Fundur nr. 356

Samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Ár 2016, miðvikudaginn 14. desember var haldinn 356. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi, 3. hæð Arnarholti og hófst kl. 09:05.
Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Magnús Örn Guðmundsson Seltjarnarnesi, Björg Fenger Garðabæ, Anný Berglind Thorstensen, Kópavogi, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Mosfellsbæ og Pétur Óskarsson Hafnarfirði. Jafnframt: Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.  Lagður fram undirritaður samningur milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna.

2. Lagt fram bréf bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar dags. 7. desember sl. þar sem fram kemur að fulltrúi Seltjarnarness í samstarfsnefndinni verði áfram Magnús Örn Guðmundsson.

3. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðunni í fjöllunum. Byrjað er að ráða inn starfsfólk í lykilstöður. Búið er að kaupa ljósavél í Bláfjöll sem keyrir lyfturnar ef rafmagnið fer.

4. Lagt fram yfirlit um framkvæmdir 2017-2019.

Fundi slitið kl. 09:50

Eva Einarsdóttir

Björg Fenger Kolbrún G Þorsteinsdóttir
Magnús Örn Guðmundsson Anný Berglind Thorstensen
Pétur Óskarsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 4 =