Fundur nr. 415 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 415

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 26. janúar var haldinn 415. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Örn Þórðarson. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson varaáheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. janúar 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda K16 ehf. í útboði nr. 14112 Háaleitisskóli Álftamýri 79. Endurbætur utanhúss. R17120008.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. janúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Hreinsitækni ehf. sem fékk hæstu heildareinkunn í mati í EES útboði nr. 14113 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2018-2021 - Útboð I. R17120038.
Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. janúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Hreinsitækni ehf. sem fékk hæstu heildareinkunn í mati í EES útboði nr. 14114 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2018-2021 - Útboð II. R17120039.
Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. janúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Hreinsitækni ehf. sem fékk hæstu heildareinkunn í mati  í EES útboði nr. 14115 Hreinsun gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2018-2021 - Útboð III. R17120040.
Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2017 sem frestað var á fundi 13. október 2017. R17010075
Vísað er í bókun innkauparáðs á fundi 18.ágúst 2017 varðandi beiðni um álit embættis borgarlögmanns vegna Nauthólsvegar 100. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

6.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2017. R17010075.
Vísað er í bókun innkauparáðs á fundi 18. ágúst 2017 varðandi beiðni um álit embættis borgarlögmanns vegna Nauthólsvegar 100. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

7.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í desember 2017. R17010075.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 11.56

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]     Örn Þórðarson [sign]
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

16 + 4 =