Fundur nr. 43

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn 21. desember, var haldinn 43. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umfjöllun um aðgengisfulltrúa út frá framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

2.    Fram fer umræða um aðgengi að djúpgámum, grenndargámum og endurvinnslustöðvum Sorpu.
Ferlinefnd óskar eftir upplýsingum um hvernig staðið er aðgengismálum við uppsetningu djúpgáma í Reykjavík þar á meðal við Kirkjusand. Ferlinefnd óskar eftir að í útfærslu á djúpgámum sem fyrirhugaðir eru víðsvegar í borginni verði hugað að aðgengi og því rými sem fólk hefur til að athafna sig við lúgurnar.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar Guðmundi Tryggva Ólafssyni frá Sorpu og Eygerði Margrétardóttur frá umhverfis- og skipulagssviði, fyrir greinargóða kynningu á síðsta fundi nefndarinnar á grenndargámum og endurvinnslustöðvum Sorpu. Ferlinefnd leggur áherslu á að að hugað verði í hönnun og útfærslu að aðgengi allra að djúpgámum, grenndargámum og að endurvinnslustöðvum. Að auki leggur ferlinefnd áherslu á að uppröðun á djúpgámum, endurvinnslustöðvum og grenndargámum verði stöðluð og alls staðar eins út frá aðgengi fyrir blinda og sjónkerta og aðra til þess að auðvelda aðgengi fyrir alla. 

3.    Fram fer umræða um aðgengismál við deiliskipulagsgerð.
Ferlinefnd óskar eftir upplýsingum um hvernig staðið er að aðgengismálum við deiliskipulagsgerð.
a
4.    Fram fer umræða um aðgengisúttekt Sjálfsbjargar – landssambands hreyfihamlaðra, á sundlaugum borgarinnar.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd fagnar átaksverkefni sem Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaða, stóð fyrir í sumar um aðgengi að sundlaugum víðsvegar um landið. Á þriðja tug sundlauga voru teknar út þar af þrjár í Reykjavík en það voru Breiðholtslaug, Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug. Sú síðastnefnda er að mati Sjálfsbjargar sennilega best útbúna sundlaug landsins hvað gott aðgengi allra varðar. Ferlinefnd hefur lagt sérstaka áherslu á bætt aðgengi að sundlaugum borgarinnar síðustu misseri og verður lokahnykkur þeirra framkvæmda á næsta ári. Um er að ræða smærri jafnt sem stærri aðgerðir og því hefur nú þegar verið bætt úr hluta þeirra athugasemda sem úttekt Sjálfsbjargar leiddi í ljós enda var það hluti af áætlun ferlinefndar um bætt aðgengi að sundlaugum borgarinnar.

5.    Fram fer umfjöllun um vinnu við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 12.45

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon    Lilja Sveinsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir    Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

14 + 6 =