Fundur nr. 389

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 6. janúar var haldinn 389. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. janúar sl., þar sem lagt er til að ganga að tilboði LNS Sögu ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13811 Vesturbæjarskóli viðbygging. Uppsteypa/utanhússfrágangur. R16110097.
Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. janúar sl., þar sem lagt er til að ganga að tilboði LNS Sögu ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í EES útboði nr. 13805 Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi. Uppsteypa og utanhússfrágangur. R16100118.
Innkauparáð samþykkti að taka erindið á dagskrá.

- Kl. 12.34 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

Samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Frestað.
Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar á næsta fundi til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

4. Lagt fram yfirlit skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2015. R16010079.

5. Lagt fram yfirlit skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit. Innkauparáð óskar eftir því að frá upphafi árs 2017 komi yfirlitin brotin niður á mánuði og án innkaupa sem þegar hafa hlotið afgreiðslu innkauparáðs.

6. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2015. R16010079.
Frestað.
Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar á næsta fundi til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

7. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Frestað.
Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar á næsta fundi til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

8. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í desember 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.


Fundi slitið kl. 13.08

Magnea Guðmundsdóttir

Kristján Freyr Halldórsson Börkur Gunnarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 6 =