Fundur nr. 60 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 60

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
 
 
Ár 2014, 21. maí, var haldinn 60. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10:05. Fundinn sátu Hilmar Sigurðsson (S) sem stýrði fundinum, Árni Guðmundsson (D), Diljá Ámundadóttir (Æ), Kjartan Magnússon (D), Kristín Erna Arnardóttir (S), Líf Magneudóttir (V) og Ragnar Hansson (Æ). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Elín María Árnadóttir, Reykjavíkurráð ungmenna; Guðrún Gunnarsdóttir, skólastjórar í leikskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva;  Hildur Fjalarsdóttir,  Reykjavíkurráð ungmenna og Sveinn Sigurður Kjartansson, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir. Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
 
 
Þetta gerðist: 
 
Formaður bauð Elínu Maríu Árnadóttur og Hildi Fjalarsdóttur, áheyrnarfulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna, velkomnar á sinn fyrsta fund í skóla- og frístundaráði.
1. Fjölmenning í frístundastarfi. Helgi Eiríksson, forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2014050271
- Kl. 10:28 tóku Ragnar Þorsteinsson og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir sæti á fundinum. 
2. Lagt fram samkomulag milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam, dags. 8. maí 2014, ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um samkomulagið, dags. 19. maí 2014. SFS2014050252
Hrund Logadóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. október 2013, varðandi talþjálfun í grunnskólum borgarinnar sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 4. desember 2013. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2014. SFS2013110024
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Skóla - og frístundaráð tekur undir með höfundi tillögunnar um nauðsyn þess að styrkja talþjálfun í skólum borgarinnar og að þróa beri þjónustuna á hverfavísu, með áherslu á samvinnu kennara, starfsfólks og talmeinafræðinga. Í minnisblaði frá sviðsstjóra er fjallað um jákvæða þróun sem er í sama anda og tillagan frá Betri Reykjavík; bæði liggur fyrir langþráð samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga sem skýrir bæði kostnaðarskiptingu og verkaskiptingu, sem og hefur borgin í tveimur hverfum sett af stað verkefni sem miðar að meiri samvinnu um börn sem þurfa á þjónustu talmeinafræðinga að halda. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að skoða heildstætt þjónustu við leik- og grunnskólabörn með væg og alvarleg talmein, sem og málþroskaraskanir, efla samvinnu leik- og grunnskóla í þeim efnum og stuðla að því að hverfi borgarinnar geti þróað sína þjónustu sem best til hagsbóta fyrir börn sem þurfa á talþjálfun að halda.
Samþykkt.
 
Hrund Logadóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
 
4. Ráðning leikskólastjóra í Grandaborg. SFS2014050247
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2014, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra í Grandaborg.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra í Grandaborg.
c) Auglýsing um stöðu leikskólastjóra í Grandaborg.
 
Tuttugu umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Helena Jónsdóttir verði ráðin í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Grandaborg.
Samþykkt.
 
Svohljóðandi bókun samþykkt: 
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi leikskólastjóra vel unnin störf í þágu leikskólastarfs í Reykjavík.
 
5. Ráðning leikskólastjóra í Hagaborg. SFS2014050246
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. maí 2014, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra í Hagaborg.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra í Hagaborg.
c) Auglýsing um stöðu leikskólastjóra í Hagaborg.
 
Fimmtán umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Ólafur Brynjar Bjarkason verði ráðinn í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Hagaborg.
Samþykkt.
 
Svohljóðandi bókun samþykkt: 
Skóla- og frístundaráð óskar nýráðnum leikskólastjóra velfarnaðar í starfi og þakkar  fráfarandi leikskólastjóra vel unnin störf í þágu leikskólastarfs í Reykjavík.
 
6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 7. maí 2014:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela skóla- og frístundasviði, Jafnréttisskólanum og öðrum sem kunna að skipta máli fyrir verkefnið, að standa að fræðslu- og forvarnarátaki fyrir börn og ungmenni í grunnskólum og frístundastarfi um miðlun mynda með nútímatækni, ábyrgðinni sem því fylgir og skaðseminni sem það getur valdið. Áherslan á m.a. að vera á Snapchat, Instagram, Vimeo, Vine og myndbirtingar á hvers kyns félagsmiðlum. Einnig þarf að standa að fræðslu um viðbrögð og forvarnir fyrir stjórnendur skóla, kennara, frístundafræðinga, aðra starfsmenn og foreldra.
Samþykkt.
SFS2014050243
 
7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 7. maí 2014:
Skóla- og frístundaráð beinir því til borgarráðs að í þeim tilvikum þar sem þrír leikskólar hafa verið sameinaðir í einn, verði gert ráð fyrir tveimur stöðugildum aðstoðarleikskólastjóra. Umrædd breyting gangi í gildi eigi síðar en 1. janúar 2015.
 
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt: 
Skóla- og frístundaráð samþykkir að bæta  tillögu um auknar fjárheimildir vegna ráðningar aðstoðarleikskólastjóra, þar sem þrír leikskólar hafa verið sameinaðir í einn, inn á skuldbindingarlista skóla- og frístundasviðs vegna fjárhagsáætlunar 2015. SFS2014050191
 
8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 7. maí 2014:
Skóla- og frístundaráð beinir því til framkvæmdadeildar að ráðist verði í lagfæringar á kennslustofum í norðurenda Hólabrekkuskóla í því skyni að tryggja nemendum og starfsfólki viðunandi hljóðvist og stemma stigu við rakamyndun frá útveggjum.
 
Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. maí 2014, varðandi tillöguna.
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að beina því til umhverfis- og skipulagsviðs að skoða sérstaklega viðhaldsmál húsnæðis Hólabrekkuskóla.
Samþykkt.
SFS2014040124
 
9. Lagt fram bréf 1. deildar Félags stjórnenda leikskóla, dags. 28. mars 2014, varðandi lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag.
 
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu 1. deildar FSL, f.h. leikskólastjórnenda í Reykjavík um að heimilt verði að loka leikskólum í Reykjavík á aðfangadag og gamlársdag enda hefur könnun sýnt að nýting leikskólaplássa á þessum dögum er afar lítil. Breyting tekur gildi eftir afgreiðslu ráðsins á breyttum reglum um leikskólaþjónustu.
Samþykkt.
SFS2014040017
 
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2014, með tillögu að stofnun sérdeildar fyrir einhverfa nemendur á grunnskólastigi, ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram umsögn skólaráðs Háaleitisskóla um tillöguna, dags. 14. maí 2014. SFS2014050003
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
 
- Hlé gert á fundinum frá kl. 11:50 til 12:30.
- Kl. 12:30 Viku Hilmar Sigurðsson og Auður Árný Stefánsdóttir af fundinum og Oddný Sturludóttir tók þar sæti. 
 
11. Lögð fram skýrsla starfshóps, Út fyrir boxið: Hvernig efla má sjálfstraust stelpna og vinna gegn hamlandi staðalmyndum í lífi barna og ungmenna á skapandi og árangursríkan hátt, dags. í maí 2014. Auður Magndís Auðardóttir, verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012110096
 
- Kl. 12:45 vék Ragnar Þorsteinsson af fundi. 
 
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi um líðan stelpna og hamlandi áhrif staðalmynda í lífi barna og ungmenna fyrir mikilvæga vinnu við skýrslu sína um þetta þarfa málefni. Heftandi staðalmyndir í samfélaginu eru augljós áhrifavaldur á líðan stelpna og strákar eru síst minna útsettir fyrir þeirri þróun. Aukin tækni- og netvæðing gera að verkum að allir sem standa að börnum og ungmennum, fjölskylda, foreldrar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi verða að halda vöku sinni og sporna gegn neikvæðum áhrifum hennar. Skýrslan inniheldur margar góðar hugmyndir fyrir skóla- og frístundastarf og mikilvægt að næstu misserin verði nýtt til ýmissa þróunarverkefna sem aukið geta þekkingu starfsfólks, aukið skilning í samfélaginu og eflt með börnum og ungmennum gagnrýna hugsun til að lesa úr flóknum skilaboðum sem þeim berast.
Markmið Reykjavíkurborgar á alltaf að vera að börn og unglingar fái frelsi til að vera þau sjálf, óháð hamlandi staðalmyndum. Þannig vinnum við best gegn einelti og þannig tryggjum við velferð og heilbrigt sjálfstraust æskufólks.
 
12. Viðmið um gæði í frístundastarfi skóla- og frístundasviðs, dags. í maí 2014. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2014050253
 
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi um þróun viðmiða um gæði í frístundastarfi. Starfshópurinn hefur unnið brautryðjendastarf sem á eftir að skipta miklu máli til eflingar góðu fagstarfi frístundamiðstöðva. Markmið góðs gæðamats er að styðja við gott starf, draga fram styrkleika og benda á veikleika svo hægt sé að vinna að umbótum. Viðmiðin eru afar vel unnin og fær starfshópurinn hrós fyrir að fanga sérstaklega vel styrkleika frístundastarfsins, sköpunina og gleðina. Frístundastarfsfólki er óskað velfarnaðar við innleiðingu gæðamatsins.
 
13. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. maí 2014, um hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna skólaársins 2013-2014. SFS2014050133 
 
14. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi tillögu: 
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að ráðist verði í átak vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði og lóðum leikskóla í borginni. Þá er brýnt að sem fyrst verði hafist handa við málningu leiktækja á lóðum leikskóla og grunnskóla, sem liggja allvíða undir skemmdum vegna viðhaldsskorts. 
Frestað.
 
 
Fundi slitið kl. 13:52
 
Oddný Sturludóttir
 
Árni Guðmundsson Diljá Ámundadóttir
Kjartan Magnússon Kristín Erna Arnardóttir
Líf Magneudóttir Ragnar Hansson
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =