Fundur nr. 285 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 285

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 26. júní var haldinn 285. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á rekstri og starfsemi í Gröndalshúsi. (RMF17050005)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð óskar öllum þeim aðilum til hamingju sem komu að því fallega verkefni að opna Gröndalshús, menningarhús til heiðurs skáldinu, fræðimanninum og myndlistarmanninum Benedikt Gröndal og efla þannig og auka enn frekar sýnileika bókmenntasögu og bókmenningar í borginni. Verkefnið er í heild sinni einstaklega vel heppnað og ættu borgabúar og gestir að njóta þess að heimsækja húsið og skoða glæsilega sýninguna um Benedikt Gröndal.

- Kl. 13:44 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 13:45 tekur Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum.

Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir hjá Reykjavík bókmenntaborg UNESCO taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um framtíðaruppbyggingu á gististarfsemi í Reykjavík (RMF16120014).

Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram minnisblað Höfuðborgarstofu um framkvæmd 17. júní 2017, dags. 20. júní 2017. (RMF17030009)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð óskar Höfuðborgarstofu til hamingju með góðan árangur í nýju verkefni, skipulagningu 17. júní. Hátíðin var vel skipulögð, spennandi og borginni til sóma þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Menningar- og ferðamálaráð vill enn fremur þakka fyrri skipuleggjendum fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

Undanfarin ár hefur markvisst verið dregið úr umfangi 17. júní hátíðahaldanna og fjárframlag til þeirra farið jafnt og þétt lækkandi og er það lýsandi fyrir metnaðarleysi núverandi meirihluta borgarstjórnar gagnvart 17. júní hátíðahöldunum. Þetta metnaðarleysi kemur m.a. fram í því að búið er að afleggja kvöldskemmtunina sem önnur sveitarfélög í kringum okkur sjá sér fært að halda meðan Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, sker hana niður. Við þökkum Höfuðborgarstofu fyrir góðan undirbúning og skipulagningu þeirrar dagskrár sem í boði var um morguninn og yfir daginn þrátt fyrir niðurskurð.


Áshildur Bragadóttir og Aðalheiður Santos Sveinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagðir fram til staðfestingar samstarfssamningur um rekstur Iðnó dags. 22. júní 2017 og til kynningar húsaleigusamningur  um Iðnó dags. 22.júní 2017. (RMF17060011)
Þjónustusamningi um Iðnó vísað til borgarráðs til staðfestingar.

5. Lögð fram kynning á Guðrúnu Helgadóttur sem var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í Höfða 17. júní sl. (RMF17010001).

6. Fram fer kynning á drögum að fjölmenningarstefnu menningar- og ferðamálasviðs. (RMF17020009).

Kristín R. Vilhjálmsdóttir formaður starfshóps um fjölmenningarstefnu menningar- og ferðamálasviðs og Kristín Viðarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagt fram erindi Myndhöggvarfélagsins í Reykjavík vegna afmælissýningar  félagsins. (RMF17060010).

Fundið slitið kl. 15:43
Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 10 =