Fundur nr. 270 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 270

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

 

Ár 2017, föstudaginn 13. október var haldinn 270. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 12.20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Elsa Hrafnhildur Yeoman varamaður, Tomasz Chrapek, Hermann Valsson, Hafrún Kristjánsdóttir varamaður og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Andreasen fjármálastjóri og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.         Fram fer umræða um afgreiðslutíma sundstaða.

           

- Kl. 12.57 víkur Hafrún Kristjánsdóttir af fundinum.

 

            Áheyrnafulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Klárlega eru óskir Grafarvogsbúa og Árbæinga að hafa sama aðgengi að sínum hverfissundlaugum og eins opnunartíma og er í Vesturbæjarlaug, Breiðholtslaug og Laugardalslaug.

 

Hafliði Halldórsson og Sólveig Valgeirsdóttir forstöðumenn sundstaða taka sæti á fundinn undir þessum lið.

 

2.         Fram fer umræða um skipulag og uppbyggingu KR – Frostaskjól.

 

- Kl. 13.03 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

 

Fulltrúar KR, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður, Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt og Páll Gunnlaugsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 

3.         Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dagsett 6. september s.l. vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. september s.l. um að unnið verði stefnumótun um hjólabrettaiðkun í borginni. Einnig lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dagsett 12. október s.l. um skipun starfshóps til að vinna að stefnumótun um hjólabrettaiðkun í borginni. Einnig lagt fram afrit af bréfi Brettafélags Reykjavíkur dagsett 3. október s.l. vegna fyrirspurnar félagsins sbr. fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 29. ágúst s.l. liður 5.

 

4.         Lagt fram bréf ungmennafélagsins Fjölnis, dagsett 9. október s.l., vegna aðstöðu fyrir frjálsíþróttadeild félagsins.

 

            Áheyrnafulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram svohljóðandi bókun:

 

Frjálsíþróttadeild Fjölnis er ein stærsta frjálsíþróttadeild Reykjavíkur og er mikil þörf og mikið nauðsyn að börn, unglingar og fullorðnir í frjálsum íþróttum í Grafarvogi fái aðstöðu sem þessa.

 

5.         Lagt fram bréf Strætó, dags. 4. okt. sl., vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um samstarf við Strætó, sbr. 20. liður 266. fundar.

            Samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna frekar að málinu.

 

6.         Lagt fram bréf sjósundfólks, dags. 4. október sl., vegna afgreiðslutíma Ylstrandarinnar yfir veturinn vegna sjósunds.

            Frestað.

 

7.         Fram fer umræða um úthlutun styrkja.

           

Fundi slitið kl. 14.05

 

Þórgnýr Thoroddsen

 

            Elsa Hrafnhildur Yeoman                                                        Tomasz Chrapek

            Hermann Valsson                                                                    Kjartan Magnússon

            Marta Guðjónsdóttir                                                                Trausti Harðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 13 =