Fundur nr. 5451 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 5451

B O R G A R R Á Ð

Ár 2017, fimmtudaginn 4. maí, var haldinn 5451. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.11. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Magnús Már Guðmundsson, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.  Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 21. og 24. apríl 2017.  R17010030

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 27. apríl 2017. R17010032

3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 3. apríl 2017. R17010004

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 27. apríl 2017. R17010010

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 27. apríl 2017. R17010013

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. apríl 2017. R17010012

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. apríl 2017. R17010015

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. og 31. mars 2017. R17010025

9. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 26. apríl 2017.  R17010035

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. maí 2017. R17010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R17010042
Samþykkt að veita samtökunum Móðurmál styrk að fjárhæð kr. 2.000.000,- vegna verkefnastjórnunar.
Samþykkt að veita Alþýðuóperunni styrk að fjárhæð kr. 500.000,- vegna Bergmálsklefans.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að veita RaTaTam styrk að fjárhæð kr. 500.000,- vegna gerðar forvarnarmyndbanda.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaði sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 R17040186

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R17040185

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2017 á auglýsingu á tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í því að hjólastígur kemur í stað reiðstígs milli Sprengisands og stíflu í Elliðaárdal, ásamt fylgigögnum. R11060102
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals þar sem hjólastígur kemur í stað reiðstígs, ásamt fylgiskjali. R17040193
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2017 á lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg, ásamt fylgiskjölum. R17040194
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. apríl 2017 á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. apríl 2017, um hækkun launa nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2017. R16040069
Samþykkt.

18. Lögð fram tilkynning ESA, dags. 26. apríl 2017, þess efnis að ESA hefur lokað ríkisaðstoðarmáli sem hófst 2015 vegna samnings Reykjavíkurborgar og íslenska Gámafélagsins um leigu á lóð borgarinnar á Gufunesi. R14050123

19. Lagt fram nýtt bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. maí 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. apríl 2017 á útfærslu hjólastígs að Birkimel milli Hringbrautar og Hagatorgs, ásamt leiðréttum fylgiskjölum þar sem fram kemur að kostnaðarmat er kr. 45.183.413  en ekki kr. 115.571.273 eins og fram kom í þeim gögnum sem lögð voru fram á fundi borgarráðs, sbr. 18. lið fundargerðar ráðsins frá 27. apríl sl. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. maí 2017. R17040094
Samþykkt svo breytt.

20. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 1. maí 2017, um rithöfund sem kominn er til Reykjavíkur á vegum skjólborgarverkefnis ICORN. R17040143

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.00 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

21. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 1. maí 2017, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg gerist aðili að sáttmálanum um Nordic Safe Cities. R17010323
Vísað til borgarstjórnar.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að hækkun fæðisgjalds í grunnskólum gangi til baka, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. R17040175
Tillagan er felld með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja einsýnt að meirihlutinn í borgarstjórn sé ekki tilbúinn að létta byrðar fjölskyldufólks sem á börn í leik- og grunnskóla með því að draga til baka hækkun sína á fæðisgjöldum frá september 2016. Pólitískar vinsældaraðgerðir meirihlutans um að lækka leikskólagjöld en hækka síðan fæðisgjöld eru einfaldlega hræsni og blekkingarleikur gagnvart foreldrum í borginni.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Hækkun á fæðisgjöldum var hluti af aðgerðaáætlun í skólamálum haustið 2016 þegar 678 milljónir voru settar inn í skólakerfið sem meðal annars runnu til bættrar sérkennslu, langtímaveikinda starfsfólks og skólaaksturs. Fæðisgjöld í leik- og grunnskólum voru hluti af þeirri aðgerðaáætlun. Hækkuðu þau um 100 krónur á dag og renna tekjurnar nú beint til mötuneytanna sem ráðstafa peningunum eins og best verður á kosið í næringarríkan mat fyrir börn og starfsfólk.

23. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að hækkanir á gjaldskrám velferðarsviðs gengi til baka, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017. R17040176
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.


Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Miður er að meirihlutinn vilji ekki setja fjármuni í að lækka gjaldskrár velferðarráðs, en hækkanir allt þetta kjörtímabil hafa verið miklum mun meiri en verðbólguhækkanir en ávallt hafa gjaldskrárhækkanir þessa hóps verið rökstuddar með verðbólguáætlunum sem hafa verið lægri en raunverðbólga.  Skjólstæðingar velferðarsviðs eru okkar viðkvæmasti hópur sem síst má við hækkunum á gjaldskrám sínum og því eðlilegt að þegar svigrúm skapast að hann sé látinn njóta þess án þess að seilst sé endalaust í vasa þessa hóps. 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Um er að ræða ársbundnar vísitöluhækkanir sem námu 2,4% eins og aðrir liðir sem tóku hækkun samkvæmt vísitölu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Í upphaflegum forsendum fjárhagsáætlunar var miðað við að gjaldskrár tækju 3,9% hækkunum skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Þessi spá var lækkuð í 2,4% í nóvember sl. og voru þá allar gjaldskrártillögur endurskoðaðar og við það miðað að gjaldskrártekjur hækkuðu um 2,4% í stað 3,9%. Hækkanir á gjaldskrám velferðarsviðs námu á bilinu 0%-2,4%. Óvenjulegt verður að teljast að láta rekstrarniðurstöðu ársins 2016 ráða því að hefðbundnar vísitöluhækkanir séu dregnar til baka fyrir árið 2017. Við þetta má bæta að heildarframlög borgarinnar til velferðarsviðs fyrir árið 2016 voru 15,7 milljarðar en 18,1 milljarður fyrir árið 2017 eða um 15% aukning á úthlutun til sviðsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Tillaga okkar snýr að því að taka til baka hækkanir frá upphafi kjörtímabilsins en meirihlutinn telur hér upp í bókun sinni aðeins tölulegar staðreyndir er varða rekstrarárið 2016 og 17. 

24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um skoðun verkferla við sölu og ráðstöfun fasteigna og lóða sl. 4 ár sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2016 ásamt umsögn innri endurskoðunar, dags. 27. mars 2017. R16090052
Tillögunni er vísað frá með vísan til umsagnar innri endurskoðunar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir telja að mikilvægt hefði verið að skoða sérstaklega ívilnandi skilmála við ráðstöfum fasteigna og lóða sl. 4 ár, þar sem það hefur ítrekað komið í ljós við ráðstöfun eigna að notast hefur verið við gömul verðmöt, allt að 15 mánaða gömul og verður slíkt að teljast ívilnandi fyrir samningsaðila borgarinnar. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að borgarráð hafi samþykkt verkferla við kaup og sölu eigna borgarinnar, sem endurskoðaðir voru að áeggjan Framsóknar og flugvallarvina.

25. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildarlaunakostnað hvers stjórnmálaflokks á árinu 2016 sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2017. R17030086

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er fyrir kjörna fulltrúa að átta sig á heildarlaunagreiðslum til stjórnmálaflokka sem koma að rekstri borgarinnar.  Enn er þó beðið eftir svörum við fyrirspurn okkar frá 6. apríl, lið 40, um hvernig borgarstjóri ætli að ákvarða laun sín eftir nóvember 2016, hvort að tenging verði áfram við kjararáð eður ei.

26. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 25. apríl 2017, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi greiðslur vegna frístundastarfsemi sjálfstætt rekinna skóla, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. mars 2017. R17010137

27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að regluvörður kynni skýrslu ársins 2016 fyrir lok aprílmánaðar 2017, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. mars 2017. Einnig er lögð fram umsögn regluvarðar, dags. 28. apríl 2017, ásamt fylgigögnum. R17030223
Samþykkt með þeirri breytingu að kynningin fari fram á fundi borgarráðs í dag, 4. maí 2017.

28. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. apríl 2017, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017:

Lagt er til að leikskólagjöld í Reykjavík verði lækkuð um 200 m.kr. á ársgrundvelli í samræmi við samstarfsyfirlýsingu meirihluta borgarstjórnar í ljósi niðurstöðu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016. Lækkuninni var frestað til að auka mætti fjárframlög til skólastarfs sl. haust. Fjármálaskrifstofa og skóla- og frístundasvið útfæri lækkunina með vísun til viðkomandi fjárheimilda og leggi fyrir borgarráð. R17040159

Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er afstaða Framsóknar og flugvallarvina að meirihlutanum sé ekki stætt á því að koma fram með tillögu um lækkun leikskólagjalda án þess að tryggt sé að fæðisgjald hækki ekki á móti, en síðast þegar þetta var reynt til að uppfylla samstarfssáttmála meirihlutans þá var fæðisgjald hækkað um þá fjárhæð sem lækkunin nam og því um málamyndalækkun að ræða. Þá var það síðasta haust sem fæðisgjald á nemendur grunnskóla var hækkað á öll börn og hefur það ekki verið tekið til baka.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn lækkun leikskólagjalda um 200 milljónir króna þar sem full þörf er á umræddum fjármunum til að bæta fjársvelta leikskóla borgarinnar. Nefna má að viðhaldi fjölmargra leikskóla og leikskólalóða er ábótavant, aðstæður starfsmanna eru víða ófullnægjandi og fjárveitingar til fæðiskaupa skornar við nögl. Rétt er að nota umrædda fjármuni til umbóta á leikskólum í stað þess að lækka leikskólagjöld.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

29. Lagt fram erindi Arneyjar Einarsdóttur og Gísla Gíslasonar, dags. 16. febrúar 2017, þar sem farið er fram á niðurfellingu viðbótargatnagerðargjalda eða rýmkunar byggingarheimildar vegna lóðar nr. 13 að Iðunnarbrunni. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 20. mars 2017.
Erindinu er synjað með vísan til umsagnar borgarlögmanns. R16040164

30. Lagðar fram tillögur borgarstjóra að viðaukum við fjárhagsáætlun 2017, dags. 2. maí 2017.
Greinargerðir fylgja tillögunum. R17020176
Vísað til borgarstjórnar.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2017, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Borgartún 24, ásamt fylgigögnum. R17040174
Samþykkt.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 2. R17020008
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 3. R17030217
Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, 28. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úhlutun lóðar og sölu bygginarréttar fyrir einbýlishús að Döllugötu 13. R17030205
Samþykkt.

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir 37 íbúðir á lóð I við Hallgerðargötu. R17040183
Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir fjölbýlishús á lóðinni Jörfagrund 54-60. R17040138
Samþykkt.

37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. maí 2017, ásamt fylgigögnum:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt samkomulag við Sjúkratryggingar Íslands, dags. 27. febrúar sl., um breytingar á samningi um hjúkrun í heimahúsum, dags. 23. desember 2015. Samningurinn tekur til hjúkrunar sjúkratryggðra einstaklinga sem búa í heimahúsum í Reykjavík og á öðrum skilgreindum þjónustusvæðum. Samkomulagið um breytingar á samningnum er gert í kjölfar ákvörðunar velferðarráðuneytisins um tilflutning þverfaglegs geðhjúkrunarteymis til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16010088
Samþykkt.

- Kl. 10.25 víkja Stefán Eiríksson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson og Hrólfur Jónsson af fundinum.

38. Lagt fram að nýju bréf kjaranefndar Reykjavíkurborgar, dags. 6. apríl 2017, þar sem óskað er eftir umsögn og upplýsingum vegna starfa embættismanna Reykjavíkurborgar, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2017.

Auður Lilja Erlingsdóttir, Sonja María Hreiðarsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Ólafur Darri Andrason taka sæti á fundinum undir þessum lið. R17040151

39. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 4. maí 2017, með svörum við fyrirspurnum borgarfulltrúanna Halldórs Halldórssonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur frá 2. maí 2017 varðandi ársreikning 2016 um sundurliðun á söluhagnaði. R16120061

40. Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 15. september 2016 til 28. apríl 2017, dags. í apríl 2017. R17040191

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir fagna því að nú í fyrsta skipti á kjörtímabilinu er lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar eins og lög kveða á um.  

Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum við þessum lið.

41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að ráðist verði í endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Jafnframt er lagt til að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið verði bætt. Nýmalbikaður stígur meðfram Stórhöfða verði tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn og tengist þar stígakerfi Foldahverfis.  R17050020

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.01

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Magnús Már Guðmundsson Kjartan Magnússon
Halldór Halldórsson Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 4 =