Fundur nr. 325 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 325

Velferðarráð

Ár 2018, fimmtudaginn 22. febrúar, var haldinn 325. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.00 að Borgartúni 12 – 14. Fundinn sátu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Heiða Björk Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Örn Þórðarson. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Elínrós Hjartardóttir, Helga Jóna Benediktsdóttir og 
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
    
Anna Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, og Sigurveig Helga Jónsdóttir, verkefnastjóri, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram drög að stefnu Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022, ódags., ásamt minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. febrúar sl.
Vísað til borgarráðs.

3.    Fram fer kynning á verkáætlun innri endurskoðunar vegna úttektar á verkferlum hjá Barnavernd Reykjavíkur í tengslum við kæru á hendur stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg um kynferðisafbrot gagnvart börnum. 

4.    Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 9. febrúar 2018, við fyrirspurn velferðarráðs, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. febrúar 2018, þar sem óskað var eftir greiningu á því að hækka hjónakvarða fjárhagsaðstoðar til samræmis við það sem gerist hæst í nágrannasveitarfélögunum. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar , Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Velferðarsviði er falið að undirbúa breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð þannig að hjónakvarði verði hækkaður úr 1.5 í 1.6 til samræmis við önnur sveitarfélög.

Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

5.    Fram fer kynning á hvatningarverðlaunum velferðarráðs, tilnefningum og niðurstöðum valnefndar. 

6.    Lagt fram svar mannauðsstjóra velferðarsviðs, dags. 14. febrúar sl., við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs frá 16. nóvember 2017 um ofbeldi sem starfsmenn velferðarsviðs hafa orðið fyrir í starfi. 

Anna Guðmundsdóttir skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lögð fram drög að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara 2018-2022, ódags., ásamt minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. febrúar sl.
Vísað til borgarráðs.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Velferðaráð þakkar fyrir góða vinnu við mótun stefnu í málefnum eldri borgara. Velferðarsviði er falið að vinna aðgerðaráætlun í kjölfar samþykktar stefnunnar. Einnig óskar velferðarráð eftir stöðumati á aðgerðaráætlun með þeirri stefnu sem var í gildi út árið 2017.

Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um fjölgun dagdvalarrýma í Reykjavík dags 12. febrúar 2018. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Í drögum að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara kemur fram að unnið verði að því í samvinnu við ríkið að fjölga dagvalarrýmum í Reykjavík. Tryggja þarf gott aðgengi fyrir Reykvíkinga bæði að almennri dagdvöl og dagdvöl fyrir heilabilaða. Dagdvöl er rekin á daggjöldum frá ríkinu. Nú hefur ráðuneytið samþykkt erindi borgarinnar um að fjölga dagdvalarrýmum um samtals 19. Um leið og velferðarráð fagnar fjölgun dagdvalarrýma vill ráðið ítreka beiðni velferðarsviðs um rekstur 30 almennra dagdvalarrýma við Sléttuveg í Reykjavík. Brýnt er að fá staðfestingu velferðarráðuneytis um heimild til slíkrar starfsemi sem fyrst þannig að hægt sé að hefja nauðsynlegan undirbúning svo hægt sé að hefja rekstur síðla árs 2019.

9.    Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 11. febrúar 2018, við fyrirspurn velferðarráðs, sbr. 8. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. febrúar 2018 um kostnaðarmat á hækkun hámarksfjölda ferða í ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík ef hámarksfjöldi ferða yrði afnuminn.

10.    Lögð fram að nýju, tillaga sviðsstjóra, með áorðnum breytingum, dags. 20. febrúar 2018, sbr. 8. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. febrúar 2018, varðandi breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Jafnframt lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra um tillöguna sem lagt var fram á fundi 1. febrúar 2018. 

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga velferðarráðs: 

Lagt er til að samþykki umsóknar þegar um varanlega hreyfihömlun er að ræða verði ótímabundið.
 
Samþykkt.

Reglurnar lagðar fram til samþykkis, svo breyttar, af hálfu ráðsins. 
Samþykkt. 

11.    Lagðar fram lykiltölur velferðarsviðs, dags. 15. febrúar 2018, fyrir tímabilið janúar til desember 2017. 

12.    Fram fer kynning á stöðu rafvæðingaferlis umsókna á velferðarsviði. 

13.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 22. janúar 2018, yfirlit yfir úrræði fyrir 16-18 ára, skv. beiðni velferðarráðs þann 18. janúar 2018.

-    Kl. 16:15 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.
-    Kl. 16:15 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundi.

14.    Fram fer kynning á samningi velferðarsviðs við SÁÁ 2015-2017. 

Stefanía Sörheller verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 16:35

Elín Oddný Sigurðardóttir formaður (sign)

Sverrir Bollason (sign)    Kristín Elfa Guðnadóttir (sign)
Áslaug Friðiriksdóttir (sign)    Örn Þórðarson (sign)
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 1 =