Fundur nr. 4 | Reykjavíkurborg

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, föstudaginn 17. ágúst kl. 9:05, var haldinn 3. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Levi Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Helena Stefánsdóttir.
Fundaritari er Harri Ormarsson 

(A)    Skipulagsmál

1.    Bókun fulltrúa Miðflokksins um réttindi áheyrnarfulltrúa         Mál nr. US180211

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Miðflokksins Baldurs Borgþórssonar: „Af gefnu tilefni vill áheyrnarfulltrúi  Miðflokksins árétta um réttindi áheyrnarfulltrúa hvað varðar málfrelsi og tillögurétt.”

2.    Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins vegna fundar í samgöngu- og skipulagsráði         Mál nr. US180212

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Arnars Þórðarsonar og Valgerðar Sigurðardóttur, fulltrúa Miðflokksins Baldurs Borgþórssonar og Fulltrúa Flokks fólksins Ásgerðar Jónu Flosadóttur: „Lagt fram lögfræðiálit BBA Legal dags 16. ágúst 2018. Það er ljóst af þessu óháða lögfræðiáliti að fundur skipulags- og samgönguráðs var ekki boðaður með réttum hætti og gat þar af leiðandi ekki tekið bindandi ákvarðanir. Það er mikilvægt að stjórnvaldsákvarðanir séu löglega teknar. Minnihluti mun senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.“ Einnig er lagður fram rökstuðningur skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. ágúst 2018.

3.    Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins vegna fundar í samgöngu- og skipulagsráði         Mál nr. SN180213

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Arnars Þórðarsonar og Valgerðar Sigurðardóttur, fulltrúa Miðflokksins Baldurs Borgþórssonar og Fulltrúa Flokks fólksins Ásgerðar Jónu Flosadóttur: „Vegna ummæla borgarfulltrúa Kristínar Soffíu Jónsdóttur: Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“


4.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. US010070

Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa 6. 13. 20. og 27. júlí og 10. ágúst 2018.


5.    Bankastræti 12, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.171.2)    Mál nr. SN170713
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
711003-2070 Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. mótt. 28. september 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bankastræti. Í breytingunni felst að koma fyrir geymslu, sorpgerði og svölum á nýbyggingu á baklóð, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 30. október 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2017 til og með 19. desember 2017. Engar athugasemdir bárust en tölvupóstur barst frá Guðmundi Hjaltasyni dags. 11. desember 2017 og húsfélaginu Ingólfsstræti 4, dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er eftir frekari gögnum til upplýsinga. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt að nýju frá 5. apríl 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Benóný Ægisson ásamt fylgiskjölum dags. 7. maí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2018. 
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. júlí 2018.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
            
    
6.    Gamla höfnin - Vesturbugt svæði 06, breyting á deiliskipulagi     (01.0)    Mál nr. SN180560

Lögð fram umsókn Yrki arkit. ehf. dags. 7. ágúst 2018 vegna breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði 06 við Vesturbugt. Farið er fram á minniháttar breytingu sem er vegna færslu lóðarmarka og breikkun byggingarreita og svæðis innan lóðarmarka suðaustanmegin við byggingarreit samkv. meðfylgjandi uppdr. dags. 6. ágúst 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Eyþór Laxdal Arnalds víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


7.    Túngata 15, Landakotsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.16)    Mál nr. SN180302
680169-4629 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14-16, 101 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 24. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðarinnar nr. 15 við Túngötu, Landakotsskóli. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreits, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 31. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2018 til og með 9. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björg Bergljót Pálmadóttir, Jóhannes Benediktsson, Þorbjörg Skjaldberg, Málfríður Skjaldberg, Halla Helga Skjaldberg og Sigurlaugur Þorkelsson eigendur íbúða að Hávallagötu 22 dags. 7. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018. 
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018.

8.    Rafstöðvarvegur 37, breyting á deiliskipulagi     (04.26)    Mál nr. SN180562
501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 8. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 37 við Rafstöðvarveg. Í breytingunni felst að útbúa lóð í kringum áætlað borholuhús á bílaplani bækistöðvar garðyrkju við Rafstöðvarveg 37. Gert er ráð fyrir að ný lóð fyrir borholuhús sé Rafstöðvarvegur 37A, samkvæmt uppdrætti Landslags dags. 7. ágúst 2018.
Tillagan samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Arons Levi Beck og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerðar Sigurðardóttur. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Svo virðist sem tillögunni hafi ekki verið fylgt eftir. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013“.“

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Aron Levi Beck og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: „Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar vekja athygli á því að þarna hefur verið borhola í mörg ár sem ekki hefur verið nýtt. Veitur telja brýnt að koma henni í gagnið og koma vatninu úr henni inn í dreifikerfi borgarinnar fyrir veturinn. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að skilgreina lóð í kringum áætlað borholuhús á bílaplani við Rafstöðvarveg.“

(B) Byggingarmál

9.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru :
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 981 frá 10. júlí 2018, 
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 982 frá 17. júlí 2018, 
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 983 frá 24. júlí 2018,
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 984 frá 14. ágúst 2018.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

10.    Tryggvagata og Miðbakki, stöðubann         Mál nr. US180181

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngur  dags. 4. júlí 2018 þar sem lagt er til að sett verði bann við því að leggja í Tryggvagötu/Geirsgötu í um 30 m inn eftir götunni og bann við að leggja  á Miðbakka frá Suðurbugt að Geirsgötu. 
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

11.    Aðalstræti, bann við því að leggja í Aðalstræti, stöðubann         Mál nr. US180182
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur  dags. 4. júlí 2018 þar sem lagt er til  bann við því að leggja í Aðalstræti frá Vallarstræti í um 25 m inn eftir götunni.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: „Mikilvægt er að tryggja aðkomu bifreiða vegna vöruafgreiðslu í miðborginni ásamt því að það sé tryggt að nægilegt magn af bílastæðum sé í miðborginni.“

12.    Traðarland, stöðubann         Mál nr. US180188
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. ágúst 2018 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við báða kanta Traðarlands. 
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

13.    Bílastæðastefna, erindisbréf         Mál nr. US180201
Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs varðandi stýrihóp um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum.
Samþykkt að skipa Valgerði Sigurðardóttur í stýrihópinn.

(D) Ýmis mál

14.    Njálsgata 36, málskot     (01.190.2)    Mál nr. SN180461
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lagt fram málskot ALARK arkitekta ehf. dags. 8. júní 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 varðandi nýtingu byggingarréttar á lóð nr. 36 við Njálsgötu. Einnig er lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 staðfest. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
15.    Skipholt 11-13, málskot     (01.242.3)    Mál nr. SN180518
660399-3059 Íslensk fjárfesting ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Björns Þórs Karlssonar dags. 3. júlí 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 11-13 við Skipholt sem felst í að heimila rekstur gististaðar í flokki II á 2. og 3. hæð hússins. Til vara var óskað eftir að heimila gististað í flokki II á 3. hæð hússins. 
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 staðfest. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Örn Þórðarson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16.    Laugarnestangi 60, málskot     (01.314.5)    Mál nr. SN180523
180149-2609 Guðrún Eyjólfsdóttir, Laugarnestangi 60, 105 Reykjavík

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júlí 2018 var lagt fram málskot Hlyns Jónssonar lögmanns f.h. Guðrúnar Eyjólfsdóttur dags. 9. júlí 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi Laugarness vegna lóðarinnar nr. 60 við Laugarnestanga sem felst í að heimila gististað í flokki II í húsinu. 
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 staðfest. 


Fundi slitið kl. 10:00
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 

Hjálmar Sveinsson     Gunnlaugur Br. Björnsson 
Aron Leví Beck     Eyþór Laxdal Arnalds
Örn Þórðarson     Valgerður Sigurðardóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 10. júlí kl. 10:07 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 981. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Gunnar Logi Gunnarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arnarhlíð 8     (01.629.702) 220840    Mál nr. BN054709
541201-4830 Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 157 íbúðum og atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar ásamt tveggja hæða bílgeymslu á lóð nr. 8 við Arnarhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2018.
Stærðir:
A-rými 31.088,1 ferm., 100.702,7 rúmm.
B-rými 1.403,4 ferm., 4.069,9 rúmm.
Bréf arkitekts dags. 05.06.2018 og ódags. fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

2.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN054892
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, m.a. fækka íbúðum í T1, T2 og T3 úr 36 í 30, breyta inngöngum í verslanir, gluggum, útfærslu á spori hafnargarðs, geymslum, stigahúsum á þökum bygginga, tæknirýmum og geymslum í kjallara og handriðum, bætt við lagnastokk í L1 og ýmsum brunakröfum breytt á reit 1, 2 og 11 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir yfirlit og greinargerð um breytingar dags. 12. júní 2018.
Stærðir:  
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

3.    Áland 1     (01.847.101) 108719    Mál nr. BN054942
110873-3799 Magnús Einarsson, Áland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu við einbýlishús  úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Stærðir: 59,3 ferm., 183,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

4.    Ármúli 34     (01.293.203) 103810    Mál nr. BN054834
540513-1550 Hegri fjárfestingar ehf., Hegranesi 26, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja brunastiga á austurgafl og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 36 gesti á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 34 við Ármúla.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2018, samþykki meðeiganda dags. 7. júní 2018 og brunahönnun dags. 5. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

5.    Ásvegur 11     (01.353.121) 104239    Mál nr. BN054831
291278-5909 Auður Jóna Erlingsdóttir, Ásvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná, innrétta íbúð í kjallara, byggja svalir og utanáliggjandi stigahús, skipta húsi í tvær eignir og innrétta geymslur í bílskúr húss á lóð nr. 11 við Ásveg.
Stækkun:  xx ferm.
Stærð eftir stækkun:  216,5 ferm., 448,7 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

6.    Bleikjukvísl 11     (04.235.404) 110909    Mál nr. BN054800
310759-5709 Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja léttbyggða pergólu yfir verönd sem tilheyrir einbýlishúsi þannig að B rými myndast á lóð nr. 11 við Bleikjukvísl.
Stækkun B rýmis: XX ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

7.    Brúnastaðir 31     (02.425.302) 178532    Mál nr. BN054947
141067-3389 Ari Jóhannes Hauksson, Brúnastaðir 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými í mhl. 03 og fjarlægja glugga á baðherbergi í raðhúsi nr. 31 á lóð nr. 27-31 við Brúnastaðir. 
Stækkun mhl. 03 er :  XX ferm., XX rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

8.    Bæjarháls 1     (04.309.601) 190769    Mál nr. BN054896
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir lektum ofan á þak mhl. 08 sem er byggt upp með yleiningum og klæða það með bárustáli og verða núverandi rennur og niðurföll óbreytt á húsinu á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Greinargerð burðarvirkjahönnuðar dags. 11. apríl 2018 og umsögn um ástand hús dags. 19. jan. 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
9.    Drápuhlíð 36     (01.713.006) 107217    Mál nr. BN052838
190649-3939 Helga Benediktsdóttir, Drápuhlíð 36, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr við austurhlið lóðar að lóðarmörkum nr. 38  á lóð fjölbýlishúss nr. 36 við Drápuhlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 9. maí 2017, Eignaskiptayfirlýsing dags. 20 nóv. 2011 og  bréf hönnuðar dags. 31. maí með samþykki sumra dags. 26. maí 2017 fylgir.
Útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Einnig bréf frá Local lögmönnum dags. 14. desember 2017 og svarbréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. apríl 2018.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 34,35,36,37,38 og Blönduhlið 25 og 27 frá 30. júní 2017 til og með 28. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. f.h. Ásgerðar Vigfúsdóttur, dags. 17. júlí 2017 og Steinar Jens Friðgeirsson, dags. 28. júlí 2017.
Stærð bílskúr:  26,3 ferm., 80,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Esjumelur 5-5A     (34.535.401) 186204    Mál nr. BN054937
441096-2329 Bergá-Sandblástur ehf., Helgalandi 2, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum úr fimm í sex í mhl. 02 og gerð er grein fyrir áður gerðri viðbyggingu sem var samþykkt með erindi BN035496 en byggingaleyfið var aldrei gefið út. Viðbyggingin verður hluti af mhl. 02 á lóð nr. 5-5A við Esjumel.
Stækkun áður gerðar viðbyggingar er: XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

11.    Fellsmúli 24     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054959
600302-2560 Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta byggingalýsingu sem felst í því að tilvísun í dagsetningu brunaskýrslu brunahönnuðar er leiðrétt fyrir hús á lóð nr. 24 við Fellsmúla.
Umsögn brunahönnuðar dags. 11. júlí 2018 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 11.06.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.    Fiskislóð 37B     (01.086.501) 224291    Mál nr. BN054868
481188-1219 Brimrún ehf., Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052515 þannig að bílastæðum er fjölgað, reiðhjólastæði flutt og rafhleðslustöðvum komið fyrir á lóð nr. 37B við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

13.    Fiskislóð 49-51     (01.087.602) 100012    Mál nr. BN054840
450916-0990 Kaðall ehf., Hellulandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052100 þannig að anddyri er stækkað á húsinu nr. 51 á lóð nr. 49- 51 við Fiskislóð.
Stækkun á anddyri er: XX ferm. XX rúm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

14.    Frakkastígur 14A     (01.182.123) 101838    Mál nr. BN054938
550703-2890 Svarti ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II tegund g fyrir 14 gesti ásamt leyfi til að setja flóttasvalir og björgunarop á norðurhlið húss á lóð nr. 14A við Frakkastíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15.    Freyjubrunnur 3-5     (02.695.702) 205726    Mál nr. BN054788
291081-5099 Dagrún Fanný Liljarsdóttir, Freyjubrunnur 3, 113 Reykjavík
160678-5429 Fannar Freyr Bjarnason, Áshamar 75, 900 Vestmannaeyjar
010155-6069 Hulda Guðmunda Kjærnested, Brimhólabraut 36, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að innrétta lagnakjallara sem íverurými, gera nýjar hurðir og glugga, svalir á fyrstu hæð og útitröppur beggja vegna og aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir við hús á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun vegna breytinga:  
Hús nr. 3 mhl. 01:  99,4 ferm., 286,5 rúmm.
Hús nr. 5 mhl. 02:  79,5 ferm., 214,6 rúmm.
Samals stækkun: 178,9 ferm., 501,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

16.    Fylkisvegur 9     (04.364.701) 111278    Mál nr. BN054740
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp kaldan pott á útisvæði og sameina tvö rými við innilaug til að útbúa skiptiklefa með aðstöðu fyrir fólk með fötlun, á lóð nr. 9 við Fylkisveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

17.    Gissurargata 6     (05.113.806) 214855    Mál nr. BN054883
030567-4129 Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir, Starengi 12, 112 Reykjavík
191170-3509 Páll Hrannar Hermannsson, Starengi 12, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús, neðri hæð verður steinsteypt með varmamótum, efri hæð úr timbri og klætt að utan með láréttri sementsfiber klæðningu, á lóð nr. 6 við Gissurargötu.
Orkurammi á teikningu nr. 101.
Stærð hús er:  331,9 ferm., 1.160,9 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

18.    Grettisgata 71     (01.174.322) 101657    Mál nr. BN054940
181155-3889 Gunnlaugur Ingvarsson, Grettisgata 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið og koma fyrir hurð út á þær frá íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 71 við Grettisgötu. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

19.    Hagatorg 1     (01.55-.-97) 106504    Mál nr. BN054961
650893-2989 Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052807 sem felst í minni háttar breytingum á innra skipulagi á 1. hæð, rými 0101, í húsi á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

20.    Hallgerðargata 7     (01.349.301) 225427    Mál nr. BN054424
551214-0600 105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur
630269-6369 Strætisvagnar Reykjavíkur, Borgartúni 41, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.
(Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð dags. í mars 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018.
Einnig samkomulag um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara dags. í júní 2017 og 2. maí 2018 og samþykktir Rekstrafélags bílakjallara Kirkjusands, drög að forhönnun og gæðakröfum frá EFLU dags. 27. júní 2017.
Stærðir:
A-rými:  11.445,6 ferm., 43.437,8 rúmm.
B-rými 671,0 ferm., 1.976,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um opnun bygginga milli lóða og um fyrirkomulag bílastæða fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.    Hallgerðargata 19     (01.349.502) 225434    Mál nr. BN054701
551214-0600 105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum
á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu.
Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Stærð, A-rými:  9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm.
B-rými:  222,7 ferm., 668,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

22.    Heiðargerði 70     (01.802.203) 107668    Mál nr. BN054852
101254-3219 Halldór Hauksson, Heiðargerði 70, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála á steinsteyptum sökkli og til að lyfta þaki á hluta húss og byggja nýjan kvist á norðvesturhlið og annan kvist á suðvesturhlið í húsi á lóð nr. 70 við Heiðargerði.
Stækkun: 38,0 ferm., 103,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

23.    Hólmgarður 34     (01.818.307) 108218    Mál nr. BN054900
620188-1589 Jakobssynir ehf., Glaðheimum 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð og ris ofaná núverandi jarðhæð sem helst óbreytt en á efri hæðum verða 10 íbúðir, geymslur í bakgarði í húsi á lóð nr. 34 við Hólmgarð.
Stækkun: 879,2 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24.    Hraunbær 102A     (04.343.301) 111081    Mál nr. BN054944
561299-4129 Columbus Classis ehf., Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík
411014-0370 Rakang Thai ehf., Bjallavaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054092 vegna lokaúttektar á veitingarstað í húsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Skýrsla eiganda og byggingastjóra dags. 22. júní 2018 og umsögn brunahönnuðar dags. 12. apríl. 2018 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

25.    Hrísateigur 23     (01.346.108) 104077    Mál nr. BN054355
540917-0270 Synaptik ehf., Skipasundi 14, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 23 við Hrísateig.
Erindi fylgir brunavirðing dags. 12. maí 1944.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

26.    Höfðabakki 9     (04.075.001) 110681    Mál nr. BN054902
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í norð- austurhluta E- byggingar mhl. 04 og 05 í kjallara þar sem verður innréttað verkstæði og stafsmannaaðstaða og á 1. hæð þar sem fyrirkomulagi núverandi skrifstofu er breytt og koma fyrir hurðum á vestur- og á suðurhlið hússins á lóð nr. 9 við Höfðabakka. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Hörpugata 12     (01.635.705) 106696    Mál nr. BN054446
191265-4409 Sesselja Bjarnadóttir, Hörpugata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu á lóð, endurbyggja garðstofu og setja þar þaksvalir og hækka bíslag við anddyri í húsi á lóð nr. 12 við Hörpugötu.
Stækkun:  17,9 ferm., 99,9 rúmm.
Umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 06.04.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Þorragötu 1 og 1A, Hörpugötu 7, 9,10,11,13 og 14 frá 18. maí 2018 til og með 15. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.    

28.    Lambhagavegur 11     (02.647.102) 211679    Mál nr. BN054797
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt verslunar- og skrifstofuhús með bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 11 við Lambhagaveg.
Varmatapsútreikningar dags. 29. maí 2018 og greinargerð brunahönnuðar dags. 29. maí 2018 fylgja erindi.
Stærð: 5.738,0 ferm., 26.818,2 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

29.    Langholtsvegur 49     (01.357.211) 104437    Mál nr. BN054826
030969-3919 Júlíus Geir Gunnlaugsson, Langholtsvegur 49, 104 Reykjavík
281174-4289 Íris Georgsdóttir, Langholtsvegur 49, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu á einni hæð við hús á lóð nr. 49 við Langholtsveg.
Stærð viðbyggingar er: 212,6 ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

30.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN054792
450906-0420 H.Ú.N. ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
621013-0840 H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053836 þannig að komið er fyrir útloftun út norðurhlið og salerni er breytt í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

31.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN054931
500501-3160 Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á gangstéttareyju á Hlemmi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlands og vísað til athugasemda.

32.    Laugavegur 118     (01.240.103) 102980    Mál nr. BN054717
520418-0240 fjögur ehf., Ljósuvík 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokk ll - tegund a ásamt breytingum á eldhúsi í húsi að Rauðarárstíg 8 á lóð nr. 118 við Laugaveg.
Samþykki eiganda dags. 12.06.2018 fylgir erindi ásamt bréfum umsækjanda dags. 13.06.2018 og 27.06.20118.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.    Lautarvegur 4     (01.794.304) 213569    Mál nr. BN054943
690715-0660 KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta baðherbergi á 1. hæð í húsi nr. 4 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Ljárskógar 16     (04.942.014) 112974    Mál nr. BN054682
100572-5169 Margrét Pálína Cassaro, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
020672-4559 Torfi Magnússon, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lokun á annarri bílskúrshurð, gera inngang og nýtt svalahandrið í húsi á lóð nr. 16 við Ljárskóga.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Nökkvavogur 44     (01.445.004) 105544    Mál nr. BN054924
220946-3639 Oddrún Albertsdóttir, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
201239-2229 Þorbergur Ormsson, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalahurð á fyrstu hæð og gera timbursvalir með tröppum niður í garð á suðurhlið húss á lóð nr. 44 við Nökkvavog.
Samþykki meðeigenda lóðar dags. 28. maí 2018 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

36.    Óðinsgata 9     (01.184.216) 102038    Mál nr. BN054423
510816-0480 Pálsson Apartments ehf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár og gera þar gististað í flokki ll - tegund g íbúðir fyrir alls 24 gesti í húsi á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Sjafnargata 3     (01.196.012) 102640    Mál nr. BN054400
130966-5279 Sigurbjörn Þorkelsson, Sjafnargata 3, 101 Reykjavík
190569-5519 Aðalheiður Magnúsdóttir, Sjafnargata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 19. mars 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. mars 2018 fylgja erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Sjafnargötu 1,2,4,5,6 og Freyjugötu 28,30 og 32 frá 4. júní 2018 til 2. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Einnig er lagt fram samþykki Óskars Jónssonar dags. 7. júní 2018.
Stærð viðbyggingar: 54,5 ferm., 179,7 rúmm.
Gjald kr. 9.823 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

38.    Skipasund 1     (01.356.005) 104370    Mál nr. BN054515
011160-2049 Ólafía Guðrún Einarsdóttir, Skipasund 1, 104 Reykjavík
120460-4989 Guðjón Valdimarsson, Skipasund 1, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á vesturhlið og til að klæða að utan með báruáli fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.
Einnig samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt.
Stækkun:  11,4 ferm., 29,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Uppdrættir nr. A001, A002 dags. 4. júlí 2018.

39.    Skipasund 13     (01.356.305) 104381    Mál nr. BN054783
110780-3039 Helga Jónsdóttir, Skipasund 13, 104 Reykjavík
181280-5499 Þórir Hall Stefánsson, Skipasund 13, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð og setja svalir og tröppur út í garð á austurhlið 1. hæðar í húsi á lóð nr. 13 við Skipasund. 
Umsögn skipulags fylgir erindinu dags. 13. apríl 2018 fylgir. Samþykki frá meðlóðarhafa fylgir vegna svala og trappa.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Uppdrættir nr. SK-13-100 dags. 22. maí 2018.

40.    Skipasund 43     (01.358.205) 104482    Mál nr. BN054741
180270-3889 Halla Frímannsdóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík
170884-4859 Hildur Ben Unnardóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík
080849-3709 Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóð nr. 43 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi.
Bréf hönnuðar dags. 20 júní 2018, samþykki meðeiganda dags. 14. júní 2018 og samþykki frá Skipasund 41 og 45 ódags. fylgir erindi.
Stærð: 40.5 ferm., 117,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

41.    Skipasund 56     (01.357.312) 104459    Mál nr. BN054962
090450-7199 Gunnar Steinþórsson, Skipasund 56, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í gerð millilofts og þakglugga auk breytinga á innra skipulagi íbúðar á 2. hæð í húsi á lóð nr. 56 við Skipasund.
Stækkun x ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

42.    Skólavörðustígur 25     (01.182.242) 101894    Mál nr. BN054598
510311-1590 SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051427 sem felst í því að hætt er við að framlengja aðalstiga upp á rishæð og innrétta í staðinn skrifstofur í rýmum 0101, 0201 og 0301 í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Skútuvogur 13     (01.427.401) 105178    Mál nr. BN054606
300947-4419 Steindór Pétursson, Hraungata 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í millibyggingu húss á lóð nr. 13 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 30.04.218.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Snorrabraut 83     (01.247.505) 103386    Mál nr. BN054964
610813-0110 HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051959 frá 8. des. 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45.    Stórhöfði 17     (04.081.801) 110689    Mál nr. BN054941
710317-0540 SH 17 ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053969 þannig að  fjölgað er eignarhlutum úr 11 í 13 vegna gerðar nýrrar eignaskiptayfirlýsingar fyrir hús á lóð nr. 17 við Stórhöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

46.    Stórhöfði 29-31     (04.084.801) 179559    Mál nr. BN054963
521102-2840 Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054542 þannig að breytt er innra skipulagi og þakgluggar leiðréttir á teikningu fyrir húsið á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47.    Suðurgata 12     (01.161.107) 101202    Mál nr. BN052401
700916-0730 S120 ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, mhl.02, í breyttri mynd ásamt því að breyta notkun húsnæðis úr læknastöð í skrifstofur í húsi á lóð nr. 12 við Suðurgötu.
Nýbygging mhl. 02: 78,0 ferm., 206,7 rúmm.
Minnisblað Eflu um brunahönnun dags. 19.02.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Umsögn Minjastofnunar dags. 10.07.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

48.    Suðurlandsbraut 58-64     (01.471.401) 198021    Mál nr. BN054955
551206-0250 Grund - Mörkin ehf., Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042576 vegna lokaúttektar og er breytingin þannig að sýnd er eldhúsinnrétting í rými 0106  í hús á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49.    Suðurlandsbraut 68-70     215795    Mál nr. BN054950
681013-0910 Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051314 vegna lokaúttektar sem felst í að skráningu er breytt úr notkunarflokki 5 í notkunarflokk 3 í fjölbýlishúsi fyrir aldraða á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50.    Tjarnargata 35     (01.142.302) 100937    Mál nr. BN054965
140370-3639 Þuríður Reynisdóttir, Bretland, 630207-1420 Sýr ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta notkun úr skrifstofum í íbúð ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 35 við Tjarnargötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. júlí 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

51.    Úlfarsbraut 96     (02.698.605) 205748    Mál nr. BN054951
020446-3319 Rögnvaldur Reinharð Andrésson, Úlfarsbraut 96, 113 Reykjavík
200656-2379 Guðrún Ingvarsdóttir, Úlfarsbraut 96, 113 Reykjavík
040240-7569 Ingvar Björnsson, Úlfarsbraut 96, 113 Reykjavík
100161-2499 Steinþór Hreinsson, Úlfarsbraut 96, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja gustlokun með 85% opnun með einföldum glerskífum úr hertu öryggisgleri á suðursvalir íbúða 0101, 0201, 0302 og að hluta á austursvalir íbúðar 0301 á húsi á lóð nr. 96 við Úlfarsbraut.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu dags. 26. júní 2018.
Stærðir B-rými : 107,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

52.    Grundarhús 15-21     (02.842.302) 109716    Mál nr. BN054972
060261-2299 Guðni Már Kárason, Grundarhús 21, 112 Reykjavík
240978-4079 Siguróli Sigurðsson, Grundarhús 19, 112 Reykjavík
100863-4729 Óskar Alvarsson, Grundarhús 17, 112 Reykjavík
210864-5209 Guðmundur Helgi Finnbjarnarson, Grundarhús 15, 112 Reykjavík
271069-5969 Heiðveig Jóhannsdóttir, Grundarhús 15, 112 Reykjavík
Eigendur raðhúsa á lóðinni Grundarhús 15-21, landeignanúmer 109716 óska eftir leiðréttingu á staðföngum húsanna þannig að hús nr. 15 verði nr. 21, 17 verði 19, 19 verði 17 og 21 verði nr. 15.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53.    Hagatorg 1     (01.55-.-97) 106504    Mál nr. BN054971
650893-2989 Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Þann 12. júní 2018 var erindi BN054796 samþykkt með rangri erindislýsingu sem var eftirfarandi: 
"Sótt er um breytingu á erindi BN052807 sem felst í breytingum á fyrirkomulagi í rými 0102, sett verður vatnsúðakerfi í rýmið og vöruhurð gerð á gafl Hótels Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg."
Leiðrétt erindislýsing er eftirfarandi:
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. hæð í rými 0102 ásamt því að setja vöruhurð á gafl og vatnsúðakerfi í rýmið í húsi á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Fyrirspurnir

54.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN054802
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa "reyklosunarbrunn" út fyrir lóðamörk í gangstétt framan við fjölbýlishús á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Meðfylgjandi er umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 6. júlí 2018, umsögn skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlands dags. 6. júlí 2018 og tölvupóstur með umsögn frá Veitum dags. 6. júlí 2018.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 6. júlí 2018, umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlands dags. 6. júlí 2018 og tölvupóstur með umsögn í frá Veitum dags. 6. júlí 2018.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:25

Björgvin Rafn Sigurðarson

Óskar Torfi Þorvaldsson    Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson    Gunnar Logi Gunnarsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Olga Hrund Sverrisdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 17. júlí kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 982. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arnarhlíð 8     (01.629.702) 220840    Mál nr. BN054709
541201-4830 Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 157 íbúðum og atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar ásamt tveggja hæða bílgeymslu á lóð nr. 8 við Arnarhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2018.
Stærðir:
A-rými 31.090,0 ferm., 100.702,8 rúmm.
B-rými 1.403,4 ferm., 4.069,9 rúmm.
Bréf arkitekts dags. 05.06.2018 og ódags. fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2.    Austurbrún 6     (01.381.102) 104774    Mál nr. BN054818
510497-2799 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051412 sem felst í því að gluggasetningu er breytt og sorpgerði fært í húsi á lóð nr. 6 við Austurbrún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3.    Áland 1     (01.847.101) 108719    Mál nr. BN054942
110873-3799 Magnús Einarsson, Áland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu við einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Stærðir: 59,3 ferm., 183,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4.    Bergstaðastræti 29     (01.184.413) 102073    Mál nr. BN054925
040474-5019 Guðmundur Aðalsteinsson, Danmörk, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í húsi á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

5.    Blikastaðavegur 2-8     204782    Mál nr. BN054974
581011-0400 Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052943 þannig að brunavarnir og dyr er færðar til í húsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054897
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lyfjaverslun á jarðhæð og færa snyrtingar við stigakjarna ásamt því að uppfæra skráningartöflu sem fórst fyrir að gera við síðustu breytingar þegar 40 m2 færðust á milli rýma 0101 og 0105 í húsi nr. 4 við Katrínartún á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

7.    Brautarholt 8     (01.241.205) 103023    Mál nr. BN054849
070353-2889 Helgi Þorgils Friðjónsson, Kárastígur 9, 565 Hofsós
Sótt er um leyfi til að breyta vinnustofu, rými 0202, í íbúð og koma fyrir svölum og björgunaropum í gluggum á vesturhlið í húsi á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir ásamt bréfi aðalhönnuðar dags. 28.05.2018.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.04.2018 við fyrirspurn SN180207.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Uppdrættir nr. BR-8-100, 202, 302, 402 dags. 11. júlí 2018.

8.    Bæjarháls 1     (04.309.601) 190769    Mál nr. BN054896
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir lektum ofan á þak mhl. 08 sem er byggt upp með yleiningum og klæða með bárustáli og verða núverandi rennur og niðurföll óbreytt á húsi á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Greinargerð burðarvirkjahönnuðar dags. 11. apríl 2018 og umsögn um ástand hús dags. 19. janúar 2018.
Gjald kr. 11.000 +11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.    Dragháls 28-30/F.....     (04.304.301) 111020    Mál nr. BN054979
460607-1320 SG Fjárfestar ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
610291-1639 Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050847 þannig að innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0105 er breytt og eignum fjölgað úr fimm í sjö í húsi á lóð 27-29 við Fossháls/28-30 Dragháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

10.    Eggertsgata 2-34     (01.634.-99) 106682    Mál nr. BN054987
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053096 þannig að eignum er fjölgað úr fjórum í sex eignir, hurð sett í staðinn fyrir glugga snyrtingum er breytt og eldhús endurhannað í leikskóladeild í húsum nr. 30, 32 og 34 á lóð nr. 2-34 við Eggertsgötu.
Bréf hönnuðar sem lýsir breytingum dags. 10. júlí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

11.    Fischersund 3     (01.136.540) 100629    Mál nr. BN054638
610312-1360 Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051312 sem felst í því að byggja nýjar svalir og breyta gluggum ásamt því að gera gististað í flokki lll - tegund b, stærra gistiheimili fyrir ? gesti, í húsi á lóð nr. 3 við Fischersund.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

12.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362
640513-0470 Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík
160572-3969 Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.
Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.

13.    Giljaland 2-32 1-35     (01.853.001) 108769    Mál nr. BN054905
121171-3769 Elsa Matthildur Ágústsdóttir, Giljaland 24, 108 Reykjavík
240972-3289 Magnús Salberg Óskarsson, Giljaland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053581 þannig að núverandi eldhús verður fært inn í rými sem er kallað dagstofa í húsi nr. 24 í raðhúsinu nr. 14 -24 á lóð nr. 2-32,1-35 við Giljaland.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN053886
630216-1680 E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017, hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018 og minnisblað um lagnaleiðir dags. 21. mars 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 44, Grensásvegi 12 og Síðumúla 29 og 31 frá 17. apríl 2018 til og með 15. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Grensásvegur 22     (01.801.215) 107636    Mál nr. BN054479
680501-3350 Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á annarri hæð í gistirými í flokki II tegund C fyrir 10 gesti í húsi á lóð nr. 22 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.
Samþykki eiganda dags. 5. apríl 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal yfirlýsingu fyrir útgáfu byggingarleyfis þess efnis að: "óheimilt sé að starfrækja gististarfsemi á jarðhæðum húsanna, að atvinnurými á jarðhæð skulu hagnýtt fyrir verslun sem er opin almenning og óheimilt er að setja filmur í gluggana".
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16.    Grettisgata 71     (01.174.322) 101657    Mál nr. BN054940
181155-3889 Gunnlaugur Ingvarsson, Grettisgata 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið og koma fyrir hurð út á þær frá íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 71 við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

17.    Hallgerðargata 19     (01.349.502) 225434    Mál nr. BN054701
551214-0600 105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu.
Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Stærð, A-rými:  9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm.
B-rými:  222,7 ferm., 668,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

18.    Haukdælabraut 68     (05.114.803) 214810    Mál nr. BN054703
150477-3799 Hrafnkell Markússon, Marteinslaug 7, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypta neðri hæð og efri hæð úr timbri, klædd trefjasteypu á lóð nr. 68 við Haukdælabraut.
Stærð:  379,1 ferm., 1.231,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

19.    Haukdælabraut 76     (05.114.302) 214814    Mál nr. BN054833
200765-4199 Jón Ingi Lárusson, Ennishvarf 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús á lóð nr. 76 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir bréf hönnuðar um breytta hæðarkóta dags. 5. júní 2018.
Stærð, A-rými:  329,5 ferm., 1.124,8 rúmm.
B-rými:  40,5 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

20.    Hólavallagata 3     (01.161.006) 101187    Mál nr. BN054874
110966-5049 Skúli Gunnar Sigfússon, Ósgerði, 816
240387-2399 Hjálmar Karlsson, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að afmarka sérnotafleti fyrir íbúðir 0001 og 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.
Erindi fylgir samþykki allra eigenda dags. 5. júlí 2018 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

21.    Hrísateigur 6     (01.360.502) 104536    Mál nr. BN054985
270777-4069 Atli Freyr Þórðarson, Maríubakki 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052969 með því að færa glugga á þvottahúsi af norðurhlið á suðurhlið, bæta við gluggafagi í baðherbergi og breyta uppbyggingu stiga í húsi á lóð nr. 6 við Hrísateig.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22.    Jaðarleiti 2     (01.745.501) 224638    Mál nr. BN054680
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051930, um er að ræða breytingar á innra fyrirkomulagi íbúða, breyttri hurðaopnun, gerðar nýjar dyr úr hjólageymslum fjölbýlishúsa 2, 4, 6 og 8 á lóð nr. 2 við Jaðarleiti.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 25. júní varðandi breytingar og skilalýsing íbúða dags. 3. október 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Erindið var samþykkt 22. desember 2016.

23.    Klapparstígur 30     (01.171.108) 101374    Mál nr. BN054904
671106-0750 Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048637 með því að breyta fyrirkomulagi innréttinga í kjallara og á 1. hæð húss á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Köllunarklettsvegur 4     (01.329.702) 180644    Mál nr. BN054646
601115-3440 A&H ehf., Ásbúð 62, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr 10 í 27 eignir þar sem hluti af þeim verður notað sem vinnustofur með millilofti, koma fyrir gluggum og svölum og stækka með því að koma fyrir millilofti yfir hluta af annarri hæð sem verður í eigu vinnustofanna í húsi á lóð nr. 4 við köllunarklettsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí  2018.
Stækkun millilofts : XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.

25.    Köllunarklettsvegur 8     (01.329.302) 199097    Mál nr. BN054973
530292-2079 Origo hf., Borgartúni 37, 105 Reykjavík
490200-2580 Módelhús ehf., Klettagörðum 25, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi skilti í ljósadíóður skilti og verður það staðsett sama stað á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Tæknigögn frá framleiðanda fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

26.    Langholtsvegur 49     (01.357.211) 104437    Mál nr. BN054826
030969-3919 Júlíus Geir Gunnlaugsson, Langholtsvegur 49, 104 Reykjavík
281174-4289 Íris Georgsdóttir, Langholtsvegur 49, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu á einni hæð við hús á lóð nr. 49 við Langholtsveg.
Stærð viðbyggingar er: 66,8 ferm., 207,9 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27.    Laugateigur 12     (01.364.205) 104625    Mál nr. BN054543
590207-0390 Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.
Erindi fylgir skiptayfirlýsing dags. 31. desember 2007.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

28.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN054792
450906-0420 H.Ú.N. ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
621013-0840 H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053836 þannig að komið er fyrir útloftun á norðurhlið og snyrtingu er breytt í rými 0102 í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Samþykki frá meðeigendum dags. 5. júní 2018 og tölvupóstur frá eiganda Lagahvols dags. 9 júlí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29.    Lækjargata 12     (01.141.203) 100897    Mál nr. BN054986
630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054237 þannig að hæðarkóti kjallara er lækkaður um 30cm, bílalyfta breikkar, sorpgeymsla í kjallara stækkar ásamt því að gluggasetningu og innra skipulagi gistiherbergja er breytt í hóteli á lóð nr. 12 við Lækjargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30.    Menntavegur 1     (01.757.201) 214259    Mál nr. BN054983
701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja óeinangrað hjólaskýli og verða veggir klæddir með hertu samlímdu öryggisgleri norðan við Háskólann í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.
Stærð:  60,1 ferm., 194,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31.    Nökkvavogur 44     (01.445.004) 105544    Mál nr. BN054924
220946-3639 Oddrún Albertsdóttir, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
201239-2229 Þorbergur Ormsson, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera grein fyrir áður gerðri svalahurð á fyrstu hæð og að gera timbursvalir með tröppum niður í garð á suðurhlið húss á lóð nr. 44 við Nökkvavog.
Samþykki meðeigenda lóðar dags. 28. maí 2018 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

32.    Skipasund 43     (01.358.205) 104482    Mál nr. BN054741
180270-3889 Halla Frímannsdóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík
170884-4859 Hildur Ben Unnardóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík
080849-3709 Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóð nr. 43 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi.
Bréf hönnuðar dags. 20 júní 2018, samþykki meðeiganda dags. 14. júní 2018 og samþykki frá Skipasund 41 og 45 ódags. fylgir erindi.
Stærð: 40.5 ferm., 117,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.    Skipholt 15     (01.242.211) 103037    Mál nr. BN054966
300176-3999 Hjálmar Gíslason, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignir 0303 og 0304 í húsi nr. 15 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Skólavörðustígur 22B     (01.181.205) 101759    Mál nr. BN054977
091268-5159 Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053033 þannig að komið verður fyrir svölum á suðvesturhlið annarrar hæðar, lækkað gólf í rými 0101, breytt fyrirkomulagi glugga í lager/starfsmannaaðstöðu og komið fyrir hurð á fyrstu hæð á suðvesturhliðar húss á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Sogavegur 77     (01.811.202) 186150    Mál nr. BN054553
540915-2290 S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052837, um er að ræða breytt útlit glugga og svala á fjölbýlishúsi á lóð nr. 77 við Sogaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samráð skal haft við Veitur áður en framkvæmdir við lagnir neðanjarðar hefjast.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

36.    Sólheimar 42     (01.435.203) 105320    Mál nr. BN054975
150656-4439 Kristín Baldursdóttir, Sólheimar 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja tvær hurðir á vesturhlið kjallara, stækka svalir á á 2. hæð og fyrir áður gerðum breytingum sem eru ? á húsi á lóð nr. 42 við Sólheima.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi dags. 21. janúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Stakkahlíð 1     (01.271.101) 103595    Mál nr. BN054751
110457-2789 Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um að breyta salernisaðstöðu á 3. hæð og innrétta nýja snyrtingu fyrir fatlaða með búnaði fyrir aðstoðarfólk í Kennaraháskóla Íslands á lóð nr. 1 við Stakkahlíð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

38.    Sæmundargata 2     (01.603.201) 106638    Mál nr. BN054655
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús og anddyri við kjallara Nýja Garðs á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.

39.    Sæviðarsund 33-35     (01.358.401) 104488    Mál nr. BN054976
021066-3979 Kristján Guðni Sigurðsson, Sæviðarsund 35, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokun á svalir íbúðar 0102 sem með einföldu hertu öryggisgleri sem er á álbraut með 85 % opnun á húsinu nr. 35 á lóð nr. 33-35 við Sæviðarsund.
Samþykki meðeigenda á teikningum dags. 30. júní 2018
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40.    Tunguháls 10     (04.329.201) 179475    Mál nr. BN054316
450704-2960 Húsfélagið Tunguhálsi 10, Fiskislóð 75, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp eign 0101 í eignir 0101 og 0110 og gerð er grein fyrir áður gerðum milliloftum og útlitsbreytingum á norðurhlið 1. hæðar á húsinu á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Sjá áður samþykkt erindi BN044862.
Fyrirspurn BN043973 fylgir erindi.
Stækkun millilofta: 871,8 ferm., 247,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda.

41.    Urðarbrunnur 102-104     (05.054.403) 205804    Mál nr. BN054909
571203-3830 SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Stærð mhl. 01 er 218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Stærð mhl. ? er 218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Samtals stærð er: 436 ferm., 1448,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.

42.    Úlfarsbraut 74     (02.698.503) 205739    Mál nr. BN054926
210486-2919 Baldur Þór Halldórsson, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
110785-2409 Lilja Magnúsdóttir, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 74 við Úlfarsbraut.
Stærðir:
A-rými 202,2 ferm., 701,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.    Úlfarsbraut 98     (02.698.505) 205749    Mál nr. BN054978
281148-3119 Gerður Jensdóttir, Úlfarsbraut 98, 113 Reykjavík
280654-2569 Hrafnhildur I Þórarinsdóttir, Úlfarsbraut 98, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja gustlokun með 85% opnun með einföldum glerskífum úr hertu öryggisgleri á suðursvalir íbúða 0202 og 0302 á húsi á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu dags. 5. júlí 2018.
Stærðir B-rými : 75,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Vatnsmýrarvegur 16     (01.62-.-92) 106645    Mál nr. BN054801
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi  á fjórðu hæð húss á lóð nr. 16 við Vatnsmýrarveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45.    Vesturgata 55     (01.133.220) 100250    Mál nr. BN054445
120783-5729 Atli Davíð Smárason, Kambsvegur 1a, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í rými 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 55 við Vesturgötu.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 31. ágúst 2001 og þinglýstur kaupsamningur dags. 24. mars 1994 ásamt eignaskiptayfirlýsingu dags. 18.01.1994.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

46.    Öldugata 14     (01.136.317) 100575    Mál nr. BN054602
010164-4279 Sigurður Orri Steinþórsson, Smáragata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta einbýlishúsi upp í tvær sjálfstæðar eignir á lóð nr. 14. við Öldugötu.
Stækkun íbúðarhúss:  78,8 ferm., 87,1 rúmm.
Minnkun bílskúrs:  1 ferm., 2,6 rúmm.
Sjá svar JHJ við fyrirspurn dags. í desember 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

Fyrirspurnir

47.    Kristnibraut 99-101     (04.116.201) 190361    Mál nr. BN054958
190283-3729 Guðmundur Björn Heimisson, Kristnibraut 99, 113 Reykjavík
Sótt er um álit byggingarfulltrúa að kjarnabora fyrir viftu á baðherbergi í fjölbýlishúsi á Kristnibraut nr. 99-101.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á athugarsemdarblaði.

48.    Urðarbakki 16-26     (04.604.206) 111742    Mál nr. BN054981
060688-3119 Lísa Thúy Ngo, Urðarbakki 22, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja hurð frá suðurhlið raðhússins nr. 22 út á lóð nr. 16 til 26 við Urðarbakka.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á athugarsemdarblaði.

Fyrirspurnir

49.    Flétturimi 19     (02.583.801) 109520    Mál nr. BN054984
260587-2429 Kristín Ásta Harðardóttir, Flétturimi 19, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja pall á afmörkuðum sérafnotafletti og verður pallurinn eins og sýndur er með skissum og er á lóð nr. 19-27 við Flétturima.
Samkomulag um byggingu sólpalls dags. 27. júní 2018 frá meðlóðarhöfum og skissur fylgja erindinu.
Jákvætt.
Enda liggi fyrir samþykki meðlóðarhafa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:48

Björgvin Rafn Sigurðarson

Sigrún Reynisdóttir    Jón Hafberg Björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Skúli Þorkelsson
Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 24. júlí kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 983. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Gunnar Logi Gunnarsson, Guðbjörg Sigríður Snorradóttir og Olga Hrund Sverrisdóttir
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arkarvogur 2     (01.451.401) 105601    Mál nr. BN054742
710817-0810 ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða fjölbýlishús, fjórar byggingar, staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan, með 162 íbúðum og bílgeymslu fyrir 162 bíla á lóð nr. 2 við Arkarvog.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 21. maí 2018, minnisblað um ofanvatnslausnir o.fl varðandi lóð frá Landslag ódagsett.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018 ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærð, A-rými:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

2.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN054892
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, m.a. fækka íbúðum í T1, T2 og T3 úr 36 í 30, breyta inngöngum í verslanir, gluggum, útfærslu á spori hafnargarðs, geymslum, stigahúsum á þökum bygginga, tæknirýmum og geymslum í kjallara og handriðum, bætt við lagnastokk í L1 og ýmsum brunakröfum breytt á reit 1, 2 og 11 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir yfirlit og greinargerð um breytingar dags. 12. júní 2018.
Stærðir:  
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3.    Áland 1     (01.847.101) 108719    Mál nr. BN054942
110873-3799 Magnús Einarsson, Áland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu við einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Áland.
Útskrift úr embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Stærðir: 59,3 ferm., 183,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

4.    Ármúli 34     (01.293.203) 103810    Mál nr. BN054834
540513-1550 Hegri fjárfestingar ehf., Hegranesi 26, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja brunastiga á austurgafl og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 36 gesti á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 34 við Ármúla.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2018, samþykki meðeiganda dags. 7. júní 2018 og brunahönnun dags. 5. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 10-01 - 10-05 dags. 5. júní 2018.

5.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055017
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. ? á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhússins Katrínartúns 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Brautarholt 26-28     (01.250.103) 103423    Mál nr. BN054743
561208-0690 Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053595 með því að færa lyftu, fjarlægja eystri inngangshurð og breyta fyrirkomulagi í anddyri, breyta flóttastiga á bakhlið, breyta skilum milli íbúða og breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi algilda hönnun dags. 4. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

7.    Brúnastaðir 31     (02.425.302) 178532    Mál nr. BN054947
141067-3389 Ari Jóhannes Hauksson, Brúnastaðir 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými í mhl. 03 og fjarlægja glugga á baðherbergi í raðhúsi nr. 31 á lóð nr. 27-31 við Brúnastaðir.
Stækkun mhl. 03:  22,1 ferm., 57,5 rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

8.    Dalbraut 12     (01.344.501) 104042    Mál nr. BN054069
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m.a. koma fyrir loftræsikerfi og endurnýja lagnir og rafkerfi, endurnýja og stækka snyrtingar o. fl. í C og D álmu og og til að innrétta skrifstofur í E álmu Barna- og unglingageðdeildar á lóð nr. 12 við Dalbraut.
Erindi fylgir minnisblað hönnuðar dags. 8. janúar 2018 og brunahönnun frá EFLU dags. 9. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Dragháls 28-30/F.....     (04.304.301) 111020    Mál nr. BN054979
460607-1320 SG Fjárfestar ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
610291-1639 Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050847 þannig að innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0105 er breytt og eignum fjölgað úr fimm í sjö í húsi á lóð 27-29 við Fossháls/28-30 Dragháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
10.    Fossvogsvegur 8     (01.849.201) 225721    Mál nr. BN054674
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum á lóð nr. 8 við Fossvogsveg.
Stærð, A-rými:  2.815,6 ferm., 11.041,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

11.    Friggjarbrunnur 42-44     (05.053.201) 205962    Mál nr. BN055006
450997-2779 Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, um er að ræða breytingu á texta byggingarlýsingar um brunavarnir og stigleiðslum og brunaslöngum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

12.    Gefjunarbrunnur 7     (02.695.203) 206007    Mál nr. BN054948
160882-3529 Gunnar Hannesson, Þorrasalir 1-3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús úr varmamótum á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 7 við Gefjunarbrunni.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

13.    Gnoðarvogur 88     (01.473.005) 105741    Mál nr. BN054982
061072-4979 Evert Víglundsson, Gnoðarvogur 88, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka sólstofu til austurs og opna milli stofu og sólstofu á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 88 við Gnoðarvog.
Stækkun:  8,7 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14.    Granaskjól 13     (01.517.009) 105882    Mál nr. BN055007
080659-5719 Arndís Inga Sverrisdóttir, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
121057-6039 Jóhannes Þórðarson, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka sérnotafleti á lóð tvíbýlishúss nr. 13 við Granaskjól.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Hafnarstræti 17     (01.118.502) 100098    Mál nr. BN054901
700104-2650 Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0xxxx þannig að snyrtistofu verður breytt í slökunarherbergi í kjallara á lóð 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

16.    Hafnarstræti 19     (01.118.503) 100099    Mál nr. BN054899
700104-2650 Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður gerðu erindi BN048059 þannig að snyrtistofu verður breytt í slökunarherbergi í kjallara (á lóð 17) og lagnastokki bætt við í stigahúsi á lóð nr 19 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

17.    Hallgerðargata 19     (01.349.502) 225434    Mál nr. BN054701
551214-0600 105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum
á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu.
Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.
Stærð, A-rými:  9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm.
B-rými:  222,7 ferm., 668,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18.    Hallgerðargata 19     (01.349.502) 225434    Mál nr. BN055029
551214-0600 105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fjölbýlishúss sbr. BN054701 á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19.    Haukahlíð 2     (01.627.401) 223517    Mál nr. BN054491
611212-1350 REY Hotel hf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða, 448 herbergja hótel, gististað í flokki lV - tegund a, þar sem kjallari og 1. hæð eru steinsteypt en efri hæðir eru úr forsmíðuðum herbergiseiningum, einangrað og klætt að utan á lóð nr. 2 við Haukahlíð.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 14. desember 2017 og greinargerð um brunahönnun dags. 10. apríl 2018 og lögð er fram áfangaumsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands dags. 19. október 2017.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.
Stærð, A-rými:  24.180,9 ferm. , 79.138 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

20.    Haukdælabraut 76     (05.114.302) 214814    Mál nr. BN054833
200765-4199 Jón Ingi Lárusson, Ennishvarf 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús á lóð nr. 76 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir bréf hönnuðar um breytta hæðarkóta dags. 5. júní 2018.
Stærð, A-rými:  329,5 ferm., 1.124,8 rúmm.
B-rými:  40,5 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.    Heiðargerði 70     (01.802.203) 107668    Mál nr. BN054852
101254-3219 Halldór Hauksson, Heiðargerði 70, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála á steinsteyptum sökkli og til að lyfta þaki á hluta húss og byggja nýjan kvist á norðvesturhlið og annan kvist á suðvesturhlið í húsi á lóð nr. 70 við Heiðargerði.
Stækkun: 38,0 ferm., 103,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22.    Helluland 1-19 2-24     (01.862.201) 108799    Mál nr. BN054799
260166-3449 Hreiðar Páll Haraldsson, Helluland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera glugga á austurgafl og færa útihurð fram í útvegg í þvottahúsi í mhl. 02 í raðhúsi nr. 1-5 á lóð nr. 1-19 2-24.við Helluland.
Erindi fylgir samþykki eigenda Hellulands 1-5 dags. 2. maí 2018.
Stækkun:  2,4 ferm., 6,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23.    Hólmaslóð 2     (01.111.501) 100027    Mál nr. BN054181
671010-0270 Heimseignir ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign 0103 í tvær eignir í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

24.    Hæðargarður 10     (01.818.005) 108162    Mál nr. BN055001
300688-2419 Bjarki Reyr Heimisson, Hæðargarður 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja vegg á milli stofu og herbergis og innrétta eldhús þar í húsi á lóð nr. 10 við Hæðargarð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 8. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25.    Hörpugata 3     (01.635.502) 106686    Mál nr. BN054562
110173-6019 Andri Steinþór Björnsson, Hörpugata 3, 101 Reykjavík
210873-2959 Katrín Kristjánsdóttir, Hörpugata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera tvo miðjukvisti á risþak, nýtt baðherbergi í risi, svalir og svalahurðir á 1. og 2. hæð í húsi nr. 3 við Hörpugötu.
Stækkun 14,4 fermetrar og 50,1 rúmmetrar
Meðfylgjandi er brunavirðing og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Hörpugötu 1, 2, 4, 4a, 6 og 7, Góugötu 2 og Reykjavíkurvegi 27, 29 og 31 frá 18. júní 2018 til og með 16. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000)
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.    Klapparstígur 16     (01.151.505) 101010    Mál nr. BN055019
600902-3180 Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem er stækkun við listagallerý auk svala á hluta þaks á lóð nr. 16 við Klapparstíg.
Stærð, A-rými:  232,2 ferm., ? rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

27.    Lambhagavegur 11     (02.647.102) 211679    Mál nr. BN054797
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt verslunar- og skrifstofuhús með bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 11 við Lambhagaveg.
Varmatapsútreikningar dags. 29. maí 2018 og greinargerð brunahönnuðar dags. 29. maí 2018 fylgja erindi.
Stærð: 5.738,0 ferm., 26.818,2 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.

28.    Lambhagavegur 23     (02.684.101) 189563    Mál nr. BN054386
411286-1349 Lambhagavegur 23 ehf., Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa 9 íbúða starfsmannahús á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Breytt deiliskipulag, sem gefur leyfi fyrir byggingu allt að 10 íbúðareininga fyrir starfsfólk, samþykkt 29.06.2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Stærðir: 364,7 ferm., 1.387,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

29.    Laufásvegur 18     (01.183.405) 101965    Mál nr. BN055012
620914-1340 Betri Bílakaup ehf., Lágmúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara bakhúss, grafa frá, gera nýjan stiga og glugga úr kjallara og til að breyta innra skipulagi á báðum hæðum bakhúss og í kjallara framhúss og innrétta tvær íbúðir í stað einnar áður í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Laufásveg.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

30.    Laufásvegur 22     (01.183.408) 101968    Mál nr. BN054610
310569-4029 Benedikt Erlingsson, Reykjabyggð 40, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta matshluta 03 sem í er áður gerð vinnustofa, í einbýlishús og að endurnefna mhl. 03 í Laufásveg 22 A á lóð nr. 22 við Laufásveg.
Útskrift úr embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 20 og 24 og Fríkirkjuvegi 11 frá 15. júní 2018 til og með 13. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31.    Laugateigur 12     (01.364.205) 104625    Mál nr. BN054543
590207-0390 Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.
Erindi fylgir skiptayfirlýsing dags. 31. desember 2007.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32.    Laugavegur 27     (01.172.009) 101431    Mál nr. BN054895
520685-0819 Laugavegur 27,húsfélag, Laugavegi 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa útlit til upprunalegs horfs á húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Umsögn Minjastofnunar dags. 26.03.2018 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 18.06.2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

33.    Ljárskógar 16     (04.942.014) 112974    Mál nr. BN054682
100572-5169 Margrét Pálína Cassaro, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
020672-4559 Torfi Magnússon, Ljárskógar 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lokun á annarri bílskúrshurð, gera inngang og nýtt svalahandrið í húsi á lóð nr. 16 við Ljárskóga.
Útskrift úr embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

34.    Lofnarbrunnur 2-4     (02.695.803) 206085    Mál nr. BN054795
300675-3879 Ólafur Magnússon, Lofnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
110575-6029 Magnús Kári Bergmann, Lofnarbrunnur 2, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra að innan og opna inn í áður gerð sökkulrými í parhúsi á lóð nr. 2-4 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stækkun:  103,4 ferm., 251,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

35.    Lækjarmelur 14     (34.533.404) 206646    Mál nr. BN055008
510515-0720 Hafnarey ehf., Kistumel 11, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa steyptan stoðvegg á lóðarmörkum auk girðingar ofaná, minnst 2m hárri, auk rúlluhliðs fyrir innkeyrslu á lóð nr. 14 við Lækjarmel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

36.    Nesvík     (00.018.002) 125662    Mál nr. BN052728
561215-2000 Nesvík fasteignir ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun sumarbústaðar, mhl. 01, og félagsheimilis, mhl. 02 í gististaði, ásamt áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsum á lóð við Nesvík á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

37.    Nökkvavogur 40     (01.445.002) 105542    Mál nr. BN054989
240853-3969 Ingveldur H Sigmarsdóttir, Nökkvavogur 40, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4m2 svalir á risíbúð á lóð nr. 40 við Nökkvavog.
Gjald . 11.000 kr.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38.    Reykjafold 4     (02.870.602) 110295    Mál nr. BN055018
021073-4159 Hjálmar Vilhjálmsson, Reykjafold 4, 112 Reykjavík
210275-4369 Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, Reykjafold 4, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu innan byggingarreits við einbýlishús á lóð nr. 4 við Reykjafold.
Stækkun: 10,9 ferm., 35,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Saltvík     (00.064.000) 125744    Mál nr. BN054995
600667-0179 Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum við sláturhús í Saltvík við Vallá á Kjalarnesi.
Stærð: 2.334,1 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

40.    Sifjarbrunnur 10-16     206111    Mál nr. BN054816
120683-5439 Theodór Jónsson, Sifjarbrunnur 10, 113 Reykjavík
070885-2129 Snorri Ólafur Jónsson, Sifjarbrunnur 12, 113 Reykjavík
270688-2099 Hilmar Freyr Loftsson, Sifjarbrunnur 14, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg að Lofnarbrunni við raðhús á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.

41.    Síðumúli 4     (01.292.304) 103801    Mál nr. BN054329
680380-0319 Sjónvarpsmiðstöðin ehf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru m.a. þær að búið er að klæða húsið að utan og breyta innra skipulagi og útliti á báðum hæðum, að auki er sótt um leyfi til að breyta fyrirkomulagi brunavarna í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 4 við Síðumúla.
Erindi fylgir bréf hönnuðar með nánari útlistun á breytingum ódagsett.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Lagfæra skráningu.

42.    Sjafnargata 14     (01.196.503) 102659    Mál nr. BN054786
601173-0189 Sonja ehf., Gilsbúð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að útbúa þaksvalir á neðra þak byggingar og endurnýja svalahandrið á húsinu á lóð nr. 14 við Sjafnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 18. júní 2018 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018.

43.    Skipholt 15     (01.242.211) 103037    Mál nr. BN054966
300176-3999 Hjálmar Gíslason, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignir 0303 og 0304 í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

44.    Skúlagata 30     (01.154.305) 101120    Mál nr. BN054936
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta af mhl. 01, vörugeymslu og 2. - 4. hæð, og byggja þess í stað fjórar hæðir ofan á ásamt því að byggja fjögurra hæða nýbyggingu með kjallara og bílakjallara við suðurhlið og nota sem gististað í flokki ? - tegund ? fyrir ? með 35 íbúðum fyrir x gesti  við hús á lóð nr. 30 við Skúlagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

45.    Skútuvogur 13     (01.427.401) 105178    Mál nr. BN054606
300947-4419 Steindór Pétursson, Hraungata 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í millibyggingu húss á lóð nr. 13 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 30.04.218.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46.    Smiðjustígur 10     (01.151.510) 101015    Mál nr. BN051511
600902-3180 Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt steinsteypt hús með þremur íbúðum og tveimur vinnustofum á lóð nr. 10 við Smiðjustíg.
Stærðir eldri byggingar (273,6) ferm., (766,0) rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2016.Stærðir nýbyggingar: A-rými 238,1 ferm., 872,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda.

47.    Staðarsel 8     (04.924.007) 112653    Mál nr. BN054949
460280-0529 Smárakirkja, Hlíðasmára 5-7, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga við kjallarahurð húss á lóð nr. 8 við Staðarsel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

48.    Stjörnugróf 11     (01.89-.-98) 108933    Mál nr. BN054999
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 11 við Stjörnugróf.
Niðurrif:  
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

49.    Suðurlandsbraut 14     (01.263.101) 103522    Mál nr. BN054932
521009-1010 Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054413 þannig að komið er fyrir nýjum flóttasvölum, 0308, á hús á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

50.    Tjarnarsel 2     (04.930.307) 112829    Mál nr. BN054990
550103-3970 Mission á Íslandi ehf, Þinghólsbraut 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta einum eignarhluta í þrjá auk þess að bæta við svölum á byggingu á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51.    Urðarbrunnur 102-104     (05.054.403) 205804    Mál nr. BN054909
571203-3830 SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Stærð mhl. 01, A-rými:  218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Mhl. 02, A-rými:  218,0 ferm., 724,1 rúmm.
Samtals:  436 ferm., 1448,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og með vísan til umsagna skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.

52.    Úlfarsbraut 18-20     (02.698.403) 205711    Mál nr. BN054226
700106-1360 K16 ehf, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036214, um er að ræða breytingar á innra skipulagi efri hæðar í nr. 20 og á neðri hæð í báðum húsum v/lokaúttektar í parhúsi á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53.    Úlfarsbraut 126     (05.056.501) 205756    Mál nr. BN055009
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja hæða íþróttamiðstöð á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut.
Stærð, A-rými:  5.049 ferm., 48.090,853 rúmm.
B-rými:  2.019,5 ferm.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

54.    Þorragata 10-20     (01.65-.-99) 106746    Mál nr. BN054872
630306-0350 Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar, breyta innra skipulagi og byggja nýja innganga við flugafgreiðslu á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stærðarbreyting: 204 ferm., 771,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

55.    Ægisgata 26     (01.137.207) 100660    Mál nr. BN055004
470815-0940 Coquillon Fasteignir ehf., Bakkaseli 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúðarhúsi í gististað í flokki II, tegund B og notkunarflokk 4 auk þess að byggja svalir á austurhlið byggingarinnar á lóð nr. 26 við Ægisgötu.
Frestað.
Lagfæra skráningu.

56.    Öldugata 59     (01.134.302) 100351    Mál nr. BN054580
240257-2709 Guðlaugur Pálmi Magnússon, Öldugata 59, 101 Reykjavík
310557-2429 Þorgerður J. Einarsdóttir, Öldugata 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist á suðurhlið ásamt því að breyta eignarhaldi á geymslum til samræmis við eigendaskipti sem átt hafa sér stað í húsi á lóð nr. 59 við Öldugötu.
Stækkun: 2,6 ferm., 6,4 rúmm.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23.03.2017 við SN180192.
Samþykki meðeigenda dags. 22.05.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júlí 2018 fylgir erindi.
Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 57 og 61 og Holtsgötu 18, 20, 22 og 24 og Framnesvegi 25 og 27 frá 18. júní 2018 til og með 16. júlí 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

Ýmis mál

57.    Kleppsmýrarvegur Esso     (01.451.201) 105600    Mál nr. BN055030
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að afskrá lóðina Kleppsmýrarvegur Esso og stofna nýja lóð Bátavogur 1, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 20.07.2018.
Lóðin Kleppsmýrarvegur Esso (staðgr. 1.451.201, landeignanr. L105600) er 5065 m².
Bætt 1038 m² við lóðina úr óútvísaða landinu (landeignanr. L218177).
Teknir 2052 m²af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 218177).
Leiðrétting um 1 m² vegna fermetrabrota.
Lóðin Kleppsmýrarvegur Esso (staðgr.1.451.201, landeignanr. L105600) verður 4052 m² og fær heitið Bátavogur 1.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 20.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 28.09.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.11.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

58.    Goðheimar 20     (01.432.211) 105242    Mál nr. BN054991
020758-2609 Bryndís Arngrímsdóttir, Fellsmúli 11, 108 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að eign 0002 verði samþykkt íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 20 við Goðheima.
Afgreitt.
Samanber leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

59.    Kárastígur 8     (01.182.232) 101884    Mál nr. BN055002
050383-2109 Linda Maria Sooman, Kárastígur 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja upp stillansa vegna þakviðgerða?, leggja vatn og skólplagnir að skúr á lóð, að stækka glugga á núverandi skúr og setja tvo glugga í þak skúrs á lóðinni nr. 8 við Kárastíg.
Afgreitt.
Samanber leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 15:21

Björgvin Rafn Sigurðarson

Nikulás Úlfar Másson    Sigrún Reynisdóttir
Gunnar Logi Gunnarsson    Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Skúli Þorkelsson    Guðbjörg Sigríður Snorradóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 984. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Gunnar Logi Gunnarsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arnarhlíð 1     (01.629.803) 220841    Mál nr. BN055028
690518-0820 Kaktus ehf., Langholtsvegi 14, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hársnyrtistofu í rými 0101 í húsi á lóð nr. 1 við Arnarhlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

2.    Ásvallagata 52     (01.139.014) 100747    Mál nr. BN054303
620188-1589 Jakobssynir ehf., Glaðheimum 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að íbúðarhús stækkar sem nemur svölum á annarri hæð og stækkun bílskúrs á lóð nr. 52 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir húsaskoðun dags. 12. apríl 2018. Samþykki eiganda frá nr. 54 ódags.
Stækkun:  8.6 ferm. , XX rúmm.
Stækkun bílskúrs: 16 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

3.    Bárugata 30     (01.135.219) 100468    Mál nr. BN055023
300675-3799 Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík
071274-5439 María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka efstu hæð og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu.
Stærðir: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

4.    Básbryggja 51     (04.024.102) 178662    Mál nr. BN055058
080152-4429 Hjörtur Pálsson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
130454-7049 Ragnhildur Guðný Hermannsdóttir, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
191178-4599 Hermann Jakob Hjartarson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0303 í tvær íbúðir eins og var upphaflega í húsi á lóð nr. 51 við Básbryggju.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

5.    Bergstaðastræti 20     (01.184.011) 102006    Mál nr. BN055021
100373-5649 Örn Úlfar Höskuldsson, Bergstaðastræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum inngöngudyrum, breytingum innanhúss og leyfi fyrir gististað í flokki I, tegund f) heimagisting, í norðvesturhluta 1. hæðar auk þess að sameina 2 eignarhluta í einn í húsi nr. 20 við Bergsstaðastræti.
Gjald kr. 11.000]
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054897
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lyfjaverslun á jarðhæð og færa snyrtingar við stigakjarna ásamt því að uppfæra skráningartöflu sem fórst fyrir að gera við síðustu breytingar þegar 40 m2 færðust á milli rýma 0101 og 0105 í húsi nr. 4 við Katrínartún á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla dags. 10. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

7.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN055042
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049912 og innrétta búningsherbergi í rými -0102 og koma fyrir stigalyftu í gangi -0110 í verslunar- og skrifstofuhúsinu Katrínartún 4 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

8.    Bragagata 26A     (01.186.639) 102334    Mál nr. BN054440
100758-2299 Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
180657-2319 Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047670 þannig að verönd stækkar að lóðamörkum til vesturs á bílskúrsþaki við einbýlishús á lóð nr. 26A við Bragagötu.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Haðarstígs 2 og Bragagötu 24 og 28 áritað á uppdrátt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018.

9.    Brautarholt 11, Kjal     (32.3--.-99) 188269    Mál nr. BN054970
201273-4639 Herdís Þórðardóttir, Brautarholt 11, 162
Sótt er um leyfi til þess að breyta tvöföldum bílskúr í tvö herbergi ásamt snyrtingum og gera gistingu í flokki ll - tegund ? í húsi á lóð nr. 11 við Brautarholt á Kjalarnesi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10.    Brúnastaðir 31     (02.425.302) 178532    Mál nr. BN054947
141067-3389 Ari Jóhannes Hauksson, Brúnastaðir 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými í mhl. 03 og fjarlægja glugga á baðherbergi í raðhúsi nr. 31 á lóð nr. 27-31 við Brúnastaði.
Stækkun mhl. 03:  22,1 ferm., 57,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Búðagerði 9     (01.814.009) 107921    Mál nr. BN054558
490516-0340 NLG 1 ehf., Ljósvallagötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera stálsvalir á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 100 dags. 9. ágúst 2018.

12.    Dragháls 28-30/F.....     (04.304.301) 111020    Mál nr. BN054979
460607-1320 SG Fjárfestar ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
610291-1639 Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050847 þannig að innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0105 er breytt og eignum fjölgað úr fimm í sjö í húsi á lóð 27-29 við Fossháls/28-30 Dragháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

13.    Dugguvogur 4     (01.452.201) 105608    Mál nr. BN055064
460217-1990 Bæting ehf., Þrastarási 37, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð í hluta af iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 4 við Dugguvog.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

14.    Eggertsgata 2-34     (01.634.-99) 106682    Mál nr. BN054987
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053096 þannig að eignum er fjölgað úr fjórum í sex eignir, hurð sett í staðinn fyrir glugga snyrtingum er breytt og eldhús endurhannað í leikskóladeild í húsum nr. 30, 32 og 34 á lóð nr. 2-34 við Eggertsgötu.
Bréf hönnuðar sem lýsir breytingum dags. 10. júlí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Fiskislóð 3     (01.089.502) 197244    Mál nr. BN055066
600269-2599 Smáragarður ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja nýja framhlið og skilti á ?? hlið sem sýnir starfsemi sem er í húsinu á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

16.    Fjölnisvegur 11     (01.196.506) 102662    Mál nr. BN055016
601173-0189 Sonja ehf., Gilsbúð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á norðurhlið, gera nýjan stiga milli annarrar hæðar og riss, breyta innra fyrirkomulagi og lækka land við suðurhlið húss á lóð nr. 11 við Fjölnisveg.
Stækkun: x ferm., rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til athugasemda.

17.    Fossvogsvegur 8     (01.849.201) 225721    Mál nr. BN054674
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum á lóð nr. 8 við Fossvogsveg.
Stærð, A-rými:  2.815,6 ferm., 11.041,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18.    Freyjugata 24     (01.186.601) 102297    Mál nr. BN053873
710505-1440 Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðvesturhlið 2. hæðar, uppfæra brunamerkingar, færa til starfsmannaaðstöðu í kjallara og breyta flokkun gistiheimilis í flokk III, teg. b í húsi á lóð nr. 24 við Freyjugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.
Einnig bréf hönnuðar með skýringum dags. 6. mars 2018 og minnisblað um brunavarnir dags. 7. febrúar 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. júlí 2018 fylgir erindi. Erindi var grenndarkynnt frá 22. júní 2018 til og með 20. júlí 2018 fyrir hagsmunaaðilum að Njarðargötu 47 og 49, Freyjugötu 25, 25A, 25C og 26 og Bragagötu 36, 38 og 38A og Haðarstíg 22. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

19.    Freyjugata 41     (01.194.206) 102550    Mál nr. BN054645
590416-0370 Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. e fyrir 55 gesti í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.
Erindi fylgir Gjald kr. 11.000
Frestað.
Er til meðferðar hjá skipulagsfulltrúa.

20.    Friggjarbrunnur 42-44     (05.053.201) 205962    Mál nr. BN055006
450997-2779 Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, um er að ræða breytingu á texta byggingarlýsingar um brunavarnir og stigleiðslum og brunaslöngum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

21.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362
640513-0470 Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík
160572-3969 Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2018.
Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, 2, 3 dags. 5. júlí 2018

22.    Gissurargata 4     (05.113.805) 214854    Mál nr. BN055035
310579-3009 Halla Gísladóttir, Katrínarlind 8, 113 Reykjavík
081278-3779 Jón Guðmann Jakobsson, Katrínarlind 8, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, efri hæð einangruð að utan og klædd zinkklæðningu á lóð nr. 4 við Gissurargötu.
Stærð, A-rými:  345,7 ferm., 1.358,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

23.    Gissurargata 6     (05.113.806) 214855    Mál nr. BN054883
030567-4129 Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir, Starengi 12, 112 Reykjavík
191170-3509 Páll Hrannar Hermannsson, Starengi 12, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús, neðri hæð verður steinsteypt með varmamótum, efri hæð úr timbri og klætt að utan með láréttri sementsfiber klæðningu, á lóð nr. 6 við Gissurargötu.
Orkurammi á teikningu nr. 101.
Stærð hús er:  322,1 ferm., 1.134,1 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Gnoðarvogur 88     (01.473.005) 105741    Mál nr. BN054982
061072-4979 Evert Víglundsson, Gnoðarvogur 88, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka sólstofu til austurs og opna milli stofu og sólstofu á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 88 við Gnoðarvog. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Stækkun:  8,7 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.

25.    Granaskjól 13     (01.517.009) 105882    Mál nr. BN055007
080659-5719 Arndís Inga Sverrisdóttir, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
121057-6039 Jóhannes Þórðarson, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka sérnotafleti á lóð tvíbýlishúss nr. 13 við Granaskjól.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

26.    Grandagarður 15-37     (01.115.001) 100045    Mál nr. BN054827
450213-1520 Corvino ehf., Grandagarði 23, 101 Reykjavík
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli mhl. 05 og 06 þannig að veitingarstaður sem er í mhl. 05 nr. 23 verður tengdur við mhl. 06 nr. 25 þar sem verður innréttaður bar/verslun og verður hann hluti veitingahússins í mhl. 05 í verbúð nr.25 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Bréf hönnuðar dags. 4. júní 2018 fylgir og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. júlí 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. júlí 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

27.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN055037
611200-3150 Ísteka ehf., Grensásvegi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053958, um er að ræða minni háttar tilfærslur á innra fyrir komulagi í lyfjaverksmiðju í mhl. 02 á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir greinargerð um brunaþéttingar dags. 21. júní 2018 og samþykki eigenda mhl. 02 dags. 6. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

28.    Grundarland 9-15     (01.855.202) 108785    Mál nr. BN054867
010769-4189 Auður Einarsdóttir, Holland, Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með kjallara á suðvesturhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsi nr. 13 sem er mhl. 03 á lóð nr. 9-15 við Grundarland.
Viðbygging:  139,5 ferm., 517 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  388,4 ferm., 1251 rúmm.
B-rými:  92,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29.    Gufunes Áburðarverksm     (02.220.001) 108955    Mál nr. BN055010
441116-2090 GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta erindi BN053257, þannig að 1. áfangi verði allar framkvæmdir sem tilheyra sjálfu verinu, þ.e. skemmu gömlu Áburðarverksmiðjunnar sem er mhl. 47 á lóðinni Gufunes Áburðarverksmiðja.
Erindi fylgir bréf hönnuðar með skýringum dags. 17. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30.    Haðaland 10-16     (01.864.401) 108813    Mál nr. BN054733
310869-4229 Hermann Jónasson, Traðarland 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í kjallara, síkka glugga, stækka ljóskassa á norðurhlið og gera annan á suðurhlið með útgangi úr kjallara einbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2018.

31.    Hagatorg 1     (01.55-.-97) 106504    Mál nr. BN054961
650893-2989 Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052807 sem felst í minni háttar breytingum á innra skipulagi á 1. hæð, rými 0101, í húsi á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

32.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054935
450107-0420 Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja mhl.02 sem eru tvö stigahús með alls 26 íbúðum á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Stærðir:
A-rými 2.948,2 ferm., 9.433,6 rúmm.
B-rými 168,0 ferm., 491,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.    Haukdælabraut 68     (05.114.803) 214810    Mál nr. BN054703
150477-3799 Hrafnkell Markússon, Marteinslaug 7, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypta neðri hæð og með efri hæð úr timbri, klædd trefjasteypu á lóð nr. 68 við Haukdælabraut.
Stærð:  379,1 ferm., 1.231,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
34.    Háteigsvegur 32     (01.245.306) 103261    Mál nr. BN055052
251167-3979 Áslaug Magnúsdóttir, Bandaríkin, 190961-3549 Vildís Halldórsdóttir, Háteigsvegur 32, 105 Reykjavík
210954-4659 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Sótt um leyfi til að byggja garðstofu, koma fyrir svölum ofan á garðstofuna þar sem gengið er út frá 1. hæð, breyta innra skipulagi íbúðar í kjallara og breyta útliti á stofugluggum í kjallara í húsinu á lóð nr. 32 við Háteigsveg. 
Bréf frá eigendum hús þar sem hönnuður er veitt leyfi til að sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á húsinu dags. 12. júní 2018.
Stækkun vegna garðstofu er: XX ferm., XX rúmm. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. A01, A02 dags. 24. júlí 2018.

35.    Holtavegur 32     (01.393.---) 176082    Mál nr. BN054910
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa starfsmannaaðstöðu, núverandi ræsting færð inn á teikningu í húsi D mhl. 11 í Grasagarðinum í Laugardal á lóð nr. 32 við Holtaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

36.    Hólmaslóð 2     (01.111.501) 100027    Mál nr. BN054181
671010-0270 Heimseignir ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign 0103 í tvær eignir í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37.    Hólmgarður 34     (01.818.307) 108218    Mál nr. BN054900
620188-1589 Jakobssynir ehf., Glaðheimum 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð og ris ofaná núverandi jarðhæð sem helst óbreytt en á efri hæðum verða 10 íbúðir, geymslur í bakgarði í húsi á lóð nr. 34 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Stækkun: 879,2 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018 og vísað til athugasemda.

38.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN055026
470213-0430 R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN054545 þannig að hurð úr sal inn á gang 0104 er snúið sem og hurð í flóttaleið í kjallara, út- neyðarlýsing sett við hringstiga niður í kjallara og skipulag í salerni fatlaðra er breytt í húsinu á lóð nr. 33 við Hverfisgötu. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

39.    Hörgshlíð 10     (01.730.105) 107335    Mál nr. BN054953
280181-3909 Torfi G Yngvason, Hörgshlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílageymslu ásamt geymslu og snyrtingu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð. 
Stærð mhl. 02 er: 85 ferm., 314,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40.    Kirkjuteigur 24     (01.363.001) 104598    Mál nr. BN055070
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir færanlegri kennslustofu, K18-B, og tengigangi sem tengist við kennslustofu, K99-E, á lóð Laugarnesskóla nr. 24 við Kirkjuteig.
Stærð:
K18-B er 62,7 ferm., 210,9 rúmm. 
Tengigangur 11,7 ferm., 38,6 rúmm. 
Samtals 74,4 ferm., 249,5 rúm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41.    Klapparstígur 28     (01.171.107) 101373    Mál nr. BN054903
671106-0750 Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048636 með því að breyta fyrirkomulagi á geymslum í kjallara húss á lóð nr. 28 við Klapparstíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

42.    Klapparstígur 29     (01.172.015) 101437    Mál nr. BN054283
520218-0250 Barbræður ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes
551101-2580 KS 28 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund F fyrir 120 gesti og fjölga salernum um fjögur í  rými 0101 í  húsi á lóð nr. 29 við Klapparstíg. 
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. febrúar 2018, bréf frá eiganda rýmis 0101 um samþykki dags. 8. mars 2018, tölvupóstur frá lögfræðingi eiganda íbúða 0201, 0301 og 0401 um mótmæli þeirra dags. 15. mars 2018, bréf Nordik lögmanna dags. 21. mars 2018 og bréf frá skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018 fylgja erindi.
Bréf Nordik lögfræðiþjónustu um andmæli gegn umsögn skrifstofu sviðsstjóra. dags. 31. júlí 2018.
Erindi fylgir umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
Gera skal grein fyrir hvernig salerni tengjast í aðallögn.

43.    Köllunarklettsvegur 8     (01.329.302) 199097    Mál nr. BN054973
530292-2079 Origo hf., Borgartúni 37, 105 Reykjavík
490200-2580 Módelhús ehf., Klettagörðum 25, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi skilti í ljósadíóðuskilti sem staðsett verður á sama stað og áður á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Tæknigögn frá framleiðanda fylgir.
Gjald kr. 11.000

Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44.    Lambhagavegur 11     (02.647.102) 211679    Mál nr. BN054797
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt verslunar- og skrifstofuhús með bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 11 við Lambhagaveg.
Varmatapsútreikningar dags. 29. maí 2018 og greinargerð brunahönnuðar dags. 29. maí 2018 fylgja erindi.
Stærð: 5.748,0 ferm., 26.550,3 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000

Frestað.Á milli funda.

45.    Langagerði 22     (01.832.011) 108538    Mál nr. BN054589
150753-4309 Haraldur Hafsteinn Helgason, Langagerði 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja anddyrisbyggingu við 1. hæð og steypa nýjan stiga upp á 2. hæð í þríbýlishúsi á lóð nr. 22 við Langagerði.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda í kjallara, aðrir eigendur eru umsækjendur.
Stækkun: 2,9 ferm., 7,32 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46.    Laugavegur 31     (01.172.007) 101429    Mál nr. BN055065
530194-2489 Kirkjumálasjóður, Laugavegi 31, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja glugga á 2 og 3. hæð í upprunalegt horf og er farið eftir upprunalegum aðaluppdráttum Einars Erlendssonar af húsinu á lóð nr.31 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN055053
621013-0840 H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053836 þannig að bakrými er breytt framreiðslueldhús í húsinu á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48.    Laugavegur 66-68     (01.174.202) 101606    Mál nr. BN054967
530117-0300 Reitir - hótel ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja útigeymslu fyrir aðföng við aðkomu að eldhúsi á lóð nr. 66-68 og 70 við Laugaveg.
Stækkun; 11,7 ferm, 36,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49.    Lindargata 58     (01.153.205) 101102    Mál nr. BN054353
160342-2939 Sigrún J Oddsdóttir, Kópavogsbraut 77, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja franskar svalir á rými 0102 og breyta skráningu rýma 0002 og 0102 úr geymslu í íbúð í húsi á lóð nr. 58 við Lindargötu.
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

50.    Mánagata 25     (01.243.137) 103087    Mál nr. BN054998
090758-2099 Juanita Brynja B Kristmundsson, Mánagata 25, 105 Reykjavík
211091-2829 Magnús Guðjónsson, Mánagata 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og bæta við fleiri herbergjum á lóð nr. 25 við Mánagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

51.    Melhagi 20-22     (01.542.014) 106368    Mál nr. BN053927
570214-1280 Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík
651116-1550 M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053234, um er að ræða að innrétta geymslu í bakrými veitingastaðar á lóð nr. 20-22 við Melhaga.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

52.    Menntavegur 1     (01.757.201) 214259    Mál nr. BN054983
701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja óeinangrað hjólaskýli og verða veggir klæddir með hertu samlímdu öryggisgleri norðan við Háskólann í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. júlí 2018.
Stærð:  60,1 ferm., 194,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. júlí 2018.
53.    Mýrargata 26     (01.115.303) 100059    Mál nr. BN055014
541016-0660 Reykjavík núðlur ehf., Frostafold 23, 112 Reykjavík
550211-1300 Noodle Station ehf., Bæjarhrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu kaffihúsi í núðluveitingahús í flokki I, tegund C, á 1.hæð í húsi á lóð nr. 26 að Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

54.    Nóatún 17     (01.235.201) 102967    Mál nr. BN055051
470700-3350 Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ?? tegund ? í rými 0105 í húsinu á lóð nr. 17 við Nóatún. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

55.    Nökkvavogur 40     (01.445.002) 105542    Mál nr. BN054989
240853-3969 Ingveldur H Sigmarsdóttir, Nökkvavogur 40, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4m2 svalir á risíbúð á lóð nr. 40 við Nökkvavog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2018.
Gjald 11.000 kr.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56.    Óðinsgata 9     (01.184.216) 102038    Mál nr. BN054423
510816-0480 Pálsson Apartments ehf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi ásamt leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár og gera þær að gististað í flokki ll - tegund g, íbúðir fyrir alls 24 gesti, í húsi á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2018.
Erindi fylgir einnig breyting á erindislýsingu dags. 27. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

57.    Rangársel 8     (04.938.702) 112922    Mál nr. BN055032
220660-2659 Hallgrímur Þ Gunnþórsson, Rangársel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými í ungbarnaleikskóla fyrir 15 til 20 börn sem verður ein leikskóladeild með snyrtingu, ræstingu/þvottahúsi, eldhúsi og aðstöðu fyrir stafsmenn í rými 0101 mhl. 04 og koma fyrir útisvæði sem verður girt af með eins metra hárri girðingu í húsi á lóð nr. 8 við Rangársel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58.    Rauðavað 19     (04.773.202) 198531    Mál nr. BN055020
190675-4839 Valdís Beck, Rauðavað 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta afmörkun sérnotaflatar íbúðar 0102 í mhl. 03 sem er fjölbýlishús  nr. 19 á lóð nr. 13-19 við Rauðavað.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 03 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

59.    Ránargata 4A     (01.136.014) 100517    Mál nr. BN054297
510305-0430 Metropolitan ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
660405-1510 Ránarhóll ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttastiga á norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 4A við Ránargötu.
Stækkun B-rými 13,1 ferm., 35,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60.    Rekagrandi 2-10     (01.512.201) 105768    Mál nr. BN055036
220579-2129 Þröstur Freyr Gylfason, Rekagrandi 10, 107 Reykjavík
011070-4509 Una Björk Ómarsdóttir, Rekagrandi 10, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir 0203 og 0204 í eina með því að gera gat í burðarvegg milli eldhúss í 0203 og forstofu í 0204 í fjölbýlishúsi nr. 10 á lóð nr. 2-10 við Rekagranda.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. júní 2018, samþykki meðeigenda ódagsett með vísan í samþykki löglega boðaðs húsfundar dags. 14. ágúst 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar einnig ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

61.    Reykjafold 4     (02.870.602) 110295    Mál nr. BN055018
021073-4159 Hjálmar Vilhjálmsson, Reykjafold 4, 112 Reykjavík
210275-4369 Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, Reykjafold 4, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu innan byggingarreits við einbýlishús á lóð nr. 4 við Reykjafold.
Stækkun: 10,9 ferm., 35,3 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 09.08.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

62.    Safamýri 27     (01.281.306) 103683    Mál nr. BN055062
140479-2179 Evelyn Miosotis Rodriguez, Safamýri 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka yfirborð jarðvegs um 60 cm steypa stoðvegg í kringum verönd og koma fyrir hurð á eignarhluta 0001 í húsinu út á veröndina á lóð nr. 27 við Safamýri. 
Samþykki meðeigenda fylgir ódags. á teikningu. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63.    Síðumúli 4     (01.292.304) 103801    Mál nr. BN054329
680380-0319 Sjónvarpsmiðstöðin ehf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru m.a. þær að búið er að klæða húsið að utan og breyta innra skipulagi og útliti á báðum hæðum, að auki er sótt um leyfi til að breyta fyrirkomulagi brunavarna í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 4 við Síðumúla.
Erindi fylgir bréf hönnuðar með nánari útlistun á breytingum ódagsett.
Gjald kr. 11.000 
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64.    Skógarhlíð 10     (01.703.401) 107073    Mál nr. BN055046
490269-6659 Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi fyrstu og annarrar hæðar í húsi á lóð nr. 10 við Skógahlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

65.    Skólavörðustígur 22B     (01.181.205) 101759    Mál nr. BN054977
091268-5159 Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053033 þannig að komið verður fyrir svölum á suðvesturhlið annarrar hæðar, lækkað gólf í rými 0101, breytt fyrirkomulagi glugga í lager/starfsmannaaðstöðu og komið fyrir hurð á fyrstu hæð á suðvesturhlið húss á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

66.    Skriðustekkur 17-23     (04.616.202) 111837    Mál nr. BN055031
021282-3249 Einar Ólafur Einarsson, Skriðustekkur 21, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðurhlið og á vesturgafli einbýlishúss nr. 21 á lóð nr. 17-23 við Skriðustekk.
Stækkun:  52,3 ferm., 197,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

67.    Skúlagata 26     (01.154.302) 101118    Mál nr. BN055071
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 17 hæða hótel byggingu með 195 herbergjum og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð á lóð nr. 26 við Skúlagötu.
Stærðir: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68.    Skúlagata 30     (01.154.305) 101120    Mál nr. BN055048
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta af mhl.01 sem eru rými 0101 (fastanúmer F2003447), 0201 (F2229241), 0301 (F2229242), og 0401 (F2229243) í húsi á lóð nr. 30 við Skúlagötu.
Stærðir: x ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

69.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN055025
620405-0270 Ránarslóð ehf, Vesturbraut 3, 780 Höfn
Sótt er um leyfi fyrir uppfærslu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

70.    Snorrabraut 27-29     (01.240.011) 102978    Mál nr. BN054784
541016-0900 Vietnamese cuisine ehf., Laugavegi 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II tegund veitingahús  fyrir 80 gesti í rými 0102 og 0202, komið er fyrir forðageymslu fyrir F- gas á norðurgafl, koma fyrir útiveitingum út á gangstétt, breyta opnun á inngangshurð þannig að hún opnast út á gangstétt og komið er fyrir útloftun frá eldhús í gegnum ósontæki með UV lapa til eiðungar lyktar á vesturhlið hús á lóð nr. 29 við Snorrabraut. 
Bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2018 fylgir. Húsaleigusamningur dags. 27. apríl 2018 fylgir. Viðauki við húsaleigusamningur dags. 25. apríl 2018 þar sem Capital inn ehf. veitir Vietnamine Cusine ehf. heimilt til að hafa aðgang að starfsmanna og ræstirými út samningstímabilið. Ófullnægjandi samþykki eigenda dags. 14. maí. 2018, 4. maí. 2018 og 28. maí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

71.    Snorrabraut 83     (01.247.505) 103386    Mál nr. BN054964
610813-0110 HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051959 frá 8. des. 2016. 
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

72.    Sólheimar 42     (01.435.203) 105320    Mál nr. BN054975
150656-4439 Kristín Baldursdóttir, Sólheimar 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja tvær hurðir á vesturhlið kjallara, stækka svalir á 2. hæð ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum svölum á 2. hæð vesturhliðar á húsi á lóð nr. 42 við Sólheima.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi dags. 21. janúar 2018.
Bréf frá hönnuður vegna breytingar á umsókn dags. 31. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

73.    Stórhöfði 17     (04.081.801) 110689    Mál nr. BN054941
710317-0540 SH 17 ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053969 þannig að  fjölgað er eignarhlutum úr 11 í 13 vegna gerðar nýrrar eignaskiptayfirlýsingar fyrir hús á lóð nr. 17 við Stórhöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

74.    Sundaborg 1-15     (01.336.701) 103911    Mál nr. BN055027
581008-0150 Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir lyftu í stigahúsi og byggja milligólf í húsi nr. 15 á lóð nr. 1-15 við Sundaborg.
Stækkun:  268,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

75.    Súðarvogur 32     (01.454.111) 105628    Mál nr. BN054718
210267-4099 Guðrún Jónasdóttir, Víðihvammur 10, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í rými 0301 á lóð nr. 32 við Súðarvog.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

76.    Tangabryggja 13     (04.023.101) 179538    Mál nr. BN054748
611004-2570 Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051863, m.a. breyta fyrirkomulagi eldhúsa og gluggar stækkaðir á norðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Tangabryggju.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

77.    Tangabryggja 18     (04.023.104) 224130    Mál nr. BN055043
611004-2570 Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra rýmisnúmer svala á 4. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18-22 við Tangabryggju.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

78.    Tjarnarsel 2     (04.930.307) 112829    Mál nr. BN054990
550103-3970 Mission á Íslandi ehf, Þinghólsbraut 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta einum eignarhluta í þrjá auk þess að bæta við svölum á byggingu á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.

79.    Úlfarsbraut 126     (05.056.501) 205756    Mál nr. BN055009
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja hæða íþróttamiðstöð auk hækkunar á ljósamöstrum á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut.
Stærð: 
A-rými:  5.049 ferm., 48.090,8 rúmm.
B-rými:  2.019,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til athugasemda.

80.    Úlfarsbraut 74     (02.698.503) 205739    Mál nr. BN054926
210486-2919 Baldur Þór Halldórsson, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
110785-2409 Lilja Magnúsdóttir, Flúðasel 61, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 74 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 20. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24 júlí 2018.
Stærðir: A-rými 202,2 ferm., 701,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

81.    Vallá     (00.078.000) 125762    Mál nr. BN054994
570169-3009 Skurn ehf, Vallá, 162
Sótt er um leyfi til að byggja mhl.29 sem er fóðurgeymsla úr forsteyptum einingum á lóð Vallár á Kjalarnesi.
Stærðir: 450,0 ferm., 2.412,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

82.    Vesturgata 55     (01.133.220) 100250    Mál nr. BN054445
120783-5729 Atli Davíð Smárason, Kambsvegur 1a, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í rými 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 55 við Vesturgötu.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 31. ágúst 2001 og þinglýstur kaupsamningur dags. 24. mars 1994 ásamt eignaskiptayfirlýsingu dags. 18.01.1994.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

83.    Víðinesvegur 21         Mál nr. BN055005
510588-1189 SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gas- og jarðgerðarstöð, steinsteypt með límtrésburðarvirki, klætt hálfgagnsæju báruplasti og samanstendur af verksmiðjuhluta sem í er fræðslusetur og tveimur meltutönkum auk gastanks á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Erindi fylgir: Greinargerð með deiliskipulagi dags. 26. janúar 2015, skýrsla um brunahönnun dags. 11. júlí 2018, hljóðvistargreinargerð dags. 12. júlí 2018, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018, ákvörðun um matsskyldu frá skipulagsstofnun dags. 9. mars 2018, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 13. júlí 2018 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2018.
Stærð, mhl. 01:  12.294,7 ferm., 73.987,3 rúmm.
Mhl. 02:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 03:  201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 04:  110,8 ferm., 1.134,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

84.    Víðinesvegur 21         Mál nr. BN055060
510588-1189 SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um takmarkað leyfi til jarðvinnu og aðstöðusköpunar vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu, sjá erindi BN055005, á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda.

85.    Þingholtsstræti 1     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054654
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð húss á lóð nr. 2 við Ingólfsstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

86.    Þingholtsstræti 15 A     (01.180.104) 101680    Mál nr. BN055061
020850-4859 Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
030552-7179 Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og klæðningu á svalaskýli á húsi á lóð nr.15A við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 11.000.
Erindið BN053455 er dregið til baka.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

87.    Þorragata 10-20     (01.65-.-99) 106746    Mál nr. BN054872
630306-0350 Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar, breyta innra skipulagi og byggja nýja innganga við flugafgreiðslu á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2018.
Stærðarbreyting: 204 ferm., 771,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

88.    Þönglabakki 1     (04.603.503) 111722    Mál nr. BN054824
530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og fyrstu hæðar í verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 1 við Þönglabakka. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

89.    Ægisgata 26     (01.137.207) 100660    Mál nr. BN055004
470815-0940 Coquillon Fasteignir ehf., Bakkaseli 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúðarhúsi í gististað í flokki II, tegund B og notkunarflokk 4 auk þess að byggja svalir á austurhlið byggingarinnar á lóð nr. 26 við Ægisgötu.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN052454.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

90.    Öldugata 12     (01.136.316) 100574    Mál nr. BN054613
190156-5679 Jón Gunnlaugur Jónasson, Öldugata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar með þaksvölum við hús á lóð nr. 12 við Öldugötu.
Bréf með rökstuðningi um endurupptöku frá eigendum dags. 23. apríl 2018, afrit af tölvupósti SHS dags. 2. mars 2018, útlitsteikningar með undirritun eigenda nr. 10, 13 og 14 ódagsett fylgir með umsókn.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.
Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18.06.2018.
Stækkun viðbygging:  27,0 ferm., 73,3 rúmm.
Stækkun bílskúr:  39,4 ferm., 118,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018.

91.    Öldugata 14     (01.136.317) 100575    Mál nr. BN054602
010164-4279 Sigurður Orri Steinþórsson, Smáragata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta einbýlishúsi upp í tvær sjálfstæðar eignir á lóð nr. 14. við Öldugötu.
Stærðarbreyting v. háalofts:  43,6 ferm., 0,0 rúmm.
Sjá svar við fyrirspurn dags. í desember 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

92.    Öldugata 53     (01.134.305) 100354    Mál nr. BN052952
510105-2490 Öldugata 53,húsfélag, Öldugötu 53, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á bakhlið 2., 3. og 4. hæðar, gera sérnotaflöt fyrir íbúð 1. hæðar og koma fyrir fellistiga á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Öldugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2017.
Jafnframt er erindi BN046007 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 21. maí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, 2, dags. 3. ágúst 2018.

Ýmis mál

93.    Borgartún 41     (01.349.101) 104109    Mál nr. BN055074
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina Borgartún 41, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 23.07.2018.
Lóðin Borgartún 41 (staðgr. 1.349.101, L104109) er talin 9370 m².
Bætt 48 m² við lóðina úr óútvísaða landinu (L218177).
Lóðin Borgartún 41 (staðgr. 1.349.101, L104109) verður 9418 m².
Gert með samþykki skipulagsyfirvalda.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

94.    Hallgerðargata 13     (01.349.501) 225433    Mál nr. BN055073
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stækka lóðina Hallgerðargata 13, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 23.07.2018.
Lóðin Hallgerðargata 13 (staðgr. 1.349.501, L225433) er talin 4523 m².
Bætt 48 m² við lóðina úr óútvísaða landinu (L218177).
Lóðin Hallgerðargata 13 (staðgr. 1.349.501, L225433) verður 4571 m².
Gert með samþykki skipulagsyfirvalda.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

95.    Lambhagavegur 23     (02.684.101) 189563    Mál nr. BN055075
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa' til að stækka lóðina Lambhagavegur 23, samanber meðfylgjandi uppdrætti, dags. 26.07.2018.
Lóðin Lambhagavegur 23 (staðgr. 2.684.101, L189563) er talin 41100 m².
Lóðin reynist 41102 m².
Bætt 3240 m² við lóðina úr óútvísaða landinu (L221447).
Lóðin Lambhagavegur 23 (staðgr. 2.684.101, L189563) verður 44342 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29.06.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06.07.2018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

96.    Laugavegur 33     (01.172.118) 101454    Mál nr. BN055067
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að hnitsetja lóðirnar Laugavegur 33,35 og Vatnsstígur 4, samanber meðfylgjandi uppdrátt, dagsettur 30.07.2018.
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) er talin 390,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 393 m².
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) verður 393 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) er talin 501,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 501 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) verður 501 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) er talin 351,9 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 354 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) verður 354 m².
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulags- og bygginganefnd þann 19.03.2003, samþykkt í borgarráði þann 25.03.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28.05.2003.
Sjá einnig deiliskipulag fyrir lóðina Laugaveg 35 sem var samþykkt í borgarráði þann 23.09.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. okt. 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

97.    Laugavegur 35     (01.172.117) 101453    Mál nr. BN055068
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að hnitsetja lóðirnar Laugavegur 33,35 og Vatnsstígur 4, samanber meðfylgjandi uppdrátt, dagsettur 30.07.2018.
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) er talin 390,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 393 m².
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) verður 393 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) er talin 501,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 501 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) verður 501 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) er talin 351,9 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 354 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) verður 354 m².
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulags- og bygginganefnd þann 19.03.2003, samþykkt í borgarráði þann 25.03.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28.05.2003.
Sjá einnig deiliskipulag fyrir lóðina Laugaveg 35 sem var samþykkt í borgarráði þann 23.09.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. okt. 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

98.    Vatnsstígur 4     (01.172.119) 101455    Mál nr. BN055069
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að hnitsetja lóðirnar Laugavegur 33,35 og Vatnsstígur 4, samanber meðfylgjandi uppdrátt, dagsettur 30.07.2018.
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) er talin 390,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 393 m².
Lóðin Laugavegur 33 (staðgr. 1.172.118, L101454) verður 393 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) er talin 501,8 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 501 m².
Lóðin Laugavegur 35 (staðgr. 1.172.117, L101453) verður 501 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) er talin 351,9 m².
Lóðin reynist eftir hnitsetningu 354 m².
Lóðin Vatnsstígur 4 (staðgr. 1.172.119, L101455) verður 354 m².
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulags- og bygginganefnd þann 19.03.2003, samþykkt í borgarráði þann 25.03.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28.05.2003.
Sjá einnig deiliskipulag fyrir lóðina Laugaveg 35 sem var samþykkt í borgarráði þann 23.09.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. okt. 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:35

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigríður Maack    Jón Hafberg Björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Gunnar Logi Gunnarsson
Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 5 =