Fundur nr. 260 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 260

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 17. mars var haldinn 260. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12.05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram fjárhagsuppgjör íþrótta- og tómstundasviðs 2016.

Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.20 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun 2018, forgangsröðun og áherslur fagráðs og sviðs varðandi rekstur.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 8. mars 2017, vegna bréfs knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 16. feb. 2017, um aðstöðumál félagsins. Jafnframt lagt fram bréf hverfisráðs Laugardals, dags. 28. feb. 2017, vegna aðstöðumála Þróttar.
Einnig lögð fram drög að erindisbréfi vegna samstarfs við Þrótt, Ármann o.fl. um aðstöðumál.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi:

Nauðsynlegt er að Þróttur og Ármann fái kröftugan stuðning borgaryfirvalda við að byggja upp við íþróttamannvirki sín þ.e. nýtt íþróttahús/æfingarsali og búningsklefafjölgun við eldri byggingu. Viðbót og stækkanir þessar þessar þurfa að vera gerðar í góðu samráði við bæði íþróttafélögin svo að aðstaða fyrir börn, unglinga og aðra íbúa hverfisins sem leggja stund á íþróttir verði með besta móti sama hver íþróttin er og hvort félagið þau æfa sína íþrótt hjá.

4. Lagt fram bréf hverfisráðs Háaleitis og Bústaða dags. 23. feb. sl. varðandi íþróttaaðstöðu í Háaleitishverfi og málefni Fram.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

17. mars 2016 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur eftirfarandi ályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins: ,,Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur telur mikilvægt að íþróttasvæði verði áfram rekið í Safamýri í þágu íþróttastarfs barna og ungmenna í Háaleitishverfi, óháð því hvort Knattspyrnufélagið Fram hættir starfsemi í hverfinu.“ Íþrótta- og tómstundaráð ítrekar þá afstöðu sem fram kemur í áðurnefndi samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs. Í samræmi við þessa samþykkt hefur verið ákveðið að endurnýja gervigrasvöllinn í Safamýri í sumar í því skyni að hætta sem fyrst notkun á svörtu úrgangsdekkjakurli (SBR) á yfirborði hans. Íþrótta- og tómstundaráð fagnar þessari framkvæmd og telja rétt að öðrum íþróttamannvirkjum í Safamýri verði einnig viðhaldið sómasamlega í þágu íþróttastarfs í Háaleitishverfi, óháð því hvort Fram verði þar áfram með starfsemi eða ekki.

5. Lagt fram bréf knattspyrnufélagsins Vals, dags. 30. jan. 2017, vegna athafnasvæðis félagsins.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Hvaða félag á að taka við íþróttastarfssemi og íþróttamannvirkjum í Safamýrinni þegar Fram er flutt upp í Grafarholt og Úlfarsárdal? Er best að það sé Valur eins og þeir hér óska eftir hér, er það best að Víkingur taki við starfsseminni eða er rökréttast að Þróttur grípi keflið. Til að hægt sé að meta það þarf að vita hug allra þessa þriggja félaga og verða íbúar hverfisins að fá að velja/kjósa um málið þannig að íbúalýðræði ráði ferðinni.

6. Lagt fram bréf golfklúbbsins Brautarholts, dags. 2. mars 2017, vegna erindis um styrk.
Vísað til sviðsstjóra.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. mars 2017, vegna brúar yfir Fossvog.

8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að óska eftir viðræðum við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu í Vesturbænum, sem þjóni m.a. frjálsíþróttadeild félagsins. Metið verði í samráði við félagið og umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvar best sé að koma slíkri aðstöðu fyrir, á félagssvæði KR eða í nágrenni þess, t.d. á túninu við Sundlaug Vesturbæjar. Einnig kemur til greina að byggja slíka aðstöðu upp í samvinnu við Háskóla Íslands á svæði hans. Í framhaldi af slíku staðarvali verði ráðist í hönnun á svæðinu og kostnaður metinn við gerð þess og hugsanlega áfangaskiptingu.

Samþykkt og vísað til viðræðna við KR.

9. Lagt fram svar glímufélagsins Ármanns dags. 16. mars 2017, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi ráðsins 3. mars sl.

Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Þökkum góð og ítarleg svör frá fulltrúum Ármanns. Kemur hér skýrt fram bæði í svörum frá framkvæmdastjóra og ítarlegum tölulegum upplýsingum að brýnt sé að bregðast við og styðja Ármann við að bæta búningsaðstöðu hið fyrsta. Hjá Ármann er í dag tveir búningsklefar og í þeim eru 6 sturtur karlamegin og 6 sturtur kvennamegin. Þegar flest er í salnum eru tæplega 200 iðkendur og 20 þjálfarar í einu. Flestir eldri iðkendur skipta um föt í klefunum og taka síðan fötin með sér inn í salinn og setja á bekkina. Þetta er bara fjöldinn í fimleikasalnum en milli 16.30 og 20.00 eru síðan um 25 júdó iðkendur og 30 taekwondo iðkendur á hverjum tíma í bardagasalnum sem er niðri, þau taka öll fötin með sér niður því ekki er pláss í búningsklefanum. Annað sem er mjög slæmt er að seinni partinn þegar fullorðnir iðkendur úr júdó og taekwondo eru að skipta um föt í búningsklefum, þá deila þeir klefum með 8-10 ára fimleikakrökkum. Þetta eru aðstæður sem á að reynir alltaf að forðast. Eins og sést líka á skjalinu þá eru þegar mest er rúmlega 20 fimleika þjálfarar í húsinu á samatíma og þeir skipta um föt á litlu klósetti inni á skrifstofu og geyma fötin á skrifstofunni félagsins. Hluti þjálfara notar sjúkraherbergið til að skipta um föt og geymir fötin sín þar, einnig er fatlað klósett nýtt sem skiptiklefi og fata geymsla. Það eru engin önnur rými til staðar hjá Ármann.

10. Lögð fram drög að samningi um samskipta- og styrkjamál Reykjavíkurborgar við Skátasamband Reykjavíkur.

Frestað.

- kl. 13.47 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.

11. Fram fer umræða um jafnt aðgengi barna og unglinga í íþróttum.
Ákveðið að taka upp viðræður við ÍBR um málefnið.

12. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fullrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Á síðustu 12 mánuðum hefur mikið verið um vandræði með hitastýringu á bæði úti og inni sundlaug Grafarvogs. Stundum hefur útilaug verið ísköld og ekki hæf til sundiðkunnar auk þess á tímabili sem hún varð oft grugguð. Innisundlaug hefur til skiptist verið of köld eða of heit þannig að komið hefur upp að sundkennslu hefur þurft að fella niður, auk þess sem loftræstikerfi um tíma skapaði gufubaðsupplifun. Óskað er eftir upplýsingum um ástand hitastýringakerfa sundlaugar Grafarvogs og hvort bregðast þurfi á þessum tíðu bilunum með aðgerðum.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata:

ÍTR samþykkir tillögu um að farið verði í það tilraunaverkefni í sumar að tvær sundlaugar á vegum ÍTR safni saman brúsum með hársápu, næringu og þess háttar, og hafi aðgengilegt fyrir sundlaugagesti eftir tiltekinn tíma í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sóun og vekja athygli á sóun. Einnig til að hægt sé enduvinna plastið.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.15

Þórgnýr Thoroddsen

Tomasz Chrapek Dóra Magnúsdóttir
Eva Einarsdóttir Kjartan Magnússon
Trausti Harðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 2 =