Fundur nr. 275 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 275

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 23. janúar, var haldinn 275. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13:30. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 11 mánaða staða menningar- og ferðamálasviðs 2016.

2. Fram fer umræða um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020.

Áshildur Bragadóttir tekur sæti undir þessum lið.

- Kl. 13:42 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

3. Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála kynnir starfsemina og sviðsmyndir fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áshildur Bragadóttir tekur sæti undir þessum lið.

- Kl. 14:08 víkur Líf Magneudóttir af fundinum og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur þar sæti.
-
4. Fram fer kynning á drögum að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020.

Áshildur Bragadóttir tekur sæti undir þessum lið.

- Kl. 15:30 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.
- Kl. 16:10 víkur Elín Oddný af fundinum.

5. Fram fer kynning á rafrænum gestakortum.

Karen María Jónsdóttir, Lyndsey Keating og Áshildur Bragadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundið slitið kl. 16:54

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Stefán Benediktsson Margrét Norðdahl
Áslaug María Friðriksdóttir Börkur Gunnarsson
Magnús Arnar Sigurðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 5 =