Fundur nr. 262 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 262

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 28. apríl var haldinn 262. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12:07. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig:  Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Helena Sif Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram framkvæmdaráætlun 2018-2022.  Á fundinn kom Guðlaug Sigurborg Sigurðardóttir fjármálastjóri hjá SEA og kynnti framkvæmdaáætlun ÍTR til ársins 2022.

- kl. 12.22 vék Kjartan Magnússon sæti af fundinum.

- kl. 12.44 tók Björn Gíslason sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun 2018

3. Fram fer umræða um að halda opinn fund ráðsins.

4. Fram fer umræða um Frístundakortið.

5. Lagt fram bréf ungmennafélagsins Fjölnis, dags. 24. mars 2017, með ósk um styrk vegna samstarf við Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi.
Frestað.

6. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 6. apríl 2017 um útisvæði og potta við laug í Seljahverfi.
Vísað til sviðsstjóra.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 10. apríl 2017, vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ársreikninga félaga.

8. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Á vef RÚV.is þann fimmta apríl sl. var vitnað í formann íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar þar sem hann segir „að allir starfsmenn sundlauga Reykjavíkurborgar þurfi að sækja námskeið þar sem þeir læri að þekkja kynferðisbrot og kynferðislega misnotkun og bregðast við þegar slík mál koma upp. Hann hafi sjálfur setið námskeiðið í þrígang og það sé „dúndurgott“. Hann segist hins vegar ekki vita hvort þessi tiltekni starfsmaður hafi verið búinn að sækja námskeiðið þegar þetta atvik kom upp.“ Óskað er eftir upplýsingum um hversu margir starfsmenn sundlauga Reykjavíkurborgar hafi sótt viðkomandi námskeið, hvað margir starfsmenn sundlauga Reykjavíkurborgar eigi eftir að sækja viðkomandi námskeið og hvenær þessi námskeið voru haldin á síðustu þremur árum.

9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í kosningu um Betri Reykjavík/Betra hverfi 2016 hlaut tillagan „Bætta við opinni og breiðri vatnsrennibraut í Grafarvogslaug“ langflest atkvæði meðal íbúa hverfisins og er því samþykkt og á að fara til framkvæmda á árinu. Fulltrúar ÍTR hafa fengið þær óformlegu upplýsingar að nokkrar útfærslu tillögur yrðu kynntar fyrir þeim í byrjun á árinu 2017 og stefnt yrði að koma nýrri vatnsrennibraut upp fyrir sumarið. Hvorki hefur verið kynning né hafnar framkvæmdir þrátt fyrir að sumarið er formlega byrjað. Óskað er eftir upplýsingum um stöð verkefnisins og áætluðum tímasetningum á byrjun og lok á framkvæmdum. Munu börn og unglingar Grafarvogs ná að leika sér í nýrri vatnsrennibraut í heitustu sumar mánuðum ársins 2017?

10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum/skýrslu um stöðuna á leiktækjum í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Er komin þörf á endurnýjun, viðhalds og/eða fjölgunar á leiktækjum garðsins. Er lestinn í húsdýragarðinum í góðu lagi, þarf endurnýjun, fleiri vagna, nýja rafgeyma eða annað svo hún geti nýst sem skildi á hverjum degi í sumar? Hver er staðan á klessubátum, þarf fleiri, þarf viðhald á þeim eldri? Krakkafoss (Víkingaskipið) er skipið í lagi? Þrumufleygur (Skotbyssur) staðan á þeim. Fallturninn er hann í lagi? Málun á leikkastalaskipinu og öðrum köstulum og leiktækjum, er komið að viðhaldi á þeim þarf kaup á nýjum. Fjölgun á rafmagnsbílum í Ökuskóla garðsins fyrir 5 ára og eldri og 2-5 ára sem samþykkkt var af ráðinu 3.febrúar sl. munu þeir bíla verða komnir fyrir heitustu sumar mánuði ársins í notkun? Eru önnur atriði sem fulltrúm ÍTR ætti að vera kunnugt um að komið sé þörf á endurnýjun, viðhalds, fjölgunar eða hreinlega vantar í Fjölskyldu og húsdýragarðinn?

11. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum um hvaða gervigrasvellir úti og inni af fullri stærð í Reykjavík uppfylla Fifa quality og Fifa Quality pro gæðastaðlana og hvaða vellir gera það ekki. Einnig er óskað er eftir upplýsingum um hvort að þeir vellir sem búið er að samþykkja að verði skipt um gervigras á í sumar, hvort þeir muni uppfylla fyrrgreinda gæðastaðla.

12. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir upplýsingum/afrit af samningi Reykjavíkurborgar um íþrótta- og sýningarhöllina.

13. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir öllum gildandi samningum Reykjavíkurborgar við KSÍ og rekstur á Laugardagsvelli

Fundi slitið kl. 13.35

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Dóra Magnúsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Trausti Harðarson Björn Gíslason

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

14 + 3 =