Fundur nr. 267 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 267

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 8. sept. var haldinn 267. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Arnarholti og hófst kl. 12.07. Viðstödd voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson fyrir Dóru Magnúsdóttur, Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, Andrés B Andreasen fjármálastjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju stefna í frístundaþjónustu í Reykjavík 2017-2025.

Sigrún Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður stýrihóps um frístundaþjónustu, og Skúli Helgason taka sæti á fundinum á þessum lið.

- Kl. 12.15 tekur Hermann Valsson sæti á fundinum.
- Kl. 12.35 tekur Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.
- Kl. 12.50 tekur Steinþór Einarsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram að nýju bréf keiludeilda ÍR/KR og Keilufélags Reykjavíkur, dags. 16. júní 2017, vegna aðstöðumála sbr. 6. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. júní 2017.
Frestað.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags 6. sept. sl. vegna afgreiðslutíma sundstaða varðandi lengri vetraropnun í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug. Einnig lagður fram undirskriftalisti um lengri opnunartíma í Vesturbæjarlaug.
Samþykkt.

Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Ánægjulegt að margítrekaðar ábendingar og tillögur okkar Sjálfstæðismanna og þrýstingur og undirskriftalistar frá sundlaugagestum hafa leitt til þess að opið verður um helgar á kvöldin í Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug fram að áramótum. Sundið er sú almenningsíþrótt sem flestir stunda og því mikilvægt að hafa opið lengur í öllum sundlaugum borgarinnar en ekki bara sumum. Það er leitt til þess að vita að ekki gætir jafnræðis í þjónustu milli hverfa borgarinnar því að ekki stendur til að lengja afgreiðslutímann í sundlaugunum í Grafarvogi og Árbænum sem eru þó stór og fjölmenn barnahverfi.

Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Harðlega er mótmælt því að Grafarvogsbúar og Árbæjarbúar verða skildir útundan í helgaropnunartíma sundlauga borgarinnar en sundlaugar hverfana tveggja verða lokaðar á föstudögum kl 20.00 og um helgar kl 18.00. Hin hverfin Vesturbær, Miðborg, Laugardalur og Breiðholt fá mun rýmri helgaropnunartíma í sundlaugum hverfanna en opið verður í þeim hverfissundlaugum á föstudögum til kl 22.00 og um helgar til 22.00. Algjörleg óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rýmt fyrir opnunartímum sundlauga í þessum stóru fjölskyldu og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru.

Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fagna því að opnunartími um helgar verður lengdur yfir vetrartímann í tveimur laugum borgarinnar, í Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug. Vonum að borgarbúar og aðrir góðir gestir muni nýta sér vel þá auknu þjónustu eins og raunin varð með lengri opnun yfir sumartímann.

4. Lögð fram tilkynning um að á fundi borgarstjórnar 5. sept. sl. hafi farið fram kosning í íþrótta- og tómstundaráð. Eftirtaldir aðilar voru kosnir í ráðið: Þórgnýr Thoroddsen, sem jafnframt var kosinn formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir Hermann Valsson Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Varamenn voru kosnir Þórður Eyþórsson, Unnsteinn Jóhannsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Benóný Harðarson, Björn Gíslason og Hafrún Kristjánsdóttir.

Jafnframt er tilkynnt að Trausti Harðarson verði áheyrnarfulltrú Framsóknar og flugvallarvina og Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi til vara.

5. Lögð fram tilkynning um að á fundi borgarstjórnar þann 5. september sl.  svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkt:

Borgarstjórn samþykkir að unnin verði stefnumótun um hjólabrettaiðkun í borginni.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og -K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og veitti Reykjavíkurborg þá styrk til verksins en aðrar leiðir við fjármögnun þess brugðust þá að töluverðu leyti vegna áfalla í efnahagslífinu. Verkið er vel á veg komið en umtalsverðar framkvæmdir eru eftir innanhúss sem utan. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir reykvískra barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þar þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.10

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Bjarni Þór Sigurðsson Hermann Valsson
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =