Fundur nr. 204

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 20. september kl. 9:07, var haldinn 204. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Indriðadóttir, Torfi Hjartarson, Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddssdóttir, og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  14. september 2017.

2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Borgarlína, breyting vegna Borgarlínu   Mál nr. SN170150

Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2017 ásamt tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna Borgarlínu, dags. september 2017.  Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, í svæðisskipulag. Einnig lögð fram skýrsla VSÓ Umferðarspá fyrir 2030 vegna svæðisskipulagsbreytingar, dags. 11. september 2017, COWI skýrslan Borgarlína recommendations, dags. september 2017 og yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og ábendingar vegna vinnslutillagna, dags 7. september 2017.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 24. gr.  að lokinni athugun Skipulagsstofnunar.
Vísað til borgarráðs.

Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi  (04.79) Mál nr. SN160726

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst breytt landnotkun úr athafnasvæði (AT3) í íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreining nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2017 og með 28. ágúst 2017. Athugasemd barst frá íbúum við Sandavað 9-11, dags. 23. ágúst 2017,  Ægir Már Gylfason, dags. 27. júlí 2017 og samhljóða athugasemdir eftirtaldra við aðal- og deiliskipulag: Jón Hreinsson, dags. 25. ágúst 2017, Íris Arnardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hildur Mósesdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Erna Dís Gunnþórsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðrún Sveins, dags. 25. ágúst 2017, Berglind Eva Benediktsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Þórey Arna Árnadóttir, dags. 25. ágúst 2017, Bryndís Jónasdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Ingjaldur Valdimarsson, dags. 25. ágúst 2017, Ósk Sigurðardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Oddný Ósk Sigurbergsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Andri Sveinsson, dags. 25. ágúst 2017, Elísabet Hulda Einarsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hafdís G. Gísladóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðný Björg Björnsdóttir og David Patchell, dags. 25. ágúst 2017, Ólafur Már Símonarson, dags. 26. ágúst 2017, Auður Hansen og Örn Orri Ingvason, dags. 26. ágúst 2017, Perla Ósk Kjartansdóttir, dags. 26. ágúst 2017. Lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 8. september 2017 ásamt lagfærðri tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts, dags. september 2017.
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 32. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi  (04.772.3) Mál nr. SN160659
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta  mótt 31. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að þar sem áður var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði er nú gert ráð fyrir 1-4 hæða íbúðarhúsnæði, skv. uppdráttum Plúsarkitekta ehf., dags. 29. júní 2017. Einnig er lögð fram skýringarmynd dags. 29. júní 2017. Byggingarmagn mannvirkja er óbreytt. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ægir Már Gylfason, dags. 27. júlí 2017, Hildur Ingvarsdóttir, dags. 22. ágúst 2017, Arna Hrund Arnardóttir og Þórir Haraldur Þórisson, dags. 24. ágúst 2017, Jón Hreinsson, dags. 25. ágúst 2017, Íris Arnardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hildur Mósesdóttir, dags. 25. ágúst 2017, íbúar við Sandavað 9-11, dags. 23. ágúst 2017, Erna Dís Gunnþórsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðrún Sveins, dags. 25. ágúst 2017, Berglind Eva Benediktsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Þórey Arna Árnadóttir, dags. 25. ágúst 2017, Bryndís Jónasdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Ingjaldur Valdimarsson, dags. 25. ágúst 2017, Ósk Sigurðardóttir, dags. 25. ágúst 2017, Oddný Ósk Sigurbergsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Andri Sveinsson, dags. 25. ágúst 2017, Elísabet Hulda Einarsdóttir, dags. 25. ágúst 2017, Hafdís G. Gísladóttir, dags. 25. ágúst 2017, Guðný Björg Björnsdóttir og David Patchell, dags. 25. ágúst 2017, Veitur, dags. 25. ágúst 2017, Ólafur Már Símonarson, dags. 26. ágúst 2017, Auður Hansen og Örn Orri Ingvason, dags. 26. ágúst 2017, Perla Ósk Kjartansdóttir, dags. 26. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi  (01.62) Mál nr. SN170625
470916-0440 Performa ehf., Einilundi 8, 210 Garðabær
501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn ALARK arkitekta ehf., mótt. 22. ágúst 2017, ásamt bréfi, dags. 22. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum á reitum C, D og F í samræmi við breyttan aðalskipulagstalnagrunn, breyta skilmálum er varða svalaganga á íbúðareitum C, D og F, breyta skilmálum fyrir reit H og gera ný gatnamót, Valshlíð tengist við Nauthólsveg, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 14. september 2017.
Frestað

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Gylfaflöt 6-8 og 10-12, breyting á deiliskipulagi  (02.578.3) Mál nr. SN170652
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 31. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 6-8 og 10-12 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að lóðirnar Gylfaflöt 6-8 verða sameinaðar í eina lóð og lóðirnar Gylfaflöt 10-12 verða sameinaðar í eina lóð, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 29. ágúst 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Leirtjörn, kynning á frumyfirborðshönnun við Leirtjörn   Mál nr. US170295

Fulltrúar frá Mannviti og Landmótun kynna frumhönnun yfirborðs við Leirtjörn. Kynntar verða blágrænar ofanvatnslausnir sem kveðið er á um í AR og farið yfir frumhönnun Leirtjarnar og mögulega áfangaskiptingu við útfærslu hennar.
Kynnt.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri, fulltrúar Mannvits Stefanía Lára Bjarndóttir verkfræðingur og  Brynjólfur Björnsson verkfræðingur, fulltrúar VA arkitekta  Gunnhildur Melsteð arkitekt og Richard Briem arkitekt og fulltrúi Landmótunar Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Úlfarsárdalur, deiliskipulag  (02.6) Mál nr. SN160431

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. maí 2017, að deiliskipulagi sem felst í uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis. Einnig eru lagðir fram þrír skýringaruppdrættir, dags. 8. maí 2017 og greinargerð og skilmálar, dags. í maí 2017. Jafnframt er lagur fram viðauki, minnisblað og útreikningar samgöngustjóra vegna Skyggnisbrautar, dags. 5. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 16. maí 2017 til og með 10. júlí 2017.  Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Sif Eyþórsdóttir. Hanna Björg Kristinsdóttir og Helgi Vattnes eigendur gistiskálans að Akurholti og hestaleigunnar Reiðtúrs, dags. 16. maí 2017, Helgi Gíslason, dags. 30. maí 2017, Skorri Andrew Aikman, dags. 31. maí 2017, Ágúst Stefánsson, dags. 7. júní 2017, Ásbjörg Magnúsdóttir, dags. 7. júní 2017, Dagmar Liljarsdóttir og Hulda Kærnested, dags. 7. júní 2017, Freyr Gústavsson, dags. 7. júní 2017, Guðbrandur Benediktsson, dags. 7. júní 2017, Linda Jónsdóttir, dags. 7. júní 2017, Pétur Bjarnason, dags. 7. júní 2017, Steinunn H, dags. 7. júní 2017, Sigríður Schram, dags. 7. júní 2017, Gísli Gunnarsson, dags. 8, júní 2017, Linda Jónsdóttir og Baldur Borgþórsson ásamt 2 myndum, dags. 8. júní 2017, Sólveig Dröfn og Jakob Þór dags. 9. júní 2017, Dagrún Fanný og Fannar Freyr, dags. 20. júní 2017, Sólveig Dröfn og Jakob Þór, dags. 20. júní 2017, Hulda Kjærnested  og Örn Óskarsson, dags. 22. júní 2017, Ársæll Aðalsteinsson og Sigrún Edda Erlendsdóttir, dags. 22. júní 2017, Björg Kofoed-Hansen, dags. 27. júní 2017, 2. sendingar frá, Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen, dags. 27. júní 2017, Einar Sig. Magnússon, dags. 27. júní 2017, Steinþór Hreinsson og Elín Skarphéðinsdóttir, dags. 27. júní 2017,  Sigríður Hrund f.h. V Vit Vélar ehf, ásamt 5 teikningum dags. 28. júní 2017, Friðrik Theódorsson og Ingibjörg G. Hjartardóttir, dags. 28. júní 2017, ,
Þorkell Þorkelsson, dags. 28. júní 2017, Ólafur Thorlacius Árnason, dags. 29. júní 2017, 48 aðilar dags. 30. júní 2017, Pétur Bjarnason og Soffía Jóhannsdóttir, dags. 5. júlí 2017,  Róbert Helgason, dags. 6. júlí 2017, Bergrós Hilmarsdóttir og Aðalsteinn Aðalsteinsson, dags. 7. júlí 2017, Arney Einarsdóttir og Gísli Gíslason, dags. 7. júlí 2017, Sigurjón Kr. Sigurjónsson, 8. júlí 2017, Guðrún Ingvarsdóttir og Guðmundur Jónsson, dags. 8. júlí 2017, Sóley Sveinsdóttir og Rögnvaldur R. Andrésson, dags. 9. júlí 2017, Hólmfríður E. Benediktsdóttir og Ingvar Björnsson, dags. 9. júlí 2017, íbúasamtök Úlfarsárdals, dags. 10. júlí 2017, Sveinn Birgisson, dags. 10. júlí 2017, Guðrún Elva Guðmundsdóttir og Jökull Sigurðsson, dags. 10. júlí 2017, Haukur Guðjónsson f.h. Kjalarlands og Mánalindar, dags. 10. júlí 2017, 8 athugasemdir 8 lóðir, Stefanía Eggertsdóttir, dags. 11. júlí 2017 og Sigurður Þór Snorrason, dags. 11. júlí 2017. Allar athugasemdir teknar saman.  Einnig er lögð fram umsögn  skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri, fulltrúar Mannvits Stefanía Lára Bjarndóttir verkfræðingur og  Brynjólfur Björnsson verkfræðingur, fulltrúar VA arkitekta  Gunnhildur Melsteð arkitekt og Richard Briem arkitekt og fulltrúi Landmótunar Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Vogabyggð svæði 1, nýtt deiliskipulag, Gelgjutangi   Mál nr. SN140215

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, vegna gerðs nýs deiliskipulags Vogabyggðar svæði 1 fyrir Gelgjutanga. Einnig er lögð fram almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 11. maí 2017, og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 11. maí 2017, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. júní 2016 og byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016. Tillagan var auglýst frá 2. júní til og með 14. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eik fasteignafélag, dags. 23. maí 2017, Hörður Páll Steinarsson, dags. 10. júlí 2017 og Festir fasteignafélag ehf. dags. 14. júlí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017 ásamt lagfærðum uppdráttum, dags. 30. ágúst 2017, lagfærði greinargerð dags. 30. ágúst 2017 og lagfærðum skilmálum, dags. 30. ágúst 2017.

- Kl. 11.40 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum, Eva Indriðadóttir víkur af fundi á sama tíma.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjór tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi  (01.173.0) Mál nr. SN170644
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Vesturgarðs ehf., mótt. 30. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Í breytingunni felst að leiðrétta landnotkun svæðisins úr M1c í M1a, skv. uppdrætti Trípólí arkitekta, dags. 29. júlí 2015 br. 18. maí 2017. Einnig lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 21. ágúst 2017. Ennfremur er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 23. ágúst 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

11. Gamla höfnin - Allianz reitur, breyting á deiliskipulagi  (01.0) Mál nr. SN160673

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit. Breytingin felur í sér stækkun á lóðarmörkum og byggingarreit á lóðinni, aukningu byggingarmagns og skilgreiningu á gististarfsemi á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Haralds Ólafssonar veðurfræðings, dags. 12. október 2016. og umsögn Faxaflóahafna sf., dags. 20. janúar 2017. Lagður fram tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 13. júlí 2017 og tölvupóstur Kristjáns Gíslasonar, dags. 23. júlí 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 20. júní 2017 til og með 10. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir. Jón Vilhelmsson, dags. 25. júlí 2017, Pétur B. Lúthersson og Birgitte Lúthersson-Pat, dags. 26. júlí 2017, Anna Sigurðardóttir og Guðmundur Björnsson, dags. 28. júlí 2017, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 28. júlí 2017, Sigrún Sæmundsen, dags. 31. júlí 2017  ásamt umsögn húsfélagsins að Mýrargötu 26, dags. 28. júlí 2017, Húsfélagið Mýrargötu 26, dags. 31. júlí 2017, Sigurður Haraldsson og Steinunn Sigurðardóttir, dags. 31. júlí 2017, Ásgeir Guðmundsson og Gróa Friðgeirsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Árni Möller og Signý Pálsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Helga Bragadóttir og Jóhann Sigurjónsson, dags. 1. ágúst 2017, Pétur Þormóðsson, dags. 1. ágúst 2017, Guðmundur Þorsteinsson , dags. 1. ágúst 2017, Faxaflóahafnir, dags. 9. ágúst 2017, 10 íbúar Grandagarði 1-13, dags. 10. ágúst 2017 og Ágústa Hreinsdóttir f.h. Sögusafnsins ehf., dags. 10. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. ágúst 2017.
Athugasemdir kynntar

Jón Kjartan Ágústsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnissjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.


12. Bíldshöfði 18, breyting á deiliskipulagi  (04.065.0) Mál nr. SN170477
640406-1350 Riverside ehf., Logafold 144, 112 Reykjavík
460907-0550 Teiknir ehf., Logafold 144, 112 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 8. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 18 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að hafa fjölbreytta blandaða atvinnustarfsemi í mannvirkjum á lóðinni í formi skrifstofuhúsnæðis, verslunar og þjónustu, matvælaframleiðslu, veitingahúsa, gististaða í flokki I-III, heildsölu, lagerhúsnæðis, létts iðnaðar og verkstæða fyrir létta iðnaðarstarfsemi., samkvæmt uppdr. Teiknir ehf., dags. 26. júní 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Magnús Árnason f.h. Gullhellis ehf. eiganda hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 16. ágúst 2017, Opus Lögmenn f.h. Guðrúnar Þ. Jóhannsdóttur eiganda hluta fasteignara að Bíldshöfða 18, dags. 23. ágúst 2017, samhljóðandi athugasemdir frá 16 eigendum hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 22. ágúst 2017, Lögmál f.h. HBTF ehf. eigenda hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 24. ágúst 2017, Lögmenn f.h. Ár ehf., eiganda hluta að Bíldshöfða 18, dags. 24. ágúst 2017 og Sigurgeir A. Jónsson, dags. 25. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda, Riverside ehf. dags. 30. ágúst 2017 og bréf Lúðvíks Arnar Steinarssonar, hrl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2017.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2017.
Vísað til borgarráðs.

13. Þ59 Sprengisandur, deiliskipulag  (01.826.1) Mál nr. SN150638
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. og Arkís arkitekta ehf., dags. 26. júní  2017, að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur. Í tillögunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðavegur 151. Einnig eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu, dags. 20. febrúar 2017, varðandi hljóðvist og 23. febrúar 2017, varðandi umferðarreikninga og húsakönnun Landslags, dags. 15. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ægir Burknason, dags. 21. júlí 2017, Svavar Freyr Ástvaldsson, dags. 20. og 25. júlí 2017, Haukur Sigurðsson, dags. 26. júlí 2017, Baldvin Einarsson, dags. 24. ágúst 2017, Eiríkur Grímsson og Steinunn M. Guðjónsdóttir, dags. 24. ágúst 2017 og Jón Magnússon og Bryndís Bjarnadóttir, dags. 25., ágúst 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þuríði Gísladóttur, dags. 28. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis f.h. Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 23. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2017.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 941  frá 19. september 2017.

15. Sóleyjargata 13, Bílskúr  (01.185.007) Mál nr. BN050846
310169-3589 Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. maí 2017 til og með 19. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnur Gunnarsdóttir Sande, dags. 17. júní 2017, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, dags. 19. júní 2017 og Lögmenn Lækjargötu f.h. Þórdísar Unndórsdóttur, dags. 19. júní 2017.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016. Niðurrif:  xx ferm.,xx rúmm. Stærð:  60,7 ferm., 210,5 rúmm. Gjald kr. 10.100
Frestað.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

16. Hjólateljarar í Reykjavík,    Mál nr. US170267

Kynntir nýir hjólateljarar í Reykjavík og tölfræði.
Frestað.

17. Umferðaröryggi í borginni, slysatölfræði   Mál nr. US170282

Kynnt slysatölfræði  og þróun mála er varðar umferðaröryggi í borginni.
Frestað.

18. Loftgæði á Íslandi, áætlun til 12 ára   Mál nr. US170240
701002-2880 Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2017 vegna draga að áætlun um loftgæði á Íslandi til 12 ára  sem eru í auglýsingu til 31. ágúst 2017. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að góðum loftgæðum og heilnæmu umhverfi í samræmi við lykilmarkmið stjórnvalda og stefnu Umhverfisstofnunar. Meginmarkmiðið er yfirlýsing um hvert sé stefnt í málefnum tengdum loftgæðum. Til að ná settu markmiði eru sett fram tvö undirmarkmið með röð aðgerða og skilgreindum ábyrgðaraðilum auk tímamarka. Fyrsta undir markmiðið er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi og hið seinna er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind mörk af völdum umferðar
Frestað.

(D) Ýmis mál

19. Heklureitur, skipulagssamkeppni   Mál nr. SN170017

Kynnt  vinningstillaga Yrki arkitekta í skipulagssamkeppni um Heklureit.
Einnig lagt fram dómnefndarálit.
Fulltrúar Yrki Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Yngvi Karl Sigurjónsson kynna

Jón Kjartan Ágústsson og Björn Edvardsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Frístundastefna í Reykjavík 2016-2025, kynning   Mál nr. US170292
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. september 2017, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. september 2017 um að vísa stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík 2016-2025 til kynningar í fagráðum Reykjavíkurborgar.

- Kl. 13.59 víkur Halldór Halldórsson af fundinum.

Kynnt.

Skúli Helgason og Sigrún Sveinbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun 2018   Mál nr. US160235

Lögð fram starfsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Einnig er kynnt fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Drög að starfsáætlun USK 2018.
Rekstraryfirlit Aðalstjóð 2018.
Rekstraryfirlit Eignasjóðs 2018.
Gjaldskrá umhverfis. og skipulagssviðs 2018.
Starfsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 ásamt gjaldskrá umhverfis. og skipulagssviðs 2018 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)   Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í ágúst 2017.

23. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2017.

24. Umhverfis- og skipulagsráð, sjö mánað uppgjör 2017   Mál nr. US170296

Lagt fram sjö mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til júlí 2017.

25. Brautarholt 26 og 28, breyting á deiliskipulagi  (01.250.1) Mál nr. SN170261
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
561208-0690 Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við efni deiliskipulagsbreytingarinnar en stofnunin vekur athygli á að hún er ekki sett fram á grunni gildandi deiliskipulags eins og gera skal skv. skipulagsreglugerð. Þetta þarf að lagfæra áður en breytingin tekur gildi og senda þarf stofnuninni lagfærð gögn til vörslu.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2017 samþykkt.

26. Hávaðamengun vegna flugumferðar, Bréf   Mál nr. US170293

Lagt fram bréf Guðrúnar Kristjánsdóttir og Ævars Kjartanssonar dags. .27. ágúst 2017 varðandi hávaðamengun í miðborg Reykjavíkur vegna flugumferðar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Sverrir Bollason og Stefán Benediktsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Torfi Hjartarson  og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
Bréfriturum er þökkuð ábendingin og tekur meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs undir að full ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem flugumferð hefur á borgarumhverfið. Óskað er eftir að umhverfis- og skipulagssvið gefi umsögn um efni bréfsins.

27. Betri Reykjavík, svæðið milli Vesturbergs og Bakka (USK2017090016)   Mál nr. US170289
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "svæðið milli Vesturbergs og Bakka" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. 

28. Betri Reykjavík, útiklósettaðstaða við útivistarsvæði Gufunesbæjar (USK2017090015)   Mál nr. US170288
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "útiklósettaðstaða við útivistarsvæði Gufunesbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

29. Betri Reykjavík, líkamsræktartæki utandyra í Norðlingaholti (USK2017090013)   Mál nr. US170286
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "líkamsræktartæki utandyra í Norðlingaholti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

30. Betri Reykjavík, laga brekku, planta trjám við gervigrasvöll Breiðholtsskóla (USK2017090012)   Mál nr. US170285
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "laga brekku, planta trjám við gervigrasvöll Breiðholtsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

31. Betri Reykjavík, gangbraut yfir Mýrargötu að Hlésgötu (USK2017090014)   Mál nr. US170287
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "gangbraut yfir Mýrargötu að Hlésgötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

32. Betri Reykjavík, göngubrú á milli Álftamýri og Bólstaðarhlíð (USK2017090011)   Mál nr. US170284
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "göngubrú á milli Álftamýri og Bólstaðarhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. september 2017. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

33. Fálkagötureitur vegna Þrastargötu 1 og 5, breyting á deiliskipulagi  (01.55) Mál nr. SN170168

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi á Fálkagötureit 1.553/1.554.2 (hluti) vegna Þrastargötu 1 og 5.

34. Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN170606
520315-0120 S.K.Ó. ehf., Eikjuvogi 11, 104 Reykjavík
270365-3539 Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. ágúst 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Fiskislóð.

35. Gamla höfnin, Miðbakki, lýsing  (01.118) Mál nr. SN170556
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. ágúst 2017 varðandi samþykki borgarráðs  s.d. um lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Miðbakka við Reykjavíkurhöfn.

36. Klapparstígur 10, breyting á deiliskipulagi  (01.151.2) Mál nr. SN170545
090161-7849 Ólafur Theodórs Ólafsson, Klapparstígur 10, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2017, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst sl. á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna lóðar nr. 10 við Klapparstíg.

37. Klapparstígur 29, breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits  (01.172.0) Mál nr. SN170536
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
520117-0670 KS 29 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipualgs Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg.

38. Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi  (01.151.5) Mál nr. SN170229
101069-5249 Davíð Kristján Chatham Pitt, Skildinganes 11, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu um tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg.

39. Sogavegur 69, breyting á deiliskipulagi  (01.810.9) Mál nr. SN170337
540102-3680 Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík
680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. ágúst 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Sogavegar 71 til 87 vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg.

40. Laugarnesvegur 83, kæra 98/2017  (01.345.2) Mál nr. SN170684
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. september 2017  ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun dags. 3. ágúst 2017 um að hafna ógildingu byggingarleyfis  og hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræðis.

41. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 70/2017, umsögn, úrskurður  (01.171.5) Mál nr. SN170548
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála , dags. 3. júlí 2017 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7-9. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. júlí 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. september 2017. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. maí 2017 að samþykkja byggingarleyfi fyrir fimm hæða hóteli með kjallara á tveimur hæðum að Vegamótastíg 7 og 9.

Fundi slitið kl. 15.01

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Magnea Guðmundsdóttir

Stefán Benediktsson Sverrir Bollason
Torfi Hjartarson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 19. september kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 942. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Karólína Gunnarsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN053492
530513-1060 Austurhöfn ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050486, aðallega er um að ræða breytingar á innra skipulagi v/breytinga á burðarvirki í kjöllurum og á 1. hæð, bílastæðum fjölgar um 3 og verslunarrými 0105 stækkar lítillega í íbúðar- og atvinnuhúsi á reit 5B á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Heildarstærð eftir stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN053491
421014-1590 Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og breyta inngangi milli módulína W og T í rými 0101 í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Brúnavegur 13  (01.351.001) 104174 Mál nr. BN053521
570269-2679 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka landhæð við austurhlið F álmu, síkka glugga fyrir skrifstofur á neðstu hæð, sameina miðjuganginn við skrifstofurnar, flóttaleið verður breytt og hurð á norðurgafli F álmu er breytt í húsi á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Dalbraut 1  (01.350.006) 104124 Mál nr. BN053156
710810-0280 D.P veitingar ehf., Álfheimum 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokk 2, tegund A í rými á 1. hæð sem áður var bakarí/kaffihús og koma fyrir loftstokki upp með norðurhlið á húsi lóð nr. 1 við Dalbraut.
Samþykki meðeigenda ódags. Bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir loftræstikerfi dag. 12. sept. 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

5. Dragháls 18-26  (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053473
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, 3. hæð er breytt í fjögur rými, útliti norðurhliðar breytt, byggð milliloft í rýmum 0301 og 0304, sprinklerrými stækkað og flóttaleiðum og brunavörnum breytt í atvinnuhúsi á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Stækkun:  milliloft 152,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

6. Efstaleiti 2  (01.745.201) 224636 Mál nr. BN053546
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu kjallara og plötu yfir kjallara fyrir matshluta 01 og 02, fjölbýlishús á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052546.
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

7. Efstaleiti 2  (01.745.201) 224636 Mál nr. BN053547
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir matshluta 04, fjölbýlishús á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052547.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8. Efstaleiti 4  (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053223
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með alls 50 íbúðum, ásamt bílakjallara, mhl. 05 með 82 bílastæðum, á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 02 A-rými 2.988,9 ferm., 9.502,5 rúmm. B-rými 124,6 ferm., 361,3 rúmm.
Mhl. 03 A-rými 1.231,2 ferm., 3.962,6 rúmm. B-rými 33,9 ferm., x rúmm.
Mhl. 05 A-rými 2.876,0 ferm., 8.729,7 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Efstaleiti 4  (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053226
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 01 og 04, með alls 78 íbúðum á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 01 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 04 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Erindi fylgja varmatapsútreikningar dags. 25.08.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Fiskislóð 1  (01.089.501) 203587 Mál nr. BN053530
411009-2110 DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051969 þannig að milligólf er stækkað og innréttuð sjúkraþjálfunarstofa, nýtt stigahús gert, svalir minnkaðar, flóttastigi færður til á norðurhlið og hætt við veitingarekstur í húsi á lóð nr. 1 við Fiskislóð.
Bréf frá burðarþolshönnuði vegna breytinga dags. 14. september 2017.
Stækkun millipalls:  XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fjólugata 19  (01.185.513) 102203 Mál nr. BN053527
060658-5019 Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í þrjár íbúðir, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr og gera svalir á þaki hans, færa útveggi kjallara utar, sameina og stækka svalir á annarri hæð, hækka þak, steypa stiga upp á svalir 0103 og koma fyrir 6 bílastæðum á lóð nr. 19 við Fjólugötu.
Bréf frá Brunahönnuði dags. 11. september 2017.
Stækkun bílskúrs: XX ferm., XX rúmm.
Stækkun íbúðarhúss: XX ferm ., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Framnesvegur 16  (01.133.230) 100259 Mál nr. BN053485
240268-5829 Sigurður Hilmar Ólafsson, Noregur, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptalýsingar, sjá erindi BN036194 þar sem m.a. var sótt um leyfi til að byggja kvisti og bæta eldvarnir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Framnesveg.
Áður gerð stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Gissurargata 7  (05.113.704) 214852 Mál nr. BN053477
011062-3699 Guðmundur Karl Bergmann, Hverafold 27, 112 Reykjavík
220663-7799 Hugrún Davíðsdóttir, Hverafold 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á steyptum kjallara á lóð nr. 7 við Gissurargötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stærð, A-rými:  258,2 ferm., 881,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grettisgata 53B  (01.174.227) 101630 Mál nr. BN053099
700609-0650 Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem m.a. er gerð grein fyrir íbúð 0002 í kjallara og íbúðum þannig fjölgað úr fimm í sex og til að nýta allar íbúðirnar sem gististað í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Gufunes Áburðarverksm  (02.220.001) 108955 Mál nr. BN053500
450815-0390 Kuklarinn ehf., Krókhálsi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta geymslu-  og lagerhúsnæði fyrir fyrirtæki  sem þjónustar kvikmyndagerð, m.a. verður hús einangrað og klætt að utan með álklæðningu, þak einangrað að ofan og klætt með dúk, milliloft stækkað og skráð sem 2. hæð og komið fyrir nýjum gluggum og hurðum í mhl. 05 á lóðinni Gufunes Áburðarverksm.
Greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 5 sept. 2017 og umsögn brunahönnuðar dags. 5. september 2017 fylgja erindinu.
Stækkun millilofts er : XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hamrahlíð 17  (01.714.101) 107254 Mál nr. BN053439
470169-2149 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á jarðhæð sem hefur í för með sér breytingu á brunahólfun í húsi á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Háaleitisbraut 58-60  (01.284.401) 103735 Mál nr. BN053073
091188-3339 Stína Tuyet Thanh Nguyen, Veghús 7, 112 Reykjavík
290343-4379 Sveinn Henrik H Christensen, Vaðlasel 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C, skyndibitastaður í rými 0107 á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 58 -60 við Háaleitisbraut.
Samþykki eiganda rýmis dags. 10. júní 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Hádegismóar 8  (04.411.201) 213067 Mál nr. BN053447
701277-0239 Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051207 þannig að innkeyrsla á lóð er færð til austurs, anddyri er stækkað og ýmsar aðrar breytingar á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 8 við Hádegismóa.
Umsögn brunahönnuðar dags. ágúst 2017 fylgir.
Minnkun:  26,5 ferm.
Stækkun: 144,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

19. Hjallaland 1-31 2-40  (01.862.001) 108797 Mál nr. BN053495
150377-5799 Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Hjallaland 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir þannig að útbúin er svalalokun á brautum og með glerþaki á raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 1-31, 2-40 við Hjallaland.
Stærð B-rými: 13,5 ferm.,  XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Holtavegur 32  (01.393.---) 176082 Mál nr. BN053522
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingasal inn í ónotað rými við hlið núverandi veitingasalar í veitingastað í flokki ?? tegund ?? fyrir 120 gesti mhl. 11 á lóð nr. 32 Holtavegi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Jónsgeisli 27  (04.113.509) 189825 Mál nr. BN053237
270682-5029 Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík
240686-2609 Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, breyttu innra skipulagi og stoðvegg á vesturhlið og til að steypa nýjan stoðvegg, útbúa útigeymslu með verönd á þaki vestan húss og koma fyrir setlaug í norðausturhluta lóðar nr. 27 við Jónsgeisla.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Jónsgeisla 11, 13, 15 og 25 dags. 14. júlí 2017.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. september 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá 14. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017.

22. Laufásvegur 22  (01.183.408) 101968 Mál nr. BN052840
310569-4029 Benedikt Erlingsson, Reykjabyggð 40, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á neðri hæð mhl. 03 og til að deila upp í tvo sérafnotareiti lóð nr. 22 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2017 og bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 21. júní 2017 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

23. Laufásvegur 46  (01.185.107) 102145 Mál nr. BN053102
260960-7849 Þórey Bjarnadóttir, Laufásvegur 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af gistiheimili í flokki II tegund ?? á 1. hæð og mhl. 02 með aðstöðu fyrir starfsfólk sem eru eigendur í íbúð á annarri hæð í húsinu á lóð nr. 46 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Mjölnisholt 8  (01.241.014) 103009 Mál nr. BN053499
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052156, breytt er eignarhaldi á geymslum í mhl 02 við fjölbýlishús á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.
Jafnframt er erindi BN053054 dregið til baka.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Njörvasund 10  (01.411.501) 105027 Mál nr. BN053438
110661-2159 Margrét Herdís Einarsdóttir, Njörvasund 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skilgreina sérafnotaflöt íbúðar 0101 í norðvesturhorni lóðar aftan við bílskúr tvíbýlishúss á lóð nr. 10 við Njörvasund.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 8. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Norðurstígur 3  (01.132.016) 100206 Mál nr. BN053130
611211-1390 M3 Capital ehf., Laugarásvegi 69, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris úr timbri, innrétta tvær íbúðir og gera svalir á hluta þaks húss á lóð nr. 3 við Norðurstíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. apríl 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Milli funda.

27. Skipholt 31  (01.251.004) 103433 Mál nr. BN053036
490703-3060 Víðsjá-kvikmyndagerð ehf, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera bruggverksmiðju í mhl. 02 rými 0101 sem í dag er vörugeymsla og fá samþykktar útitröppur og áður útfærða gönguhurð á austur hlið á húsinu á lóð nr. 31 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Sogavegur 73-75  (01.811.201) 107823 Mál nr. BN052684
540915-2290 S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
470217-2000 SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða fjölbýlishús, auk kjallara, með 19 íbúðum á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stærðir:
A-rými: 2.526,9 ferm., 8.692,2 rúmm.
B-rými: 16,2 ferm., 51,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Sólvallagata 18  (01.160.212) 101160 Mál nr. BN052855
261154-7149 Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
140284-2709 Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
050652-2629 Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
090755-3909 Sævar Magnús Birgisson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016 við fsp. BN051294 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. september 2017.
Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst 2017 til og með 7. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 16, 20, Hávallagötu 27, 29 og 31. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Tryggvagata 16  (01.132.104) 100213 Mál nr. BN053159
680169-4549 Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051820, m.a. eru svalir 5. hæðar færðar til samræmis við svalir 4. hæðar, geymsla á þaksvölum er felld niður, innra skipulagi íbúðar á 5. hæð er breytt og krosslímtré verður notað í stað steypu í burðarvirki 5. hæðar íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Tryggvagata 22  (01.140.004) 100816 Mál nr. BN053426
240474-5069 Starri Hauksson, Túngata 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, innrétta matsölustað í flokki l - tegund c (auk veitingastaðar í flokki lll - tegund b sem fyrir er), færa til flóttadyr út á svalir, gera útigasgeymslu og útblástursrör frá háfi í húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Úlfarsbraut 114  (02.698.508) 205752 Mál nr. BN053501
540814-0230 Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051378 sem felst í því að kalt bogadregið þakskýli hefur verið fjarlægt og útlitum breytt lítilsháttar, auk breytinga á innra skipulagi baðherbergja í húsi á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Vegamótastígur 7  (01.171.509) 205361 Mál nr. BN053531
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki IV, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð í húsi á lóð nr. 7 við Vegamótastíg.
Stærð, A-rými:  861,3 ferm., 2.860,7 rúmm.
B-rými:  51,1 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Vegamótastígur 9  (01.171.508) 101424 Mál nr. BN053541
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki IV, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð í húsi á lóð nr. 9 við Vegamótastíg.
Stærð, A-rými:  925,7 ferm., 3.219,1 rúmm.
B-rými:  31,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Vitastígur 13  (01.174.233) 101635 Mál nr. BN053053
551299-2609 V-13 ehf, Vitastíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta núverandi eign sem er atvinnuhúsnæði í þrjár eignir og innrétta tvær íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt því að gera svalir á austurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Vitastíg.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Víðimelur 56  (01.540.015) 106232 Mál nr. BN052857
261183-2779 Karen Lind Ólafsdóttir, Víðimelur 56, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð, lækka gólf í kjallara og byggja þar anddyri ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 56 við Víðimel sem meðal annars fellst í gerð íbúðar í kjallara.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 15. september 2017 og yfirlýsing VHÁ um ástand burðarvirkis og lagna dags. 4. september 2017.
Stækkun A-rými 49,7 ferm., 163,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Vínlandsleið 16  (04.111.602) 208324 Mál nr. BN053493
601299-6239 Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta mötuneyti á þriðju hæð, mötuneyti og sýningarsal á annarri hæð er breytt í skrifstofur og verkstæði, lager breytt í skrifstofurými, bílastæðum fatlaðra fækkað, breyta lager í aðstöðu fyrir hjálpatæki og koma fyrir starfsmannaaðstöðu í húsi á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Vínlandsleið 6-8  (04.121.201) 188023 Mál nr. BN053529
601299-6239 Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á annarri hæð í lager og þjónustu við hjálpartæki frá sjúkratryggingum Íslands í húsinu á lóð nr. 6-8 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Þingholtsstræti 15A  (01.180.104) 101680 Mál nr. BN053455
020850-4859 Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
030552-7179 Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048091 þannig að settar eru svalir út frá svalaskýli 0202 á austurhlið hússins á lóð nr. 15 A við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málið er í skipulagsferli.

40. Þrastargata 1-11  (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053552
170464-4439 Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053010, um er að ræða breytingu á stærð kvists á götuhlið einbýlishúss nr. 7b á lóð nr. 1-11 við Þrastagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

41. Haukahlíð 3   Mál nr. BN053550
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð, Haukahlíð 3 (staðgr. 1.627.501, landnr. 225891).
Lóðin Haukahlíð 3 er stofnuð með því að taka 6458 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221488)
Lóðin Haukahlíð 3 (staðgr. 1.627.501, landnr. 225891) verður 6458 m2.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05.11.2014, samþykkt í borgarráði þann 02.12.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

42. Völvufell gæsluv.  (04.683.202) 112312 Mál nr. BN053548
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin sem skráð er sem Völvufell gæsluv., landnúmer 112312 verði tölusett sem Völvufell 7A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

43. Giljaland 2-32 1-35  (01.853.001) 108769 Mál nr. BN053537
121171-3769 Elsa Matthildur Ágústsdóttir, Giljaland 24, 108 Reykjavík
240972-3289 Magnús Salberg Óskarsson, Giljaland 24, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að síkka glugga og koma fyrir glerrennihurð á húsi nr. 24 á lóð nr. 2-32 -35 við Giljaland.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum. Sækja þarf um byggingarleyfi.

44. Miðtún 28  (01.223.105) 102895 Mál nr. BN053542
590907-1030 GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort samþykkt yrði áður gerð íbúð í kjallara, samþykkt frá 1985, og og hvað þarf að gera til þess að fá hana skráða sem íbúð í húsi á lóð nr. 28 við Miðtún.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fundi slitið kl. 12.00

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Karólína Gunnarsdóttir Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 3 =