Fundur nr. 327 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 327

VELFERÐARRÁÐ

 

Ár 2018, fimmtudaginn 15. mars, var haldinn 327. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12 – 14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Margét Norðdahl. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Elínrós Hjartardóttir ritaði fundagerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

 

2. Samþykkt að taka umræðu um skýrslu innri endurskoðunar, dags. 14. mars 2018, um verkferla Barnaverndar Reykjavíkur á dagskrá, ásamt minnisblaði sviðsstjóra um aðgerðir til úrbóta dags. 15. mars 2018.

 

- Kl. 13.14 tekur Herdís Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 15.mars 2018:

 

Velferðarráð samþykkir að óska eftir fjárheimild að fjárhæð 39,3 mkr. við borgarráð til að styrkja barnaverndarstarf og umgjörð starfsmannamála á velferðarsviði með eftirfarandi aðgerðum: 1. Ráðningarferli styrkt með öflun sakavottorða bæði við upphaf ráðningar og reglulega á meðan ráðningartíma stendur. Kostnaður innifalinn í síðustu tillögu að neðan. 2. Almenningi auðveldað að tilkynna um aðstæður barna og athugaverða háttsemi með rafrænum ábendingahnappi á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Kostnaður 4,2 mkr. 3. Aukið öryggi barna sem dvelja í sólarhringsúrræðum Barnaverndar Reykjavíkur, Mánabergi og Hraunbergi, með eflingu næturvakta. Kostnaður 18,1 mkr. 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnenda og starfsmanna um kynferðisbrot gegn börnum. Kostnaður 1 mkr. 5. Skimun fyrir ofbeldi verður hluti af verklagi.Kostnaður 1 mkr. 6. Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur aukinn með eflingu mannauðsþjónustu velferðarsviðs. Kostnaður 15 mkr.

 

Greinargerð fylgir tillögu.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs

 

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Velferðarráð þakkar innri endurskoðun úttekt á verkferlum í Barnavernd Reykjavíkur. Börn eiga rétt á vernd og umönnun og það er mikið áfall þegar ofbeldi gegn börnum á sér stað. Það er ábyrgð fullorðinna að bregðast við ef grunur um ofbeldi eða áreitni gegn barni kemur upp og því þarf að tryggja að auðvelt sé að koma á framfæri slíkum ábendingum innan borgarinnar, jafnvel nafnlaust en borgarstjórn hefur þegar óskað eftir að sá möguleiki verði skoðaður. Mikilvægt er að standa með þolendum ofbeldis og taka frásagnir þeirra trúanlegar og vinna gegn þeirri þöggun sem umlykur kynferðisbrot í okkar samfélagi. Þó svo að úttektin sýni að núgildandi ferlar hafi reynst í samræmi við barnaverndarlög er ljóst að mistök vou gerð þegar ekki var brugðist við upplýsingum um að meintur sakborningur væri í vinnu hjá Reykjavíkurborg og starfaði með ungmennum. Reykjavíkurborg getur gengið lengra en lög kveða á um í þessum málum og er fullur vilji til þess að það verði gert þegar um er að ræða öryggi og velferð barna. Velferðarráð tekur niðurstöðu útektarinnar mjög alvarlega og mikilvægt er að brugðist verði við þeim ábendingum sem fram koma af festu og fagmennsku og þær tillögur sem við samþykktum hér á fundinum eru liður í því. Velferðarráð telur að breyta þurfi lögum er varða heimildir til upplýsingaöflunar og felur velferðarráð velferðarsviði að hefja samtal við ríkið sem nú vinnur að nýjum lögum um félagsþjónustu til skýra betur þessar lagaheimildir til að minnka líkur á að mál falli á “grátt svæði". Velferðarráð telur rétt að auka áhættustýringu og eftirlit með allri velferðarþjónustu og telur rétt að vinna að því í samtali við ríkið.

 

Hallur Símonsson, innri endurskoðandi, Jenný Stefanía Jensdóttir hjá innri endurskoðun og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri, taka sæti undir þessum lið.

 

3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, ásamt stöðumati, dags. 5. mars 2018, um að flýta fjölgun félagslegra íbúða sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs frá 17. ágúst 2017 og 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. ágúst 2017.

 

Auðun Freyr Ingvarsson og Andri Sigurðsson frá Félagsbústöðum, og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, taka sæti undir þessum lið.

 

4. Lagðar fram niðurstöður NASKUR ehf, dags. 2018, varðandi stöðumat í stuðningsþjónustu

 

- Kl. 15.27 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi og Ólafur Kr. Guðmundsson tekur þar sæti.

 

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Velferðarráð þakkar fyrir ítarlega og góða vinnu við að kortleggja stöðuna á stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Skv. bókun velferðarráðs þann 2. nóvember sl. var sviðsstjóra falið að hefja heildarendurskoðun á fyrirkomulagi þjónustunar. Nú liggur fyrir ítarlegt stöðumat ásamt tillögum að breytingum á stuðningsþjónustu. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram tillögur á grundvelli stöðumatsins sem hér liggur fyrir. Það er að mati fulltrúanna forgangsmál að vinna tillögur að breytingum hratt og vel en halda áfram að vanda til verka.

 

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina fagnar því að loks sé búið að fara í þá vinnu að skoða hvað þarf að gera til að efla, bæta og nútímavæða stuðningsþjónustuna. Framsókn og flugvallarvinir hafa ítrekað bent á það í gegnum tíðina í bókunum að mikilvægt sé að endurskoða reglurnar til þess að koma betur til móts við notendur, að það þurfi að samræma þjónustuna og verkferla milli þjónustumiðstöðva og að ekki sé ásættanlegt að fjármunir sem ætlaðir eru í þjónustuna séu búnir þegar að líða fer á árið og það komi niður á þjónustunni.

 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagsfræðingur og félagsráðgjafi, og Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 

5. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 11. mars 2018,við fyrirspurn velferðarráðs um þau atvik sem upp hafa komið nýlega, fjölda kvartana sem hafa borist og hvaða aðgerða hefur verið gripið til, til þess að bregðast við atvikum, sbr. 4. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. mars 2018.

 

-        Kl. 15:55 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi og Margrét Norðdahl tekur þar sæti.

 

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdarstjóri og Erlendur Pálsson, sviðsstjóri farþegaþjónustu Strætó BS, og Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, taka sæti undir þessum lið.

 

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðstjóra, dags. 6. mars 2018, ásamt fylgigögnum:

 

Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um akstursþjónustu aldraðra ásamt gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra.

 

Greinargerð fylgir tillögu.

Samþykkt.

 

Sigurbjörg Fjölnisdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

 

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga velferðarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, dags. 5. mars 2018, ásamt minnisblaði um greiningu á hækkun hjónakvarðar, dags. 9. febrúar 2018:

 

Lögð er til breyting á 3. mgr. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, þess efnis að stuðullinn 1,5 af grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks verði hækkaður upp í 1,6.

 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

 

8. Lagt fram minnisblaðs sviðsstjóra, dags. 5. mars 2018, vegna áætlunar um fjölda og kostnað nýrra NPA samninga á árinu 2018.

 

- Kl. 16.19 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundi.

 

Sigurbjörg Fjölnisdóttir deildarstjóri tekur sæti undir þessum lið.

 

9. Lagt fram lokastöðumat á stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2017.

 

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Velferðarráð þakkar fyrir lokastöðumat á aðgerðaráætlun með stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara 2013-2017. Ný stefna í málefnum eldri borgara var samþykkt í borgarstjórn þann 6. mars sl. Velferðarviði er falið að útbúa drög að nýrri aðgerðaráætlun á grundvelli nýsamþykktrar stefnu og leggja fyrir velferðarráð fyrir lok júní 2018.

 

- kl. 16.15 víkur Áslaug Friðriksdóttir af fundi.

 

10. Fram fer kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Maskínu 2017 er varða starfsemi og þjónustu á velferðarsviði.

Frestað.

 

11. Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs fyrir janúar 2018, dags. 7. mars 2018.

 

12. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

 

Hversu mörg slys hafa orðið á þjónustuþegum ferðaþjónustu fatlaðra í tengslum við akstursþjónustuna á árunum 2015, 2016, 2017 og það sem af er ársins 2018? Einnig hvaða ferli fer af stað eða viðbragðsáætlun ef að slys verður á einstaklingi sem verið er að flytja ? Hversu há upphæð og/eða hve mikill hluti af kostnaði fer í leigubílaakstur og annan akstur sem tekur við ef að bílar sem ætlaðir eru í þjónustuna anna ekki álaginu ?

 

Fundi slitið kl. 16.33

 

Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)

 

Sverrir Bollason (sign)                                                          Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)

Ólafur Guðmundsson (sign)                                                  Margrét Norðdahl (sign)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 12 =