Fundur nr. 369

FUNDARGERÐ STJÓRNAR SORPU BS.

Ár 2016, föstudaginn 16. desember 2016 var haldin 369. fundur stjórnar SORPU bs. á skrifstofu byggðasamlagsins og hófst kl. 10.00. Bjarni Torfi Álfþórsson, Halldór Auðar Svansson, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Geirdal, Sturla Þorsteinsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni Hjarðar og Sigríður B. Einarsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins undir lið 1 voru Ólafur Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir frá endurskoðunarnefnd SORPU og Auðbjörg Friðgeirsdóttir innri endurskoðandi frá PWC.

1. Lagt fram bréf frá Hafnarfjarðarbæ um kosningu nýs varamanns í stjórn SORPU bs. þann 7. desember sl., Einar Birkir Einarsson sem kemur í stað Guðlaugar Kristinsdóttur.

2. Fram fer kynning innri endurskoðunar á verkefnis-  og áhættumati 2016.

Auðbjörg Friðgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram minnisblað frá Mannvit dagsett 14.12.16 um niðurstöðu útboðs á sorppressu.  Þrjú tilboð bárust og er niðurstaðan þessi eftir yfirferð:
International Baler Corporation ISK 83.509.948,-
RCP Systems (Macpress)  ISK 78.223.123,-
UnoTec    ISK 52.555.605,-
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að semja við lægstbjóðanda.

4. Fram fer kynning á stöðu viðrnaur við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. (Kölku)

5. Lag fram erindi stjórnar sorpstöðva Suðurlands bs. um framlenginu á samningi aðila um móttöku SORPU á úrgangi frá suðurlandi.
Samþykkt að heimila framlengingu samnings um 3 mánuði, þ.e. til 31.3.2017. Stjórn leggur áherslu á, að þeim tíma liðnum liggi  tímasett áætlun SOS um framhald á samstarfi þ.m.t. möguleikar á urðunarstað í landi Ölfuss.

6. Fram fer kynning á vísitölubreytingu gjaldskrár um áramót. Almenn gjaldskrá tekur breytingum skv. þróun vísitölu frá 1. júní og hækkar um 0,97% um áramót. Gjaldskrá endurvinnslustöðva tekur sömu breytingum auk þeirra breytinga sem áður voru ákveðnar.

7. Fram fer kynning á niðurstöðum könnunar á lyktarmálum í Leirvogstungu. Lögð fram viðhorfskönnunar meðal íbúa Leirvogstungu og nágrennis, dags. nóvember 2016, sem gerð hefur verið árlega meðal íbúa í Leirvogstungu.

8. Fram fer kynning á fundi samráðsnefndar sorpsamlaganna á suðvesturlandi er fram fór 10. nóvember 2016 . Á þeim fundi var rætt um áframhaldandi samstarf og nauðsyn á endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

9. Fram fer kynning á jólaúthlutun Góða hirðisins 2016 fram fer í húsnæði Góða hirðisins þriðjudaginn 20. desember nk. kl 10.30.

10. Lagðar fram til kynningar framkomnar fyrirspurnir um útgjöld við ferðalög og launagreiðslur til einstakra stjórnmálaflokka og svör framkvæmdastjóra við þeim.

11. Samþykkt að næsti fundur stjórnar SORPU verður föstudaginn 27.1.17  kl. 13.00

Fundi slitið klukkan 14.45

Halldór Auðar Svansson
Sturla Þorsteinsson Guðmundur Geirdal
Rósa Guðbjartsdóttir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Sigríður Björg Einarsdóttir Björn H. Halldórsson
Bjarni Hjarðar Bjarni Torfi Álfþórsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 3 =