Fundur nr. 264 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 264

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 9. júní var haldinn 264. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomasz Chrapek, Örn Þórðarson varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrsla um Reykjavíkurmaraþon 2016.
Frestað.

2. Lögð fram ársskýrsla Klifurfélagsins 2016-1017.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 17. maí sl. með ósk um umsögn íþrótta- og tómstundaráðs um erindi Stelpur rokka vegna nýs samnings við Reykjavíkurborg.
Íþrótta- og tómstundaráð mælir með því við borgarráð að gengið verði til samninga við Stelpur rokka um nýjan þjónustusamning, 2018-2020, en núverandi samningur rennur út 31. desember 2017.
Ákvörðun um fjárframlög verði tekin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

- kl. 12:15 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 17. maí sl., með ósk um umsögn íþrótta- og tómstunaráðs um styrkbeiðni Reykjavik International Film Festival (RIFF) vegna námskeiða Stelpur filma.
Frestað.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 17. maí sl., vegna norrænnar ungbarnasundkennararáðstefnu á Íslandi 2018.

6. Lagt fram bréf þjónustumiðstöðvar Breiðholts, dags. 26. apríl sl., með ósk um styrk vegna verkefnis Hjólakrafts í Breiðholti.
Frestað.

7. Lagt fram bréf Hinsengin daga, dags. 26. maí sl., með ósk um afnot af Vesturbæjarlaug sunnudaginn 13. ágúst sl.
Vísað til afgreiðslu skrifstofustjóra og forstöðumanns Vesturbæjarlaugar.

8. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings, dags. 29. maí sl., vegna leka í karatesal íþróttahúss félagsins. Jafnframt lagt bréf foreldra barna í karatedeild Víkings, dags. 30. maí sl., varðandi húsnæðið.
Vísað til sviðsstjóra.

9. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR, dags. 29. maí sl., vegna skýrslu starfshóps um útisvæði og afþreyingaraðstöðu við Rauðavatn.

Arna Hrönn Aradóttir fulltrúi Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Jóhannes Guðlaugsson forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Ársel taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Íþrótta og tómstundarráð þakkar starfshópi um uppbyggingu útivistaraðstöðu við Rauðavatn fyrir vandaða skýrslu og tillögur um hvernig megi útfæra tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um betri aðbúnað og nýtingu þessarar perlu í borgarlandinu sem býður upp á fjölbreytta notkun til útivistar fyrir alla fjölskylduna. Svæðið hefur líka uppá að bjóða einstaka náttúru jarðfræði og gróður sem nýtist vel til útivistar. Skýrslan kallar á samstarf meðal sviða borgarinnar um framtíðarskipulag svæðisins og er mikilvægt að tryggja markvissa eftirfylgni þessara aðila svo svæðið nýtist íbúunum sem skyldi í nánustu framtíð. Mikilvægt er að taka ákvörðun um hönnun og verðmeta verkefnið til að hægt sé að keyra þetta ágæta mál áfram.

10. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvinna leggur fram að nýju eftirfarandi tillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að jafnréttisúttekt verði gerð í ár hjá þremur hverfisíþróttafélögum til viðbótar við þau sem fyrir hafa verið tekin út og dregið verði út hver þau verði. En fyrir er lokið jafnréttisúttekt á Þrótti, KR og Fjölni.

Samþykkt með 5 atkvæðum meirihluta að óska eftir umsögn mannréttindaskrifstofu um málið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

11. Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram að nýju tillögu íþrótta- og tómstundaráðs í framhaldi af umræðu á seinasta fundi um Frístundakortið:

ÍTR leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur sem skoðar markvissar leiðir til að auka þátttöku barna og notkun á frístundakortinu fyrir börn sem eiga erlenda foreldra. Kannanir sýna að þátttaka þeirra er marktækt minni. Æskilegt er að skoða hugsanlegt samstarf ÍTR, SFS og VEL til að ná fram því markmiði. Ágætur árangur hefur náðst í Breiðholti og í ákveðnum verkefnum en þessi vinna þarf að skila sér heildstætt til allra barna í borginni af erlendum uppruna. Ljóst er að þetta er sá hópur barna og foreldra sem líklegast er að þekki ekki til kortsins og þess sparnaðar og hvatningar til þátttöku sem notkun þess leiðir af sér. Líklegt er að það þurfi sértækar og ólíkar leiðir til að ná til þessa hóps og mikilvægt að það sé gert með skilvirkum hætti.

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra, dags. 8. júní sl., vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina frá 28. apríl um námskeið starfsmanna sundlauga.

13. Lagt fram bréf Jaðars, íþróttafélags, dags. 7. júní sl.,vegna aðstöðu fyrir félagið.

14. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 17. maí sl., skíðalyfta í skíðabrekkuna við Jafnasel.
Frestað.

15. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 2. júní sl., nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta við Egilshöll.

16. Lagt fram bréf ÍBR, dags. 22. maí sl., varðandi ársreikninga félaga.

17. Opinn fundur ráðsins verður haldinn 15. september n.k.

18. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi þess að styrktarumsókn liggur fyrir hjá ÍTR frá RIFF er óskað eftir upplýsingum um hvaða styrki og upphæðir RIFF hefur fengið 2017,2016,2015 og 2014 frá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 13:31

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Dóra Magnúsdóttir Trausti Harðarson
Kjartan Magnússon Örn Þórðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 8 =