Fundur nr. 279 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 279

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 27. mars var haldinn 279. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á nýju ákvæði laga um veitinga-, gististaði og skemmtanahald í Reykjavík m.a. vegna heimagistingar. Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á stefnumarkandi stjórnaráætlun höfuðborgarsvæðisins í ferðamálum (DPM) og aðkomu Höfuðborgarstofu að þeirri vinnu. Anna Katrín Einarsdóttir verkefnastjóri á stjórnstöð ferðamála, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir verkefnastjóri á Ferðamálastofu og Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram tillaga að eftirfarandi skipi verkefnisstjórn Menningarnætur 2017: Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta formaður, Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Markús Heimir Guðmundsson forstöðumaður Hins hússins, Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og Elínborg Valdís Kvaran forstöðumaður markaðsdeildar Landsbanka Íslands. Jafnframt verði skipaður fulltrúi annars bakhjarls Menningarnætur. (RMF17010004)
Samþykkt.

4. Lögð fram tillaga að eftirfarandi skipi stjórn þjóðhátíðar 17. júní 2017: Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu formaður, Ágústa Rós Árnadóttir Borgarsögusafni Reykjavíkur, Jón Andri Helgason Skátasambandi Reykjavíkur, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir verkefnastjóri miðborgarmála, Þórgnýr Thoroddsen menningar- og ferðamálaráði og Börkur Gunnarsson menningar- og ferðamálaráði. (RMF16030015)
Samþykkt.

5. Lögð fram endurskoðuð aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2017-2020.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Áshildur Bragadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF14110011)

6. Fram fer kynning á útboði vegna ferjusiglinga og veitingareksturs í Viðey. Lagt fram bréf Borgarsögusafns Reykjavíkur til innkauparáðs dags. 22. mars 2017 og bréf innkauparáðs til Borgarsögsafns dags. 24. mars 2017. (RMF17030008)

Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Fram fer kynning á nýrri grunnsýningu í Sjóminjasafni. (RMF15050006)

Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram erindi frá Iðnó ehf dags 20.03.2017 um að ráðið endurskoði ákvörðun sína um val á rekstraraðila að Iðnó. (RMF16110003)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð telur að opinbert umsóknarferli um leigu á Iðnó hafi verið að öllu leyti faglegt í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti með tilliti til gagnsæis og jafnræðis. Allar umsóknir sem bárust voru metnar á sömu forsendum út frá fyrirfram gefnum matsþáttum og telur menningar- og ferðamálaráð ekki ástæðu til að endurskoða niðurstöðu sína sem tekin var á fundi ráðsins þann 13. mars sl. Með vísan til framangreinds er fyrirliggjandi beiðni synjað.

9. Samþykkt að halda vinnufund menningar- og ferðamálaráðs 3. apríl 2017 vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar.

10. Lagðir fram til staðfestingar eftirfarandi undirritaðir samningar: Samstarfssamningar til þriggja ára við eftirtalda aðila: Bókmenntahátíð í Reykjavík dags. 25. janúar 2017, Kammermúsíkklúbbinn dags. 24. febrúar 2017, Kirkjulistahátíð í Reykjavík dags. 24. febrúar 2017, List án landamæra dags. 25. janúar 2017, Mengi dags. 22. mars 2017, Mozarthópinn dags. 19. janúar 2017, Reykjavík Midsummer Music dags. 23. mars 2017 og Sónar Reykjavík 21. febrúar 2017.
Samstarfssamningar til tveggja ára við eftirtalda aðila: ASSITEJ á Íslandi dags. 23. mars 2017, Harbingar 29. janúar 2017, Múlann jazzklúbb dags. 6. febrúar 2017 og Sequences myndlistarhátíð dags 20. mars 2017. (RMF16110009)
Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

11. Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir gleði sinni yfir opnun Marshall hússins sem hefur aftur fengið verðugt hlutverk og nú sem öflug og lifandi miðstöð menningar og listar.

Fundið slitið kl. 16.06

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Börkur Gunnarsson
Marta Guðjónsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 4 =