Fundur nr. 379

Stjórn Sorpu bs.

Ár 2017, föstudaginn 29. september, var haldinn 379. stjórnarfundur SORPU bs. á skrifstofu byggðasamlagsins og hófst hann kl. 7.30. Mættir: Halldór Auðar Svansson, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Geirdal, Sturla Þorsteinsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni Hjarðar og Guðrún Eva Jóhannesdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Tekið fyrir:

1. Rekstraráætlun 2018-2022
Framkvæmdastjóri kynnir drög að rekstraráætlun 2018-2022. Stjórn samþykkir áætlunina.

2. Fyrirspurn frá bæjarstjóra Kópavogs
Lagt fram svarbréf við erindi bæjarstjóra Kópavogs.

3. Verklagsreglur um birtingu fundargagna af stjórnarfundum
Lögð fram drög aftur að verklagsreglum um birtingu gagna af stjórnarfundum SORPU. Stjórn samþykkir.

4. Samferða – ferðaskýrsla stjórnar SOPRU bs., Kölku sf., SOS bs. og Sorpurðunar Vesturlands hf.
Framkvæmdastjóri kynnir samantekt á ferðaskýrslu.

Næsti fundur:
Næsti fundur ákveðinn 27. október kl. 7.30.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9.00

Halldór Auðar Svansson Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Guðmundur Geirdal Sturla Þorsteinsson
Bjarni Torfi Álfþórsson Rósa Guðbjartsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 2 =