Fundur nr. 275 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 275

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
 
Ár 2018, föstudaginn 26. janúar, var haldinn 275. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Arnarholti og hófst kl. 12:20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, varamaður fyrir Tomazs Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Líf Magneudóttir, varamaður fyrir Hermann Valsson, Örn Þórðarson, varamaður fyrir Kjartan Magnússon, og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sátu fundinn: Freyja Dögg Skjaldberg, fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen, fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Fjölskyldugarðinn, sbr. 14. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í tillöguna og mælir með því að hugmyndin verði skoðuð hjá USK og SEA.
Vísað til umsagnar forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

2.    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina vegna hugmyndasamkeppni um Laugardalslaug sbr. 15. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í tillöguna og mælir með því að hugmyndin verði skoðuð hjá USK og SEA.

Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrir hafa legið úttektir á viðhaldi á laugarkeri og stúku Laugardalslaugar og nauðsyn á endurbótum þessara mannvirkja. Einnig hefur verið skipaður starfshópur um Laugardal vegna menningartengdrar þjónustu í Laugardal þar sem Laugardalslaug er hluti af umræðunni. Hópurinn hefur ekki skilað lokaskýrslu sinni. Þá eru fyrirhugaðar endurbætur á búningsklefahúsum laugavarðaturni o.fl. í Laugardalslaug. Það er ekki á verksviði íþrótta- og tómstundaráðs að standa fyrir hugmyndasamkeppni mannvirkja eða eiga bein samskipti við arkitekta vegna hönnunarsamkeppna þeirra á milli. Það er USK, SEA og síðan borgarráð sem tekur ákvörðun um slíkt. Íþrótta- og tómstundaráð getur þó komið á framfæri við önnur ráð og svið borgarinnar hugmyndum um slíkar samkeppnir. Því telur íþrótta- og tómstundaráð að ekki sé tímabært á þessu stigi að fara í slíka hugmyndasamkeppni og vísar tillögu áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina til umhverfis- og skipulagsráðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

3.    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um kynningarstanda í bókasöfnum og sundlaugum sbr. 16. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018.
Vísað til sviðsstjóra.

4.    Lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR, dags. 22. janúar sl., vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um nýtingarmælitæki í íþróttabyggingum sbr. 17. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018.

    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Tölfræði yfir nýtingu íþróttahúsa, fimleikahúsa og knatthúsa í Reykjavík á hverri klukkusund meðan húsin eru í notkun vantar þ.e. hvað margir eru að nýta hvern sal fyrir sig hverja klukkustundina. Mjög mikilvægt er t.d. að fá sem fyrst mælingar á nýtingu knatthúsi Egilshallar, hvað margir að æfa á grasinu, hverja klukkustundina. 

5.    Lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR, dags. 22. janúar sl., vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina um steinapott í Laugardalslaug, sbr. 18. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018.

6.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. janúar sl., með ósk um umsögn um styrkbeiðni Skáksambands Íslands vegna minningarmóts um Bobby Fischer í mars 2018.
    Frestað.

7.    Lagt fram minnisblað atvinnudeildar Hins Hússins, dags. 26. janúar 2018, til forsvarsmanna íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna ráðninga sumarstarfsmanna.

8.    Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík – Snjóframleiðsla í skíðabrekku í Grafarvogi.

9.    Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík – Svæði í miðbæ fyrir jaðarsport.
    Ráðið tekur jákvætt í erindið og vísar því til skoðunar starfshóps og til hverfisráðs Hlíða.

-    kl. 13:18 víkur Steinþór Einarsson af fundi.
-    kl. 13:21 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

10.    Lagt fram bréf Kaupmannahafnarborgar, dags. 17. janúar sl., með boð um þátttöku í norrænum skólaleikum grunnskólanema.

11.    Fram fer umræða um reglur frístundakortsins. 

Jóhanna Garðarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13:44

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir    Bjarni Þór Sigurðsson
Dóra Magnúsdóttir    Marta Guðjónsdóttir
Örn Guðmundsson
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 4 =