr. BN055058
080152-4429 Hjörtur Pálsson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
130454-7049 Ragnhildur Guðný Hermannsdóttir, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
191178-4599 Hermann Jakob Hjartarson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0303 í tvær íbúðir eins og var upphaflega í húsi á lóð nr. 51 við Básbryggju.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8.    Bergstaðastræti 20     (01.184.011) 102006    Mál nr. BN055021
100373-5649 Örn Úlfar Höskuldsson, Bergstaðastræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum inngöngudyrum, breytingum innanhúss, nýjum svölum á vesturhlið og samnýtingu eignahluta í húsi nr. 20 við Bergsstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dagsett 17.07.2018, afrit af rekstrarleyfi f. gististað í flokki I frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, afrit af umsókn um rekstrarleyfi dags. 21.7.2016,  umsögn borgarráðs dags. 25. jan. 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. ágúst 2018 og innsent bréf hönnuðar dags. 5.9.2018 varðandi breytingar í umsókn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

9.    Blikastaðavegur 2-8     (02.496.101) 204782    Mál nr. BN055159
581011-0400 Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054019 þannig komið er fyrir léttbyggðum viðbyggingum, á suðvesturhlið sem hýsir korn- og hveitisíló, á norðvesturhlið er nýr aðalinngangur fyrir skrifstofur og á suðausturhlið er gerður starfsmannainngangur, verkstæði og móttökurými ásamt því að gerðar eru breytingar á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Greinagerð hönnuðar dags. 30. ágúst 2018 og umsögn brunahönnuðar dags. 29. ágúst 2018 fylgja erindi.
Stækkun: 1.175,4 ferm., 4.895,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

10.    Bolholt 6-8     (01.251.203) 103441    Mál nr. BN055150
480402-2430 Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN054047 sem felst í breytingum á skábrautum, neyðarlýsingu, starfsmannarými og tæknirými á 3. og 5. hæð í gististað í flokki ll í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

11.    Borgartún 32     (01.232.001) 102917    Mál nr. BN053662
711296-5069 Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að endurbæta eldvarnir og taka í notkun útgrafið sökkulrými undir vesturhluta húss og nýta sem geymslu í húsi á lóð nr. 32 við Borgartún.
Umsögn burðarvirkishönnuðar ódagsett fylgir erindi.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
Stækkun, sökkulrými:  XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

12.    Brautarholt 4-4A     (01.241.203) 103021    Mál nr. BN055115
220255-2479 Einar Guðlaugsson, Tunguvegur 23, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Stækkun:  46,2 ferm., 82,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

13.    Brautarholt 8     (01.241.205) 103023    Mál nr. BN054849
070353-2889 Helgi Þorgils Friðjónsson, Kárastígur 9, 565 Hofsós
Sótt er um leyfi til að breyta vinnustofu, rými 0202, í íbúð og koma fyrir svölum og björgunaropum í gluggum á vesturhlið í húsi á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir ásamt bréfi aðalhönnuðar dags. 28.05.2018.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.04.2018 við fyrirspurn SN180207.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 6, Skipholti 7, 9 og Stúfholti 1 og 3 frá 2. ágúst 2018 til og með 30. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

14.    Búðagerði 9     (01.814.009) 107921    Mál nr. BN054558
490516-0340 NLG 1 ehf., Ljósvallagötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera stálsvalir á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og vantar samþykki meðeigenda.

15.    Dragháls 18-26     (04.304.304) 111022    Mál nr. BN054192
560192-2319 Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, um er að ræða breytingar á brunatexta og skráningartöflu í atvinnuhúsi á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

16.    Dugguvogur 4     (01.452.201) 105608    Mál nr. BN055064
460217-1990 Bæting ehf., Þrastarási 37, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð í hluta af iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 4 við Dugguvog.
Samþykki frá meðeigendum dags. 3. september 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. í ágúst 2018 fylgja erindi. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

17.    Egilsgata 14     (01.195.003) 102561    Mál nr. BN055057
510517-0830 Reir verk ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara, 1. og 2. hæðar og byggja einfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við hús á lóð nr. 14 við Egilsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018.
Stærð: 34,8 ferm., 101,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 01.02, 01.03, 01.04, 01.05 dags. 31. júlí 2018.

18.    Fiskislóð 3     (01.089.502) 197244    Mál nr. BN055066
600269-2599 Smáragarður ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja nýja framhlið og skilti á suðvesturhlið sem sýnir starfsemi sem er í húsinu á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.    Fjólugata 21     (01.185.512) 102202    Mál nr. BN055141
070960-2819 Helgi Smári Gunnarsson, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
150463-4409 Katrín Bryndís Sverrisdóttir, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
200139-2409 Ellert B Sigurbjörnsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þvottahúsi, gluggasetningu og bæta við útidyrum á hús á lóð nr. 21 við Fjólugötu.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dagsett 28.08.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Fossaleynir 1     (02.456.101) 190899    Mál nr. BN055099
521009-2170 Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053669, um er að ræða breytingar á hringstiga, nýtt tæknirými og brunakröfu og hurðum breytt v/öryggisúttektar í íþróttahúsi á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. 14. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21.    Frakkastígur 8     (01.172.109) 101446    Mál nr. BN055158
500613-0170 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643 þannig að gasgeymslu er komið fyrir utan við sorpgeymslu í garði, breytingu á brunastúku í kjallara og breytta skilgreiningu á klæðningum í veitingastöðum á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

22.    Freyjubrunnur 3-5     (02.695.702) 205726    Mál nr. BN054788
291081-5099 Dagrún Fanný Liljarsdóttir, Freyjubrunnur 3, 113 Reykjavík
160678-5429 Fannar Freyr Bjarnason, Áshamar 75, 900 Vestmannaeyjar
010155-6069 Hulda Guðmunda Kjærnested, Brimhólabraut 36, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að innrétta lagnakjallara sem íverurými, gera nýjar hurðir og glugga, svalir á fyrstu hæð og útitröppur beggja vegna og aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir við hús á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun vegna breytinga:
Hús nr. 3 mhl. 01:  99,4 ferm., 286,5 rúmm.
Hús nr. 5 mhl. 02:  79,5 ferm., 214,6 rúmm.
Samtals stækkun: 178,9 ferm., 501,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23.    Friggjarbrunnur 14-16     (05.053.703) 205897    Mál nr. BN055128
490117-0160 Friggjarbrunnur 14-16, húsfélag, Friggjarbrunni 14-16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokun ásamt þaki á svalir 0307 og 0308 á hús nr. 16 á lóð nr. 14 -16 við Friggjarbrunn.
Samþykki frá aðalfundi húsfélags Friggjarbrunni 14 -16 dags. 30. apríl 2018 fylgir erindi.
Stærðir B rými:  Svalir 0307 verða 7 ferm., 20,3 rúmm. Svalir 0308 verða 7 ferm., 20,3 rúmm. Samtals stækkun B-rýma er 14 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

24.    Garðsendi 1     (01.824.402) 108421    Mál nr. BN055123
060751-7069 Hermann Gunnarsson, Garðsendi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054690 þannig að rýmisnúmer 0004 og 0005 eru sameinuð í eitt rýmisnúmer í húsi á lóð nr. 1 við Garðsenda.
Umboð til hönnuðar dags. 13. maí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Grandagarður 16     (01.114.301) 100040    Mál nr. BN055168
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052397 þannig að tekið er fram í byggingalýsingu að háfur er með innbyggðu slökkvikerfi yfir eldunaraðstöðu og neyðarútgangur skilgreindur fyrir hjólastóla í húsinu á lóð nr. 16 við Grandagarði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

26.    Grundarland 9-15     (01.855.202) 108785    Mál nr. BN054867
010769-4189 Auður Einarsdóttir, Holland, Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með kjallara á suðvesturhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsi nr. 13 sem er mhl. 03 á lóð nr. 9-15 við Grundarland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018.
Viðbygging:  139,5 ferm., 517 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  388,4 ferm., 1251 rúmm.
B-rými:  92,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018.

27.    Gunnarsbraut 46     (01.247.502) 103383    Mál nr. BN047793
480607-1980 Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að uppfæra brunavarnir í gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.
Erindi fylgir bréf frá aðalhönnuði dags. 16. maí 2018.
Gjald kr. 9.500+11.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28.    Haðaland 10-16     (01.864.401) 108813    Mál nr. BN054733
310869-4229 Hermann Jónasson, Haðaland 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í kjallara, síkka glugga, stækka ljóskassa á norðurhlið og gera annan á suðurhlið með útgangi úr kjallara einbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN055148
450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4-5 hæða fjölbýlishús með 27 íbúðum, sem verður mhl. 05, sjá erindi BN054251, á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  3.262,4 ferm., 9.606,4 rúmm.
B-rými:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

30.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055149
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, 5 hæða fjölbýlishús, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu, með 17 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð sem verður mhl. 10 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  2.716,6 ferm., 8.991,9 rúmm.
B-rými:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31.    Hávallagata 9     (01.160.305) 101167    Mál nr. BN055152
180254-2189 Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergi í kjallara með með því að taka í notkun óuppfyllt rými, byggja yfir svalir, gera nýjar og innrétta baðherbergi á fyrstu og annarri hæð í húsi á lóð nr. 9 við Hávallagötu.
Samþykki frá öðrum eiganda Hávallagötu 11, dags. 1. september 2018 fylgir erindi.
Stækkun: 12,1 ferm.,  31,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

32.    Holtavegur 32     (01.393.---) 176082    Mál nr. BN054910
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa starfsmannaaðstöðu og ræstingu í húsi D mhl. 11 sem er veitingarstaður í flokki II tegund A í Grasagarðinum í Laugardal á lóð nr. 32 við Holtaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.    Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn)     (04.26-.-99) 110979    Mál nr. BN055178
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sýningarskála,  stálgrindarhús á steyptum sökklum til að hýsa eimreiðar sem sýna á í Árbæjarsafni á lóð nr. 4 við Kistuhyl.
Stærð: 133,2 ferm., 610 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34.    Klapparstígur 29     (01.172.015) 101437    Mál nr. BN054283
520218-0250 Barbræður ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes
551101-2580 KS 28 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund F fyrir 120 gesti og fjölga salernum um fjögur í rými 0101 í  húsi á lóð nr. 29 við Klapparstíg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. febrúar 2018, bréf frá eiganda rýmis 0101 um samþykki dags. 8. mars 2018, tölvupóstur frá lögfræðingi eiganda íbúða 0201, 0301 og 0401 um mótmæli þeirra dags. 15. mars 2018, bréf Nordik lögmanna dags. 21. mars 2018 og bréf frá skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018. Greinargerð um frárennsli dags. 30. ágúst 2018 fylgja erindi.
Bréf Nordik lögfræðiþjónustu um andmæli gegn umsögn skrifstofu sviðsstjóra. dags. 31. júlí 2018.
Erindi fylgir umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

35.    Korngarðar 3     (01.323.201) 223775    Mál nr. BN055145
600794-2059 Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN053122 sem felst í breytingum utanhúss, m.a. aðalinngangi, gluggasetningu og uppskiptingu á klæðningu og tækniturnar lækka, ásamt breytingu á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 3 við Korngarða.
Stærðarbreyting, A-rými:  117,3 ferm., -6.209,1 rúmm.
B-rými:  16.9 ferm., -77,3 rúmm.
Eftir breytingu, A-rými:  15.172,6 ferm., 249.360,7 rúmm.
B-rými:  335 ferm., 1.447,6 rúmm.
Gjald kr.11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

36.    Lambhagavegur 19     (02.683.401) 208852    Mál nr. BN055167
520510-1330 Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051044 þannig að innra skipulagi er breytt og húsinu skipt upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar gróðurhús og hins vegar fjórhjólaleigu, flóttastiga er breytt og hann fluttur  á suðausturhlið húss á lóð nr. 19 við Lambhagaveg. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og með vísan til athugasemda.

37.    Langholtsvegur 54     (01.384.113) 104892    Mál nr. BN055055
160362-2949 Gunnar Ásbjörn Bjarnason, Langholtsvegur 54, 104 Reykjavík
140863-5569 Jóna Guðný Káradóttir, Langholtsvegur 54, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð ásamt palli og stiga á vesturhlið 1. hæðar niður í garð á húsi á lóð nr. 54 við Langholtsveg.
Samþykki meðeigenda dags. 30. mars 2018 og bréf frá hönnuði dags. 9. júní 2018 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

38.    Laufásvegur 65     (01.197.010) 102698    Mál nr. BN055165
181266-4309 Aðalsteinn Egill Jónasson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skipta í tvær íbúðir einbýlishúsi á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.Vísað til athugasemda.

39.    Laugateigur 12     (01.364.205) 104625    Mál nr. BN054543
590207-0390 Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.
Erindi fylgir skiptayfirlýsing dags. 31. desember 2007 og samþykki sumra meðeigenda dags. 18. júlí 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.
Stækkun:  102,3 ferm., 217,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

40.    Laugavegur 42     (01.172.223) 101478    Mál nr. BN055045
611096-2599 Húsfélagið Laugavegi 42, Pósthólf 82, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053423 og erindi BN054041 þannig að rými 0301 verður íbúð en ekki gististaður í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN055174
621013-0840 H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053836 þannig að loftræstistokkur er stækkaður á norðurhlið og slökkvitæki færð til í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir ódagsett og ljósmynd af breyttum stokk.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

42.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN055156
581200-2770 STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052285 þannig að leyfilegur gestafjöldi verði 10 í stað 6 í gististað í íbúð 0301 og íbúð 0304 í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

43.    Laugavegur 73     (01.174.023) 101570    Mál nr. BN054789
460715-0320 Fiskistígur ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með 12 íbúðum og verslun/þjónustu á jarðhæð, einangrað að utan og klætt málmklæðningu, á kjallara, með bílgeymslu fyrir 8 bíla sem tengist bílgeymslu Hverfisgötu 92, á lóð nr. 73 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar um skilmála deiliskipulags dags. 29. maí 2018, viljayfirlýsing varðandi bílastæði dags. 25. maí 2018, minnisblað um sambrunahættu frá Mannvit dags. 23. maí 2018 og greinargerð um hljóðvist frá Mannvit dags. 22. maí 2018.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018.
Stærð, A-rými:  1.160 ferm.
B-rými:  71,1 ferm.
Samtals A + B rými:  1.231,1 ferm., 4.100,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Umsækjandi hafi sambandi við skipulagsfulltrúa.

44.    Laugavegur 118     (01.240.103) 102980    Mál nr. BN055179
460189-1369 Melholt ehf, Grettisgötu 87, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílaverkstæði, stálgrindarhús klætt steinullareiningum á kjallara sem fyrir er, á Grettisgötu 87 á lóð nr. 118 við Laugaveg.
Stærð, áður byggður kjallari:  794,5 ferm., 2.140,4 rúmm.
Nýbygging:  814,2 ferm., 3.985,4 rúmm.
Samtals: 1.608,7 ferm., 6.125,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45.    Láland 5     (01.874.001) 108831    Mál nr. BN055098
020169-5169 Svanhvít Birna Hrólfsdóttir, Láland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu fyrir nýja bílgeymslu framan við núverandi bílgeymslu, innrétta svefnherbergi í þeirri eldri, lyfta hluta þaks og koma fyrir ofanljósi, og koma fyrir tveimur nýjum bílastæðum sunnan einbýlishúss nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Láland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2018.
Stækkun:  57,5 ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  310,4 ferm., 1.048,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

46.    Logafold 166     (02.871.203) 110323    Mál nr. BN055092
060334-4209 Jón Elli Guðjónsson, Logafold 166, 112 Reykjavík
170174-3649 María Hlín Steingrímsdóttir, Logafold 166, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á neðri hæð og áður óskráðu rými inn af bílskúr í húsi á lóð nr. 166 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi.
Stækkun er 41,5 ferm., 112,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

47.    Nýlendugata 22     (01.131.103) 100161    Mál nr. BN054603
490101-3220 Nýlendugata 22,húsfélag, Nýlendugötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á 1. og 2. hæð og rishæð og koma fyrir nýrri garðhurð á austurhlið húss á lóð nr. 22 við Nýlendugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

48.    Rangársel 8     (04.938.702) 112922    Mál nr. BN055032
220660-2659 Hallgrímur Þ Gunnþórsson, Rangársel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými í ungbarnaleikskóla fyrir 15 til 20 börn, sem verður ein leikskóladeild með snyrtingu, ræstingu/þvottahúsi, eldhúsi og aðstöðu fyrir stafsmenn í rými 0101 í mhl. 04 og itl að gera útisvæði sem verður girt af með eins metra hárri girðingu við hús á lóð nr. 8 við Rangársel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar dags. 9. apríl 2018.
Einnig fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 26. ágúst 2018 og ljósrit af skiptayfirlýsingu lóðar dags. 24. ágúst 1987.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

49.    Ránargata 4A     (01.136.014) 100517    Mál nr. BN054297
510305-0430 Metropolitan ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
660405-1510 Ránarhóll ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttastiga á norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 4A við Ránargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2018.
Stækkun B-rými 13,1 ferm., 35,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta, nr. 100, 101, 102, 103 dags. 21. febrúar 2018.

50.    Saltvík     (00.064.000) 125744    Mál nr. BN055146
600667-0179 Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum við sláturhús í Saltvík við Vallá á Kjalarnesi.
Stækkun: 1.866,5 ferm., 8.872,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51.    Sólheimar 42     (01.435.203) 105320    Mál nr. BN054975
150656-4439 Kristín Baldursdóttir, Sólheimar 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja tvær hurðir á vesturhlið kjallara, stækka svalir á 2. hæð ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum svölum á 2. hæð vesturhliðar á húsi á lóð nr. 42 við Sólheima.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi dags. 21. janúar 2018 og bréf frá hönnuði vegna breytinga á umsókn dags. 31. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

52.    Stóragerði 42     (01.803.101) 107721    Mál nr. BN054668
050151-2559 Valdimar Harðarson, Stóragerði 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurðir út í garð í íbúðum á 1. hæð, gustlokun á svölum á annarri og þriðju hæð ásamt gustlokun með þaki að hluta á svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Stóragerði.
Samþykki frá 12 íbúðum af 14 frá fundi húsfélags dags. 11. apríl 2018 og bréf frá hönnuði dags. 7. maí 2018 fylgir erindi.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018.
Ný B rými: 27,6 ferm og  73,1 rúmm.,
Gustlokanir:  469,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53.    Stórhöfði 17     (04.081.801) 110689    Mál nr. BN054941
710317-0540 SH 17 ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053969 þannig að fjölgað er eignarhlutum úr 11 í 13 vegna gerðar nýrrar eignaskiptayfirlýsingar fyrir hús á lóð nr. 17 við Stórhöfða.
Bréf hönnuðar dags. 29. júní 2018 fylgir  erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54.    Tjarnargata 35     (01.142.302) 100937    Mál nr. BN054965
140370-3639 Þuríður Reynisdóttir, Bretland, 630207-1420 Sýr ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta notkun úr skrifstofum í íbúð ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 35 við Tjarnargötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. júlí 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

55.    Úlfarsbraut 74     (02.698.503) 205739    Mál nr. BN054926
210486-2919 Baldur Þór Halldórsson, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
110785-2409 Lilja Magnúsdóttir, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 74 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24 júlí 2018.
Stærðir: A-rými 202,2 ferm., 701,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56.    Þingholtsstræti 1     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054654
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð húss á lóð nr. 2 við Ingólfsstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

57.    Þingholtsstræti 15 A     (01.180.104) 101680    Mál nr. BN055061
020850-4859 Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15A, 101 Reykjavík
030552-7179 Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15A, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi til að yfirbyggja svalir á húsi á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti sbr. áður samþykkt erindi BN040125, BN048091, BN051051. Jafnframt er erindið BN053455 dregið til baka.
Gjald kr. 11.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

58.    Ægisíða 44     (01.555.006) 106621    Mál nr. BN055166
071073-4919 Magnús Geir Þórðarson, Birkigrund 49, 200 Kópavogur
100476-5849 Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Birkigrund 49, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu norðan við hús og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ægisíðu.
Stækkun:  73,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og/eða grenndarkynningar.
Vísað til uppdrátta nr. A100, A200, A300, A310, A500, A500 dags. 31. ágúst 2018.
Ýmis mál

59.    Gylfaflöt 15     (02.576.005) 225816    Mál nr. BN055195
671113-0390 Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Urðarsel ehf. óskar eftir að staðfangi lóðarinnar Gylfaflöt 15, landeignanúmer 224816 verði breytt í Gylfaflöt 17.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60.    Lambhagavegur 12A     (02.498.202) 216926    Mál nr. BN055189
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður lóðina Lambhagaveg 12A samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 10.09.2018.
Lóðin Lambhagavegur 12A (staðgr. 2.498.202, landeignarnr. L216926) er 16 m².
Teknir 16 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignar. L221447).
Lóðin Lambhagavegur 12A (staðgr. 2.498.202, landeignarnr. L216926) verður 0 m² og verður afskráð.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í borgarráði þann 11.05.2017, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 30.06.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 25.07.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

61.    Rafstöðvarvegur 37A         Mál nr. BN055183
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stofna nýja lóð Rafstöðvarveg 37A, samanber meðfylgjandi uppdrátt, dags. 07.09.2018.
Ný lóð Rafstöðvarvegur 37A (staðgr. 4.267.301, L227437) er stofnuð með því að taka 22 m² af óútvísaða landinu (L221449).
Lóðin Rafstöðvarvegur 37A (staðgr. 4.267.301, L227437) verður 22 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og samgönguráði þann 17.08.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 05.09.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

62.    Urðarbrunnur 10     (05.056.202) 205770    Mál nr. BN055186
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Urðarbrunn 2 og sameina lóðirnar Urðarbrunn 10 og 12 í eina lóð, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 07.09.2018.
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) er 1130 m².
Bætt 111 m² við lóðina frá Urðarbrunni 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770).
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) verður 1241 m².
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770) er 602 m².
Teknir 111 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769).
Bætt 498 m² við lóðina frá Urðarbrunni 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. 205771).
Bætt 6 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignanr. L221447).
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770) verður 995 m².
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) er 498 m².
Teknir 498 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770).
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

63.    Urðarbrunnur 12     (05.056.203) 205771    Mál nr. BN055187
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Urðarbrunn 2 og sameina lóðirnar Urðarbrunn 10 og 12 í eina lóð, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 07.09.2018.
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) er 1130 m².
Bætt 111 m² við lóðina frá Urðarbrunni 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770).
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) verður 1241 m².
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770) er 602 m².
Teknir 111 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769).
Bætt 498 m² við lóðina frá Urðarbrunni 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. 205771).
Bætt 6 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignanr. L221447).
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770) verður 995 m².
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) er 498 m².
Teknir 498 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770).
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

64.    Urðarbrunnur 2-8     (05.056.201) 205769    Mál nr. BN055185
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Urðarbrunn 2 og sameina lóðirnar Urðarbrunn 10 og 12 í eina lóð, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 07.09.2018.
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) er 1130 m².
Bætt 111 m² við lóðina frá Urðarbrunni 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770).
Lóðin Urðarbrunnur 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769) verður 1241 m².
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. 205770) er 602 m².
Teknir 111 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 2 (staðgr. 5.056.201, landeignarnr. L205769).
Bætt 498 m² við lóðina frá Urðarbrunni 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. 205771).
Bætt 6 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignanr. L221447).
Lóðin Urðarbrunnur 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770) verður 995 m².
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) er 498 m².
Teknir 498 m² af lóðinni og bætt við Urðarbrunn 10 (staðgr. 5.056.202, landeignarnr. L205770).
Lóðin Urðarbrunnur 12 (staðgr. 5.056.203, landeignarnr. L205771) verður 0 m² og verður lögð niður.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

65.    Garðsendi 9     (01.824.406) 108425    Mál nr. BN055169
260671-2439 Cristinel Cogalniceanu, Garðsendi 9, 108 Reykjavík
130167-5439 Nadia Katrín Banine, Kópavogsbarð 8, 200 Kópavogur
Spurt er hvort samþykkt yrði "ósamþykkt íbúð" í kjallara húss á lóð nr. 9 við Garðsenda.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 7. september 2018
Neikvætt.
Neikvætt samanber leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

66.    Bergþórugata 14A     (01.192.017) 102523    Mál nr. BN055157
220448-3399 Hildur G Jónsdóttir, Garðsstaðir 6, 112 Reykjavík
290643-3259 Sigmundur Karl Ríkarðsson, Garðsstaðir 6, 112 Reykjavík
Spurt er hvort rými í kjallara sé samþykkt íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14A við Bergþórugötu.
Virðingargjörð dags. 21. október 1951 og eignaskiptayfirlýsing frá 28. júlí 2015 þar sem talað er um ósamþykkta íbúð.
Neikvætt.
Neikvætt samanber leiðbeiningar á athugarsemdarblaði og fyrri afgreiðslur.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:20.

Erna Hrönn Geirsdóttir
Nikulás Úlfar Másson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 4 =