Fundur nr. 5437

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 22. desember, var haldinn 5437. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Eyþóra Geirsdóttir, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 15. desember 2016.

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. desember 2016.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. desember 2016.

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 1. desember 2016.

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 15. desember 2016.

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. desember 2016.

7. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14. desember 2016.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. nóvember 2016.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. desember 2016.

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.

- Kl. 9.11. tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

12. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2016:

Lagt er til að borgarráð heimili fjármálastjóra að greiða laun til félagsmanna í Félagi leikskólakennara (FL) í samræmi við ákvörðun samstarfsnefndar félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. desember 2016 við næstu launaútborgun eftir að útfærsla liggur fyrir, enda þótt viðauki við fjárhagsáætlun hafi þá ekki verið samþykktur. Í bókun samstarfsnefndar segir m.a.:  1. Frá 1. janúar 2017 færist leikskólakennarar í nýja launatöflu FG og það þýðir um 3,7% hækkun frá því sem samið var um við FL. 2. Gildistími hækkunar á 3% hækkun FL sem átti að koma til þann 1. júní 2017 færist til 1. mars 2017 til samræmis við FG og verði 3,5% eða 0,5% hærri en um var samið við FL. Skv. bráðabirgðakostnaðarmati kjaradeildar felur endurskoðunin í sér viðbótarkostnað upp á um 120-130  milljónir króna á árinu 2017 en tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun verður lögð fram í janúar nk.

Samþykkt.

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2016, ásamt fylgiskjölum:

Vísað er til umsóknar frá Reykjavík Fashion Festival dags. 2. desember 2016 um að styrkur sem vilyrði var gefið fyrir árið 2016 verði fluttur á milli ára vegna viðburðarins 2017. Með vísan til hjálagðrar umsagnar menningar- og ferðamálasviðs er lagt til að borgarráð samþykki að veita Reykjavík Fashion Festival 2017 styrk að upphæð 2 mkr sem greiðist árið 2017 að viðburðinum loknum af 09205 ófyrirséð. Menningar- og ferðamálasviði verði falin gerð og eftirfylgni samnings við Reykjavík Fashion Festival.

Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39, dags. 12. desember 2016, ásamt deiliskipulagsuppdrætti Alark, dags. 13. desember 2016 og fylgiskjölum.
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á forsögn fyrir breytingu á deiliskipulagi Túna, reitur 1.221.3-4, dags. 9. desember 2016, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 85-91 og 93 við Hverfisgötu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar varðandi deiliskipulag Keilugranda, Boðagranda, Fjörugranda, dags. 9. desember 2016 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúans Kjartans Magnússonar.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. desember 2016 á breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúarnir telja að fyrirhugaðar nýbyggingar við Vonarstræti, Lækjargötu og Skólabrú sem byggja á deiliskipulagi frá árinu 2008 séu stórgerðar í umhverfi sínu. Dregið hefur verið úr byggingarmagni eftir athugasemdir í umhverfis- og skipulagsráði en þessar byggingar taka mikið pláss í umhverfi þar sem byggðin er fíngerð í klassískum stíl eldri borgarbyggðar og mikilvægt að koma sem mest til móts við athugasemdir sem koma úr grenndinni.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt

Dagur B. Eggertsson víkur af fundi af afgreiðslu málsins.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar varðandi deiliskipulag Starhaga, dags. 9. desember 2016 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. desember 2016 á lýsingu deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 20. desember 2016, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki viðauka við gildandi leigusamning um Egilshöll. Jafnframt eru lögð fram drög að viðauka við samning.
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. desember 2016, þar sem lögð er fram tillaga að breytingum á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík í samræmi við athugasemdir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 9.50 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. nóvember 2016 ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 7. desember 2016.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 13. október 2016, við fyrirspurn borgarráðfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina um biðlista eftir félagslegu húsnæði, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. september 2016.

26. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. desember 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um heildarlaunagreiðslur borgarstjóra, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. nóvember 2016.

27. Lagt fram svar innkaupadeildar, ódags., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rammasamninga við Múlalund, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. október 2016, ásamt fylgiskjölum.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2016, ásamt fylgiskjölum:

Með bréfi dags. 11. desember sl. óskaði MARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna Háskóla Íslands eftir endurnýjun samstarfssamnings við Reykjavíkurborg. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samstarfssamningi við MARK fyrir árið 2017. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samningsins er 1 m.kr. sem greiðist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur.

Samþykkt
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. desember 2016, ásamt fylgiskjölum:

Með bréfi, dags. 2. nóvember sl., óskaði RIKK - Jafnréttisrannsóknir við Háskóla Íslands eftir endurnýjun samstarfssamnings við Reykjavíkurborg. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samstarfssamningi við Háskóla Íslands fyrir árin 2017-2019. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samningsins eru 3.250.000 kr. á ári sem greiðist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur.

Samþykkt
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins

30. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. desember 2016, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um málstefnu Reykjavíkurborgar.

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. desember 2016, ásamt lista yfir ferðir starfsmanna og kjörinna fulltrúa frá janúar til september 2016.

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2016:

Lagt er til að Jörundi ehf., kt. 450689-1659, verði slitið með samruna við Reykjavíkurborg, kt. 530269-1609, á grundvelli 105. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Jafnframt er lagt til að borgarráð veiti borgarstjóra umboð til að undirrita meðfylgjandi samrunaáætlun fyrir hönd borgarráðs.

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2016, varðandi tillögur starfshóps um hagræðingaráherslur í innri þjónustu í alþjóðamálum, mannauðsmálum, skjalaþjónustu, í málum sem varða viðburði, móttökur, gjafir og fundaþjónustu, í upplýsingatæknimálum og í upplýsingaþjónustumálum ásamt fylgiskjölum og greinargerðum. Samtals er áætlaður sparnaður við fyrstu tillögur um hagræðingaráherslur í innri þjónustu 85.250.000.- á árinu 2017.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.35 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

34. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2016, varðandi tillögur starfshóps um hagræðingaráherslur í ytri þjónustu, í íbúalýðræðisverkefnum, framlínuþjónustu, rafrænni þjónustu og umsýslu ásamt fylgiskjölum og greinargerðum. Samtals er áætlaður sparnaður við fyrstu tillögur um hagræðingaráherslur í ytri þjónustu 9.500.000.- 
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum

35. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. desember með skýrslu stýrihóps um aldursvænar borgir dags. í nóvember 2016, með niðurstöðum úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins. Lagt er til að tillögur 2, 3, 6, 7, 8, og 12 verði samþykktar og vísað til meðferðar hjá velferðarsviði í samstarfi við hlutaðeigandi aðila sem tilgreindir eru í skýrslu stýrihópsins.

Tillaga 2: Sjálfbærni í félagsstarfi er mikilvæg með tilliti til félagslegrar þátttöku en til að hún virki og fái réttan stuðning er mikilvægt að virkja grasrótina og að sameiginlegur skilningur sé á hugtakinu.Til að sjálfbærni/sjálfbært félagsstarf virki þarf að tryggja sameiginlegan skilning á hugtakinu og auka fræðslu um það. Gera þarf átak í fræðslu um réttindi borgara í samhengi við hugmyndina um borgaravitund.  Málefni eldri borgara m.t.t. félagsstarfs verði unnin þvert á svið eftir því sem ástæða er til. Skoðaðir verði möguleikar á að starfsemi félagsmiðstöðva verði samfelld án tímabundinna lokana s.s. sumarlokana sem koma einkum illa við  þá sem elstir eru og aðra viðkvæma hópa. Reykjavíkurborg geri rannsókn á þátttöku eldri borgara í félagsstarfi með það að markmiði að kanna þróun á þátttöku í slíku starfi. Starfsfólki félagsmiðstöðva verði gefið aukið sjálfstæði í störfum sínum.  Skoða möguleika á að virkja fagmenntaða eldri borgara sem sjálfboðaliða inni í félagsstarfinu. Til þess að það sé hægt þarf að fræða fólk sem starfar í félagsstarfi um hvernig unnið er með sjálfboðaliðum og hvernig er tekið á móti sjálfboðaliðum. Koma á þróunarverkefni hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar ásamt félagsmiðstöðvum eldri borgara sem snýr að því að kenna starfsfólki að starfa með sjálfboðaliðum.

Tillaga 3: Sett verði í gang markviss áætlun um að efla samskipti milli kynslóða í samvinnu við leik- og grunnskóla, félagsmiðstöðvar, bókasöfn og eftir atvikum aðrar menningarstofnanir. Eldri borgarar taki reglulega á móti börnum af leikskólum og grunnskólum eða eigi mót við þau á ýmsum vettvangi svo sem félagsmiðstöðvum, skólum og bókasöfnum. Eldri borgarar fái tækifæri til að leiðbeina börnum og fræða þau og þannig sé mannauður eldri borgara, reynsla þeirra og þekking nýtt við uppeldi og menntun barna. Hér má m.a. líta til verkefnisins „Heilahristingur“ sem er aðstoð við heimanám í Borgarbókasafninu í samvinnu við Rauða krossinn. Nemendur grunnskóla taki að sér að leiðbeina eldri borgurum með tölvur og önnur tæki. Að því leyti sem um sjálfboðavinnu er að ræða þarf að huga að viðurkenningu fyrir það.


Tillaga 5: Þar sem nokkur skortur er á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í heilsugæslunni þarf heilsugæslan að kortleggja hvernig hægt er að nýta störf þeirra sem best. Fólk fer nú veikara inn á hjúkrunarheimili en áður var og meðaldvalartími íbúa á  hjúkrunarheimilum hefur styst mjög á undanförnum árum. Í kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu verði kveðið á um eðli, magn og gæði þjónustu. Aðkoma fleiri fagaðila í heilsugæslu og betri nýting á kröftum þeirra. Öruggt aðgengi að nauðsynlegri þjónustu samdægurs hjá heilsugæslunni. Tryggja þurfi að heilsuvernd aldraðra sé í boði á öllum heilsugæslustöðvum. Efla heimavitjanir heilsugæslulækna og annarra fagaðila til aldraðra. Velferðarráðuneyti efli kostnaðarþátttöku ríkisins í hjálpartækjum fyrir fólk með hreyfihömlun. Í kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu verði tekið tillit til aukinna þarfa fyrir fagþjónustu á hjúkrunarheimilum s.s. vegna líknarmeðferðar og fjölbreyttan heilsufarsvanda íbúa. Skilgreind verði sú grunnþjónusta sem hjúkrunarheimili eiga að sinna.


Tillaga 6: Mikilvægt er að aldraðir hafi raunverulegt val um búsetu, að þeir geti búið lengur heima með lífsgæði að leiðarljósi, flutt í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili eftir vilja og þörf.  Sameining heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík hefur leitt til þess að samræming þjónustu er nú mun betri. Mikilvægt er að tryggja fjármagn og mannafla til að heimaþjónusta og heimahjúkrun geti brugðist við hratt og örugglega. Efling kvöld- og helgarþjónustu í heimaþjónustu. Boðið verði uppá fjölbreyttari heimaþjónustu eftir þörfum hvers og eins. Tækifæri í tækni og nýjum aðferðum nýtt. Bæta þarf böðunarþjónustu, bæði heima við og í félagsmiðstöðvum eins og áður var.

Tillaga 7: Það er mikilvægt að efla sjálfsbjargargetu fólks sem býr við skerta getu og það er m.a. hægt með því að nýta bestu mögulegu hjálpartæki og tæknilausnir á hverjum tíma í þjónustu við eldri borgara. Efla kynningar og fræðslu á tæknilegum lausnum meðal eldri borgara. Skoða þarf sérstaklega tæknilausnir í þágu fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra.  Efla þarf notkun og möguleika eldri borgara á að nýta tæknilausnir sem þegar eru til og hafa sannað ágæti sitt. Mikilvægt er að hefja siðferðilega umræðu um notkun ýmissa eftirlitstækja s.s. notkun GPS til eftirlits með fólki með heilabilun. Lagt til að óskað verði eftir því að Félag aðstandenda alzheimersjúkra (FAAS) hefji þessa umræðu með hlutaðeigandi yfirvöldum.

Tillaga 8: Gera tilraun í einu hverfi borgarinnar um samstarf milli úrræða í hverfinu þar sem heilsugæsla og heimaþjónusta yrðu í nánu samstarfi við hjúkrunarheimili og dagdvalir í hverfinu. Samstarf þjónustuúrræða í einu hverfi eða borgarhluta.

Tillaga 12: Mikilvægt er að eldri borgurum standi til boða að efla tölvufærni sína með aðgengilegum hætti til að bæta aðgengi þeirra að upplýsingum sem er að svo miklu leiti eingöngu að finna á netinu. Auka framboð á tölvunámskeiðum fyrir eldri borgara og tryggja námskeið í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs. Tryggja aðgang eldri borgara að tölvum í félagsstarfi þar sem starfsmenn félagsstarfs geti aðstoðað ef þörf er á t.d. á föstum tímum. Gera átak í að kynna vef borgarinnar t.d. ábendingarvef, borgarvefsjá og netspjallið og jafnvel halda námskeið um hann inni á þjónustumiðstöðvum/félagsmiðstöðvum til þess að auðvelda eldri borgurum að koma upplýsingum um það sem er ábótavant til hlutaðeigandi yfirvalda.

Greinargerð fylgir tillögunum.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar velferðarsviðs.

Ellý Alda Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Elfa Björk Ellertsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

36. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. desember með skýrslu stýrihóps um aldursvænar borgir dags. í nóvember 2016,  með niðurstöðum úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins. Lagt er til að eftirfarandi tillögu 4, 10 og 13 vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við hlutaðeiganda aðila sem tilgreindir eru í skýrslu stýrihópsins:


Tillaga 4: Eldra fólk hafi möguleika á að komast úr eigin húsnæði og inn í íbúð með þjónustu ef það kýs svo. Mikilvægt er að fólk með mismunandi færni njóti jafnræðis og því þarf að huga að staðsetningu húsnæðis hjá þeim sem eru t.d. með takmarkaða getu til að ganga. Fyrir þann hóp er mikilvægt að verslun og þjónusta í nágrenninu til að viðhalda sjálfstæði.  Skipulag hverfa og bygginga hvetji til virkni, hreyfingar og þátttöku m.a. með nálægð við fjölbreytta þjónustu og mannlíf. Hverfisskipulag geri ráð fyrir fjölbreyttri byggð sem endurspegli samfélag hvers tíma. Þvert á aldur, kyn, uppruna og annað. Aukið framboð af íbúðum frá byggingasamvinnufélögum og í formi félagslegra búsetuúrræða fyrir aldraða. Staðsetningar á íbúðum eldri borgara sem byggðar eru í Reykjavík og aðrar ákvarðanir um húsnæðismál eldri borgara séu teknar til umfjöllunar hjá öldungaráði og ferlinefnd borgarinnar, sem veiti umsagnir um áætlaðar staðsetningar. Valkostir um búsetu verði til staðar í öllum hverfum að 5 árum liðnum.

Tillaga 10: Hraðahindranir hafa verið settar víða um borgina, bæði til að bregðast við kvörtunum borgarbúa og að frumkvæði Reykjavíkurborgar, til þess að draga úr óæskilegum hraða þar sem hann er yfir leyfilegum mörkum og er til þess fallinn að valda hættu. Árlega er unnið að úrbótum í gönguleiðum skólabarna og aldraðra með það að leiðarljósi að tryggja þeim öruggar gönguleiðir í umhverfi sínu. Eru þá gjarnan settar upphækkaðar gönguleiðir yfir götu sem jafnframt eru þá hraðahindrandi aðgerð til að draga úr hraða og bæta öryggi óvarinna vegfarenda. Einnig er unnið í því að draga úr hættum á svokölluðum vástöðum í borginni, þ.e. staðir þar sem slysahætta kann að vera til staðar vegna hraðaksturs og/eða annarra þátta sem draga úr öryggi, með því að fara hraðahindrandi aðgerðir í formi þrenginga eða upphækkana. Á undanförnum áratug hafa verið margar gerðir hraðahindrana í borginni sem er bæði ruglingslegt og hefur í för með sér ákveðið óhagræði. Gera má betur í því að samræma útlit og tegundir hraðahindrana í borginni Það er alveg ljóst að hraðahindranir hafa dregið úr hraða og slysum í umferðinni. Við endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur verði skoðað með hvaða hætti aðrar afleiðingar af fjölgun hraðahindrana hafi haft fyrir borgina, t.d. í formi reksturs, tjóns á strætisvögnum og annarra ökutækja, pirrings ökumanna, loftgæða o.þ.h.

Tillaga 13: Heilsuefling og lýðheilsa eru afar mikilvægir þættir í lífsgæðum borgarbúa. Hlutfall eldra fólks af íbúum Reykjavíkur er stöðugt að hækka og mikilvægt er að huga að heilsu á öllum aldursskeiðum. Rannsóknir benda til að fátt sé betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu manna. Bæta við skjólgóðum afdrepum með fallegum gróðri við útivistsvæði/stíga. Skoðaðar verði leiðir til að gera kröfu um að lóðir fjölbýlishúsa eldri borgara verði hannaðar sérstaklega með afþreyingu og leik eldri borgara í huga.

Greinargerð fylgir tillögunum.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

Ellý Alda Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Elfa Björk Ellertsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

37. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. desember með skýrslu stýrihóps um aldursvænar borgir dags. í nóvember 2016, með niðurstöðum úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins.  Lagt er til að tillaga 9 verði samþykkt og vísað til meðferðar hjá upplýsinga- og vefdeild á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í samstarfi við þjónustuver Reykjavíkurborgar, rafræna þjónustumiðstöð,  umhverfis- og skipulagssvið og Strætó bs.

Tillaga 9: Upplýsingar sem tengjast samgöngumálum má finna á Borgarvefsjá,  www.borgarvefsja.is eða www.rvk.is/borgarvefsja.  Þar er meðal annars er hægt að finna lifandi upplýsingar um snjóhreinsun gatna og stíga. Auk þess er hægt að sjá hvaða göngustígar og götur í Reykjavík eru upphitaðar. Næstu skref í upplýsingagjöf í samgöngumálum er að koma inn upplýsingum um umferðarmagn á götum og lifandi upplýsingum um ástandið í umferðinni á hverjum tíma. Kynna þarf einstakar stefnur sem unnar eru fyrir borgina og unnið er eftir í samgöngumálum og gera þær aðgengilegri á netinu, sbr. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.  Bæta þarf upplýsingagjöf til aldraðra um það hvernig nota megi t.d. almenningssamgöngukerfið og akstursþjónustu eldri borgara. Einnig þarf að kynna áherslur í aðalskipulagi borgarinnar og uppbyggingu samgöngukerfis, sem byggist minna á einkabílnum en meira á almenningssamgöngum. Að einhverju leyti má mæta þessu með símaþjónustu og sameiginlegu símaveri, sem getur gefið þessar upplýsingar fyrir þá sem ekki geta nálgast þær rafrænt.  Setja fleiri gögn á vefinn - Safna saman á einn stað tenglum á stefnur borgarinnar og tenglum inn á skýrslur sem samþykktar eru í nefndum og ráðum. Setja inn upplýsingar um umferðarmagn á götum og lifandi upplýsingum um ástandið í umferðinni á hverjum tíma. Skoða möguleika á að gera app með upplýsingum um samgöngumál. Fjölbreyttari valkostir við að nálgast upplýsingar um almenningssamgöngur og akstursþjónustu eldri borgara.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá upplýsinga- og vefdeild á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í samstarfi við þjónustuver Reykjavíkurborgar, rafræna þjónustumiðstöð,  umhverfis- og skipulagssvið og Strætó bs.

Ellý Alda Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Elfa Björk Ellertsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

38. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. desember með skýrslu stýrihóps um aldursvænar borgir dags. í nóvember 2016, með niðurstöðum úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins. Lagt er til að tillaga 11 verði samþykkt og henni vísað til meðferðar hjá skrifstofu þjónustu og reksturs í samstarfi við velferðarsvið:

Tillaga 11: Þörf er á upplýsingasíma um samfélags- og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða fyrir þá sem ekki hafa aðgang að tölvu eða kjósa að fá upplýsingar með öðrum hætti. Mikilvægt er að viðhalda góðu viðmóti og þjónustu í símsvörun og almennri þjónustu. Símaþjónusta borgarinnar miði sérstaklega að þörfum eldri borgara fyrir upplýsingar um réttindi og þjónustu. Skoðaðir verði möguleikar á „þjónustuhnapp“ í símsvörun þ.e. að fólk geti hringt og pantað símtal í stað þess að bíða á línunni eftir að fá samband. Útbúa bækling með upplýsingum um þjónustu við eldri borgara. Tryggja að það sé skýrt letur á upplýsingaefni fyrir eldri borgara.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar skrifstofu þjónustu og reksturs í samstarfi við velferðarsvið.

Ellý Alda Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Elfa Björk Ellertsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

39. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. desember með skýrslu stýrihóps um aldursvænar borgir dags. í nóvember 2016, með niðurstöðum úrvinnslu tillagna frá rásfundi verkefnisins.  Lagt er til að tillaga 14 verði samþykkt og vísað til meðferðar hjá mannauðsdeild  Ráðhúss á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Tillaga 14: Tímabundnar ráðningar eldri borgara yrðu prófaðar á ákveðnum vinnustöðum í tilraunaskyni. Fundin yrðu störf sem henta. Skoða leiðir til að bjóða upp á tímabundnar ráðningar eftir ákveðinn aldur sem þyrftu að endurnýjast - t.d. í samræmi við endurnýjun ökuskírteina. Skoða leiðir til að bjóða eldri borgurum upp á verktakavinnu til þess að þeir geti komið að ákveðnum verkefnum. Skoða leiðir til að Reykjavíkurborg bjóði upp á meiri sveigjanleika í starfslokum starfmanna sinna.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá mannauðsdeild  Ráðhúss.

Ellý Alda Sigurðardóttir, Birna Sigurðardóttir, Elfa Björk Ellertsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

40. Lögð fram að nýju stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi sbr. 27. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. nóvember sl. Einnig er lagt fram bréf starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 20. desember 2016.
Samþykkt.

41. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. desember 2016, þar sem lagt er fram til kynningar bréf borgarstjóra til heilbrigðisráðherra, dags. 27. október 2016.

42. Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 13. desember 2016, um bókun stjórnar Faxaflóahafna frá 9. desember 2016, varðandi laun stjórnar.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

43. Lagt er til að Eva Einarsdóttir taki sæti fulltrúa í samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt.

44. Lagt fram álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember 2016.
Visað til forsætisnefndar.

45. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2016, ásamt fylgiskjölum:

Hjálögð skýrsla starfshóps um þjónustukönnun meðal borgarbúa dags. 30. nóvember 2016 er lögð fram til kynningar. Lagt er til að tillögum starfshópsins verði vísað til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til meðferðar.

Samþykkt.

Óskar Sandholt, Lilja Sigurbjörg Harðardóttir, Svavar Jósefsson og Jóhanna Garðarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að einfaldast og ódýrast sé að nýta sér könnun Capacent Gallup sem nær til 19 stærstu sveitarfélaga landsins frekar en að vinna sérstaka könnun fyrir borgina eina. Með því að nýta sér samanburðarkönnun fæst einstakt tækifæri til að bera þjónustu Reykjavíkurborgar saman við þjónustu annarra sveitarfélaga og gera betur í þeim þáttum sem mælast lágt. Meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna vill ekki nýta sér slíka könnun. Það er væntanlega í samræmi við ákvæði málefnasamnings þessara fjögurra flokka sem halda um stjórnartaumana í Reykjavíkurborg þar sem segir: ,,Við hlustum á alls konar raddir og sköpum þeim vettvang. Með opnari stjórnsýslu verður samræðan upplýstari, ákvarðanatakan skilvirkari og sáttin meiri.“ En þetta eru einungis orð á blaði og eftir því sem líður á kjörtímabilið verður sífellt skýrara að ekkert á að gera með þau. Ef þjónustukönnun kemur ekki nógu vel út fyrir borgina er hún ekki keypt og þar með komið í veg fyrir að borgarbúar fái upplýsingar um hvernig mat þeirra á þjónustu borgarinnar kemur út.

46. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað eftir að meðfylgjandi leigusamningur um 44 hektara landspildu í landi Arnarholts á Kjalarnesi verði samþykktur.
Samþykkt.

47. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um 6,5 hektara landspildu norðan Grundarhverfis á Kjalarnesi verði samþykktur.
Samþykkt.

48. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um 16 hektara landspildu í landi Lykkju á Kjalarnesi verði samþykktur.
Samþykkt.

49. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að selja byggingarrétt á RÚV reit.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Ljóst er að það stendur ekki steinn yfir steini í áætlunum og yfirlýsingum meirihlutans í húsnæðismálum.  Fyrst stóð til að borgin ætti 40 íbúðir sem dreifðar væru um svæðið en svo að þær væru allar í sama húsinu og nú að það eigi að selja byggingarréttinn en borgin hafi kauprétt á 15 íbúðum.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

50. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um leigu á garðskála að Fríkirkjuvegi 11B.
Samþykkt.

51. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um skrifstofuhúsnæði á athafnasvæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi verði samþykktur.
Samþykkt.

52. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærða kostnaðaráætlun vegna umbreytingar húsnæðis Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, Hlemm, úr meginskiptistöð almenningssamgangna í Reykjavík í mathöll.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

53. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. desember 2016, þar sem lögð er fram skýrsla nr. 2 um vinnu samráðshóps og framvindu framkvæmda á Hlíðarenda.

54. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag um undirbúning og framkvæmdir vegna uppbyggingar mannvirkja á Hlíðarendareit skv. gildandi deiliskipulagi.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

55. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tilboð hæstbjóðanda í Hraunbæ 103A með fyrirvara um fjármögnun. ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.

56. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. desember 2016, ásamt fygliskjölum:

Lagt er til að borgarráð samþykki að  veita borgarstjóra heimild til að skrifa undir meðfylgjandi viðauka við viljayfirlýsingu við almenna íbúðafélagið Bjarg, sameiginlegt félag ASÍ og BSRB. Um er að ræða viljayfirlýsingu vegna úthlutunar lóða við Hallgerðarveg í Reykjavík lóðir G og H.

Samþykkt.

57. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Lambhagavegar 5.
Samþykkt.

58. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur um íbúð 102 í Ofanleiti 13 verði samþykktur.
Samþykkt.

59. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi leigusamningur við Barnaheimilið Ós um Skerplugötu 1, leikskólahúsnæði Mýri, verði samþykktur.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

60. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi viðbótarsamningur við Háskóla Íslands um íþróttahús við Háteigsskóla verði samþykktur.
Samþykkt.

61. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Sturlugötu 6.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

62. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamningu um íbúð 108 í Tangabryggju 12.
Samþykkt.

63. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um íbúð 203 í Tangabryggju 12.
Samþykkt.

64. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. desember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga við Listaháskóla Íslands um leigu á efri hæð að Völvufelli 17.
Samþykkt.

65. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2016 á minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2016, um umsókn Landakotsskóla um aukið framlag, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja framlagða tillögu um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum skólum enda rétt að foreldrar eigi val um í hvaða skóla börn þeirra njóta menntunar. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir skólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra. Þá er rétt að samræmi sé á milli fjárframlaga til grunnskóla í borginni óháð rekstrarformi þeirra.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

66. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2016 á minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2016, varðandi umsókn Alþjóðaskólans í Reykjavík um fjölgun nemenda úr Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja framlagða tillögu um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum skólum enda rétt að foreldrar eigi val um í hvaða skóla börn þeirra njóta menntunar. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir skólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra. Þá er rétt að samræmi sé á milli fjárframlaga til grunnskóla í borginni óháð rekstrarformi þeirra.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

67. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. desember 2016, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2016 á minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2016, um umsókn Waldorfskólans Sólstafa um aukið framlag, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina styðja framlagða tillögu um fjölgun nemenda í sjálfstætt reknum skólum enda rétt að foreldrar eigi val um í hvaða skóla börn þeirra njóta menntunar. Mikilvægt er að sjálfstætt reknir skólar í Reykjavík fái að vaxa og dafna í samræmi við spurn eftir þjónustu þeirra. Þá er rétt að samræmi sé á milli fjárframlaga til grunnskóla í borginni óháð rekstrarformi þeirra.

Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

68. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 22. desember 2016.

Borgarráð samþykkir að ráða Stefán Eiríksson, sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í stöðu borgarritara. 

Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina gera alvarlega athugasemd við vinnubrögð borgarstjóra og meirihluta borgarráðs vegna ráðningar borgarritara. Við slíka ráðningu hlýtur að vera hægt að gera kröfu um vönduð vinnubrögð enda um að ræða eitt mikilvægasta og valdamesta embætti í borgarkerfinu.  Umrætt mál var ekki á útsendri dagskrá fundarins og fengu borgarráðsmenn minnihlutans engin gögn send vegna þess fyrir fundinn en um sautján umsækjendur er að ræða. Á miðjum fundi fengu fulltrúar minnihlutans loks eitt eintak afhent af tillögu borgarstjóra í málinu með þeim skilaboðum að hún yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan er fimm blaðsíður að lengd og virðist borgarstjóri hafa ætlast til þess að fulltrúar minnihlutans læsu hana samhliða öðrum málarekstri á fundinum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar og að þeir gætu þannig fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kjörnir fulltrúar kynni sér gögn máls áður en ákvörðun. Slík vinnubrögð eru algerlega óviðunandi og ganga í berhögg við reglur stjórnsýsluréttar. Slík vinnubrögð eru því miður ekki einsdæmi hjá Reykjavíkurborg undir stjórn meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.
Nýráðnum borgarritara er óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Undirbúningur og mat á umsækjendum var faglegt og vandað, líkt og gögn bera með sér. Haft var samband við oddvita allra flokka fyrir fund, líkt og hefð er fyrir. Tekið skal fram að ekki náðist í oddvita Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekanir. Því er ranglega haldið fram í bókun minnihluta að óskað hafi verið eftir frestun málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Ótrúlegt er að fulltrúar meirihlutans haldi því nú fram að ósk um frestun málsins til næsta fundar hafi ekki komið fram. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta fundar. Því hafnaði formaður ráðsins en bauð þess í stað að málinu yrði frestað á fundinum en afgreitt í lok hans.

69. Fram fer kynning á vinningstillögu Studio Granda úr arkitektasamkeppni um Alþingisreit.

Margrét Harðardóttir og Steve Christer taka sæti á fundinum undir þessum lið.

70. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu á ummælum formanns umhverfis- og skipulagsráðs yfir umferðarmálum í Reykjavík sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. Má af þeim ummælum skilja að óþarfi sé að gera bragarbót á umferðarmannvirkjum í Reykjavík vegna þess að þau séu svo mikið notuð af ferðamönnum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hyggst gera til að takast á við sívaxanda umferðarþunga á götum Reykjavíkur, sérstaklega helstu flutningsæðum. Sérstaklega er verið að spyrja um hvað á að gera varðandi umferð einkabíla sem er yfir 80% af heildarumferðinni. Tilefni er til að spyrja um þetta eftir gagnrýni vegamálastjóra á að þótt fjármagn sé til staðar af hálfu ríkisins til að bæta umferðarmannvirki s.s. á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þá heimilar meirihlutinn ekki slíkar framkvæmdir þótt þær geti bætt umferð verulega.


Fundi slitið kl. 13.23

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Líf Magneudóttir Halldór Halldórsson
Kjartan Magnússon Heiða Björg Hilmisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

15 + 0 =