Fundur nr. 202

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 6.september kl. 9:07, var haldinn 202. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning fulltrúa   Mál nr. US170256

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. september 2017, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. september  2017, um að fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti í umhverfis- og skipulagsráði varamaður hennar er Svafar Helgason. Fulltrúi  Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson tekur sæti í umhverfis- og skipulagsráði, varamaður hans er Magnús Sveinn Helgason. Sævar Þór Jónsson tekur sæti sem áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, varamaður hans er Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir.

2. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning varaformanns   Mál nr. US170257

Lögð fram tillaga formanns umhverfis- og skipulagsráðs að fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundadóttir verði kosinn varaformaður  umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt.

(A) Skipulagsmál

3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  1. september 2017.

4. Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir, breyting á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði   Mál nr. SN160890

Að lokinni kynningu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. apríl 2017, á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Hverfisráð Laugardals, dags. 30 júní 2017, Íbúasamtök miðborgar, dags. 14. júlí 2017 og Gestur Ólafsson, dags. 28. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulag á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. september 2017, á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Mosfellsbær, breyting á svæðisskipulagi, breytt afmörkun vaxtarmarka atvinnusvæðis á Hólmsheiði   Mál nr. SN170616

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. ágúst 2017, vegna afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á verkefnislýsingu Mosfellsbæjar, dags. ágúst 2017 vegna breytingar á vaxtamörkum svæðisskipulags í landi Mosfellsbæjar þannig að athafnasvæði við Hólmsheiði geti stækkað til austurs.  Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 1. sept. 2017.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 1. september 2017 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi  (01.193) Mál nr. SN170228
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
670117-0650 Esja Attractions ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf., mótt. 14. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að gera nýbyggingu með verslun, þjónustu og hóteli, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. september 2017.  Einnig er lögð fram umsögn Minnjastofnunar Íslands, dags. 8. júní 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4, breyting á deiliskipulagi  (02.376) Mál nr. SN170522
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf., mótt. 21. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum í 130 íbúðir (eða allt að 156 íbúðir miðað við vikmörk + 20%) og felld út heimild til að byggja verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni, formi og stærð byggingarreita er breytt lítillega, þakgörðum efri hæða fækkað og breidd svalaganga minnkuð, bílastæðaskilmálum er breytt, bílakjallari minnkaður og fjöldi bílastæða ofanjarðar er aukinn og fyrirkomulag sorpgeymsla er breytt þannig að í stað djúpgáma eru hefðbundin sorpskýli á lóð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 5. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurlaug H. Pétursdóttir, hdl. f.h. Reita, dags. 24. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi  (01.863.9) Mál nr. SN170569
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.15 víkur Sævar Þór Jónsson  af fundi

9. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi  (01.79) Mál nr. SN160959
650213-0840 Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 16. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarheimilisrýmum, breytingu á bílastæðafjölda og bílakjöllurum o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 24. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 9. maí til og með 20. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur, dags. 26. maí 2017, Ágústína Jónsdóttir, dags. 19. júní 2017, Hrefna Hrólfsdóttir og Hjörtur Örn Hjartarson, dags. 19. júní 2017, Björn Már Friðriksson, dags. 19. júní 2017,  Össur Kristinsson, dags. 19. júní 2017, Þorsteinn Þorsteinsson, dags. 19. júní 2017, Finnbogi Kjartansson, dags. 19. júní 2017, Pétur Birgisson, María M. Aðalbjarnardóttir, Birgir Björn Pétursson og Bjarki Pétursson, dags. 19. júni 2017, Hákon E. Guðmundsson og Guðrún A. Erlingsdóttir, dags. 20. júní 2017, Salína Helgadóttir, dags. 20. júní 2017, Óskar Sæmundsson, dags. 20. júní 2017, Einar Long, dags. 20. júní 2017, Arnheiður E. Sigurðardóttir, dags. 20. júní 2017, Magnús Þór Kristjánsson, dags. 20. júní 2017 og Kjartan Freyr Kjartansson, dags. 21. júní 2017.  Einnig er lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts dags. 23. ágúst 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2017 ásamt lagfærðum uppdráttum THG Arkitekta ehf., dags. 3. september 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsafulltrúa dags. 14. ágúst 2017.
Vísað til borgarráðs.

10. Hafnarstræti 18, breyting á deiliskipulagi  (01.140.3) Mál nr. SN170420
431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ólafar Pálsdóttur, mótt. 18. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. í breytingunni felst aukning á byggingarmagni sem felst í að lyfta núverandi húsi upp um 90 cm, byggja kjallara undir það og nýja viðbyggingu á 2. hæð. Þá fellst breytingin einnig í því að skúrar sem byggðir eru á baklóð verði rifnir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 12. maí 2017. Einnig er lögð fram greinargerð P Ark teiknistofu sf., dags. 4. september 2017 og uppdrættir, dags. 1. september 2017.

- Kl. 10.33 tekur Sævar Þór Jónsson sæti á fundinum að nýju.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Hólavað 63-71, breyting á deiliskipulagi  (04.741.6) Mál nr. SN170074
120944-2669 Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. júní 2017, þar sem stofnunin telur svör skipulagsfulltrúa við framkomnum athugasemdum ófullnægjandi. Einnig gerir stofnunin athugasemd við að deiliskipulagsbreytingunni fylgir engin úttekt á hugsanlegum umhverfisáhrifum skv. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Erindinu var vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram skuggavarp KRark, dags. 15. ágúst 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017. 
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017 samþykkt.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

12. Vogabyggð svæði 2, breyting á deiliskipulagi  (01.45) Mál nr. SN170532
500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., mótt. 27. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn neðanjarðar, samkvæmt tillögu Teiknistofu Tröð, dags. 5.júlí 2017 ásamt greinargerð og skilmálum dags.  5. júlí 2017 síðast breytt 5. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Þráinsson f.h. Miðhólma ehf., dags. 23. ágúst 2017.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Öskjuhlíð, Perlan, breyting á deiliskipulagi  (01.762.5) Mál nr. SN170102
561204-2760 Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
561115-1680 Perla norðursins hf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landmótunar f.h. lóðarhafa mótt. 7. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan við Perluna sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu, breyta staðsetningu á nýjum heitaveitutanki o.fl. samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017, br. 28. ágúst 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017, br. 28. ágúst 2017. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2017 til og með 17. ágúst 2017. Engar athugasemdir bárust.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 939 frá 5. september 2017.

15. Drápuhlíð 36, Bílskúr  (01.713.006) Mál nr. BN052838
190649-3939 Helga Benediktsdóttir, Drápuhlíð 36, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa  frá 23. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr við austurhlið lóðar upp við lóðarmörkum nr. 38  á lóð fjölbýlishúss nr. 36 við Drápuhlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 30. júní 2017 til og með 28. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. f.h. Ásgerðar Vigfúsdóttur, dags. 17. júlí 2017 og Steinar Jens Friðgeirsson, dags. 28. júlí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Bréf frá hönnuði dags. 9. maí 2017 fylgir. Stærð bílskúr:  28,0 ferm., 85,4 rúmm. Gjald kr. 11.000
Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í erindið með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Skipholt 31, Bruggverksmiðja  (01.251.004) Mál nr. BN053036
490703-3060 Víðsjá-kvikmyndagerð ehf, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að gera bruggverksmiðju í mhl. 02 rými 0101 sem í dag er vörugeymsla og fá samþykktar útitröppur og áður útfærða gönguhurð á austur hlið á húsinu á lóð nr.  31 við Skipholt. Erindi var grenndarkynnt frá 21. júlí 2017 til og með 18. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán S. Guðjónsson, dags. 17. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

17. Deilibílar, verklagsreglur   Mál nr. US170255

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, að verklagsreglum vegna stæða undir deilibílaleigur á borgarlandi Reykjavíkur
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.

18. Deilibílar, gjaldskrá   Mál nr. US170254

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, varðandi gjaldskrá vegna stæða undir deilibílaleigur á borgarlandi Reykjavíkur.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.

19. Leiga á bílastæðum, Deilibifreiðar   Mál nr. US170242

Lagt fram erindi Zipcar varðandi ósk um leigu á bílastæðum fyrir deilibifreiðar. 
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

20. Miðborgin, hjólastæði, kynning   Mál nr. US130225

Lagðar eru fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur,  að nýjum hjólastæðum í miðborginni og á Kjalarnesi. Tillögurnar eru í samræmi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.
Lagt er til að að fjölga hjólastæðum um 14  á 12 staðsetningum.
Tillögur að nýjum hjólastæðum eru eftirfarandi:
Austurstræti 17 - 2 stæði, Austurstræti 12, Hafnarstræti/Veltusund, Bankastræti, Vestan við Kolaport 2 stæði, Hverfisgata/Arnarhóll, Laugavegur 10, Óðinstorg, Laugavegur við Kjörgarð, Káratorg, Laugavegur 77 og Esjuskáli Kjalarnesi.
Samþykkt.

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

- Kl. 11.55 víkur Sævar Þór Jónsson  af fundi.

21. Mýrargata, Nýlendugata, Brunnstígur, Bakkstígur og Norðurstígur, tillaga um ný gjaldskyld svæði   Mál nr. US170246

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, bílastæðasjóðs dags. 25. ágúst 2017, þar sem lagt er til að almenn bílastæði við Mýrargötu, Nýlendugötu, Brunnstíg, Bakkastíg og Norðurstíg verði gerð gjaldskyld.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Skothúsvegur, tillaga um ný gjaldskyld svæði   Mál nr. US170247

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs bílastæðasjóðs, dags. 25. ágúst 2017,  þar sem lagt er til að almenn bílastæði við Skothúsveg verði gerð gjaldskyld.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Stakkholt og Grófin, tillaga um ný gjaldskyld svæði   Mál nr. US170248

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs bílastæðasjóðs , dags. 25. ágúst 2017, þar sem lagt er til að almenn bílastæði við Stakkholt og Grófina verði gerð gjaldskyld.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Vatnsmýrarvegur, lóð norðan við BSÍ, tillaga um ný gjaldskyld svæði   Mál nr. US170245

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs bílastæðasjóðs, dags. 25. ágúst 2017, þar sem lagt er til að bílastæði á malarplani á ótölusettri lóð við Vatnsmýrarveg norðan við BSÍ (Vatnsmýrarveg 10) verði gerð gjaldskyld.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál

25. Umhverfis- og skipulagssviðs, sex mánaða uppgjör 2017   Mál nr. US170252

Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til júní 2017.

26. Þingholtsstræti 25, málskot  (01.183.3) Mál nr. SN170562
060346-2249 Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Páls V. Bjarnasonar, dags. 11. júlí 2017 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 á fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 25 við Þingholtsstræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.

- Kl. 12.15 tekur Sævar Þór Jónsson  sæti á fundinum að nýju.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 staðfest.

Margrét Þormar verksefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Kjalarnes, Hof, deiliskipulag   Mál nr. SN160598
500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2017, þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsins þar sem ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar vegna tengingar umrædds svæðis við Vesturlandsveg. Jafnframt er bent á að lagfæra gögn þannig að afmörkun byggingarreits sé í samræmi við fyrirhugað umfang bygginga þannig að minjar verði staðsettar utan hans og gera þarf grein fyrir aðkomu að deiliskipulagssvæðinu frá stígum ofar í hlíðinni.  Einnig er lagður fram leiðréttur uppdáttur dags. 25. ágúst 2017 og  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Betri Reykjavík, rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal  (USK2017080016)   Mál nr. US170236
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar í málaflokknum umhverfismál.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017. 
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017 samþykkt.

29. Betri Reykjavík, klósett við Klambratún  (USK2017040012)   Mál nr. US170142
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "klósett við Klambratún" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. apríl 2017. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar í flokknum umhverfismál á samráðsvefnum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017 samþykkt.

30. Betri Reykjavík, sumarskáli í Hljómskálagarðinn Pavillion (USK2017030019)   Mál nr. US170120
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "sumarskáli í Hljómskálagarðinn Pavillion" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Frestað.

31. Betri Reykjavík, höfum 2 Miðgarða (e. Central Parks) í miðborg Reykjavíkur   Mál nr. US170176
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "höfum 2 Miðgarða (e. Central Parks) í miðborg Reykjavíkur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 17. maí 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. ágúst 2017 samþykkt.

32. Fyrirspurn Framsóknar- og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks, Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa   Mál nr. US170222

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.
"Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa eru lagðar fram í ráðinu en gögnin sem vísað er til í fundargerðunum sem afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa byggist á eru ekki lögð fram. Óskað er eftir upplýsingu um það hvenær það verður."
Stefnt er að því að gögn þau er fyrirspurnin lýtur að verði aðgengileg um mitt næsta ár.

33. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mynd á gafli sjávarútvegshússins   Mál nr. US170239

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Halldórs Halldórssonar og Herdísar Þorvaldsdóttur þar sem þau óska eftir upplýsingum umhverfis- og skipulagssviðs um hver aðkoma stjórnsýslu Reykjavíkurborgar var að þeirri ákvörðun að fjarlægja mynd af sjómanninum á gafli Sjávarútvegshússins, Skúlagötu 4.
Einnig er lagt fram svarbréf byggingarfulltrúa Reykjavíkur dags.  29. ágúst 2017.

34. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Aðgerðir til að hefta útbreiðslu lúpínu   Mál nr. US170224

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar Maríu  Friðriksdóttur.
"Óskað er eftir upplýsingum um til hvaða aðgerða gripið hefur verið til að hefta útbreiðslu lúpínu í borgarlandinu. Hefur sérstaklega verið skoðað hvernig bregðast megi við á þeim stöðum sem lúpínan legst á varpland fugla?" Einnig er lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða  dags. 2. september 2017.

35. Grensásvegur 16a, kæra 94/2017, umsögn  (01.295.4) Mál nr. SN170637
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála  ásamt kæru, dags. 25. ágúst 2017 þar sem kært er byggingarleyfi, dags. 26. júlí 2017 fyrir niðurrifi bílastæðahúss á lóð nr. 16A við Grensásveg. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 4. sept. 2017.

36. Birkimelur 3, breyting á deiliskipulagi  (01.541) Mál nr. SN170542
151037-4969 Magnús Skúlason, Klapparstígur 1a, 101 Reykjavík
530208-1410 Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. ágúst 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðar nr. 3 við Birkimel.

37. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi  (01.430.1) Mál nr. SN170573
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. ágúst 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23.

38. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g, breyting á aðalskipulagi, heimildir um íbúðarhúsnæði   Mál nr. SN170610

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. ágúst 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, varðandi heimildir um íbúðarhúsnæði.

39. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,    Mál nr. US170258

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir leggja til við umhverfis - og skipulagsráð að borgarbúum verði gert kleift að skoða lifandi upplýsingar um umferð á helstu stofnleiðum borgarinnar á vef borgarinnar eða í sérstöku smáforriti. Ferðatími á annatíma í borginni er gríðarlega misjafn og getur jafnvel tekið hátt í klukkutíma að fara frá Grafarvogi niður í miðbæ á mesta álagstíma. Sama kerfi getur skilað upplýsingum um tafir vegna viðgerða eða lokana. Mikilvægt er að aðstoða fólk við að sjá þessar upplýsingar á aðgengilegan hátt svo það í auknum mæli taki ákvarðanir um að forðast mesta álagstímann og nota ætti öll tiltæk ráð til þess.
Frestað

Fundi slitið kl. 12.50

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Torfi Hjartarson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Halldór Halldórsson Áslaug María Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 5. september kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 939. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Karólína Gunnarsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfab. 12-16/Þönglab.  (04.603.503) 111722 Mál nr. BN053422
570173-0229 Arnar ehf., Smiðjuvegi 40d, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að skipta kjallara upp í tvær eignir og breyta að hluta til sameignarrýmum í séreignarrými í húsi á lóð nr. 14 við Álfabakka.
Samþykki meðeigenda dags. 31.08.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bergstaðastræti 13  (01.180.309) 101720 Mál nr. BN053051
571215-0470 Jubileum ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
630707-1020 B13 ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund ?? fyrir 55 gesti í rými 0102 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Samþykki formanns húsfélagsins Bergstaðastræti 13 fylgir vegna gasskáps á lóð og fjölgunar salerna dags. 11. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bragagata 34  (01.186.633) 102328 Mál nr. BN050359
420500-2540 KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
120376-3819 Einar Sturla Möinichen, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að gera nýja íbúð á 1. hæð, breyta stiga á bakhlið, endurnýja geymsluskúr á baklóð og setja svalir á suðurhlið rishæðar á húsi á lóð nr. 34 við Bragagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 6. júlí 2017 til og með 3. ágúst 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 31, 32, 34a, 34b og Haðarstíg 15. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.923.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Brekkugerði 10  (01.804.407) 107755 Mál nr. BN053200
191159-2849 Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á austurhlið þar sem í verður vetrargarður og baðhús í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Brekkugerði.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2015.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.
Stækkun:  84,4 ferm., 238,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bugðulækur 7  (01.343.313) 104012 Mál nr. BN053203
261254-2479 Steinunn Þrúður Hlynsdóttir, Klapparhlíð 13, 270 Mosfellsbær
240932-4079 Magnea I Sigurhansdóttir, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Bugðulæk.
Bréf hönnuðar dags. 11.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Dragháls 18-26  (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053473
480714-2100 Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0xxxxx, 3. hæð er breytt í fjögur rými, útliti norðurhliðar breytt, byggð milliloft í rýmum 0301 og 0304, sprinklerrými stækkað og flóttaleiðum og brunavörnum breytt í atvinnuhúsi á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Stækkun:  milliloft 137,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Döllugata 3  (05.113.602) 214838 Mál nr. BN053218
240981-5809 Sigurbjörn I Guðmundsson, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík
050380-3359 Rakel Björk Gunnarsdóttir, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 3 við Döllugötu.
Samþykki um frágang á lóðamörkum að Döllugötu 5 dags. 27.07.2017 fylgir erindi ásamt bréfi hönnuðar dags. 25.07.2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu.
Stærðir:
A-rými 330,2 ferm., 1.354,9 rúmm.
B-rými 27,0 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Efstaleiti 2  (01.745.201) 224636 Mál nr. BN053480
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötu og lagnir í jörð fyrir matshluta 05, fjölbýlishús að Lágaleiti 2-6 á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052547.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9. Faxafen 5  (01.463.301) 105673 Mál nr. BN053406
530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í rými norðurhluta 2. hæðar úr skrifstofum í snyrtistofu og eru breytingar tilgreindar í byggingarlýsingu á teikningum fyrir húsið á lóð nr. 5 við Faxafen.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

10. Fiskislóð 23-25  209680 Mál nr. BN053472
680406-1030 FF 11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
430475-0299 VSP ehf, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp geymslukerfi ofan á núverandi geymslur 1. hæðar ásamt því að koma fyrir öðrum flóttahringstiga á gafli og gera nýjan glugga á vesturhlið í húsi á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN053440
521009-2170 Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingar á erindi BN052523 sem felast í því að byggð er 380 ferm. viðbygging við norðurhlið áfanga 6 ásamt 100 ferm. tæknirými á 2. hæð, nýr inngangur gerður á tengigang og íþróttasalur hannaður fyrir 2500 manna samkomur auk þess sem stálburðarvirki þaks í sal er breytt í íþróttahúsinu Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Stækkun A-rými 522,4 ferm. , 3.551,1 rúmm.
Erindi fylgja greinargerð um brunahönnun dags. ágúst 2017, minnispunktar brunahönnuðar varðandi tækifærisskemmtanir dags. 22.08.2017 og bréf hönnuðar dags. 22.08.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Frakkastígur 9  (01.173.029) 101516 Mál nr. BN053119
581200-2770 STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
490316-0940 Aurora Arctica ehf., Mýrarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III tegund C í kjallara, til að lækka hluta gólfs um 70 cm til að ná löglegri hæð og verður þar komið fyrir eldhúsi og snyrtingum, veitingastaður og opið eldhús verður á fyrstu hæð og geymslur og skrifstofur á annarri hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Frakkastíg.
Umboð frá eiganda dags. 27. júní 2017, umsögn skipulags dags. 28. október 2017, bréf hönnuðar  um breytingar dags. 29. ágúst 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. ágúst 2017 og hljóðvistaskýrsla dags. 28. ágúst 2017 fylgja erindi.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13. Framnesvegur 1  (01.134.004) 100300 Mál nr. BN053465
150871-3369 Helga Jenny Sigurgeirsdóttir, Framnesvegur 1, 101 Reykjavík
060472-6029 Gunnar Thor Finze, Framnesvegur 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja múrhúð á útveggjum og klæða að nýju með bárujárni, setja nýja glugga í samræmi við  aldur húss og minnka kvist á norðurhlið ásamt því að byggja sólstofu á hluta svala á suðurhlið og nýtt skyggni yfir aðalinngangi, auk þess að gera tröppur upp á núverandi pall við suðurhlið í húsi á lóð nr. 1 við Framnesveg.
Stækkun A-rými 5,5 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Freyjubrunnur 13  (02.695.705) 205729 Mál nr. BN053435
631203-3290 Þver ehf., Skipholti 50B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 13 við Freyjubrunn.
Stærð, A-rými:  237,5 ferm., 732 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Geirsgata 5-5C  (01.117.306) 100086 Mál nr. BN053437
600602-4460 Cis Tron ehf, Brekkugerði 18, 108 Reykjavík
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, teg. veitingaverslun í reiðhjólaverslun í húsi nr. 5a á lóðinni 5-5c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Geirsgata 5-5C  (01.117.306) 100086 Mál nr. BN053404
520796-2159 Special Tours ehf., Pósthólf 92, 222 Hafnarfjörður
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052119 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 5b-5c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Þinglýsa skal heimild til sorplosunar á lóð nr. 5 við Ægisgarð, samkvæmt samningi á milli Geirsgötu 5B og 5C annarsvegar og Faxaflóahafna hins vegar.

17. Gissurargata 7  (05.113.704) 214852 Mál nr. BN053477
011062-3699 Guðmundur Karl Bergmann, Hverafold 27, 112 Reykjavík
220663-7799 Hugrún Davíðsdóttir, Hverafold 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á steyptum kjallara á lóð nr. 7 við Gissurargötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stærð, A-rými:  255,4 ferm., 917,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grandagarður 11  (01.115.206) 100053 Mál nr. BN053449
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
430806-0250 Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052968 þannig að breytt er staðsetningu á handlaug , ræstiskáp í eldhúsi og brunaslöngu á jarðhæð, starfsmannaherbergi og lagerrými stækkað og grafið verður frá björgunaropi í staðinn fyrir að steypa tröppur í húsi á lóð nr. 11 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grandagarður 7  (01.115.204) 100051 Mál nr. BN053430
430806-0250 Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
590410-0390 ROGA ehf, Fellstúni 20, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053124 þannig að breyting er á glugga á bakhlið, afgreiðsluborð fært til og snyrtingum breytt í húsi á lóð nr. 7 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Opnunartíma skal vera lengst til kl. 23 á virkum dögum og til kl. 1 um helgar að Grandagarði 7. Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

20. Grundarland 1-7  (01.855.301) 108786 Mál nr. BN053424
111079-3079 Erlendur Davíðsson, Grundarland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu aftan við bílskúr og milli bílskúrs og húss og til að koma fyrir uppbyggðum þakglugga á einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Grundarland.
Stækkun:  41,7 ferm., 129,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Grettisgata 53B  (01.174.227) 101630 Mál nr. BN053099
700609-0650 Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem gerð er grein fyrir íbúð í kjallara og íbúðum þannig fjölgað úr fimm í sex og til að innrétta gististað í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22. Gylfaflöt 10  (02.578.401) 224864 Mál nr. BN053470
550305-0380 Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði með millilofti úr forsteyptum einingum með léttu sperruþaki á lóð nr. 10 við Gylfaflöt.
Bréf hönnuðar dags. 29. ágúst 2017 fylgir.
Stærðir: 1.640,9 ferm., 10.121,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Gylfaflöt 6  (02.578.203) 224862 Mál nr. BN053174
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús, eina hæð með milligólfi úr forsteyptum einingum á lóð nr. 6 við Gylfaflöt.
Stærð:  921,1 ferm., 6.059,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Gylfaflöt 8  (02.578.403) 224863 Mál nr. BN053175
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús, eina hæð með milligólfi úr forsteyptum einingum á lóð nr. 8 við Gylfaflöt.
Stærð:  890,1 ferm., 5.224,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Haðaland 26  (01.863.401) 108801 Mál nr. BN053486
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir  gámahúsi sem á að breyta í framtíðinni í kennslustofur sem nú er á lóð strætó Hesthálsi 14 og á að  koma fyrir á lóð nr. 26 Haðalandi.
Heildarstærð hús er 74,1 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Hamrahlíð 17  (01.714.101) 107254 Mál nr. BN053439
470169-2149 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á jarðhæð sem hefur í för með sér breytingu á brunahólfun í húsi á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

27. Haukdælabraut 58  (05.114.703) 214805 Mál nr. BN053451
070376-4829 Reynir Viðar Pétursson, Laufengi 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052640 sem felst í því að hækka gólfkóta án þess að hús fari yfir leyfileg hæðarmörk og færa útistiga í húsi á lóð nr. 58 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Haukdælabraut 66  (05.114.802) 214809 Mál nr. BN053452
020761-4589 Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera skjólþak yfir heitan pott í garði við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Bréf hönnuðar dags. 17.08.2017 fylgir erindi ásamt ljósriti af jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn BN052051.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Hádegismóar 8  (04.411.201) 213067 Mál nr. BN053447
701277-0239 Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051207 þannig að færð er til innkeyrsla á lóð til austurs, stækkað er anddyri og ýmsar aðrar innanhússbreytingar í húsinu á lóð nr. 8 við Hádegismóa.
Umsögn brunahönnuðar dags. ágúst 2017 fylgir.
Stækkun:  39,4 ferm., 215,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hjarðarhagi 2-6  (01.552.401) 106511 Mál nr. BN053148
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö hjólaskýli úr járni og timbri við göngustíg milli VR1 og VR2 á lóð nr. 2-6 við Hjarðarhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stærð mhl. 08, B-rými:  24,4 ferm., 59,3 rúmm.
Mhl. 09, B-rými:  24,4 ferm., 59,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Hlíðarendi 1-7  (01.629.502) 220839 Mál nr. BN053484
550416-0770 NH eignir ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Hraunteigur 3  (01.360.205) 104520 Mál nr. BN053466
020563-3899 Stefán Jökull Sveinsson, Furuhjalli 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Hraunteig.
Stærð, A-rými:  361 ferm., 1.221,4 rúmm.
B-rými:  44,3 ferm., xx rúmm.
Samtals:  405,3 ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Ingólfsstræti 8  (01.170.308) 101345 Mál nr. BN053427
140564-2149 Þórdís Guðjónsdóttir, Snekkjuvogur 15, 104 Reykjavík
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051977 sem felst í því að snyrting fatlaðra er færð upp á efri hæð og bar, ásamt vínlager, er færður niður á neðri hæð og snyrtingum á neðri hæð breytt í húsi á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

34. Kárastígur 3  (01.182.307) 101904 Mál nr. BN053093
640306-0250 Vestinvest ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með þremur íbúðum, 1. hæð er staðsteypt en efri hæðir úr timbri, á lóð nr. 3 við Kárastíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 20. júní 2017, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 19. maí 2017 og 13. júlí 2017, minnisblað um brunavarnir dags. 24. júlí 2017 og greinargerð hönnuðar dags. 25. júlí 2017.
Stærð mhl. 02 er:  1. hæð 54,3 ferm., 130,5 rúmm., 2. hæð 48,8 ferm., 133,7 rúmm., 3. hæð 67,8 ferm., 170,8 rúmm.  Samtals: 170,9 ferm., 445,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

35. Kirkjustétt 2-6  (04.132.201) 188525 Mál nr. BN053479
120354-5159 Ellert Róbertsson, Vogatunga 23, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga eignum, innrétta fjórar sjálfstæðar vinnustofur með kaffi- og salernisaðstöðu, áður samþykkt BN049598 14. júlí 2015, í húsi á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 30. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Klettháls 1A  (04.342.802) 188526 Mál nr. BN053392
470297-2719 Frumherji hf., Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á milli mátlína 6 til 11, m.a. koma fyrir fjórum nýjum innkeyrsluhurðum á suðurhlið og tveimur á norðurhlið, byggja opið geymsluloft og útbúa skoðunargryfju í húsi  á lóð nr. 1A við Klettháls.
Stækkun, milliloft:  41,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053241
690517-0350 Perroy ehf., Gilsbúð 5, 210 Garðabær
690310-0900 Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skipta verslunareiningu 204-A/204-B aftur í tvær einingar í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Kúrland 1-29 2-30  (01.861.401) 108796 Mál nr. BN053125
190264-4409 Sigurbergur Kárason, Kúrland 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli sem verður úr 10 mm öryggisgleri á þar til gerðri stýrisbraut íbúð 0101 í raðhúsi nr. 3 á lóð nr. 1-29, 2-30 við Kúrland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Stækkun, B rými:  10,5 ferm. , 26,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.

39. Laugavegur 4  (01.171.302) 101402 Mál nr. BN053120
580215-1300 Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum og klæða með kopar götuhlið jarðhæðar Skólavörðustígs 1A á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir uppfærð brunahönnun frá Eflu dags. 11. júlí 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

40. Laugavegur 42  (01.172.223) 101478 Mál nr. BN053423
611096-2599 Húsfélagið Laugavegi 42, Pósthólf 82, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveimur skrifstofurýmum á 2. hæð í tvær íbúðir sem reknar verða sem gististaður í flokki ll - tegund g og ennfremur breyta íbúðum á 3. og 4. hæð í gististað í sama flokki og tegund fyrir alls 18-27 gesti, ásamt því að byggja svalir á 3. hæð, bæta brunavarnir og endurnýja handrið,  í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN052970 dregið til baka.
Samþykki eigenda dags. 20.02.2017 fylgir erindi ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.05.2017 við fyrirspurn SN170351 og umsögn Minjastofnunar dags. 13.07.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Laugavegur 59  (01.173.019) 101506 Mál nr. BN053249
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma v/lokaúttektar á erindi BN051424, innréttaður hefur verið loftræsiklefi í kjallara, hjóla- og vagnageymsla minnkuð og bílastæðabókhaldi breytt í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

42. Laugavegur 66-68  (01.174.202) 101606 Mál nr. BN053207
530117-0300 Reitir - hótel ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir veitingastað í flokki x - tegund x í rými 0104 í hóteli á lóð nr. 66-68 og 70 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Á milli funda.

43. Laugavegur 77  (01.174.021) 101569 Mál nr. BN053467
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II, tegund a fyrir 60 gesti í austurhluta kjallara og 1. hæðar, koma fyrir eldhúsi í kjallara með vörumóttöku og koma fyrir hurðum inn í kjallara á norðurhlið húss á lóð nr. 77 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Laugavegur 85  (01.174.124) 101599 Mál nr. BN053118
530404-2850 Uppsalamenn ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
541009-1160 Calvi ehf, Súluhöfða 10, 270 Mosfellsbær
301250-2239 Josephine Margaret Noble, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum fyrir gististað í flokki II tegund G fyrir íbúðir 0201, 0202, 0301, 0302 og 0402 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2017.
Tölvupóstur frá hönnuði þar sem hann biður um að fjarlægja skráningartöflu dags. 30. ágúst 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Lautarvegur 16  (01.794.103) 213561 Mál nr. BN053021
580915-0270 Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg.
Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Lautarvegur 8  (01.794.302) 213566 Mál nr. BN050801
170463-2939 Hafliði Bárður Harðarson, Sjafnargata 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 12 við Lautarveg.
Erindi fylgir yfirlýsing vegna Lautarvegar 8 dags. 30. júní 2017.
Stærð A-rými:  552 ferm., 1.724,5 rúmm.
B-rými:  73,1 ferm., 122,1 rúmm.
C-rými:  91,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Mýrargata 21-23  (01.131.019) 217347 Mál nr. BN053385
670901-2110 Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins, Öldugötu 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052979 þannig að sölubúð stækkar úr 7,8 ferm í 26,4 ferm. á lóð nr. 21-23 við Mýrargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2017.

48. Rauðarárstígur 1  (01.222.101) 102837 Mál nr. BN053442
590995-2079 Kvótasalan ehf., Vesturvangi 44, 220 Hafnarfjörður
310377-3099 Ryan Patrekur Kevinsson, Auðbrekka 34, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta rými á 1. hæð sem "Floating Spa" ásamt starfsmannarými í kjallara í húsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Skeifan 19  (01.465.101) 195606 Mál nr. BN053220
660169-1729 ÍSAM ehf., Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta skrifstofurýmis á 1. hæð í mhl. 16 í aðstöðu fyrir smurbrauðsgerð Myllunnar ehf. í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Erindi fylgir samþykki eiganda dags. 3. ágúst 2017 og greinargerð hönnuðar dags. 10. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50. Skipholt 37  (01.251.204) 103442 Mál nr. BN053379
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 1. hæð þar sem breyting er á gangi milli vinnurýma og 2. og 3. hæð þar sem breytt er fyrirkomulagi skrifstofa, vinnurýma, snyrtinga og kaffiaðstöðu í húsi á lóð nr. 37 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

51. Skógarhlíð 20  (01.705.903) 107115 Mál nr. BN053250
660410-0230 Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II,  fyrir 30 gesti á 1.hæð þar sem áður var tónlistarskóli í fjölnotahúsi á lóð nr. 20 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52. Skólavörðustígur 2  (01.171.202) 101383 Mál nr. BN053416
630916-1510 Skólavörðustígur 2 ehf., Frostaskjóli 43, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 3. og 4. hæð í gististað í flokki 2 - tegund g (íbúðir) í húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Smiðshöfði 11  (04.061.203) 110606 Mál nr. BN053448
620107-2980 Atvinnuhúsnæði ehf., Rauðumýri 1, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi eign í fjórar sjálfstæðar eignir 0101, 0104, 0201 og 0202 í húsinu á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Snorrabraut 75  (01.247.001) 103325 Mál nr. BN053482
120586-3869 Marín Ósk Hafnadóttir, Snorrabraut 75, 105 Reykjavík
300183-3019 Tómas Andri Einarsson, Snorrabraut 75, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara þar sem geymslu er skipt upp þannig að hluti af henni sameinast rými 0001 í húsi á lóð nr. 75 við Snorrabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Sóleyjargata 13  (01.185.007) 102138 Mál nr. BN053464
700703-3390 Sóleyjargata 13,húsfélag, Sóleyjargötu 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa áður gerða ósamþykkta íbúð inn á aðaluppdrætti ásamt áður gerðum geymslum í kjallara, rýmisnúmerum og skráningartöflu vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Sóltún 1  (01.230.003) 208475 Mál nr. BN053038
590115-0530 Sóltún 1 ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN048881 vegna lokaúttektar sem felast í því að fyrirkomulagi á lóð við suðurhlið er breytt, hurð að brunastúku í kjallara breytt, veggur í stofu íbúðar 0503 er fjarlægður, aukið við timburklæðningu á 1. hæð suðurhliðar og handriði við innganga á norðurhlið breytt í húsi  á lóð nr. 1 við Sóltún.
Gjald 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Sólvallagata 14  (01.160.210) 101158 Mál nr. BN053458
171063-7449 Andri Már Ingólfsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að gera innkeyrslu og bílastæði austan við einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Stuðlaháls 2  (04.325.401) 111045 Mál nr. BN053188
410169-4369 Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við vöruhús 2 sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun:  484 ferm., 2.055 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Súðarvogur 3  (01.451.401) 105601 Mál nr. BN053429
260564-4989 Hannes Frímann Sigurðsson, Þorláksgeisli 122, 113 Reykjavík
550512-1140 Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01, 05, 10, 11, 16, 18, 19, 20, 22 og að hluta mhl. 09 á lóð nr. 3 við Súðarvog.
Stærðir sem verið er að rífa eru :
Mhl. 01 0101 Iðnaður er 937,0 ferm.
Mhl. 05 0101 vörugeymsla  er 575,0 ferm.
Mhl. 09 0101 Verslun-skrifstofur ?? ferm.
Mhl. 10 0101 Opið skýli er 590,0 ferm.
Mhl. 11 0101 Vörugeymsla  er 36,0 ferm.
Mhl. 16 0101 Vörugeymsla er 35 ferm.
Mhl. 18 0101 Iðnaður er 340,0 ferm.
Mhl. 19 0101 vörugeymsla er 250,0 ferm.
Mhl. 20 0101 Hliðavarðarskýli er 18,5 ferm.
Mhl. 22 0101 Opið skýli er 540,0 ferm.
Samtals: XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Þingholtsstræti 15A  (01.180.104) 101680 Mál nr. BN053455
020850-4859 Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
030552-7179 Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048091 þannig að settar eru svalir út frá svalaskýli 0202 á austurhlið hússins á lóð nr. 15 A við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, dags. 19. ágúst 2017.

61. Þorragata 10-20  (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN052961
590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa plan, mhl. 21 fyrir Jet-A1 geymi ásamt því að koma fyrir  sand- og olíuskilju, mhl. 22 á lóð með landnr. 106746 á Reykjavíkurflugvelli á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Einnig fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 18. júlí 2017, minnisblað frá hönnuði dags. 21. ágúst 2017, samþykki meðlóðarhafa fylgir að hluta dags. 14. ágúst 2017 og tölvupóstur dags. 29. ágúst 2017 með samþykki frá Ísavía.
Stærð sand- og olíuskilju mhl. 22:  4,0 ferm., 4,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62. Ægisgata 5  (01.132.010) 100200 Mál nr. BN053469
550513-0480 THB Eignir ehf., Vallargerði 4, 200 Kópavogur
711297-4219 Kná ehf., Grímsstöðum, 311 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201,0203,0301,0305,0401 og 0403 í gististað í flokki II tegund G fyrir ?? gesti í húsi á lóð nr. 5 við Ægisgötu.
Umboð sumra eigenda dags. 25. ágúst 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

63. Eirhöfði 2-4  (04.030.101) 110517 Mál nr. BN053488
520402-2410 Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Vagneignir ehf. óska eftir að fá staðfangi breytt þannig að lóðin tilheyri Breiðhöfða 13 eða 17 í stað Eirhöfða 2-4.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Lóðin Eirhöfði 2-4 verði hér eftir talin nr. 13 við Breiðhöfða.

Fyrirspurnir

64. Síðumúli 31  (01.295.301) 103843 Mál nr. BN053457
050779-2549 Sandra Yunhong She, Bröndukvísl 8, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir gistiskála í rými 0401 í húsi nr. 31 við Síðumúla.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

65. Skipholt 21  (01.250.108) 103426 Mál nr. BN053199
561089-1409 Parvík ehf., Skipholti 21, 105 Reykjavík
Spurt er hvort heimild fengist til að innrétta atvinnuhúsnæði á jarðhæð austurálmu sem þrjú sjálfstæð gistirými með inngang frá bakgarði í húsi á lóð nr. 21 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.
Neikvætt.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017.

Fundi slitið kl. 12.00

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Karólína Gunnarsdóttir Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =