Fundur nr. 378 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 378

STJÓRN SORPU BS.

Ár 2017, miðvkudaginn 6. september 2017 var haldinn 378. fundur stjórnar SORPU bs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu byggðasamlagsins og hófst kl. 07.00. Mætt voru Halldór Auðar Svansson, Hafsteinn Pálsson, Guðmundur Geirdal,  Sturla Þorsteinsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig sátu fundinn framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson og Guðrún Eva Jóhannesdóttir skrifstofustjóri. Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir boðuðu forföll. 
Fundarritari var Guðrún Eva Jóhannesdóttir

Tekið fyrir:

1. Fram fer kynning á forsendum rekstraráætlunar sem kynntar voru og ræddar á eigendafundi þann 4. september sl. Einnig lögð fram drög að rekstraráætlun 2018-2022. Frestað.

- Kl. 7.50 víkur Rósa Guðbjartsdóttir af fundinum.

2. Fram fer kynning á niðurstöðu lokaðs útboðs á metani, en alls bárust tvö tilboð.

3. Fram fer kynning á drögum að að verklagsreglum um birtingu gagna af stjórnarfundum SORPU.
Frestað.

4. Fram fer umræða um möguleika á nýtingu jarðvegsbætis úr fyrirhugaðri gas-og jarðgerðarstöð ræddir. Allar forsendur eru fyrir því að hægt sé að nýta efnið til uppgræðslu í nærumhverfi höfuðborgarsvæðisins sem og víðar.

Árni Bragason landgræðslustjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 09.30

Halldór Auðar Svansson

Hafsteinn Pálsson Guðmundur Geirdál
Sturla Þorsteinsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 1 =