Fundur nr. 202

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 26. september var haldinn 202. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á Jafnréttisþingi sem fram fór á Stykkishólmi 15. september sl.

Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer umræða um aðild Reykjavíkurborgar að Rainbow Cities.
Frestað.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar:

Mannréttindaskrifstofa óskar eftir að undirbúningur að Fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar verði færður frá mannréttindaskrifstofu til  höfuðborgarstofu. Viðburðurinn verði framvegis unninn á höfuðborgarstofu í samstarfi við mannréttindaskrifstofu. Mögulegt væri að viðburðir Fjölmenningadags Reykjavíkurborgar yrðu haldnir samhliða öðrum viðburðum Reykjavíkurborgar til að mynda Menningarnótt, 17. júní, Hönnunarmars og/eða öðrum viðburðum borgarinnar. Kostnaður vegna viðburðarins hefur verið 1.500.000 og hefur verið greiddur af mannréttindaskrifstofu.

Greinagerð fylgir tillögunni R17080142.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

4. Lagðar fram umsóknir til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um skyndistyrki:
Samþykkt að veita umsókninni Heimur Luca – tvítyngt lesefni, styrk að upphæð kr. 300.000, fyrir aðkeypta þjónustu, prentun ofl.
Samþykkt að veita umsókninni Sjálfstyrkingarnámskeið Tabú – tákn og rittúlkun, styrk að upphæð kr. 400.000 vegna undirbúnings og framkvæmdar námskeiðsins.
Samþykkt að veita umsókninni Transbarnið – Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk tvítyngt lesefni, styrk að upphæð kr. 230.00.000, vegna þýðingar bókarinnar.

Fundi slitið kl. 13.00

Elín Oddný Sigurðardóttir

Diljá Ámundardóttir Sabine Leskopf
Arnaldur Sigurðarson Magnús Sigurbjörnsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Magnús Már Guðmundsson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 3 =