Fundur nr. 273 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 273

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
 
Ár 2017, föstudaginn 8. desember var haldinn 273. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 12.24. Mætt: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Hermann Valsson og Örn Þórðarson  varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur. Jafnframt sátu fundinn: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram 9 og 10 mánaðar uppgjör íþrótta- og tómstundasviðs.

2.    Fram fer kynning á viðhalds- og framkvæmdahugmyndum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Þorkell Hreiðarsson frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 12.30 taka Dóra Magnúsdóttir og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

3.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 29. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Vísað til sviðsstjóra.

4.    Lögð fram tillaga um afgreiðslutímar sundstaða og Ylstrandar 2018.
Samþykkt.

5.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 4. des. 2017, með tillögum samstarfsnefndar íþrótta- og tómstundasviðs, íþróttabandalags Reykjavíkur og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um styrki vegna viðhaldsverkefna hjá íþróttafélögum.
Samþykkt samhljóða.

6.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 5. des. 2017, vegna viðhalds skátaheimila.

7.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 7. des. 2017, varðandi styrkúthlutanir ráðsins fyrir árið 2018 ásamt tillögu styrkjanefndar.
Samþykkt.

Þórgnýr Thoroddsen víkur af fundi undir þessum lið og Eva Einarsdóttir tekur við stjórn fundarins.

8.    Íþrótta- og tómstundaráðsfulltrúi Samfylkingarninar Dóra Magnúsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar meirihluta/íTR vísa því til forstöðumanns Sundhallarinnar að útfæra fleiri skipulagða opnunartíma á brettunum nú þegar útilaugin hefur opnað. Brettin eru lítið aðgengileg á virkum dögum, litla brettið eina klst á viku og stóra brettið aldrei fyrr en eftir kl. 20.30 sem er tími sem hentar ungum stökkvurum og hoppurum illa. Í ljósi þess að brettin eru einu sinnar tegundar á landinu er mikilvægt að aðgengi þeirra sé mikið. Einnig mætti kynna brettin séstaklega enda skemmtileg afþreying, einkum fyrir börn og unglinga.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.50

Eva Einarsdóttir

Dóra Magnúsdóttir    Tomazs Chrapek
Hermann Valsson    Örn Þórðarson
Kjartan Magnússon

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 2 =