Fundur nr. 261 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 261

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 7. apríl var haldinn 261. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Hlíðarenda og hófst kl. 12.00. Viðstaddir:  Þórgnýr Thoroddsen formaður, Elsa Yoeman varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Sigurður Þórðarson varamaður fyrir Trausta Harðarsson, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Tómasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. Einnig: Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Benóný Harðarsson  áheyrnarfulltrúi VG varamaður fyrir Hermann Valsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Andreasen fjármálastjóri og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfsemi  knattspyrnufélagsins Vals.

Lárus Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- kl. 12.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

2. Lögð fram ársskýrsla íþróttabandalags Reykjavíkur 2015-2016.

3. Lögð fram hugmynd að samningi við tónlistarþróunarmiðstöðina 2017-2018.
Frestað.

4. Lögð fram að nýju samningsdrög við skátasamband Reykjavíkur.
Samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram bréf brettafélags Reykjavíkur dags. 23. mars sl.
Vísað til sviðsstjóra.

6. Fram fer umræða um drög að framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundamála.

7. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. apríl 2017, vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallavina um Grafarvogslaug.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Hið mikla og alvarlega flökt á hitastigi- inni og útisundlauga Grafarvogslaugar er staðfest hér og kemur skýrt fram að skipta þarf hið fyrsta um stjórnkerfi laugarinnar og ná fullkomnri stjórn á hitastigi lauganna. Mál þetta þarf forgang í viðhaldsverkefnalista ársins. Óskar fulltrúi eftir því að Hverfisráði Grafarvogs verði sent svar bréf þetta til upplýsinga um alvarleika málsins og sem almennrar upplýsingagjafar.

8. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða í sumar, þar sem m.a. kemur fram að aukin opnun verður í Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, eða til klukkan 22.00. Einnig að Sundhöllin verður lokuð allt að þrjá mánuði í sumar vegna framkvæmda við nýja útilaug og tengingu nýs mannvirkis við eldri byggingu.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Ánægjulegt að margítrekaðar ábendingar og tillögur okkar sjálfstæðismanna og þrýstingur og undirskriftalistar frá sundlaugagestum hafa leitt til þess að opið verður um helgar á kvöldin í Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug í sumar. Sundið er sú almenningsíþrótt sem flestir stunda og því mikilvægt að hafa opið lengur í öllum sundlaugum borgarinnar en ekki bara sumum. Það er leitt til þess að vita að ekki gætir jafnræðis í þjónustu milli hverfa borgarinnar því að ekki stendur til að lengja afgreiðslutímann í sundlaugunum í Grafarvogi og Árbænum sem eru þó stór og fjölmenn barnahverfi.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Köllun borgarbúa eftir lengri opnunartíma sundlauga hefur verið mikil á síðustu þremur árum og hefur vaxið hratt frá ári til árs án þess að brugðist hafi verið við raunverulegum óskum borgarbúa. Borgarbúar eru ekki bara að óska eftir því að opnunartími í einhverjum sundlaugum borgarinnar sé lengdur, borgarbúar vilja að opnunartími sundlauga sé lengdur allan ársins hring í sundlaugunum í þeirra hverfum! Ef skoðaðar eru tillögur í Betra Reykjavík/Betra Hverfi fyrir íbúakosningu í ár eru með mest studdu tillögunum, lengri opnunartími sundlaugar Grafarvogs, lengri opnunartími sundlaugar Árbæjar, lengri opnunartími sundlaugar Vesturbæjar auk þess sem íbúar Grafarholts og Úlfársdals vilja bara fá sundlaug hið fyrsta fyrir sitt hverfi og íbúar Háaleitis og Bústaða vilja sína hverfissundlaug. Íbúar þessara tveggja síðast nefndu hverfa myndu á þessum tímapunkti þiggja hvaða opnunartíma sem er, bara að fá hverfissundlaugar fyrir sitthvor 7 þúsund manna hverfi sín.

9. Fram fer umræða um frístundakort fyrir börn af erlendum uppruna

10. Fram fer umræða um um hreinlæti í sundlaugum.

- kl. 14.00 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

11. Fram fer umræða um um vinnufund ráðsins um fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

12. Fram fer umræða um opinn fund ráðsins.
Frestað.

13. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisíþróttafélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2016 allra stóru hverfisíþróttafélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Ármann, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk., meistaraflokks kvk. og svo barna og unglingastarfs.

Fundi slitið kl. 14.20.

Þórgnýr Thoroddsen

Elsa Yoeman Sigurður Þórðarson
Bjarni Þór Sigurðsson Dóra Magnúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 0 =