Fundur nr. 383 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 383

STJÓRN SORPU BS.

Ár 2018, föstudaginn 26. janúar fór fram 383. fundur stjórnar SORPU bs. Fundurinn fór fram á skrifstofu byggðasamlagsins og hófst kl. 07.30. Mætt voru: Halldór Auðar Svansson, Guðmundur Geirdal, Sigrún Edda Jónsdóttir,  Sturla Þorsteinsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Hafsteinn Pálsson. Bjarni Torfi Álfþórsson og Kolbrún Þorsteinsdóttir tilkynntu forföll. Framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni Hjarðar og Guðrún Eva Jóhannesdóttir skrifstofustjóri.  Gestir undir lið  5 voru Einar Thor Bjarnason og Kristján Einarsson frá Intellecta.

Tekið fyrir:

1.    Lögð fram niðurstaða útboðs á byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi.
Tilboð í byggingu gas- og jarðgeraðarstöðvar sem auglýst var á evrópska efnahagssvæðinu voru opnuð þriðjudaginn 23. janúar kl. 11.00.  Allst bárust 5 tilboð frá 4 aðilum þar af eitt frávikstilboð.  Eftir yfirferð og smávægilegar leiðréttingar eru tilboðin sem hér segir:

Bjóðandi    Tilboðsupphæð með vsk
1.    Ístak hf    4.755.558.373,-
2.    ÍAV hf.    4.546.478.909,-
3.    ÍAV hf. frávikstilboð    4.095.226.313,-
4.    Munck Íslandi    4.857.413.614,-
5.    Mannverk ehf.    7.493.775.730,-
Kostnaðaráætlun    3.609.380.000,-

Tilboð hafa ekki verið metin með tilliti til tæknilegs og fjárhagslegs hæfis bjóðenda en sú vinna er í gangi.  Málinu frestað.

2.    Lögð fram niðurstaða fjármálastjóra sveitarfélaganna um hugsanlegar fjármögnunarleiðir fyrir gas- og jarðgerðarstöðvar. Jafnframt fer fram kynning á útreikningum á tillögu fjármálastjóranna og hugsanlegar breytingar vegna hærri tilboða en áætlun gerir ráð fyrir.

3.    Fram fer kynning á fundum með framkvæmdastjóra Strætó og forstjóra Orkuveitunnar um hugsanlegt samstarfs þessara aðila um nýtingu metans í almenningssamgöngum.  Jafnframt lagt fram minnisblað Lögmannsstofunnar Mörkin um málefnið.
Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

4.    Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar um úthlutun lóðar fyrir gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.

5.    Fram fer kynning á undirbúningi á sjálfsmati stjórnar en slíkt sjálfsmat er hluti af góðum stjórnarháttum og hefur innri endurskoðun bent á nauðsyn slíkrar skoðunar sem og mati stjórnar á störfum framkvæmdastjóra. 
Tillögu Intellecta að verkefninu samþykkt.

Einar Thor Bjarnason og Kristján Einarsson frá Intellecta taka sæti á fundinum undir þessum lið. Stjórn samþykkir tillögu Intellecta að verkefninu.

6.    Fram fer kynning á niðurstöður rannsóknar Recource International á innihaldi sorpbagga sem urðaðir eru í Álfsnesi. Stjórn þykir ástæða til að hvetja fyrirtæki og stofnanir til betri flokkunar á endurvinnsluefni eins og pappír og plasti.

7.    Lögð fram fundargerð samráðsnefndar sorpsamlaganna frá 10. janúar sl. Jafnfrkynnt drög að viljayfirlýsingu um samstarf/sameiningu. Stjórn felur formanni að ganga frá viljayfirlýsingunni fyrir hönd SORPU bs.

8.    Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins, dags. 15. desember 2017, og svar lögmanns SORPU bs., dags. 9. janúar 2018.

9.    Fram fer kynning á niðurstöðum útboðs Reykjavíkurborgar á ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar

10.    Lagður fram samningur SORPU og Sorpstöðvar Suðurlands bs. um móttöku úrgangs af suðurlandi sem gildir til 31. janúar 2018.  Stjórn staðfestir samninginn.

Næsti fundur ákveðinn 16. febrúar kl. 07.30.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið klukkan 09.20.

Fundarritari Guðrún Eva Jóhannesdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =