Fundur nr. 295 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 295

FUNDARGERÐ STJÓRNAR STRÆTÓ BS. 

295. fundur
Föstudaginn 16. nóvember 2018 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. í Mjódd og hófst hann kl. 11:00.

Mætt voru:
Björg Fenger (BF), Kristín Soffía Jónsdóttir (KSJ) varamaður í stjórn, Helga Ingólfsdóttir (HI), Karen Halldórsdóttir (KH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ) og Ásgeir Sveinsson (ÁS).
Fundinn sat einnig Ástríður Þórðardóttir (ÁÞ), sviðsstjóri fjármála og rekstur sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundar:
1.    Árshlutareikningur 30.09.2018
2.    Leiðakerfi
3.    Persónuverndarstefna
4.    Innra eftirlit
5.    Vagnakaup – tafabætur
6.    Önnur mál

Tekið fyrir:

1.    Árshlutareikningur 30.09.2018
Sviðsstjóri fjármála og reksturs lagði fram og kynnti níu mánaða uppgjör félagsins 30. september 2018.  Árshlutauppgjörið er hvorki kannað né endurskoðað af endurskoðendum félagsins.  
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld fyrstu níu mánuði ársins er í takt við áætlun, en fjármagnsgjöld eru mun hærri en áætlað var. Skýrist það af 1.000 m.kr. lántöku til að dekka framlag Strætó í Brú lífeyrissjóð en framlagið var mun hærra en áætlun gerði ráð fyrir.
Stjórn staðfesti árshlutauppgjör 30. september 2018 með undirskrift sinni.
2.    Leiðakerfi
a)    Lilja Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur kom á fundinn og kynnti tillögur Hafnarfjarðarbæjar um leiðakerfisbreytingar innan Hafnarfjarðar og áhrif þessara breytinga á önnur sveitarfélög.
Stjórn felur Strætó að skoða fyrirliggjandi tillögur að breytingum á innanbæjarleiðarkerfi Hafnarfjarðar og á leið 21 og koma með tillögu að útfærslu og innleiðingu. 
b)    Fyrir fundinum liggur minnisblað skipulagssviðs þar sem farið er yfir fyrirhugaðar breytingar á leið 14 samhliða lokun gömlu Hringbrautar. Jafnframt liggur fyrir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. nóvember sl. á fyrirhuguðum breytingum.
Stjórn samþykkir breytingar á leið 14 í samræmi við fyrirliggjandi tillögur sem koma fram í minnisblaði skipulagssviðs dagsett 24. október 2018. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi í byrjun árs 2019.
 
c)    Fyrir fundinum liggur minnisblað skipulagssviðs er varðar færslu á leið 3 af Hverfisgötu yfir á Sæbraut, dagsett 24. október 2018. Með því að færa leiðina af Hverfisgötu yfir á Sæbraut myndast betri tenging við Hörpu og sérakrein sem búið er að útbúa þar, ásamt því að létta á álaginu á Hverfisgötu. Í dag aka sex leiðir Hverfisgötuna og fjölgar þeim í sjö eftir breytingu á leið 14 en engin leið ekur Sæbrautina í dag.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu, gert er ráð fyrir að breytingar á leið 3 taki gildi samhliða breytingu á leið 14.

3.    Persónuverndarstefna
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó fór yfir fyrirliggjandi drög að persónuverndarstefnu Strætó.
Stjórn samþykkti framlagða stefnu með þeim breytingartillögum sem komu fram á fundinum.

4.    Innra eftirlit
Sviðsstjóri fjármála og rekstrar fór yfir stöðuna á verkefnum sem farið var í til að bregðast við athugasemdum innri endurskoðandi frá því 13. apríl sl. 

5.    Vagnakaup - tafabætur
Sviðsstjóri fjármála og rekstrar kynnti tillögu Strætó af uppgjöri á tafabótum vegna örútboðs II, III og IV., tillagan var samþykkt af stjórn. 

6.    Önnur mál
a)    Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, tenging leiðarkerfis Vesturbæjar/Seltjarnarnes við Grandann í Reykjavík, dagsett. 25. október 2018.
Stjórn felur Strætó að koma með tillögur að lausn. 

b)    Erindi frá forstöðumanni Hins Hússins í Reykjavík, ósk um betri þjónustu við Rafstöðvarveg í Reykjavík í tengslum við flutning á starfsemi Hins hússins úr miðbænum að Rafstöðvarvegi 7 og 9 í febrúar 2019, dagsett 9. nóvember 2018.

Fyrir fundinum liggur minnisblað skipulagssviðs Strætó, dagsett 14. nóvember 2018, þar sem fram kemur að erfitt verði að gera breytingar á leiðakerfinu en mælst er til að að nýttar verði þær stoppistöðvar sem eru til staðar í dag. Einnig er mælst til að leiðakerfið og þeir möguleikar sem eru í boði séu vel kynntir fyrir starfsfólki og gestum Hins Hússins og að tryggt verði að gönguleiðir að stoppistöðvum séu vel upplýstar og öruggar.

Stjórn  tekur undir tillögu skipulagssviðs Strætó og óskar eftir að minnisblaðið verði sent á umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar til upplýsingar.

Fundi slitið: kl. 13:00

Fylgiskjöl:

•    Árshlutareikningur 30. september 2018
•    Kynning á árshlutareikning 30. september 2018, dagsett 16.11.2018
•    Hafnarfjörður, leiðakerfisbreytingar kynning dags. 16.11.2018
•    Minnisblað – Breytingar á leið 14 samhliða lokun Gömlu Hringbrautar, dags 02.10.2018
•    Minnisblað – Færsla leiðar 3 af Hverfisgötu yfir á Sæbraut, dags 24.10.2018
•    Persónuverndarstefna Strætó nov2018
•    Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, dags. 25.10.2018
•    18.11.14 Varðandi strætósamgöngur að Rafstöðvarveg 7 og 9 – Hitt húsið
•    2018-11-09 Tillaga að breytingum á leið 14- umsögn SABO


____________________________        ____________________________            
Björg Fenger                 Kristín Soffía Jónsdóttir


_____________________________              _____________________________
Helga Ingólfsdóttir            Ásgeir Sveinsson


_____________________________    ______________________________        
Karen Halldórsdóttir            Sigrún Edda Jónsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 12 =