Fundur nr. 295 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 295

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 20. október var haldinn 295. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:07 á Grand hótel í Reykjavík. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Björn Jón Bragason. Áheyrnarfulltrúi var Björn Birgir Þorláksson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Helga Jóna Benediktsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Stefán Eiríksson og Bára Sigurjónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram beiðni forsætisnefndar, dags. 30. september 2016, um umsögn velferðarráðs vegna tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um vikulega fundi velferðarráðs og skóla og frístundasviðs.
Frestað.

2. Lögð fram tillaga að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning, dags. 20. október 2016, ásamt drögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og greinargerð skrifstofu fjármála og rekstrar, dags. 20. október 2016.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu og skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gera grein fyrir málinu.

- Áslaug Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl. 13:16.

Frestað. Samþykkt að taka málið fyrir á fundi velferðarráðs þann 3. nóvember 2016.

3. Lagt fram bréf frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ, dags. 4. október 2016, um samningslok um sameiginlegan rekstur þjónustusvæðis fyrir fatlað fólk.

Fundi slitið kl. 14:02

Ilmur Kristjánsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir (sign)
Björn Jón Bragason (sign)

Fundi velferðarráðs er fram haldið á opnum fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í tilefni af fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


1. Ávarp.
Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, flytur ávarp.

2. Þróun og áherslur í þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík.
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, gerir grein fyrir þróun og áherslur í þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík.

3. Kynning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með áherslu á áhrif fullgildingar hans í tengslum við þjónustu sveitarfélaga.
Rún Knútsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, gerir grein fyrir efni samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Spurningar og umræður.


Fundi slitið kl. 16:00

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 12 =