Fundur nr. 380 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 380

STJÓRN SORPU bs.

Ár 2017, föstudaginn 27. október, var haldinn 380. fundur stjórnar Sorpu bs. Fundurinn var haldinn  á skrifstofu byggðasamlagsins  og hófst hann kl.07.30. Mætt voru Halldór Auðar Svansson, Hafsteinn Pálsson, varamaður fyrir Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur, Guðmundur Geirdal, Bjarni Torfi Álfþórsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Sturla Þorsteinsson boðaði forföll, varamaður Garðabæjar boðaði einnig forföll. Einnig sátu fundinn efitrfarandi starfsmenn: framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni Hjarðar og Guðrún Eva Jóhannesdóttir skrifstofustjóri.

Tekið fyrir:

1.    Fram fer kynning á stöðu í undirbúningi gas- og jarðgerðarstöðvar, gerð útboðsgagna og viðræðum við Reykjavíkurborg vegna lóðar í Álfsnesi.

2.    Lögð fram fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 27. september 2017.

3.    Lögð fram skýrsla með niðurstöðum starfshóps um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðvanna.

Stjórn Sorpu bs. leggur fram svohljóðandi bókun:

Stjórn fagnar niðurstöðum starfshópsins sem eru í samræmi við ábendingar SORPU um hvaða verkefni geti verið til hagræðingar á endurvinnslustöðvunum.  Stjórn hvetur sveitarfélögin og stjórn SSH til að taka næstu skref í takt við niðurstöðu hópsins. Stjórn hvetur jafnframt verkefnisstjórn sorpsamlaganna á Suðvestur landi til að hraða vinnu við gerð svæðisáætlunar.  Staða verkefnisins verði kynnt sveitarfélögunum við fyrsta tækifæri.

4.    Fram fer kynning á drögum að samningi við EKO Eignir ehf. 
Samþykkt.

5.    Lögð fram að nýju drög að áhættustefnu SORPU.
Stjórn samþykkir áhættustefnu og verður stefnan kynnt á næsta eigendafundi.

6.    Lagður fram samningur um móttöku úrgangs frá SOS bs.  Samningur við SOS rann út þann 15. október sl., en var framlengdur eftir að samþykki stjórnarmanna SORPU lá fyrir með tölvupóstum.
Samningurinn er framlengdur til 30. nóvember 2017.

7.    Tilkynnt að Aðalfundur SORPU bs. verður haldinn í Mosfellsbæ næstkomandi föstudag þann 3. nóvember. Fundurinn er haldinn sameiginlega með öðrum byggðasamlögum.

8.    Lögð fram ársskýrsla SORPU fyrir árið 2017 og eintak af rekstraráætlun 2018 – 2022.

9.    Samþykkt að næsti fundur verði haldinn 24. nóvember kl. 07.30.

Fundi slitið klukkan 09.30.


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 5 =