Fundur nr. 358

SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Ár 2017, þriðjudaginn 7. mars var haldinn 358. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.  Fundurinn var haldinn í Bláfjöllum og hófst kl. 09.10. Mætt voru Eva Einarsdóttir formaður, Magnús Örn Guðmundsson Seltjarnarnesi, Björg Fenger Garðabæ, Anný Berglind Thorstensen Kópavogi og Theódór Kristjánsson Mosfellsbæ. Pétur Óskarsson Hafnarfirði boðaði forföll. Jafnframt sátu fundinn Steingrímur Hauksson áheyrnarfulltrúi, Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 23. des. 2016, þar sem fram kemur að Eva Einarsdóttir verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í samstarfsnefnd skíðasvæðanna.

2. Lagt fram bréf bæjarritara Garðabæjar, dags. 3. febrúar 2016, þar sem fram kemur að Björg Fenger verði fulltrúi Garðabæjar í samstarfsnefnd skíðasvæðanna.

3. Lagt fram bréf bæjarstjórnar Kópavogs, dags. 10. febrúar 2016, þar sem fram kemur að bókað hafi verið á fundi bæjarráðs 9. feb. sl. um bilun í lyftum í Bláfjöllum.

4. Fram fer umræða um um endurbætur á svæðunum sem ráðast þarf í og um vinnu við framtíðarsýn skíðsvæðanna.

5. Fram fer umræða um um mál varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á skíðasvæðum.
Vísað til skoðunar framkvæmdastjóra og sviðsstjóra ÍTR.

Fundi slitið kl. 10.10

Eva Einarsdóttir

Björg Fenger Theódór Kristjánsson
Magnús Örn Guðmundsson Anný Berglind Thorstensen

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 7 =