Fundur nr. 7 | Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð

 

Ár 2018, miðvikudaginn 5. september kl. 9:07, var haldinn 7. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Geir Finnsson, Alexandra Briem, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sonja Wiium, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 2-11. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 12-16.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

 

(A) Skipulagsmál

 

Hjálmar Sveinsson er settur formaður í fjarveru Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur í upphafi fundar.

 

1.

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir

 

Mál nr. SN010070

 

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018.

 

2.

Hallarmúli 2, breyting á deiliskipulagi

 (01.261.1)

Mál nr. SN170870

560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

 

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. mótt. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Breytingin felst í megin atriðum í því að auka leyfilegt byggingarmagn og auka hæðarfjölda á lóðinni með tilliti til aðliggjandi byggðar, í byggingunni verður hótel, leyfilegur hæðarfjöldi verður 5 hæðir með efstu hæðina inndregna frá Hallarmúla en til vesturs stallast byggingin niður í 1 hæð, bílastæði verða fjarlægð af yfirborði lóðarinnar og gerður er bílakjallari, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. nóvember 2017, síðast br. 2. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eik fasteignafélag hf. f.h. LF2 dótturfélag dags. 2. maí 2018, Advel lögmenn f.h. Reita-hótela dags. 8. maí 2018, Advel lögmenn f.h. Flugleiðahótela ehf. dags. 8. maí 2018, Landslög f.h. Íslenskar Orkuvirkjunar ehf. dags. 9. maí 2018 og Rúnar S. Gíslason lögm. formaður Húsfélagsins Lágmúla 5 dags. 9. maí 2018.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.

 

Kl. 9:09 taka Kristín Soffía Jónsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

 

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.

Vísað í borgarráð.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: “Það vekur furðu að hér sé samþykkt breyting á deiliskipulagi til að leyfa einstaka nýbyggingu þar sem breytingu á Ármúla 7 var nýlega hafnað með þeim rökum að þar þyrfti breytingu á deiliskipulagi í heild. Það gerðist 22. ágúst síðastliðinn. Það er ekki gert hér þó reiturinn sé á sama skipulagssvæði. Miðað við framlögð rök hefði átt að samþykkja breytingar á Ármúla 7, enda voru þær í samræmi við hæð nærliggjandi húsa. Mikilvægt er að ákvarðanir í skipulagsmálum séu ekki óhóflega matskenndar.

 

Fulltrúi Pírata Alexandra Briem, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Geir Finnsson bóka:

“Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar telja eru að sumu leyti ólík þótt lóðirnar séu í sama hverfi. Í Hallarmúla er um ófullbyggða lóð að ræða en lóðin við Ármúla er að heita má fullbyggð. Fyrirhuguð breyting við Hallarmúla gerir ráð fyrir stakstæðu húsi sem er mjög í takt við þau hús sem fyrir eru og skipulagsheimildir á svæðinu. Við tökum undir mikilvægi þess að málsmeðferð þurfi að vera skýr og fagleg. Við tökum álit sérfræðinga umhverfis og skipulags”.

 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

Kl. 9:51 víkur Alexandra Briem af fundi, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma og tekur við formennsku af Hjálmari Sveinssyni.

 

3.

Hverfisskipulag, Árbær - 7.1 Ártúnsholt, 7.2 Árbær og 7.3 Selás, tillaga

 (07.1)

Mál nr. SN170594

 

Kynning á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt, 7.2 Árbær og 7.3 Selás.

Kynnt.

 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

4.

Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga

 (07.1)

Mál nr. SN150143

 

Kynning á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt.

Kynnt.

 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

5.

Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga

 (07.2)

Mál nr. SN150144

 

Kynning á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær.

Kynnt.

 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

6.

Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga

 (07.3)

Mál nr. SN150145

 

Kynning á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás.

Kynnt.

 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.

Brúnavegur 13 - Hrafnista, breyting á deiliskipulagi

 (01.351)

Mál nr. SN180547

440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

570269-2679 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík

 

Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 25. júlí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarás Hrafnistu vegna lóðarinnar ne. 13 við Brúnaveg. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir loftræstiklefa fyrir framleiðslueldhús Hrafnistu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 25. júlí 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

8.

Kjalarnes, Jörfagrund 54-60, breyting á deiliskipulagi

 (03.247.2)

Mál nr. SN180367

500101-2370 Hús invest ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss

 

Lögð fram umsókn Home Apartments ehf. dags. 14. maí 2018 ásamt bréfi dags. 7. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðarinnar nr. 54-60 við Jörfagrund. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr átta í þrettán, færa hús framar í lóðina og færa bílastæði aftar í lóð meðfram langhlið á húsi, samkvæmt uppdr. Aðalsteins V. Júlíussonar dags. 15. mars 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

9.

Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi

 (01.352.5)

Mál nr. SN180468

440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

 

Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 21. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á 1., 2. hæðin verður inndreginn frá suðvestri. Húsin verða því tvær hæðir og kjallari með verslun - og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð, samkv. uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. júní 2018. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 4. júní 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

(B) Byggingarmál

 

10.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð

 

Mál nr. BN045423

 

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 987 frá 4. september 2018.

 

(C) Fyrirspurnir

 

11.

Kjalarnes, Nesvík, (fsp) íbúðabyggð

 

Mál nr. SN180353

561215-2000 Nesvík fasteignir ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík

 

Lögð fram fyrirspurn Nesvík fasteignir ehf. dags. 8. maí 2018 um uppbyggingu íbúðabyggðar í Nesvík á Kjalarnesi, samkvæmt tillögu KRADS ehf. dags. 7. maí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018.

Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs 29. ágúst 2018

 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson taka neikvætt í fyrirspurnina með visan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.

 

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:

„Mikill og viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðustu ár. Afleiðingin er að gríðarlegur fjöldi fjölskyldna hefur ekki átt annan kost en að flytjast út fyrir borgarmörkin bæði til suðurs,austurs og vesturs. Þetta sést vel á stöðum eins og Reykjanesbær, Hveragerði, Selfoss, Akranes og víðar. Langflestir brottfluttra sækja eftir sem áður vinnu til Reykjavíkur. Miðflokkurinn fagnar því áformum um uppbyggingu í landi Nesvíkur og telur mikilvægt að greiða leið slíkra áforma, enda mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa jafnt og Reykjavíkurborg.

Miðflokkurinn mælir því með að fyrirspurnin fái jákvæðar viðtökur, enda fengur að fá 600 íbúða byggð í einu úthverfa borgarinnar“.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir greiða á móti fyrirspurninni bóka:

“Fulltrúar D-lista lýsa yfir vonbrigðum vegna neikvæðrar afgreiðslu þessa erindis. Eðlileg uppbygging á Kjalarnesi er nauðsynleg til að það geti þróast á sjálfbæran og eðlilegan hátt. Óhóflegar takmarkanir á uppbyggingu íbúðarbyggðar hefur verulega neikvæð áhrif á þróun Kjalarness og er í andstöðu við forsendur sameiningar sveitarfélagana fyrir sléttum 20 árum síðan”.

 

Fulltrúi Flokks fólksins Ásgerður Jóna Flosadóttir bókar:

„Flokkur fólksins harmar þá synjun á uppbyggingu á 600 íbúðum í Nesvík á Kjalarnesi

Þar sem mikill íbúðaskortur er og hefur verið s.l. ár í Reykjavík mælir Flokkur fólksins með uppbyggingu á umræddu svæði og telur það mjög jákvætt og til framfara að taka jákvætt í hugmyndir um 600 íbúða byggð í Nesvík á Kjalarnesi.

 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir niðurstöðu skipulagsfulltrúa. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir talsverðri stækkun Grundarhverfis til vesturs og norðurs. Það þýðir að á næstu árum verður hægt byggja þar fjölda íbúða. Sú uppbygging mun styrkja Grundarhverfið og skjóta stoðum undir meiri verslun og þjónustu. Það er mikill kostur að sú byggð verður innan vaxtamarka Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Við teljum skynsamlegast að láta þá uppbyggingu ganga fyrir uppbyggingu við Nesvík.

 

Rétt bókun er:

 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson taka neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.

 

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:

„Mikill og viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðustu ár. Afleiðingin er að gríðarlegur fjöldi fjölskyldna hefur ekki átt annan kost en að flytjast út fyrir borgarmörkin bæði til suðurs,austurs og vesturs. Þetta sést vel á stöðum eins og Reykjanesbær, Hveragerði, Selfoss, Akranes og víðar. Langflestir brottfluttra sækja eftir sem áður vinnu til Reykjavíkur. Miðflokkurinn fagnar því áformum um uppbyggingu í landi Nesvíkur og telur mikilvægt að greiða leið slíkra áforma, enda mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa jafnt og Reykjavíkurborg.

Miðflokkurinn mælir því með að fyrirspurnin fái jákvæðar viðtökur, enda fengur að fá 600 íbúða byggð í einu úthverfa borgarinnar“.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka:

“Fulltrúar D-lista lýsa yfir vonbrigðum vegna neikvæðrar afgreiðslu þessa erindis. Eðlileg uppbygging á Kjalarnesi er nauðsynleg til að það geti þróast á sjálfbæran og eðlilegan hátt. Óhóflegar takmarkanir á uppbyggingu íbúðarbyggðar hefur verulega neikvæð áhrif á þróun Kjalarness og er í andstöðu við forsendur sameiningar sveitarfélagana fyrir sléttum 20 árum síðan”.

 

Fulltrúi Flokks fólksins Ásgerður Jóna Flosadóttir bókar:

„Flokkur fólksins harmar þá synjun á uppbyggingu á 600 íbúðum í Nesvík á Kjalarnesi

Þar sem mikill íbúðaskortur er og hefur verið s.l. ár í Reykjavík mælir Flokkur fólksins með uppbyggingu á umræddu svæði og telur það mjög jákvætt og til framfara að taka jákvætt í hugmyndir um 600 íbúða byggð í Nesvík á Kjalarnesi.

 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir niðurstöðu skipulagsfulltrúa. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir talsverðri stækkun Grundarhverfis til vesturs og norðurs. Það þýðir að á næstu árum verður hægt byggja þar fjölda íbúða. Sú uppbygging mun styrkja Grundarhverfið og skjóta stoðum undir meiri verslun og þjónustu. Það er mikill kostur að sú byggð verður innan vaxtamarka Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Við teljum skynsamlegast að láta þá uppbyggingu ganga fyrir uppbyggingu við Nesvík.

 

(E) Samgöngumál

 

12.

Kaplaskjólsvegur, stöðubann.

 

Mál nr. US180235

 

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2018 varðandi stöðubann við kant gangstéttar, norðvestan húsagötu við Kaplaskjólsveg 27-71.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

13.

Hringbraut, málefni Hringbrautar

 

Mál nr. US180233

 

Umræða um málefni Hringbrautar með áherslu á gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu.

Hringbraut fer í gegnum Vesturbæinn þar sem fjölmörg börn fara yfir götuna daglega í skóla eða frístundir og foreldrar upplifa börnin sín í hættu.

 

Stefán Finnsson yfirverkfræðngur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14.

Göngustígur í Fellahverfi bann við akstri léttra bifhjóla

 

Mál nr. US180239

 

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 31. ágúst 2018 varðandi bann við akstri léttra bifhjóla á göngustíg í Fellahverfi.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:

 

“Miðflokkurinn er sammála banni akstri léttra bifhjóla á téðum göngustíg enda bent á hættu vegna hraðaksturs og ekki síst hávaðamegnunar. Miðflokkurinn telur þó ekki rétt að banna notkun rafknúinna vespa sem ná mun minni hraða eða um það bil 20km hraða á klst. en það er mun minni hraði en venjulegt reiðhjóla nær auðveldlega. Rökin fyrir banninu eru hraði og hávaði og hvorugt á við um téðar rafknúnar vespur. Því verður Miðflokkurinn að lýsa yfir vonbrigðum með að ekki sé betur skilgreint akstursbann sett sem leyfir áðurgreinar rafknúnar vespur, enda mikið notaðar af ungu krökkum í úthverfum. Það er slæm hugmynd að vísa þessum krökkum út á bílagötur með tilheyrandi hættu fyrir þau”.

 

Lilja Sigurbjörg Harðardóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

15.

Steinbryggja, kynning

 

Mál nr. US180237

 

Kynning á tillögu að breyttri hönnun á Steinbryggju, áður Pósthússtræti.

Við framkvæmdir í Pósthússtræti við Hafnartorg var grafið niður að Steinbryggju, bryggjan er friðuð og í góðu ástandi.

Lagt er til að bryggjan verði gerð sýnileg til frambúðar og tillagan sýnir fyrstu drög að útfærslu.

Kynnt.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka:

„Það er ánægjulegt að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu, varðveita steinbryggjuna og gera hana sýnilega eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. Steinbryggjan er í góðu ástandi og hefur mikið sögulegt gildi fyrir borgina, ferðamenn og borgarbúa.“

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Geir Finnsson bóka: „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hefur varðveist í tímans rás. Á þessum stað bankar sagan upp á og vissulegt fagnaðarefni að geta mætt henni svo vel. Af þessum sökum fagna fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar framlagðri tillögu Umhverfis og skipulagssviðs um varðveislu hennar.“

 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

(D) Ýmis mál

 

16.

Bílastæðastefna, erindisbréf

 

Mál nr. US180201

 

Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2018 varðandi stýrihóp um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum.

Erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2018 samþykkt.

 

17.

Götuheiti, Laugardalur, Hólmsheiði, Landspítalinn

 

Mál nr. US180196

 

Lögð fram fundargerð nafnanefndar dags 5. júlí 2018 ásamt tillögum að götuheitum við Landspítalann.

Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs 29. ágúst 2018

Tillögum að götuheitum við Landspítalann synjað.

 

Rétt bókun er:

Tillögum að götuheitum við Landspítalann synjað.

Vísað til borgaráðs.

 

Skipulags- og samgönguráð bókar:

Skipulags og samgönguráð fagnar þeim fjölmörgu nýju götuheitum sem götunafnanefnd hefur gert tillögu um síðustu misserin. Ráðið telur það góða hugmynd að nefna götur á Landspítalalóðinni eftir fólki sem hefur lagt fram mikilvægan skerf til lækninga á Íslandi. Ráðið beinir þeirri spurningu til götunafnanefndar hvort ekki megi hafa það þannig á allri lóðinni. Það bendir jafnframt á að í næsta nágrenni er löng hefð fyrir götuheitum með mannanöfnum.

 

18.

Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup

 

Mál nr. US130118

 

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júní 2018.

 

19.

Umhverfis- og skipulagssvið, sex mánaða uppgjör

 

Mál nr. US180238

 

Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til júní 2018.

 

20.

Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður

 

Mál nr. US170113

 

Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið apríl til júní 2018.

 

21.

Útilistaverk, ný staðsetningu á brjóstmynd af Gunnar Thoroddsen

 

Mál nr. US180112

 

Lögð fram tillaga að nýrri staðsetningu á brjóstmynd af Gunnar Thoroddsen eftir Sigurjón Ólafsson (H-088)

Frestað.

 

22.

Skipholt 44 og 50, málskot

 (01.253)

Mál nr. SN180611

200677-2699 Marcos Zotes López, Skipholt 44, 105 Reykjavík

 

Lagt fram málskot Marcos Zotes López og Gerðar Sveinsdóttur dags. 29. ágúst 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 varðandi hækkun á þaki hússins á lóð nr. 44 og 50 við Skipholt, breyta notkun rishæðar og setja kvisti og svalir á húsið.

Frestað.

 

23.

Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdir við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut

 

Mál nr. US180202

 

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hver staðan er staðan á framkvæmda við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut? Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 31. ágúst 2018.

Frestað.

 

24.

Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Staða malbikunarframkvæmda

 

Mál nr. US180203

 

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um malbikunarframkvæmdir: Hver er staða malbikunarframkvæmda á götum Reykjavíkurborgar? Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 31. ágúst 2018.

Frestað.

 

25.

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, Gufunes

 

Mál nr. US180220

 

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.

Hver eru framtíðaráform varðandi Gufunes ? Hver er staða á gildandi skipulagi, hvaða framkvæmdir eru hafnar og hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar?

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2018.

Frestað.

 

26.

Tillaga Flokks fólksins, gönguljós

 

Mál nr. US180167

 

Lögð fram tillaga flokks fólksins: Það eru tvö gönguljós, annað á móts við 365 miðla sem vald umferðarteppum á þessum leiðum meiri hluta dags. Það er tillaga Flokks fólksins að í stað þessara ljósa verði settar göngubrýr.

Rökin eru þau að með göngubrúm er flæði umferðar milli umferðarljósa óhindrað. Fólksumferð yfir götuna er mikil og í hvert sinn sem ýtt er á gönguljósin stöðvast umferðin dágóðan tíma. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2018.

Frestað.

 

 

27.

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, undirbúningur vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla

 

Mál nr. US180029

530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. febrúar 2018 þar sem tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs s.d. um undirbúning vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 31. ágúst 2018.

Frestað.

 

28.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, úrbætur á göngutengslum við Sléttuveg

 

Mál nr. US180072

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Halldór Halldórsson, leggja til að úrbætur verði gerðar á göngutengslum við Sléttuveg í því skyni að auðvelda íbúum við götuna, ekki síst þeim sem eiga erfitt með gang eða nota hjólastóla, að komast á milli húsa og um hverfið. Leitast verði við að tengja saman gangstéttir og göngustíga milli húsa, t.d. Sléttuveg 15-17, svo íbúar þeirra komist hjá því að þurfa að fara eftir götunni þegar þeir fara fótgangandi eða á hjólastól milli húsa. Þá verði úrbætur gerðar á gangstéttarbrúnum í hverfinu og fláum fjölgað í því skyni að auðvelda fólki í hjólastólum að komast leiðar sinnar. Við undirbúning framkvæmda skal samráð haft við öll húsfélög við Sléttuveg og þeim gefinn kostur á að skila ábendingum um hvaða framkvæmdir séu æskilegar svo áðurnefndum markmiðum verði náð."

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018.

Frestað.

 

29.

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, brugðist verði við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti

 

Mál nr. US170156

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir leggja til að brugðist verði nú þegar við alltof hárri vatnsstöðu við byggðina í Norðlingaholti. Svæði sem áður var á þurru er nú umflotið milli Norðlingaholts og Rauðhóla. Athuga þarf hvort ekki þarf að lækka vatnsstöðu Elliðavatnsins eins og áður var gert með því að opna lokur í stíflugarði og hleypa vatni á árfarveg Bugðu sem er þurr neðan stíflugarðs í Elliðavatni." Einnig er lögð fram greinargerð.

Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 31. ágúst 2018.

Frestað.

 

30.

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ekki verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu

 

Mál nr. US180232

530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

 

Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að ekki

verði mokað yfir steinbryggju við Tryggvagötu

Frestað.

 

31.

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksin, Elliðaárdalur, friðlýsing

 

Mál nr. US180177

 

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að unnið verði að því að Elliðaárdalurinn verði friðlýstur vegna sérstaks náttúrufars og dýralífs. Einnig er lögð fram greinargerð.

 Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson eftirfarandi:

 Það er ekki tilviljun að meirihlutinn í umhverfis- og heilbrigðisráði bregði á það ráð að fresta tillögu okkar sjálfstæðismanna um friðlýsingu Elliðaárdalsins. Enda liggur fyrir tillaga á dagskrá skipulags- og samgönguráðs í dag um að samþykkja nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingum sem ganga munu freklega á land Elliðaárdalsinn og gerir ráð fyrir umfangsmikilli starfsemi þar. Það undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að unnið verði að friðlýsingu Elliðaárdalsins og nærliggjandi umhverfi hans í samráði við umhverfisráðherra og umhverfisstofnun með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013

Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. ágúst 2018.

Frestað.

 

32.

Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, varðandi breyttan opnunartíma bílastæðahúsa borgarinnar

 

Mál nr. US180241

 

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins þar sem lagt er til að bílastæðahús borgarinnar verði opin allan sólarhringinn. Einnig er lögð fram greinargerð.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra

 

33.

Freyjubrunnur 23, kæra 112/2018

 (02.695.4)

Mál nr. SN180618

701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

 

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. ágúst 2018 ásamt kæru dags. 29. ágúst 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um útgáfu framkvæmdaleyfis á lóðnni Freyjubrunnur 23.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra

 

34.

Frakkastígur - Skúlagata, kæra 95/2018, umsögn

 (01.15)

Mál nr. SN180525

701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

 

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júlí 2018 ásamt kæru dags. 10. júlí 2018 þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis, auglýst í B-deild Sjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2018.

 

35.

Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, kæra 41 og 42/2017, umsagnir, úrskurður

 (01.141.2)

Mál nr. SN170331

701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

 

Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. apríl 2017 ásamt kæru 41/2017 og dags. 10. apríl 2017, ásamt kæru 42/2017, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstrætis 4-4b og Skólabrúar 2. Í kærunum er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lagðar fram umsagnir skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26. maí 2017 vegna kæru 41/2017 og dags. 29. maí 2017 vegna kæru 42/2017. Lagðir fram bráðabirgðaúrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.41/2017 og máli nr.42/2017, dags. 9. desember 2017. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 31. ágúst 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrúar 2.

 

36.

Vesturlandsvegur Hallar, breyting á skilmálum

 

Mál nr. SN180567

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum fyrir deiliskipulag Vesturlandsvegar Halla.

 

37.

Hallveigarstígur 1, breyting á deiliskipulagi

 (01.171.2)

Mál nr. SN180289

550513-0560 PARAS ehf., Súlunesi 14, 210 Garðabær

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.2, Laugavegar-Skólavörðustígsreitur, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg.

 

38.

Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag

 

Mál nr. SN160847

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breyttum uppdráttum vegna nýs deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls.

 

39.

Hlíðarendi 20-26, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.629.6)

Mál nr. SN180488

500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. ágúst 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 20-26 við Hlíðarenda.

 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:29

 

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

 

Geir Finnsson                                                                           Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjálmar Sveinsson                                                                    Eyþór Laxdal Arnalds

Hildur Björnsdóttir                                                                    Valgerður Sigurðardóttir

 

 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

 

Árið 2018, þriðjudaginn 4. september kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 987. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Gunnar Logi Gunnarsson og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

 

Þetta gerðist:

 

Nýjar/br. fasteignir

 

1.       Aðalstræti 10                                     (01.136.504) 100594          Mál nr. BN054836

570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera dyraop milli Aðalstrætis 10 og 16 í gangi neðanjarðar á lóð nr. 10 við Aðalstræti.

Erindi fylgir þinglýst samþykki eiganda Aðalstrætis 16 dags. 27. júlí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

2.       Austurbakki 2                                    (01.119.801) 209357          Mál nr. BN055118

450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, um er að ræða breytingar á eignarhaldi á tæknirýmum og geymslum í húsum á reit 1, 2 og 11 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

 

3.       Austurberg 3                                      (04.667.101) 112094          Mál nr. BN055091

570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir köldum potti norðan við eimbað, núverandi rennibraut endurnýjuð, leiksvæði með vatnsleikjatækjum og fallvarnarefni á yfirborði sunnan við innilaug í Breiðholtslaug á lóð nr. 3 við Austurberg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

4.       Álfheimar 74                                      (01.434.301) 105290          Mál nr. BN055127

691206-4750 LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu í rými sem áður var læknastofur í hluta af 7. hæð og verður hún einnig tengd við tannlæknastofu sem er á 4. hæð í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.

Bréf hönnuðar dags. 22. ágúst 2018 og umsögn Geislavarna ríkisins dags. 21. ágúst 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

 

5.       Bergstaðastræti 29                             (01.184.413) 102073          Mál nr. BN054925

040474-5019 Guðmundur Aðalsteinsson, Danmörk, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í húsi á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

6.       Bergþórugata 14A                             (01.192.017) 102523          Mál nr. BN055114

070456-5839 Oddur Guðjón Pétursson, Hegranes 11, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049143 v/lokaúttektar þannig að stigi í 0303 og 0401 er að breytast í húsinu á lóð nr. 14.A við Bergþórugötu.

Bréf frá hönnuði um breytingu á aðalhönnuði dags. 15. ágúst 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

7.       Borgartún 8-16A                                (01.220.107) 199350          Mál nr. BN055042

531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049912 og innrétta búningsherbergi í rými -0102 og koma fyrir stigalyftu í gangi -0110 í verslunar- og skrifstofuhúsinu Katrínartún 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

8.       Brautarholt 4-4A                               (01.241.203) 103021          Mál nr. BN055115

220255-2479 Einar Guðlaugsson, Tunguvegur 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.

Stækkun:  46,2 ferm., 82,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

9.       Dyngjuvegur 6                                   (01.383.203) 104848          Mál nr. BN054497

120181-5489 Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu undir svölum, breyta geymslu í kjallara í herbergi, síkka glugga og gera hurð út í garð og tröppur frá svölum niður í garð, glerja við útmörk svala og hurð út í garð auk þess sem sótt er um áður gerðar innri breytingar í kjallara í húsi á lóð nr. 6 við Dyngjuveg.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. maí 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. ágúst 2018.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Dyngjuvegi 8 og Laugarásvegi 57 frá 12. júlí 2018 til og með 9. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 16,7 ferm., 46,7rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

10.     Egilsgata 14                                       (01.195.003) 102561          Mál nr. BN055057

510517-0830 Reir verk ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara, 1. og 2. hæðar og byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við húsið á lóð nr. 14 við Egilsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018.

Stærð: 56,8 ferm., 153,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018 og með vísan til athugasemda.

 

11.     Fellsmúli 24                                        (01.297.101) 103858          Mál nr. BN055132

600302-2560 Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054496 þannig að í rými 0105 og 0106 verður komið fyrir stafsmannaaðstöðu í húsi á lóð nr. 24 til 26 við Fellsmúla.

Bréf frá hönnuði dags. 21. ágúst 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

12.     Fjólugata 21                                       (01.185.512) 102202          Mál nr. BN055141

070960-2819 Helgi Smári Gunnarsson, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík

150463-4409 Katrín Bryndís Sverrisdóttir, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík

200139-2409 Ellert B Sigurbjörnsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þvottahúsi, gluggasetningu og bæta við útidyrum á hús á lóð nr. 21 við Fjólugötu.

Erindinu fylgir bréf hönnuðar dagsett 28.08.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

13.     Frakkastígur 14A                              (01.182.123) 101838          Mál nr. BN054938

550703-2890 Svarti ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund g, fyrir 14 gesti ásamt leyfi til að setja flóttasvalir og björgunarop á norðurhlið húss á lóð nr. 14A við Frakkastíg.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. ágúst 2018.

Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. ágúst 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

14.     Freyjugata 24                                    (01.186.601) 102297          Mál nr. BN053873

710505-1440 Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðvesturhlið 2. hæðar, uppfæra brunamerkingar, færa til starfsmannaaðstöðu í kjallara og breyta flokkun gistiheimilis í flokk III, teg. b í húsi á lóð nr. 24 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.

Einnig fylgir bréf hönnuðar með skýringum dags. 6. mars 2018 og minnisblað um brunavarnir dags. 7. febrúar 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. júlí 2018.

Erindi var grenndarkynnt frá 22. júní 2018 til og með 20. júlí 2018 fyrir hagsmunaaðilum að Njarðargötu 47 og 49, Freyjugötu 25, 25A, 25C og 26 og Bragagötu 36, 38 og 38A og Haðarstíg 22. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

15.     Friggjarbrunnur 14-16                      (05.053.703) 205897          Mál nr. BN055128

490117-0160 Friggjarbrunnur 14-16, húsfélag, Friggjarbrunni 14-16, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalalokun ásamt þaki á svalir 0307 og 0308 á hús nr. 16 á lóð nr. 14 -16 við Friggjarbrunn.

Samþykki frá aðalfundi húsfélags Friggjarbrunni 14 -16  dags. 30. apríl 2018 fylgir erindi.

Stækkun, B rými:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

16.     Gefjunarbrunnur 7                            (02.695.203) 206007          Mál nr. BN054948

160882-3529 Gunnar Hannesson, Þorrasalir 13, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr varmamótum á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 7 við Gefjunarbrunni.

Stærð:  251,3 ferm., 607,44 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

17.     Grandagarður 15-37                          (01.115.001) 100045          Mál nr. BN054827

450213-1520 Corvino ehf., Grandagarði 23, 101 Reykjavík

530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli mhl. 05 og 06 þannig að veitingarstaður sem er í mhl. 05 nr. 23 verður tengdur við mhl. 06 nr. 25 þar sem verður innréttaður bar/verslun og verður hann hluti veitingahússins í mhl. 05 í verbúð nr.25 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.

Bréf hönnuðar dags. 4. júní 2018 fylgir og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. júlí 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. júlí 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

 

18.     Grettisgata 9A                                   (01.172.234) 101488          Mál nr. BN055082

700485-0139 Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja hús af Grettisgötu 17 og setja á nýjan kjallara og gera endurbætur á því ásamt því að byggja viðbyggingu til norðurs á lóð nr. 9a við Grettisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. júlí 2018 og tölvupóstur með umsögn Borgarsögusafns dags. 31. júlí 2018.

Stærð: 169,8 ferm., 414,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

19.     Grettisgata 9B                                   (01.172.238) 223960          Mál nr. BN055081

700485-0139 Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja hús af Hverfisgötu 61 og setja á nýjan kjallara og gera endurbætur á því ásamt því að byggja viðbyggingu til norðurs á lóð nr. 9b við Grettisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. júlí 2018 og tölvupóstur með umsögn Borgarsögusafns dags. 31. júlí 2018.

Stærð: 171,6 ferm., 414,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

20.     Gylfaflöt 6-8                                       (02.578.603) 224862          Mál nr. BN055100

430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053174 með því að breyta innra skipulagi skrifstofu og kaffistofu í atvinnuhúsi á lóð nr. 6-8 við Gylfaflöt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

21.     Haðaland 1-7                                     (01.864.001) 108809          Mál nr. BN055133

051057-7169 Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 5 við Haðarland.

Niðurrif:  229,2 ferm.

Erindinu fylgir afrit af veðbókarvottorði og afsali sem og bréf frá eiganda dags. 27.8.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi verður samþykkt samhliða erindi BN55134 umsókn um byggingarleyfi.

 

22.     Haðaland 1-7                                     (01.864.001) 108809          Mál nr. BN055134

051057-7169 Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt einbýlishús í stað eldra húss á lóð nr. 5 við Haðaland.

Stærð, nýbygging, A-rými:  xx ferm., xx rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

23.     Haukahlíð 1                                       (01.629.102) 221262          Mál nr. BN055148

450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4-5 hæða fjölbýlishús með 27 íbúðum, sem verður mhl. 05, sjá erindi BN054251, á lóð nr. 1 við Haukahlíð.

Stærð, A-rými:  3. 262,4 ferm., 9.606,4 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

24.     Haukahlíð 5                                       (01.629.602) 221261          Mál nr. BN055117

610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053796 með því að fjarlægja svalir á suðurhlið 5. hæðar og breyta innra skipulagi í íbúðum á 5. hæð í mhl. 03 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Haukahlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

25.     Haukahlíð 5                                       (01.629.602) 221261          Mál nr. BN055149

610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, 5 hæða fjölbýlishús, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu, með 17 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð sem verður mhl. 10 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.

Stærð, A-rými:  2.716,6 ferm., 8.991,9 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

26.     Hávallagata 9                                     (01.160.305) 101167          Mál nr. BN055152

180254-2189 Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergi í kjallara með með því að taka í notkun óuppfyllt rými, byggja yfir svalir, gera nýjar og innrétta baðherbergi á fyrstu og annarri hæð í húsi á lóð nr. 9 við Hávallagötu.

Samþykki frá öðrum eiganda Hávallagötu 11 dags. 1. september 2018 fylgir erindi.

Stækkun: 12,1 ferm.,  31,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

27.     Hrefnugata 5                                      (01.247.208) 103359          Mál nr. BN054988

130676-4219 Kári Sigurðsson, Bretland, Sótt er um leyfi til að rífa eldri bílskúr og byggja nýjan geymsluskúr á lóð nr. 5 við Hrefnugötu.

Stærð: 34,5 ferm og 76,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

28.     Hverfisgata 94-96                               (01.174.011) 224105          Mál nr. BN055131

550115-0180 SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051617, m.a. breytist klæðning í lárétta álklæðningu og mörk bílgeymslu breytast að Hverfisgötu 92 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

29.     Hörgshlíð 10                                      (01.730.105) 107335          Mál nr. BN054953

280181-3909 Torfi G Yngvason, Hörgshlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu með forsteyptum sökklum og samlokuveggjum ásamt geymslu og snyrtingu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð.

Stærð mhl. 02:  85 ferm., 314,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.

 

30.     Hörgshlíð 18                                      (01.730.204) 107339          Mál nr. BN054452

260166-5819 Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldri viðbyggingu úr steinsteypu í stað timburs og stækka þaksvalir ofaná viðbyggingu við fjölbýlishús á lóð nr. 18 við Hörgshlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. mars 2018 áritað á uppdrátt og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018.  Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Hörgshlíð 12, 14, 16 og 20 frá 20. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 12/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

31.     Í Úlfarsfellslandi                                (97.001.180) 125493          Mál nr. BN055142

190374-5999 Guðmundur Örn Antonsson, Víðigrund 3, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á lóð með landnúmer 125493, í Úlfarsfellslandi.

Stærð: xx ferm., og xx rúmm.

Gjald 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. og með vísan til athugasemda.

 

32.     Jaðarleiti 2                                         (01.745.501) 224638          Mál nr. BN055113

681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051930 um er að ræða breytta byggingarlýsingu vegna svalalokana í fjölbýlishúsum á lóð nr. 2-8 við Jaðarleiti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

33.     Kambsvegur 24                                  (01.354.107) 104275          Mál nr. BN055119

060961-4099 Viggó Þór Marteinsson, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík

291264-5309 Þórhildur Þórisdóttir, Kambsvegur 24, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr og innrétta íbúð við einbýlishús á lóð nr. 24 við Kambsveg.

Stækkun:  40 ferm., 110,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

34.     Korngarðar 3                                     (01.323.201) 223775          Mál nr. BN055145

600794-2059 Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN053122 sem felst í breytingum utanhúss ásamt breytingu á innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 3 við Korngarða.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

35.     Köllunarklettsvegur 4                        (01.329.702) 180644          Mál nr. BN055044

601115-3440 A&H ehf., Ásbúð 62, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, sem skipt verður í 15 vinnustofur fyrir listamenn, koma fyrir svölum á vesturhlið og fellistiga á suðurhlið og skipta rými 0109 á 1. hæð í tvö í húsi á lóð nr. 4 við Köllunarklettsveg.

Umsögn Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi og samþykki meðeigenda dags. 23. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og með vísan til athugasemda.

 

36.     Laugateigur 12                                  (01.364.205) 104625          Mál nr. BN054543

590207-0390 Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.

Erindi fylgir skiptayfirlýsing dags. 31. desember 2007 og samþykki sumra meðeigenda dags. 18. júlí 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. ágúst 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

37.     Laugavegur 4                                     (01.171.302) 101402          Mál nr. BN055120

580215-1300 Laugastígur ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049191 og innrétta veitingastað í flokki II í kjallara ásamt því að breyta starfsmannaaðstöðu og gluggum í mhl. 02 í húsi á lóð nr. 4-6 við Laugaveg.

Erindi fylgir uppfærð brunahönnun dags. 21. ágúst 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé ávallt á einni hendi á öllum matshlutum fyrir útgáfu byggingarleyfis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

38.     Laugavegur 66-68                              (01.174.202) 101606          Mál nr. BN054967

530117-0300 Reitir - hótel ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja útigeymslu fyrir aðföng við aðkomu að eldhúsi á lóð nr. 66-68 við Laugaveg.

Stækkun:  11,7 ferm, 36,5 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

39.     Lofnarbrunnur 10-12                        (02.695.805) 206088          Mál nr. BN055096

640817-1510 Þórsþing ehf., Frostaþingi 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að staðsteypa úr svartri járnbentri steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum lóð nr 10 -12 við Lofnarbrunn. Útreikningur á varmatapi fylgir erindi dags. 13. ágúst 2018.

Stærð: 437,1 ferm., 1.406,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindið er til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og með vísan til athugasemda.

 

40.     Lyngháls 7                                         (04.324.101) 111042          Mál nr. BN055034

550595-2499 Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga viðbyggingar sem verður að hluta á þremur hæðum og verða útveggir staðsteyptir og verður viðbyggingin við núverandi hús á lóð nr. 7 við Lyngháls.

Bréf frá hönnuði dags. 18.júlí 2018 fylgir. Greinagerð brunahönnuðar dags. 23.ágúst 2018 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2018.

Stækkun : 1.846,6 ferm., 9.383,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

 

41.     Maríubaugur 53-61                            (04.125.202) 186856          Mál nr. BN055126

660805-1760 Maríubaugur 53-61,húsfélag, Maríubaugi 57, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með álklæðningu að utan húsið á lóð nr. 53 til 61 við Maríubaug.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

42.     Melgerði 17                                        (01.815.312) 108008          Mál nr. BN055129

140356-7009 Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Melgerði 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi kvisti og gera nýja og stærri kvisti, byggja sólstofu á austurhlið og breyta fyrirkomulagi efrihæðar sem og gluggasetningum á einbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Melgerði.

Stækkun hús með sólstofu er : XX ferm.,  XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

43.     Melhagi 20-22                                    (01.542.014) 106368          Mál nr. BN053927

570214-1280 Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

651116-1550 M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053234, um er að ræða að innrétta búr í bakrými, færa til eldhús og koma fyrir skábraut við suðurinngang veitingastaðar á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

 

44.     Miklabraut 101                                  (01.285.001) 103737          Mál nr. BN055151

570715-0700 Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna vetnisstöð mhl. 04 með einni dælu sem er bætt við núverandi dælur, ásamt búnaði og eru áfylling og öndun á núverandi neðanjarðarolíugeymum færð norður og gert er ráð nýrri aðkomu inn á lóð frá frárein frá Miklabraut fyrir vetnisstöðina á lóð nr. 101 við Miklabraut.

Brunahönnunarskýrsla dags. 30. ágúst 2018 fylgir.

Stærðir á mhl. 04 er: 26,5 ferm., 81,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

45.     Nauthólsvegur 83                               (01.755.201) 214254          Mál nr. BN055095

701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja til fimm hæða hús fyrir xx  námsmannaíbúðir auk kjallara á lóð nr. 83 við Nauthólsveg.

Stærð:

A-rými:  6.714,8 ferm., 23.374,1 rúmm.

B-rými:  680,1 ferm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018 og með vísan til athugasemda.

 

46.     Nóatún 17                                          (01.235.201) 102967          Mál nr. BN055051

470700-3350 Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki l - tegund d í rými 0105 í húsinu og koma fyrir sorpgerði sem snýr að lóðarmörkum Hátúns 6  á lóð nr. 17 við Nóatún.

Samþykki frá formanni húsfélags Hátúni 6 á A3 teikningu ódags.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

 

47.     Rauðavað 19                                      (04.773.202) 198531          Mál nr. BN055020

190675-4839 Valdís Beck, Rauðavað 19, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta afmörkun sérnotaflatar íbúðar 0102 í mhl. 03 sem er fjölbýlishús  nr. 19 á lóð nr. 13-19 við Rauðavað.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 03 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

48.     Saltvík                                                (00.064.000) 125744          Mál nr. BN055146

600667-0179 Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum við sláturhús í Saltvík við Vallá á Kjalarnesi.

ATH

Stærð: 1.866,5 ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

49.     Sifjarbrunnur 10-16                           (05.055.301) 206111          Mál nr. BN054816

120683-5439 Theodór Jónsson, Sifjarbrunnur 10, 113 Reykjavík

070885-2129 Snorri Ólafur Jónsson, Sifjarbrunnur 12, 113 Reykjavík

270688-2099 Hilmar Freyr Loftsson, Sifjarbrunnur 14, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg að Lofnarbrunni við raðhús á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

50.     Skipholt 15                                         (01.242.211) 103037          Mál nr. BN054966

300176-3999 Hjálmar Gíslason, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina eignir 0303 og 0304 í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

51.     Skúlagata 26                                      (01.154.302) 101118          Mál nr. BN055071

531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 17 hæða hótel byggingu með 195 herbergjum og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð á lóð nr. 26 við Skúlagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018.

Stærðir: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018 og með vísan til athugasemda.

 

52.     Skúlagata 30                                      (01.154.305) 101120          Mál nr. BN054936

531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hluta af mhl. 01, vörugeymslu og 2. - 4. hæð, og byggja þess í stað fjórar hæðir ofan á ásamt því að byggja fjögurra hæða nýbyggingu með kjallara og bílakjallara við suðurhlið og nota sem gististað í flokki ? - tegund ? fyrir ? með 35 íbúðum fyrir x gesti við hús á lóð nr. 30 við Skúlagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

53.     Smiðshöfði 11                                     (04.061.203) 110606          Mál nr. BN055139

620107-2980 Atvinnuhúsnæði ehf., Rauðumýri 1, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN053448 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

 

54.     Snorrabraut 27-29                             (01.240.011) 102978          Mál nr. BN055025

620405-0270 Ránarslóð ehf, Vesturbraut 3, 780 Höfn

Sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 29 við Snorrabraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

 

55.     Snorrabraut 83                                  (01.247.505) 103386          Mál nr. BN054964

610813-0110 HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051959 frá 8. des. 2016. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018. Samþykki meðeiganda dags. 24.07.2018. Bréf hönnuðar dags. 20.8.2018,  24.8.2018 og 27.8.2018, endurnýjað samþykki meðeiganda frá 27.8.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Á milli funda.

 

56.     Stakkahlíð 1                                       (01.271.101) 103595          Mál nr. BN055155

600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa kennslustofu mhl. 14 frá Austurhlíð 10 og setja niður á lóð kennaraskólans við Stakkahlíð.

Stærð timburhús er:  153 ferm., 378 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

 

57.     Sundaborg 1-15                                 (01.336.701) 103911          Mál nr. BN055027

581008-0150 Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir lyftu í stigahúsi og byggja milligólf í húsi nr. 15 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.

Stækkun:  268,2 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

 

58.     Tjarnargata 35                                  (01.142.302) 100937          Mál nr. BN054965

140370-3639 Þuríður Reynisdóttir, Bretland, 630207-1420 Sýr ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta notkun úr skrifstofum í íbúð ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 35 við Tjarnargötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. júlí 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

59.     Þönglabakki 1                                    (04.603.503) 111722          Mál nr. BN054824

530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og fyrstu hæðar í verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 1 við Þönglabakka.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

 

Ýmis mál

 

60.     Álmgerði 1                                         (01.805.201) 107763          Mál nr. BN055164

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stofna nýja lóð Álmgerði 1, samanber meðfylgjandi uppdrátt, dags. 03.09.2018.

Ný lóð Álmgerði 1 (staðgr. 1.805.201, L107763) er stofnuð með því að taka 19070 m².

af óútvísaða landinu ( L221448).

Lóðin Álmgerði 1 (staðgr. 1.805.201, L107763) verður 19070 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 29.10.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 13.11.2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

 

61.     Rekagrandi 5                                     (01.512.301) 105769          Mál nr. BN055105

300659-2259 Sigurður Indriðason, Rekagrandi 5, 107 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd  sem felst í því að fjarlægja millivegg milli eldhúss og stofu í íbúð 0403 mhl. 03 í húsi á lóð nr. 5 við Rekagranda.

Greinagerð hönnuðar dags. 15. ágúst 2018 og samþykki 10 eigenda af 13 fylgir erindi ódagsett.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

 

Fyrirspurnir

 

62.     Gvendargeisli 158                              (05.135.904) 190280          Mál nr. BN055101

120871-5959 Pétur P Pétursson, Gvendargeisli 158, 113 Reykjavík

Spurt er um möguleika á staðsetningu, 14-15 m2, smáhýsis á lóð nr. 158 við Gvendargeisla.

Afgreitt.

Sjá leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:45

 

Erna Hrönn Geirsdóttir                                                            Nikulás Úlfar Másson

Óskar Torfi Þorvaldsson                                                          Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack                                                                       Jón Hafberg Björnsson

Harpa Cilia Ingólfsdóttir                                                          Gunnar Logi Gunnarsson

Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =