Fundur nr. 37

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, mánudaginn 25. september, var haldinn 37. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á nýjum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í Reykjavík.
Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að semja erindi til viðeigandi aðila vegna skorts á aðgengi fyrir alla við þau stæði sem skilgreind eru við nýjar hleðslustöðvar.

Ársæll Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Laugarnesskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.

3. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Grandaskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.

4. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Vogaskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.

5. Lögð fram tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 22.9.2017, að málun og skiltun bílastæða fyrir fólk með hreyfihömlun við Fellaskóla.
Samþykkt.

6. Fram fer umfjöllun um gátlista umhverfis- og skipulagssviðs vegna aðgengismála.

7. Lögð fram dagskrá ferlinefndarfunda fram að áramótum.

Fundi slitið kl. 14.27

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 4 =