Fundur nr. 5 | Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð. 

Ár 2018, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 12:33, var haldinn 5. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir,  Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sunna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Oddrún Helga Oddsdóttir, Marta Grettisdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 2-9, 12, 13, 17 og 18. 
Fundarritari er Harri Ormarsson.
(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 17. ágúst 2018.

Lögð fram bókun áheyrnafulltrúa Sósíalistaflokksins við lið 1. vegna máls nr. 18 á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 17. ágúst 2018 er varðar Skúlagötu 26, 17 hæða hótel 195 herbergi;
“Þrátt fyrir að fyrirhuguð sé húsnæðisuppbygging á þessu svæði er mikilvægt að stuðla að enn frekari húsnæðisuppbyggingu í borginni í stað margra hæða hótel byggingar. Áheyrnafulltrúi Sósíalistaflokksins telur það að greiða leiðina fyrir byggingu svo stórs hótels í hjarta Reykjavíkur, í miðri húsnæðiskreppu ekki vera ákjósanlegt, þegar áhersla ætti að vera fyrst og fremst á íbúða uppbyggingu fyrir almenning”. 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
„Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar benda á að deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á þessu gamla atvinnusvæði þar sem áður voru engar íbúðir rís nú íbúðarhús með 31 íbúð. Þær bætast við um það bil 130 íbúðir sem nú eru að rísa milli Vitastígs og Barónsstígs. Um þessar mundir er verið að byggja nokkur hundruð nýjar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum við Hverfisgötu. Hótelið sem nú verður byggt rís á skilgreindu atvinnusvæði við Skúlagötu við hlið Kex-hostels“. 

2.    Ármúli 7, breyting á deiliskipulagi     (01.262.1)    Mál nr. SN180352
530117-0490 Reitir - þróun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018 ásamt bréfi dags. 7. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla vegna lóðarinnar nr. 8 við Ármúla. Í breytingunni felst að bæta við tveimur hæðum ofan á tengibyggingu, efsta hæð verður inndregin, bæta við einni hæð ofan á núverandi skrifstofuhúsnæði og tengja núverandi byggingar Ármúla 7 við rekstur hótelsins Ármúla 9 og mynda eina samstæða hótelsamstæðu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2018.

Kl. 12:42 víkur Örn þórðarson af fundi, Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2018. 
Visað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: “Ekki er ljóst hvenær deiliskipulagsvinna verður lokið og ekki er búið að ákveða með hvaða hætti það verður unnið. Þessi áform eru því sett á ís án þess að ljóst sé hvernig og hvenær skipulagi sé lokið”.

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
“Múlarnir eru spennandi svæði. Göturnar búa yfir mörgum kostum góðra borgargatna. Mikilvægt er að vel tekist til í endurskipulagningu svæðisins svo kostir þess nýtist sem best, öllum til hagsbóta. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar styðja niðurstöðu skipulagsfulltrúa og telja mikilvægt vinna við rammaskipulag svæðisins hefjist sem fyrst”. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi     (01.274.0)    Mál nr. SN180447
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir eina færanlega kennslustofu á einni hæð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. júní 2018 til og með 19. júlí 2018. Eftritaldir aðilar sendu athugasemdir: Skúli Sveinsson hdl. dags. 17. júlí 2018. og Halldóra Lísa Bjargardóttir f.h. húsfélags Bólstaðarhlíðar 26 dags. 20. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Hverfisgata 123, breyting á deiliskipulagi     (01.222.1)    Mál nr. SN180378
691199-3559 Tómas & Dúna ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær
020341-2979 Helgi Hafliðason, Stuðlasel 44, 109 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Helga Hafliðasonar dags. 15. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vestari, Hlemmur+ vegna lóðarinnar nr. 123 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir einni hæð ofan á núverandi útbyggingu á baklóð með aðgangi um svalagang frá stigahúsi og setja svalir á götuhlið, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar arkitekts dags. 31. maí 2018. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 31. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júlí 2018 til og með 24. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gestur Halldórsson f.h. Ingibjargar A. Gestsdóttur eiganda og íbúa að Hverfisgötu 121 dags. 9. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180552
260978-5789 Atli Jóhann Guðbjörnsson, Flétturimi 5, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 31. júlí 2018 um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er aukið á reit B úr 0.3 í 0.5 og lóðir endurskilgreindar þannig að í stað þess að vera hringlaga þá er þeim breytt í ferhyrnda, samkvæmt uppdrætti TAG teiknistofu ehf. dags. 30. júlí 2018. 
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6.    Miklabraut 101, breyting á deiliskipulagi     (01.285)    Mál nr. SN180582
500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Lögð fram umsókn DAP ehf. dags. 14. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar vegna lóðarinnar nr. 101 við Miklabraut. Í breytingunni felst að bæta við vetnisstöð, með einni dælu sem er bætt við núverandi dælur ásamt búnaði, samkvæmt uppdr. DAP ehf. dags. 14. ágúst 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7.    Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi     (01.875.9)    Mál nr. SN180583
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 15. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Víkings að Traðarlandi 1. Í breytingunni felst að aðalkeppnisvöllur verði lagður með upphituðu gervigrasi og koma fyrir fjórum ljósamöstrum með LED lýsingu á úthornum öryggissvæðis við keppnisvöll, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknun ehf. dags. 13. júlí 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN180507
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkþings ehf. dags. 4. júlí 2018 ásamt bréfi dags. 4. júlí 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða í borgarlandi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 
Visað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Jón Kjaran Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.271.2)    Mál nr. SN180314
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar. Auk þess er lóðarmörkum að Stakkahlíð 1 breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag á þeirri lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Hverfisráð Hlíða dags. 4. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2018. 
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2018. 
Vísað til borgarráðs. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er :
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 985 frá 21. ágúst 2018.

11.    Lambhagavegur 11, Nýbygging     (02.647.102)    Mál nr. BN054797
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt verslunar- og skrifstofuhús með bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 11 við Lambhagaveg.
Varmatapsútreikningar dags. 29. maí 2018 og greinargerð brunahönnuðar dags. 29. maí 2018 fylgja erindi.
Stærð: 5.748,0 ferm., 26.550,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000Útlit.  
Kynnt. 

(C) Fyrirspurnir

12.    Lækjargata 6A og 6B, (fsp) aukning á byggingarmagni     (01.140.5)    Mál nr. SN180482
700316-0250 Noland Arkitektar ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta ehf. dags. 25. júní 2018 ásamt greinargerð ódags. varðandi aukningu á byggingarmagni lóðanna nr. 6A og 6B við Lækjargötu. Um er að ræða auka hæð við Lækjargötu 6A og 6B á vesturhlið ásamt risi á Lækjargötu 6A sem myndi vera speglun við Lækjargötu 6B rishæðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2018. 
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2018 samþykkt. 

Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13.    Austurstræti 3, (fsp) hækkun húss um tvær hæðir     (01.140.2)    Mál nr. SN180479
700316-0250 Noland Arkitektar ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta ehf. dags. 25. júní 2018 ásamt greinargerð ódags. um hækkun hússins á mhl. 01 á lóð nr. 3 við Austurstræti um tvær hæðir, efsta hæð yrði inndregin. Einnig er lögð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 
Neikvætt er tekið í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2018. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Samgöngumál

14.    Birtingakvísl, stöðubann         Mál nr. US180215

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 16. ágúst 2018 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann í Birtingakvísl við austur kant frá bílastæði á móti Birtingakvísl nr. 42 og Straum. Einnig við vestur lant Straum að næstu gatnamótum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

15.    Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2019-2033, umsögn         Mál nr. US180197

Samgönguráð auglýsti í byrjun júlí umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2019-2033 til kynningar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í samgönguáætlun er mörkuð  stefna fyrir allar greinar samgangna næstu fimmtán ár. Með umhverfismatinu hafa verið skilgreind helstu áhrif og aðgerðir til að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Í kjölfar kynningar í borgarráði var Umhverfis- og skipulagssviði og samgöngustjóra falið að undirbúa umsögn um umhverfismatið. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur 20. ágúst 2018.
Kynnt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur 20. ágúst 2018. 

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:
„Lítil áhersla er lögð á uppbyggingu vegakerfis innan borgarinnar hvort sem um er að ræða götur á ábyrgð ríkis eða borgar og enginn sjáanlegur vilji til að leggjast á árar með ríkinu að bæta úr. Unnið er markvisst að því að útrýma einkabílnum úr borgarskipulaginu og ekki er tekið tillit til tilmæla Vegagerðarinnar um uppbyggingu vegakerfis borgarinnar sem kom fram í skýrslu sem ber heitið: „Vegir á höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vegagerðarinnar Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Júní 2018.“ Lýst er yfir miklum áhyggjum að ekki er gert ráð fyrir lagningu Sundabrautar en í skýrslunni segir um Sundabraut: „Þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og útfærslu Sundabrautar mun Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verða fyrsti kostur Vegagerðarinnar að stofnvegi A til norðurs frá höfuðborginni. Syðsti hluti Sundabrautar gæti létt á umferðarþunga í Ártúnsbrekku.“ Á öðrum stað segir um meginstofnvegi sem mynda hringtengingu innan höfuðborgarsvæðisins: „Sú hringtenging samanstendur af Fjarðarhrauni, Hafnarfjarðarvegi, Kringlumýrarbraut sunnan Miklubrautar og Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar.“ Stjórnendur Reykjavíkurborgar líta ekki til nýrrar tækni í umhverfismálum og hafa gamaldags sýn í samgöngumálum eins og t.d. að taka ekki inn í áætlunina sjálfkeyrandi bíla, rafmagnsbíla og aðra nýja tækni sem kemur á næstu árum“.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka:“ Á síðustu átta árum hefur umferð í borginni þyngst til mikilla muna og hefur ferðatími lengst verulega. Meira er um lausagang bifreiða vegna tafa í umferð, en bifreiðar geta mun mengað meira við þær aðstæður. Þá hefur hlutfall almenningssamgangna haldist óbreytt þrátt fyrir skýr markmið um að hún tvöfaldist a.m.k. á tíu árum. Milljörðum hefur verið varið af vegafé til að tryggja að svo verði, en þrátt fyrir þessar árangurstengdu greiðslur hefur hlutfallið ekkert aukist. Það er því morgunljóst af framansögðu að framkvæmd stefnu Reykjavíkurborgar hefur ekki gengið upp. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og skýr mælanleg markmið hefur umferð versnað með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum að ótöldum vandamálum vegna tafatíma í umferð. Svifryksmengun er enn ítrekað yfir heilsufarsmörkum og dagsgildi NO2 geta verið mjög há. Mikilvægt er að samningi um framkvæmdastopp sem gerður var milli borgarinnar og ríkisins árið 2012 verði sagt upp, enda eru forsendur hans brostnar“.


Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
“Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar tekur undir umsögn samgöngustjóra vegna umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033. Rétt er að árétta að frá því markmið um breyttar ferðavenjur voru sett fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 hafa hjólreiðar aukist verulega og telja í dag um 7% allra ferða. Farþegum í Strætó hefur einnig fjölgað mikið þrátt fyrir að markmið um hlutfall ferða hafi ekki náðst. Til þess að halda áfram og ná settum markmiðum um fjölbreyttar ferðavenjur er ljóst að það verður að bæta aðstæður fyrir þá sem kjósa almenningssamgöngur eða fara gangandi eða hjólandi. Það eru hagsmunir allra að draga úr bílaumferð í borginni, m.a. sem mikilvægur þáttur í baráttunni við svifryk og aðra neikvæða umhverfisþætti. Fólksfjölgun seinustu ára og mikil uppbygging í borginni hefur valdið því að tafatími hefur aukist um 3,3% árdegis og 13,5% síðdegis.”

(D) Ýmis mál

16.    Götuheiti, Laugardalur, Hólmsheiði, Landspítalinn         Mál nr. US180196

Lögð fram fundargerð nafnanefndar dags 5. júlí 2018 ásamt tillögum að götu- og stígaheitum í Laugardal, Hólmsheiði og við Landspítalann. 
Tillögur nafnanefndar að götu –og stígaheitum í Laugardal og Hólmsheiði samþykktar. 
Tillögum að götuheitum við Landspítalann er frestað.
Vísað til borgarráðs.

17.    Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag     (04.0)    Mál nr. SN170087

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögnum Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt viðbragða við nokkrum atriðum sbr. bréfi áður en stofnunin tekur afstöðu til nýs deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. júlí 2018 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 17. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2018 ásamt  nýjum uppdráttum dags. 20. ágúst 2018. 
Samþykkt. 
Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
“Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fagna nýju deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur. Þar munu á næstu árum rísa um 850 íbúðir. Deiliskipulagið er afar vandað og byggir á markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um vistvæna byggð”. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18.    Vesturgata 6-10A, málskot     (01.132.1)    Mál nr. SN180534
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram málskot THG Arkitekta ehf. dags. 17. júlí 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 varðandi bílastæði á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu. Einnig er lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2017.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 staðfest. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

19.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Staða malbikunarframkvæmda         Mál nr. US180203

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  um malbikunarframkvæmdir: Hver er staða malbikunarframkvæmda á götum Reykjavíkurborgar?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

20.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdir við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut         Mál nr. US180202

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hver staðan  er staðan á framkvæmda við Klambratún, Birkimel, Rauðagerði og Kringlumýrarbraut?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

21.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ósk um fund         Mál nr. US180204

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi sérstakan fund í umhverfis-  og skipulagsráði um umferðar- og samgöngumál.
Hefð er fyrir því í skipulags- og samgönguráði, áður umhverfis- og skipulagsráði, að dagskrá ákveðinna funda sé þematengd, þar má m.a. nefna fundi tileinkaða umferðar- og samgöngumálum. Ráðið leggur því til að haldið verði áfram með sama fyrirkomulag og að næsti þemafundur um umferðar- og samgöngumál verði haldinn núna í haust.

22.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um ástandsskoðun á íþróttahúsi Hagaskóla  (USK2018050048)         Mál nr. US180216

Lögð fram til kynningar umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. ágúst 2018 um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 24. maí 2018 um ástandsskoðun á íþróttahúsi Hagaskóla.
Lagt fram. 

23.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fjölda íbúða í ferðamannagistingu         Mál nr. US180205

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fá yfirlit yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu: Óskað er eftir að fá yfirlit yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu í íbúðahverfum. Ennfremur hversu margar íbúðir er tómar í miðborg Reykjavíkur sem hafa verið ætlaðar fyrir gistingu?
Vísað til umsagnar deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur. 

24.    Klapparstígur 29, kæra 48/2018, umsögn, úrskurður     (01.172.0)    Mál nr. SN180218
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2018 ásamt kæru dags. 19. mars 2018 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg sem felst í að heimilt er að vera með veitingastað í flokki ll á jarðhæð hússins. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. júní 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

25.    Fiskislóð 15-21, sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti     (01.089.3)    Mál nr. SN170528
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júlí 2018 vegna staðfestingar borgarráðs frá 5. júlí 2018 á synjun um uppsetningu eldsneytisafgreiðslu við Fiskislóð 15-21. 

26.    Kringlureitur, rammaskipulag     (01.721)    Mál nr. SN180331

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. júní 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að rammaskipulagi Kringlusvæðis.

27.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, Gufunes         Mál nr. US180220

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur. 
Hver eru framtíðaráform varðandi Gufunes ? Hver er staða á gildandi skipulagi, hvaða framkvæmdir eru hafnar og hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar?
Frestað. 

28.    Fyrirspurn  borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, miðborgin fækkun bílastæða         Mál nr. US180222

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur þar sem óskað er upplýsinga um fækkun bílastæða í miðborginni sl. fimm ár.
Frestað.

29.    Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,, fjöldi P-merktra bílastæða í miðborginni         Mál nr. US180221

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Eyþórs Laxdal Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur og Mörtu  Guðjónsdóttur þar sem óskað er upplýsinga um fjölda stæða fyrir hreyfihamlaða, P- merkt bílastæði, í miðborginni.
Frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:30

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Kristín Soffía Jónsdóttir 
Hjálmar Sveinsson    Eyþór Laxdal Arnalds
Marta Guðjónsdóttir    Valgerður Sigurðardóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 985. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Harri Ormarsson, Gunnar Logi Gunnarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Austurberg 3     (04.667.101) 112094    Mál nr. BN055091
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir köldum potti norðan við eimbað, núverandi rennibraut endurnýjuð, leiksvæði með vatnsleikjatækjum og fallvarnarefni á yfirborði sunnan við innilaug í Breiðholtslaug á lóð nr. 3 við Austurberg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

2.    Áland 1     (01.847.101) 108719    Mál nr. BN054942
110873-3799 Magnús Einarsson, Áland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu við einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Útskrift úr embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærðir: 59,3 ferm., 183,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

3.    Ásvallagata 52     (01.139.014) 100747    Mál nr. BN054303
620188-1589 Jakobssynir ehf., Glaðheimum 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að íbúðarhús stækkar sem nemur svölum á annarri hæð og stækkun bílskúrs á lóð nr. 52 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir húsaskoðun dags. 12. apríl 2018. Samþykki eiganda frá nr. 54 ódags.
Stækkun íbúðar:  10,7 ferm. , 22,7 rúmm.
Stækkun bílskúrs: 17,0 ferm., 34,0 rúmm.
Samtals stækkun: 27,7 ferm., 56,7 rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

4.    Bleikjukvísl 11     (04.235.404) 110909    Mál nr. BN054800
310759-5709 Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja léttbyggt þak yfir verönd sem tilheyrir einbýlishúsi þannig að B rými myndast á lóð nr. 11 við Bleikjukvísl.
Stækkun B rýmis: XX ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

5.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055017
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. ? á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhússins Katrínartúns 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Brattagata 3A     (01.136.536) 100625    Mál nr. BN053821
470202-2890 Tómthús ehf., Lynghaga 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að verslun á jarðhæð hefur verið breytt í íbúð í húsi á lóð nr. 3A við Bröttugötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

7.    C-Tröð 1     (04.765.401) 112483    Mál nr. BN055076
591112-0820 Heimahagi Hrossarækt ehf., Hafnarstræti 97, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til nýbyggingar við núverandi hesthús byggt á steyptum undirstöðum og timburvirki að ofan auk þess að rífa hluta af austurhluta núverandi byggingar á lóð nr. 1 við C-Tröð í Víðidal.
Stærðir: 328,1 ferm., 3120,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

8.    Dalhús 2     (02.841.201) 109707    Mál nr. BN055072
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054652 þannig að vaðlaugin stækkar úr 27,3 ferm í 34,0 ferm. við kennslulaug í Grafarvogslaug á lóð nr. 2 við Dalhús. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Efstaleiti 19     (01.745.201) 224636    Mál nr. BN054911
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052546 sem felst í breytingu á efnisvali þaksvala vegna brunatæknilegra atriða í húsi á lóð nr. 2 við Efstaleiti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

10.    Egilsgata 14     (01.195.003) 102561    Mál nr. BN055057
510517-0830 Reir verk ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara, 1. hæðar og 2. hæðar og byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við húsið á lóð nr. 14 við Egilsgötu.
Stærð tvöfaldur bílskúr er: 56,8 ferm., 153,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11.    Eldshöfði 10     (04.035.303) 110540    Mál nr. BN055090
601200-2280 Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051405 sem felst í því að texta um brunavarnir er breytt ásamt hurðaropnun snyrtingar í húsi á lóð nr. 10 við Eldshöfða.
Gjald 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12.    Engjateigur 7A     (01.366.504) 224814    Mál nr. BN055103
430214-1520 Ístak hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
540671-0959 Iceland Construction ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir 11 bílastæðum, þar tveimur bílastæðum fyrir fatlaða, á lóð nr. 7A við Engjateig.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13.    Fellsmúli 24-30     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054604
600302-2560 Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
681016-1200 Pizzan ehf., Strandgötu 75, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, tegund c í rými 0104, koma fyrir útihurð og leiða loftræstirör á framhlið upp fyrir þakbrún mhl. 01 á lóð nr. 24-26 við Fellsmúla.
Samþykki frá meðeigendum dags. 27. júlí 2018 og samþykki N1 dags. 21. júní 2018 fylgir Gjald kr. 11.000 + 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

14.    Frakkastígur 14A     (01.182.123) 101838    Mál nr. BN054938
550703-2890 Svarti ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund g, fyrir 14 gesti ásamt leyfi til að setja flóttasvalir og björgunarop á norðurhlið húss á lóð nr. 14A við Frakkastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2018 og vísað til athugasemda.

15.    Freyjugata 41     (01.194.206) 102550    Mál nr. BN054645
590416-0370 Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053002 sem felst í því að innrétta veitingahús í flokki II, teg. e fyrir 55 gesti í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.
Erindið var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Freyjugötu 37, 39 og 43, 36, 38, 40 og 42 og Eiríksgötu 2, frá 4. júní (útsent bréf) til og með 29. júní 2018.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elín Borg dags. 12. júní 2018, Benedikt Hjartarson dags. 12. júní 2018, Ingunn Ingimarsdóttir og Páll Borg dags. 26. júní 2018, Fanney Hermannsdóttir dags. 29. júní 2018 og Kristín Jóhannesdóttir dags. 29. júní 2018. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Elísabetu H. Steinarsdóttur og Ástþóri Ragnarssyni dags 17. júlí 2018. Einnig er lagt fram bréf Aðalheiðar Magnúsdóttur og Sigurbirni Þorkelssyni mótt. 18. júlí 2018. 
Erindi fylgir bréf frá hönnuði um breytingu á erindislýsingu dags. 04.06.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16.    Gissurargata 4     (05.113.805) 214854    Mál nr. BN055035
310579-3009 Halla Gísladóttir, Katrínarlind 8, 113 Reykjavík
081278-3779 Jón Guðmann Jakobsson, Katrínarlind 8, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, efri hæð einangruð að utan og klædd zinkklæðningu á lóð nr. 4 við Gissurargötu.
Stærð, A-rými:  345,7 ferm., 1.358,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

17.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN055037
611200-3150 Ísteka ehf., Grensásvegi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053958, um er að ræða minni háttar tilfærslur á innra fyrirkomulagi í lyfjaverksmiðju í mhl. 02 á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir greinargerð um brunaþéttingar dags. 21. júní 2018 og samþykki eigenda mhl. 02 dags. 6. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

18.    Grettisgata 9A     (01.172.234) 101488    Mál nr. BN055082
700485-0139 Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús af Grettisgötu 17 og setja á nýjan kjallara og gera endurbætur á því ásamt því að byggja viðbyggingu til norðurs á lóð nr. 9a við Grettisgötu.
Stærðir alls: 169,8 ferm., 414,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

19.    Grettisgata 9B     (01.172.238) 223960    Mál nr. BN055081
700485-0139 Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús af Hverfisgötu 61 og setja á nýjan kjallara og gera endurbætur á því ásamt því að byggja viðbyggingu til norðurs á lóð nr. 9b við Grettisgötu.
Stærðir alls: 171,6 ferm., 414,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

20.    Hlíðarendi 6A     (01.628.804) 223917    Mál nr. BN055040
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051067 vegna lokaúttektar í dreifistöð rafmagns á lóð nr. 6a við Hlíðarenda.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Ganga þarf frá stofnun lóðar fyrir útgáfu byggingarleyfis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN055026
470213-0430 R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054545 þannig að fyrirkomulagi snyrtinga er breytt og þeim fækkað um eitt, gestafjölda er breytt í 105, hurð úr sal inn á gang 0104 er snúið sem og hurð í flóttaleið í kjallara, í húsi á lóð nr. 33 við Hverfisgötu. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22.    Laufásvegur 18     (01.183.405) 101965    Mál nr. BN055012
620914-1340 Betri Bílakaup ehf., Lágmúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara bakhúss, grafa frá, gera nýjan stiga og glugga úr kjallara og til að breyta innra skipulagi á báðum hæðum bakhúss og í kjallara framhúss og innrétta tvær íbúðir í stað einnar áður í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Laufásveg.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

23.    Laugavegur 27     (01.172.009) 101431    Mál nr. BN054895
520685-0819 Laugavegur 27,húsfélag, Laugavegi 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa útlit til upprunalegs horfs á húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Umsögn Minjastofnunar dags. 26.03.2018 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 18.06.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Laugavegur 42     (01.172.223) 101478    Mál nr. BN055045
611096-2599 Húsfélagið Laugavegi 42, Pósthólf 82, 121 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN053423 og BN054041 sem felst í því að rými 0301 verður íbúð en ekki gististaður í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Lautarvegur 4     (01.794.304) 213569    Mál nr. BN054943
690715-0660 KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta baðherbergi á 1. hæð í húsi nr. 4 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.    Lindargata 39     (01.152.310) 101044    Mál nr. BN055056
440108-0670 Skuggahverfi 2-3,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja þrjú símaloftnet utan á loftræstiklefa í húsi á lóð nr. 39 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27.    Lofnarbrunnur 2-4     (02.695.803) 206085    Mál nr. BN054795
300675-3879 Ólafur Magnússon, Lofnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
110575-6029 Magnús Kári Bergmann, Lofnarbrunnur 2, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra að innan og opna inn í áður gerð sökkulrými í parhúsi á lóð nr. 2-4 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun:  103,4 ferm., 251,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Lyngháls 7     (04.324.101) 111042    Mál nr. BN055034
550595-2499 Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga viðbyggingar sem verður að hluta á þremur hæðum og verða útveggir úr ?? og verður viðbyggingin við núverandi hús á lóð nr. 7 við Lyngháls.
Bréf frá hönnuði dags. 18.júlí 2018 fylgir.
Stærðir x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29.    Nauthólsvegur 83     (01.755.201) 214254    Mál nr. BN055095
701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja til fimm hæða hús fyrir xx námsmannaíbúðir auk kjallara á lóð nr. 83 við Nauthólsveg.
Stærð: 
A-rými:  6.714,8 ferm., 23.374,1 rúmm.
B-rými:  680,1 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30.    Nóatún 17     (01.235.201) 102967    Mál nr. BN055051
470700-3350 Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki l - tegund d í rými 0105 í húsinu á lóð nr. 17 við Nóatún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

31.    Rauðagerði 6-8     (01.820.201) 108289    Mál nr. BN055084
181271-3029 Linda Rut Benediktsdóttir, Rauðagerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og gera nýja íbúð í kallara rými 0002 í húsi nr. 6 á lóð nr. 6 - 8 við Rauðagerði.
Samþykki meðeiganda er á teikningum og á bréfi sem dags. er 10. ágúst. 2018.
Jákvæð fyrirspurn frá skipulagi dags. 26 maí 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

32.    Rekagrandi 2-10     (01.512.201) 105768    Mál nr. BN055036
220579-2129 Þröstur Freyr Gylfason, Rekagrandi 10, 107 Reykjavík
011070-4509 Una Björk Ómarsdóttir, Rekagrandi 10, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir 0203 og 0204 í eina með því að gera gat í burðarvegg milli eldhúss í 0203 og forstofu í 0204 í fjölbýlishúsi nr. 10 á lóð nr. 2-10 við Rekagranda.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. júní 2018, samþykki meðeigenda ódagsett með vísan í samþykki löglega boðaðs húsfundar dags. 14. ágúst 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar einnig ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.    Skriðustekkur 17-23     (04.616.202) 111837    Mál nr. BN055031
021282-3249 Einar Ólafur Einarsson, Skriðustekkur 21, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðurhlið og á vesturgafli einbýlishúss nr. 21 á lóð nr. 17-23 við Skriðustekk.
Stækkun:  52,3 ferm., 197,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34.    Skútuvogur 11     (01.427.001) 105177    Mál nr. BN055000
590169-3159 Eignarhaldsfélag Halldór J ehf., Skútuvogi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og brunavörnum á annarri hæð í bakhluta húss á lóð nr. 11 við Skútuvog.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35.    Skútuvogur 7     (01.424.001) 105173    Mál nr. BN055050
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
450199-3469 Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja milliveg sem áður hólfaði af hluta vörugeymslu húsi nr. 7 og áður gerðar innri breytingar á húsunum á lóð nr.7 og 9 við Skútuvogi.
Stækkun á húsi er: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

36.    Smiðjustígur 10     (01.151.510) 101015    Mál nr. BN051511
600902-3180 Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt steinsteypt hús með þremur íbúðum og tveimur vinnustofum á lóð nr. 10 við Smiðjustíg.
Stærðir eldri byggingar (273,6) ferm., (766,0) rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2016.
Stærðir nýbyggingar: A-rými 238,1 ferm., 872,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN055025
620405-0270 Ránarslóð ehf, Vesturbraut 3, 780 Höfn
Sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

38.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN054784
541016-0900 Vietnamese cuisine ehf., Laugavegi 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II tegund veitingahús  fyrir 80 gesti í rými 0102 og 0202, komið er fyrir forðageymslu fyrir F- gas á norðurgafl, koma fyrir útiveitingum út á gangstétt, breyta opnun á inngangshurð þannig að hún opnast út á gangstétt og komið er fyrir útloftun frá eldhús í gegnum ósontæki með UV lapa til eiðungar lyktar á vesturhlið hús á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2018 fylgir. Húsaleigusamningur dags. 27. apríl 2018 fylgir. Viðauki við húsaleigusamningur dags. 25. apríl 2018 þar sem Capital inn ehf. veitir Vietnamine Cusine ehf. heimilt til að hafa aðgang að starfsmanna og ræstirými út samningstímabilið. Samþykki eigenda dags. 14. maí. 2018, 4. maí. 2018 og 28. maí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Stigahlíð 45-47     (01.712.101) 107208    Mál nr. BN052805
670614-0930 Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.
Fylgigögn með erindi eru:
Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.
Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.
Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.
Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.
Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017 og 11. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

40.    Suðurlandsbraut 14     (01.263.101) 103522    Mál nr. BN054932
521009-1010 Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054413 þannig að komið er fyrir nýjum flóttasvölum, 0308, á hús á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41.    Suðurlandsbraut 8     (01.262.201) 103517    Mál nr. BN055015
590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050622 sem felst í því að björgunarsvæði fyrir körfubíla er tekið út af afstöðumynd við hús á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42.    Víðinesvegur 21         Mál nr. BN055005
510588-1189 SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gas- og jarðgerðarstöð, steinsteypt með límtrésburðarvirki, klætt hálfgagnsæju báruplasti og samanstendur af verksmiðjuhluta sem í er fræðslusetur og tveimur meltutönkum auk gastanks á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Erindi fylgir: Greinargerð með deiliskipulagi dags. 26. janúar 2015, skýrsla um brunahönnun dags. 11. júlí 2018, hljóðvistargreinargerð dags. 12. júlí 2018, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018, ákvörðun um matsskyldu frá skipulagsstofnun dags. 9. mars 2018, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 13. júlí 2018 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2018.
Stærð, mhl. 01: 12.294,7 ferm., 73.987,3 rúmm.
Mhl. 02:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 03:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 04:  110,8 ferm., 1.134,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Víðinesvegur 21         Mál nr. BN055060
510588-1189 SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um takmarkað leyfi til jarðvinnu og aðstöðusköpunar vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu, sjá erindi BN055005, á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Þórsgata 20     (01.186.304) 102260    Mál nr. BN055085
271161-4099 Víðir Árnason, Baldursgata 22, 101 Reykjavík
Sótt erum leyfi fyrir áður gerðum breytinum þar sem sett er niðurgrafin verönd framan við vinnustofu rýmis 0102 á ?? hlið og verða stoðveggir steyptir upp að gangstéttarhæð og komið fyrir 90 cm háu stálhandriði og gluggar verða síkkaðir og hurð sett í miðju glugga á húsi á lóð nr. 20 við Þórsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

45.    Þverholt 15     (01.244.301) 215990    Mál nr. BN055078
561184-0709 Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049057 fyrir mhl. 01, 02 og 06 sem felst í breytingum á innréttingum á 5. hæð í húsum á lóð nr. 15 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46.    Ægisgata 26     (01.137.207) 100660    Mál nr. BN055004
470815-0940 Coquillon Fasteignir ehf., Bakkaseli 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúðarhúsi í gististað í flokki II, tegund B og notkunarflokk 4 auk þess að byggja svalir á austurhlið byggingarinnar á lóð nr. 26 við Ægisgötu.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN052454 dags. 16.04.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

47.    Öldugata 12     (01.136.316) 100574    Mál nr. BN054613
190156-5679 Jón Gunnlaugur Jónasson, Öldugata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar með þaksvölum við hús á lóð nr. 12 við Öldugötu.
Bréf með rökstuðningi um endurupptöku frá eigendum dags. 23. apríl 2018, afrit af tölvupósti SHS dags. 2. mars 2018, útlitsteikningar með undirritun eigenda nr. 10, 13 og 14 ódagsett fylgir með umsókn.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18.06.2018.
Stækkun viðbygging:  27,0 ferm., 73,3 rúmm.
Stækkun bílskúr:  39,4 ferm., 118,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

48.    Flugvöllur     (01.68-.-99) 106930    Mál nr. BN055107
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

49.    Flugvöllur     (01.66-.-99) 106748    Mál nr. BN055106
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

50.    Nauthólsvegur 83     (01.755.201) 214254    Mál nr. BN055109
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

51.    Nauthólsvegur 85     (01.755.202) 214255    Mál nr. BN055110
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

52.    Nauthólsvegur 87     (01.755.203) 214256    Mál nr. BN055111
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

53.    Spilda í eigu ríkisjóðs         Mál nr. BN055108
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa á makaskiptum á eignalöndum milli Reykjavíkurborgar og Ríkissjóðs Íslands, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dagsetta 30.07.2018.
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) er 507987 m².
Bætt 11125 m² við landið frá landi Reykjavíkurborgar (L106930).
Land Ríkissjóðs (L106748, staðgr. 1.699.996) verður 519112 m².
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) er 338123 m².
Teknir 11125 m² af landinu og bætt við land Ríkissjóðs (L106748).
Leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota.
Land Reykjavíkurborgar (L106930, staðgr. 1.689.999) verður 326999 m².
Spilda í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) er 1612 m².
Bætt 1612 m² við óútvísað land Reykjavíkurborgar (221448).
Spildan í eigu ríkissjóðs (staðgr. 1.755.999) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) í eigu Ríkissjóðs er 426 m².
Bætt 426 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 83 (L214254, staðgr. 1.755.201) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) í eigu Ríkissjóðs er 7718 m².
Bætt 7718 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 85 (L214255, staðgr. 1.755.202) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Hluti af lóðinni Nauthólsvegi 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) í eigu Ríkissjóðs er 1370 m².
Bætt 1370 m² frá hlut ríkissjóðs í lóðinni við hlut Reykjavíkurborgar í lóðinni.
Hlutur ríkissjóðs í lóðinni Nauthólsvegur 87 (L214256, staðgr. 1.755.203) verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45.

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigríður Maack    Jón Hafberg Björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Gunnar Logi Gunnarsson
Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 2 =