Fundur nr. 3 | Reykjavíkurborg

Umhverfis- og heilbrigðisráð 

Ár 2018, miðvikudaginn 5.september kl. 13:07, var haldinn 3. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guðmundsson,  Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Rósa Magnúsdóttir Sigurjóna Guðnadóttir og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1, 2, 4 og 7.
Fjármálastjóri umhverfis- og skipulagsviðs situr fundinn undir liðum 8 – 10.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfismál

1.    SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 393 frá 17. ágúst 2018.


.    Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, staða mála og næstu skref         Mál nr. US140012
Kynnt staða mála og næstu skref varðandi Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: 
„Umhverfis- og heilbrigðisráð fagnar uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar. Með henni er stigið stórt framfaraskref í umhverfismálum þar sem unnt verður að nýta um 95% af öllum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Stöðin er hagkvæmasta og umhverfisvænasta lausnin á vinnslu lífræns heimilisúrgangs en einnig verður að hafa í huga að vinna verður markvisst að því að minnka umfang úrgangs frá heimilum með því m.a. að draga úr hvers kyns óþarfa umbúðum.“

Björn Halldórsson frá Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Loftlagsbókhald, niðurstöður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og áhættumat vegna aðlögunar að loftlagsbreytingum         Mál nr. US180210

Kynntar helstu niðurstöður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og áhættumat vegna aðlögunar að loftlagsbreytingum. 
Einnig er lagt fram minnisblað frá Mannviti dags. 14. ágúst 2018 varðandi mat á losun gróðurhúsalofttegunda 2017 og yfirlit frá ALTA dags.28. september 2017 yfir helstu áhættuþætti vegna loftslagsbreytinga í Reykjavík, leiðir til aðlögunar og staða mála.

Kynnt.

4.    Græna netið, erindisbréf         Mál nr. US180240

Lagt fram erindisbréf starfshóps um innleiðingaráætlun Græna netsins dags. 23. ágúst 2018. 
Erindisbréf dags. 23. ágúst 2018 samþykkt.

(D) Ýmis mál

5.    Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Elliðaárdalur, friðlýsing         Mál nr. US180177

Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. ágúst 2018 um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að unnið verði að því að Elliðaárdalurinn verði friðlýstur vegna sérstaks náttúrufars og dýralífs. Einnig er lögð fram greinargerð.  
Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs 4. júlí 2018 bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson eftirfarandi:
„Það er ekki tilviljun að meirihlutinn í umhverfis- og heilbrigðisráði bregði á það ráð að fresta tillögu okkar sjálfstæðismanna um friðlýsingu Elliðaárdalsins. Enda liggur fyrir tillaga á  dagskrá skipulags- og samgönguráðs  í dag um að samþykkja nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingum sem ganga munu freklega á land Elliðaárdalsinn og gerir ráð fyrir umfangsmikilli starfsemi þar. Það undirstrikar enn frekar  nauðsyn þess að unnið verði að friðlýsingu Elliðaárdalsins og nærliggjandi umhverfi hans í samráði við umhverfisráðherra og umhverfisstofnun með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.“

Fulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar, Kristín Soffía Jónsdóttir og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: „Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030 var Elliðaárdalur í fyrsta skipti skilgreindur sem borgargarður og þar eru Elliðaárnar, bakkar þeirra og báðir hólmarnir hverfisverndaðar. Verðmætustu náttúruminjar Elliðaárdals eru því nú þegar undir hverfisvernd. Vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Stekkjabakka Þ73 er utan við skilgreindan borgargarð og raskar engum þáttum sem hafa verndargildi líkt og jarðmyndanir, fossar og gróður.
Í gildandi deiliskipulagi Elliðarárdals er verið að varðveita samfellda náttúrulega heild dalsins sem útivistarsvæði fyrir alla borgarbúa og tryggja til frambúðar tengingu milli byggðar og útmerkur Reykjavíkur. 
Ráðið leggur áherslu á að vinna við endurskoðun gildandi deiliskipulags Elliðaárdals verði lokið sem fyrst að teknu tilliti til þeirra verndarákvæða sem geti komið fram við þá vinnu. Miklu máli skiptir að tengja dalinn aðgerðum á sviði loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum. Árið 2014 var lögð fram tillaga í borgarráði um friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Svo virðist sem tillögunni hafi ekki verið fylgt eftir. Eins liggur fyrir að friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi hefur ekki sömu réttaráhrif og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Elliðaár og nærliggjandi svæði virðast því hvorki friðuð með hverfisvernd né samkvæmt náttúruverndarlögum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að unnið verði að því, í samráði við umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun, að Elliðaárdalur og nærliggjandi svæði verði friðlýst með þeim hætti sem kveðið er á um í 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.“
Fulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir bókar: “Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í Umhverfis- og heilbrigðisráði tekur heilshugar undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.”
Vísað til borgarráðs.

6.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, grassláttur         Mál nr. US180223

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  Arnars Þórðarsonar og Egils Þórs Jónssonar: 
„Kvartanir hafa borist frá borgarbúum um að grasslætti hafi víða verið ábótavant í sumar. Óskað er upplýsinga um hvenær sláttur hófst í ár, hversu oft var slegið og hvaða svæði í borgarlandinu hafi ekki verið sleginn og hver sé ástæða þess.“ Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs , skrifstofu rekstur og umhirðu dags. 30. ágúst 2018. 
Kynnt.

7.    Lögð fram tillaga umhverfis- og heilbrigðisráðs:, Skipun stýrihóps um endurskoðun aðgerðaáætlunar í úrgangsmálum í Reykjavík         Mál nr. US180218

Lagt fram erindisbréf dags. 5. september 2018 vegna skipunar stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum í Reykjavíkurborg ásamt aðgerðaráætlun sem samþykkt var í janúar 2016 sem bar heitið "Framtíð úrgangsmála í Reykjavík, aðgerðaáætlun 2015-2020". 
Erindisbréf dags.5. september 2018 samþykkt.

8.    Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júní 2018.

Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Umhverfis- og skipulagssvið, sex mánaða uppgjör         Mál nr. US180238

Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til júní 2018.

Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10.    Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður         Mál nr. US170113

Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið apríl til júní 2018.

Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miðflokks 
fjöldi ruslastampa og tæmingu þeirra.         Mál nr. US180247

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks Mörtu Guðjónsdóttur, Egils Þórs Jónssonar og fulltrúa Miðflokksins Vigdísar Hauksdóttur varðandi fjölda ruslastampa og tæmingu þeirra. Óskað er upplýsinga um fjölda ruslastampa á almannafæri í borginni, sundurliðað eftir hverfum. Jafnframt er óskað upplýsinga um hversu oft þeir eru tæmdir.
Frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:00.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 


Líf Magneudóttir 


                               Kristín Soffía Jónsdóttir            Magnús Már Guðmundsson 


                               Sigurborg Ó. Haraldsdóttir             Egill Þór Jónsson    


                               Marta Guðjónsdóttir             Vigdís Hauksdóttir


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 8 =