Fundur nr. 326 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 326

Velferðarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 1. mars, var haldinn 326. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.07 að Borgartúni 12 – 14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Áslaug Friðriksdóttir og Örn Þórðarson. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir. Fundarritari var Elínrós Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

-    kl. 12:13 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á áfangaskýrslu starfshóps um niðurlagningu herbergjasambýla.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar fyrir áfangaskýrslu starfshóps um niðurlagningu herbergjasambýla. Starfshópnum er falið að vinna áfram með þær tillögur sem kynntar eru í skýrlsunni. Velferðarráð tekur undir það sem fram kemur í áfangaskýrslunni að á sumum heimilanna hafi íbúar tengst miklum vináttuböndum enda búið saman í áratugi. Vandasamt getur verið að finna bestu mögulegu lausnina fyrir hvern og einn. Mikilvægt er að vinna að framtíðarlausnum í samráði við íbúa, aðstandendur þeirra, persónulega talsmenn, starfsfólk og hagsmunasamtök. Einnig er mikilvægt að horft sé til reynslu nágrannaþjóða af sama verkefni þannig að hægt sé að vinna að lausn þess á sem farsælastan hátt.

3.    Fram fer kynning á vinnu með umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Velferðrráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar yfirferð þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og óskar eftir því að sviðið fari í viðræður við ríkið um þjónustu við þann hóp sem stendur utan við allla þjónustu og kallast útlendingar í neyð. Ljóst er að þjónusta við þennan hóp er umtalsverð á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og ótækt að ekki sé greitt fyrir þá þjónustu.

Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdarstjóri ÞVMH, og Magdalena Kjartansdóttir, deildarstjóri taka sæti undir þessum lið.

4.    Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn velferðarráðs til Strætó bs.

Velferðarráð óskar eftir upplýsingum frá Strætó bs. um þau atvik sem upp hafa komið í ferðaþjónustu fatlaðs fólks upp á síðkastið. Einnig óskar ráðið eftir samantekt um fjölda kvartana frá notendum og hversu hátt hlutfall ferða er umfram þau tímamörk sem fram koma í kröfulýsingu sl. ár. Einnig óskar velferðarráð eftir upplýsingum um hvaða aðgerða hefur verið gripið til, til að bregðast við alvarlegum atvikum í þjónustunni sem hafa átt sér stað upp á síðkastið.

-    kl. 13:05 fer fram vettvangsferð velferðarráðs í neyðarhúsnæði í Víðinesi og Gistiskýlið Lindargötu.

Fundi slitið kl. 13.05

Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign)                Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)
Örn Þórðarson (sign)                    Sverrir Bollason (sign)
Gunnar Alexander Ólafsson (sign)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 2 =