Fundur nr. 274 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 274

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
 
Ár 2018, föstudaginn 12. janúar var haldinn 274. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Arnarholti og hófst kl. 12:20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur. Jafnframt sátu fundinn: Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ingvar Sverrisson, áheyrnarfulltrúi ÍBR, Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen, fjármálastjóri ÍTR, og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 29. nóvember sl., með ósk um umsögn um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram drög að umsögn íþrótta- og tómstundasviðs.
Umsögn íþrótta- og tómstundasviðs samþykkt.

2.    Lagt fram svar ÍBR, dags. 28. desember sl.  við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá 15. sept. sl. vegna íþróttafólks ársins hjá íþróttafélögum.

-    kl. 12:27 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

3.    Lagt fram svar ÍBR, dags. 29. desember sl., við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 29. ágúst sl. vegna mannvirkja íþróttafélaga.

4.    Lögð fram áætlun um viðgerð á skíðaskála ÍR og Víkings í Bláfjöllum.
    Vísað til sviðsstjóra.

5.    Lagt fram minnisblað Skátasambands Reykjavíkur, dags. 6. desember sl., vegna viðhaldsmála sbr. skýrslu félagsins frá fundi íþrótta- og tómstundaráðs 8. des. sl.
    Vísað til sviðsstjóra.

6.    Lagt fram minnisblað skrifstofu ÍTR dags. 8. janúar vegna tómstundastarfa og frístundakortsins.

7.    Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Dóru Magnúsdóttir um skipulagða opnunartíma á stökkpalli í Sundhöllinni:

Fulltrúar meirihluta/ÍTR vísa því til forstöðumanns Sundhallarinnar að útfæra fleiri skipulagða opnunartíma á brettunum nú þegar útilaugin hefur opnað. Brettin eru lítið aðgengileg á virkum dögum, litla brettið eina klst. á viku og stóra brettið aldrei fyrr en eftir kl. 20.30 sem er tími sem hentar ungum stökkvurum og hoppurum illa. Í ljósi þess að brettin eru einu sinnar tegundar á landinu er mikilvægt að aðgengi þeirra sé mikið. Einnig mætti kynna brettin sérstaklega enda skemmtileg afþreying, einkum fyrir börn og unglinga.

Vísað til skrifstofustjóra til skoðunar.

    Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu ÍTR dags. 8. janúar vegna tillögunnar.

8.    Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 2. janúar sl. vegna samnings við ÍBR vegna reksturs Skautahallarinnar.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

9.    Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 9. janúar sl., vegna hjólabrettaaðstöðu við Dugguvog.

10.    Fram fer umræða um aðsókn að sundstöðum.

11.    Fram fer umræða um opinn fund ráðsins 9. mars nk.

12.    Lagt fram yfirlit yfir fundi ráðsins til vors.

13.    Fram fer umræða ætt um umfjöllun um #metoo í fjölmiðlun undanfarna daga.

Fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs eru slegnir yfir þeim frásögnum um ofbeldi og áreiti sem hafa komið fram frá íslenskum íþróttakonum undir myllumerkinu metoo. Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að Íþróttabandalag Reykjavíkur og þau íþróttafélög sem fá framlög samkvæmt samning við Reykjavíkurborg muni bregðast við þessum frásögnum og eins leggja fram áætlun um hvernig verði unnið úr þessari stöðu. Þá mun Íþrótta- og tómstundaráð framvegis beita sér fyrir því að íþróttafélög skili inn áætlun um verkferla og aðgerðir gegn hvers kyns ofbeldi eins og einelti, kynferðis afbrotum kynferðislegri og kynbundnu áreiti.

    Áheyrnarfulltrúi ÍBR lagði fram eftirfarandi bókun:

ÍBR hefur unnið markvisst með íþróttafélögum í Reykjavík á undanförnum árum að því að koma í veg fyrir og uppræta hvers kyns kynferðisofbeldi í starfi félaganna. Aðgangur borgarbúa, sérstaklega barna og unglinga að íþróttastarfi er mikilvægur þáttur í daglegu lífi hverrar fjölskyldu og það er nauðsynlegt að öryggi allra verði tryggt í því starfi sem þar er unnið. Enginn á að vera óöruggur með að koma í íþróttastarf hjá neinu félagi og ef svo er í dag þá verður íþróttaforystan að taka ábyrgð á því og bregðast við því. ÍBR mun bregðast strax við frásögnum sem komið hafa fram að undanförnu um kynbundið ofbeldi, kynferðisáreiti og einelti innan íþróttahreyfingarinnar með því að efla enn frekar aðstoð við félögin í borginni. Það er mikilvægt að það verði gert í samstarfi við Reykjavíkurborg og þeim stofnunum samfélagsins sem geta aðstoðað við að móta betri ferla til að bregðast við þegar upp koma atvik en ekki síður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi komi upp í starfinu.

14.    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að kanna kosti þess að koma upp grastorfu (fuglahóli) í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Í torfunni og utan á henni verði útbúin varpaðstaða fyrir lunda, langvíur og e.t.v. fleiri íslenska fugla. Áhersla verði lögð á að torfan nýtist til náttúrufræðikennslu fyrir grunnskólanema. Óskað er eftir því að skýrslu um verkefnið verði skilað til íþrótta- og tómstundaráðs fyrir 1. maí nk. þar sem m.a. verði fjallað um hugsanlega stærð og staðsetningu hólsins ásamt kostnaðaráætlun.

Frestað.

15.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi tillögu:

Íþrótta-og tómstundaráð Reykjavíkurborgar ákveður að hefja hugmyndasamkeppni um framþróun á sundlaugarsvæði Laugardalslaugar. Leitað verði til arkitekta og hafin hönnunarsamkeppni annars vegar og leitað verði til almennings hins vegar til að fá sem flestar fjölbreyttar hugmyndir. Leitað er eftir útfærslum á sundlaugarlóðinni og þá sérstaklega er leitað er eftir hugmyndum hvernig er hægt að nýta áhorfendastúku sundlaugarinnar í nýja og aðra hluti, en einnig sundlaugarlóðina sem heild og byggingu svo Laugardalslaug fái nýja og betri ásýnd og sína fyrri stöðu sem fyrirmynd annarra sundlauga á Íslands.

Frestað.

16.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að útbúnir verði kynningarstandar sem hvetja til sundiðkunar og þeim komið fyrir í bókasöfnum borgarinnar og fleiri líkum stöðum á sama tíma verði komið fyrir kynningarstöndum í sundlaugunum sem kynna bóka-og listasöfn borgarinnar. 

Frestað.

17.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í janúar 2016 heimsóttu þrír fulltrúar íþrótta og tómstundaráðs Dani heim og sóttu samstarfsfund íþrótta og tómstundaráða höfuðborgar norðurlandanna. Var þá meðal annars kynnt fyrir fulltrúum ráðsins nýtingarmælitækni á íþróttabyggingum Kaupmannahafnar þar sem Danirnir hafa í hverju íþróttahúsi fyrir sig uppsetta hreyfiskynjara í æfingar-og keppnissölum húsanna og fá nýtingaskýrslu yfir öll íþróttahús 24/7 allan ársins hring til sín. Óskað er eftir upplýsingum um hvað myndi kosta fyrir Reykjavíkurborg að taka upp samskonar nýtingarmælingar í Reykvískum íþróttahúsum. 

18.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Vinsælasti, mest nýtti heiti pottur allra sundlauga á Íslandi, þ.e. steinapotturinn í Laugardalslaug segja elstu menn sem muna eftir byggingu sundlaugarinnar að heiti pottur þessi hafi upprunalega verið teiknaður sem tvíburapottur þ.e. annar alveg eins heiti pottur hafi verið teiknaður og uppsteyptur að hluta, vinstra megin við glerbygginga útgang þegar gengið er frá búningsklefum að sundlaug. Óskað er eftir upplýsingum um teikningar af þessum heita potti, upplýsingum um hvort uppsteyptur pottur liggi undir gangstétt/yfirborðinu hálf tilbúinn og svo upplýsingar hvað ágiskað myndi kosta að byggja eða ljúka við byggingu á þessum heitapotti.

Fundi slitið kl. 13:57

Þórgnýr Thoroddsen

    Eva Einarsdóttir    Dóra Magnúsdóttir
    Tomazs Chrapek    Hermann Valsson
    Kjartan Magnússon    Björn Gíslason
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 5 =