Fundur nr. 311 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 311

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 1. júní var haldinn 311. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.07 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning sviðsstjóra á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

2. Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri velferðarsviðs frá skrifstofu fjármála og reksturs vegna fjárhagsáætlunar 2018 – 2022, ásamt greinargerð, dags. 3. maí 2017.

- Magnús Már Guðmundsson tekur sæti á fundinum kl. 13.20.

3. Lögð fram drög að áherslum og forgangsröðun velferðarráðs fyrir árin 2018 – 2022.

4. Lögð fram drög að samningi Reykjavikurborgar og velferðarráðuneytisins um öryggisvistun/öryggisgæslu og þjónustu við einstaklinga með fjölþættar og sértækar stuðningsþarfir á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. maí 2017.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð tekur undir ábendingar velferðarsviðs um nauðsyn þess að sett verði lög um öryggisvistun fyrir einstaklinga með fjölþættar stuðningsþarfir. Um er að ræða sérhæft úrræði þar sem þarf að beita miklum þvingunum, og mikilvægt að fyrir hendi sé skýr lagarammi fyrir starfsemi af þessum toga. Velferðarráð felur velferðarsviði að upplýsa félags- og jafnréttismálaráðherra um mikilvægi slíkrar lagasetningar. Þetta er eitt af þeim úrræðum sem eru á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga og ljóst að erfitt verður að ráðast í framtíðarúrlausnir fyrr en lagaramminn er kominn og skýrt hvernig eftirliti skuli háttað. Velferðarráð óskar auk þess eftir samantekt frá velferðarsviði um öryggisvistun og öryggisgæslu, mögulega staðsetningu og stærð slíkrar vistunar og þá vinnu sem er yfirstandandi vegna þessara mála.

Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sbr. lið 7. fundargerðar velferðarráðs frá 4. maí 2017.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að velferðarráð vísi þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagsráðs að öllum ákvörðunum vegna áforma um öryggisheimili í Stjörnugróf verði frestað þar til fyrir liggur hvað felst í þeirri þjónustu samkvæmt lögum eða að opinber skilgreining á úrræðinu og þeirri þjónustu sem því fylgir liggi fyrir með öðrum hætti. Tekið er undir þá gagnrýni íbúa að ekki er nógu gott að borgin noti hugtakið “styrkt búseta” á einu sviði meðan “öryggisheimili” er notað á öðru.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins draga tillöguna til baka og leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins hefur verið tjáð að í framhaldi af samningi Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytisins muni umhverfis- og skipulagssvið auglýsa tillögu að staðsetningu stofnunar um öryggisvistun/öryggisgæslu í Reykjavík að nýju, ásamt skýringum um það úrræði sem fyrirhugað er að stofna. Þannig hafi íbúar aftur kost á að skila inn athugasemdum. Því draga fulltrúarnir tillöguna til baka.

6. Lagðar fram tillögur að úthlutun  fyrir verkefnið þvert á hverfi, úr forvarnarsjóði fyrir árið 2017.
Frestað.

7. Lagðar fram til kynningar úthlutanir hverfaráða úr forvarnarsjóði fyrir árið 2017.

8. Lagt fram minnisblað, dags. 17. maí 2017, frá skrifstofu þjónustunnar heim, um stöðu mönnunar í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum.

9. Lagt fram minnisblað, dags. 29. maí 2017, frá skrifstofu ráðgjafarþjónustu og deild gæða og rannsókna um lykiltölur vegna skjólaþjónustu, ásamt fylgigögnum.

Hrund Logadóttir , kennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérkennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði , Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis,
Arna Björk Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Helgi Hjartarson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Helgi Viborg, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Þorgeir Magnússon deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar  Árbæjar og Grafarholts, Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs og Guðmundur Sigmarsson, verkefnisstjóri á skrifstofu velferðarsviðs taka sæti sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 15.10 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum og Jórunn Pála Jónasdóttir tekurþar sæti.

10.  Framtíðarsýn þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í skólaþjónustu.

Hrund Logadóttir , kennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérkennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði , Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis,
Arna Björk Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Helgi Hjartarson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Helgi Viborg, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Þorgeir Magnússon deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar  Árbæjar og Grafarholts, Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs og Guðmundur Sigmarsson, verkefnisstjóri á skrifstofu velferðarsviðs taka sæti sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs á skólaþjónustu.

Hrund Logadóttir , kennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérkennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviði , Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði, Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis,
Arna Björk Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Helgi Hjartarson, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Helgi Viborg, deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Þorgeir Magnússon deildarstjóri skólaþjónustu þjónustumiðstöðvar  Árbæjar og Grafarholts, Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs og Guðmundur Sigmarsson, verkefnisstjóri á skrifstofu velferðarsviðs taka sæti sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 17.00 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundinum.
- Kl. 17.03 víkur Börkur Gunnarsson af fundinum.

Fundi slitið kl. 17.30

Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir  (sign)
Gréta Björg Egilsdóttir (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 18 =