Fundur nr. 277 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 277

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 27. febrúar, var haldinn 277. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.30. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á Hönnunarmars 2017 og starfsemi Hönnunarmiðstöðvar í Aðalstræti 2. (RMF16050005)

Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 13.32 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2016. (RMF16050012)

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2017, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum þ. 7. febrúar 2017 að Arnaldur Sigurðarson taki sæti Björns Birgis Þorlákssonar sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði. (RMF14060015)


4. Lagt fram endurrit af fundargerð innkaupadeildar dags. 16. febrúar 2017 þar sem fram kemur að eftirfarandi fyrirtæki skiluðu inn umsókn vegna leigu á Iðnó:
Iðnó ehf.
Reginn hf.
Þórir Bergsson og René Boonekamp. (RMF16110003)

- Kl. 14.33 víkur Stefán Benediktsson af fundinum.

5. Lögð fram stefna listasafns Reykjavíkur um hlutverk, stefnu og forgangsverkefni 2017-2022. (RMF17020008)
Samþykkt.

Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Ráðið er upplýst um að Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs hefur sagt starfi sínu lausu og auglýst hefur verið eftir nýjum sviðsstjóra.


Fundi slitið kl. 15.20

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Áslaug María Friðriksdóttir Börkur Gunnarsson
Þorgerður Agla Magnúsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 4 =