Fundur nr. 196 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 196

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 21. júní kl. 9.08, var haldinn 196. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.
Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Líf Magneudóttir, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Már Jakobsson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarsson.

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 16. júní 2017.

2. Hólmsheiði, athafnasvæði, deiliskipulag, lýsing  (04.4) Mál nr. SN170467
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Stærð svæðis er um 47 hektarar og markmiðið er að skipuleggja lóðir fyrir gagnaver í samræmi við þau lóðarvilyrði sem hafa verið gefin út í borgarráði, auk þess að koma fyrir öðrum fjölbreyttum atvinnulóðum á svæðinu hvað varðar stærð og umfang í samræmi við skilgreiningu athafnasvæðis í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 o.fl. Sjá nánar lýsingu.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Bauganes 1A, breyting á deiliskipulagi  (01.672.0) Mál nr. SN170205
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
201177-5109 Einar Sævarsson, Bauganes 1a, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hildar Bjarnadóttur, mótt. 8. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 1A við Bauganes. Í breytingunni felst  að auka byggingarmagn á lóðinni, þar sem gert er ráð fyrir að byggja ofan á bílskúr og tengja hann við húsið, og byggja við eldhús sem snýr til austurs, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur, dags. 2. mars 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. apríl 2017 til og með 22. maí 2017.  Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björk Einarsdóttir, dags. 16. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2017.
Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Háskóli Íslands, Hringbraut 29, breyting á deiliskipulagi  (01.600) Mál nr. SN170357
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands, mótt. 19. apríl 2017, um breytingu á deiliskipulagi deiliskipulags Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut sem felst í viðbyggingu við Gamla Garð og nýbyggingu á lóð sunnan hans. Byggingarnar eru tvær, annars vegar viðbygging við suðvesturgafl Gamla garðs, og hins vegar L- laga nýbygging sem opnast að Gamla Garði, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta, dags. 19. apríl 2017. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 22. maí 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. júní 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartar framtíðar Karls Sigurðssonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Líf Magneudóttur gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar: „Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur undir umsögn Minjastofnunar og fellst ekki á byggingu á þessum stað en leggst þó ekki gegn því að tillagan verði auglýst enda felst ekki í því að tillagan sé samþykkt.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir telja athugasemdir Minjastofnunar það alvarlegar að ekki eigi að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrr en vandlega hefur verið farið yfir þær athugasemdir. Minjastofnun telur að byggingin sé með öllu óásættanleg og að finna eigi henni annan stað í borgarlandinu.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Karl Sigurðsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Líf Magneudóttir og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bóka: „Húsnæðisekla meðal stúdenta er brýnn vandi sem leita þarf lausnar á. Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa því hag af að byggt sé upp á Háskólasvæðinu. Eðlilegt er að tillagan hljóti lögformlega auglýsingu.“

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Vesturlandsvegur, nýtt deiliskipulag   Mál nr. SN160742
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 3.apríl 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Með deiliskipulaginu næst heildstætt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi. Tillagan var kynnt til og með 8. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: íbúasamtök Kjalarness, dags. 6. júní 2017, Sæmundur Eiríksson formaður Reiðveganefndar í Kjalarþingi hinu forna, formaður Reiðveganefndar Harðar í Mosfellsbæ og varaformaður Samgöngunefndar Landsambands Hestammannafélags, Grétar Þórisson fulltrúi hestamanna á Kjalarnesi og Óðinn Elísson fulltrúi hestamanna í Kjós, dags. 7. júní 2017, og Veitur og Gagnaveita Reykjavíkur, dags. 8. júní 2017. Einnig eru lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. júní 2017, og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 9. júní 2017.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi  (04.91) Mál nr. SN160527
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst breytingar á íþróttasvæði ÍR, breytingar á lóðum við Árskóga 1-7, breytingar á lóð Álfabakka 2, lagnakvöðum á öllu svæðinu o.fl. Einnig er gert ráð fyrir nýrri verslunar- og þjónustulóð á norðvestur hluta svæðisins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 27. apríl 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim athugasemdum sem fram koma á fundinum.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug Friðriksdóttir styðja að tillagan verði sett í auglýsingu svo íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að tjá sig um þær breytingar sem verða á landnýtingu í Suður Mjódd. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki stutt þá nýtingu svæðisins að þar verði bílaumboði komið fyrir ofan í bæði íbúðabyggð og íþróttasvæði.“

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

7. Deilibílar - stefna Reykjavíkurborgar, tillaga   Mál nr. US170193
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 19. júní 2017, að stefnu Reykjavíkurborgar um innleiðingu deilibílaþjónustu í Reykjavík.
Tillaga samþykkt.

Kl. 11:00 víkur Líf Magneudóttir af fundi og Elín Oddný Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum í hennar stað.

8. Borgarlína, mögulegar akstursleiðir   Mál nr. US170194
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 19. júní 2017, um mögulegar akstursleiðir Borgarlínu.
Tillaga samþykkt.

(D) Ýmis mál

9. Fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, borgarlína   Mál nr. US170196
Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur: 1) Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða íbúðarhúsalóðir eða garðar eru líkleg til að fara undir göturými vegna forgangsakreina Strætó og fyrirhugaðrar borgarlínu. Eru lóðir eða eignir íbúa einhvers staðar í hættu á að verða teknar eignarnámi vegna verkefnisins?
2) Hvenær er áætlað að viðræður um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna borgarlínu hefjist annars vegar og hins vegar viðræður um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga. Hver eru samningsmarkmið borgarinnar. Hvernig telur umhverfis- og skipulagssvið að réttlátast væri að skipta kostnaði, er eðlilegt að horfa til kílómetra sem farin er innan sveitarfélagamarka, eða ætti að  horfa til annarra þátta svo sem notkun, hvaðan og hvert farþegar ferðast.
Vísað til umsagnar samgöngustjóra.
(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð   Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 929 frá 20. júní 2017.

11. Hverfisgata 88A, Endurgert og flutningur - ofanábygging  (01.174.003) Mál nr. BN052505
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús sem áður stóðu á Hverfisgötu 90 og 92, endurbyggja á nýrri 1. hæð og kjallara og innrétta verslun á jarðhæð og tvær íbúðir á efri hæðum á lóð nr. 88A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 30. mars 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017, samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Hverfisgata 90, 90A - Niðurrif  (01.174.006) Mál nr. BN052899
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa  frá 23. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 90A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017.
Stærðir: Mhl.02 79,7 ferm. Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017, samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Hverfisgata 90, Kvistur, svalir, breyting inni  (01.174.006) Mál nr. BN052504
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja kvist á götuhlið og fjarlægja stigahús á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 90 við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017, samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Hverfisgata 92, Niðurrif  (01.174.007) Mál nr. BN052898
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 92 við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017.
Stærðir: Mhl.01 154,1 ferm. Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017. Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2017, samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 11:32 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi og Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hennar stað.
(C) Fyrirspurnir

15. Borgartún 32, (fsp) hækkun og stækkun húss  (01.232.0) Mál nr. SN170366
711296-5069 Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf., mótt. 25. apríl 2017, ásamt bréfi, dags. 25. apríl 2017, um að hækka húsið á lóð nr. 32 við Borgartún um tvær hæðir og stækka til suðurs, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 18. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2017.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

16. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í apríl 2017.

17. Jaðarleiti 2, kæra 40/2017, umsögn  (01.745) Mál nr. SN170325
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags.  3. apríl 2017, ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Jaðarleiti 2. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 8. júní 2017.

18. Kjalarnes, Brautarholt 5, kærur 136 og 138/2016, umsögn, úrskurður  (32.3) Mál nr. SN160785
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. október 2016, ásamt kæru 136/2016 þar sem kært er deiliskipulag vegna Brautarholts 5, Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. október 2016 ásamt kæru 138/2016 vegna sama máls. Í kærunum er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lagðar fram umsagnir skrifstofu sviðsstjóra vegna kæru 136, dags. 8. nóvember 2016, og vegna kæru 138, dags. 9. nóvember 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.136 og 138/2016, dags. 12. júní 2017. Úrskurðarorð: Kröfum kæranda í Arnarholti er vísað frá. Hafnað er kröfu kæranda í Brautarholti 1 um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 1. september 2016 um að samþykkja breytingu á skilmálum deiliskipulags Brautarholts á Kjalarnesi vegna lóðar nr. 5 við Brautarholt.

19. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, kæra 41 og 42/2017, umsagnir, bráðabirgðaúrskurðir  (01.141.2) Mál nr. SN170331
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. apríl 2017 ásamt kæru 41/2017 og dags. 10. apríl 2017, ásamt kæru 42/2017, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstrætis 4-4b og Skólabrúar 2. Í kærunum er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lagðar fram umsagnir skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26. maí 2017 vegna kæru 41/2017 og dags. 29. maí 2017 vegna kæru 42/2017. Lagðir fram bráðabirgðaúrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.41/2017 og máli nr.42/2017, dags. 9. desember 2017. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað.

20. Miklabraut við Rauðagerði, kæra 49 og 50/2017, umsögn, úrskurður.  (01.82) Mál nr. SN170424
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. maí 2017, ásamt kæru 49/2017 og kæru 50/2017, þar sem kærð er samþykkt framkvæmdaleyfis vegna lagningar strætóreinar á Miklubraut, lagning göngu- og hjólastígs o.fl.  Í málinu er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.  Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26.maí 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.49/2017 og 50/2017, dags. 16. júní 2017. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

21. Hverfisgata 16 og 16A, kæra 67/2015, umsögn, úskurður  (01.171.0) Mál nr. SN150482
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. ágúst 2015, ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr.16 og 16A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. október 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júní 2017. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs frá 18. júní 2015 um að breyta deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.0 vegna lóðar nr.16 og 16A við Hverfisgötu.

22. Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi  (01.138) Mál nr. SN160451
070859-2119 Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingar á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138.

23. Gamla höfnin - Allianz reitur, breyting á deiliskipulagi  (01.0) Mál nr. SN160673
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit.

24. Grandagarður 14, breyting á deiliskipulagi  (01.114.5) Mál nr. SN170211
250280-5729 Jón Davíð Ásgeirsson, Víðimelur 58, 107 Reykjavík
480915-0890 Grandagarður 14 ehf., Öldugötu 4, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð.

25. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing   Mál nr. SN160793
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytinga á stefnu um íbúðarbyggð í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

26. Hverfisgata 106, breyting á deiliskipulagi  (01.174.1) Mál nr. SN170137
440507-1310 Gunnfánar ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík
700316-0250 Noland Arkitektar ehf., Kjóahrauni 12, 220 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 106 við Hverfisgötu.

27. Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi  (01.221.1) Mál nr. SN170457
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún.

28. Aðalskipulag Reykjavíkur, Stekkjarbakki, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats  (04.613) Mál nr. SN170460
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna samþykkis á verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka.

29. Aðalskipulag Reykjavíkur, Lóuhólar 2-6, breyting á aðalskipulagi  (04.642.7) Mál nr. SN170459
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. júní 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna lóðar nr. 4-6 við Lóuhóla.

Fundi slitið kl. 12.00

Hjálmar Sveinsson
Karl Sigurðsson Sverrir Bollason
Elín Oddný Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 20. júní kl. 10:14 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 929. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Halldóra Theódórsdóttir, Karólína Gunnarsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var  Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7  (01.140.415) 100856 Mál nr. BN052944
610593-2919 Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047437, hætt er við að lyfta húsi, kjallari stækkaður og dýpkaður, bætt við svölum á bakhlið, breytt opnun lyftu o. fl. í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Stækkun:  59 ferm., 122,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

2. Álagrandi 6  (01.521.606) 197240 Mál nr. BN052940
061169-3859 Sigurjón Ólafsson, Álagrandi 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja timburhús sem nota á sem tómstundahús með einhalla þaki, með steyptum sökklum og steyptri og einangraðri gólfplötu, innrétta baðherbergi og eldunaraðstöðu á lóð nr. 6 við Álagranda.
Stærð: 34 ferm., 121,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal yfirlýsingu fyrir útgáfu byggingarleyfis að rekstur gistiþjónustu er óheimil í fasteigninni.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Barónsstígur 25  (01.174.326) 101661 Mál nr. BN052890
670515-0360 Matador ehf., Þingholtsstræti 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu gististaðar í flokk II, teg. íbúð, sjá erindi BN050401 í húsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 13  (01.180.309) 101720 Mál nr. BN053051
571215-0470 Jubileum ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
630707-1020 B13 ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund ?? fyrir 55 gesti í rými ?? á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 4  (01.171.307) 101407 Mál nr. BN053000
650705-0410 Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C sem verður tengdur matvinnslu sem er á annarri hæð hússins á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti .
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bergþórugata 5  (01.190.226) 102429 Mál nr. BN052682
070158-6049 Vilborg Ámundadóttir, Fagraþing 4, 203 Kópavogur
080455-4379 Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til vesturs og til austurs, byggja rishæð og innrétta fjórar íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní  2017.
Stækkun:  209,1 ferm., 614,2 rúmm.
Stærð eftir stækkun, A-rými:  442 ferm., 1.332,2 rúmm.
B-rými:  110,6 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052971
421014-1590 Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN052079 sem felast í minniháttar breytingum á innra skipulagi, hætt við gólfniðurföll á baðherbergjum á 2. h., breytingum á brunaslöngum og hvíldarpöllum flóttastiga ásamt breytingum á inngangi verslana á 1. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bragagata 34  (01.186.633) 102328 Mál nr. BN050359
420500-2540 KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
120376-3819 Einar Sturla Möinichen, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að gera nýja íbúð á 1. hæð, breyta stiga á bakhlið, endurnýja geymsluskúr á baklóð og setja svalir á suðurhlið rishæðar á húsi á lóð nr. 34 við Bragagötu.
Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016. Jafnframt er erindi BN049369 dregið til baka og erindi BN048845 fellt úr gildi. Gjald kr. 9.923
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dalaland 1-11 2-16  (01.850.201) 108757 Mál nr. BN052978
170375-6029 Guðmundur Benedikt Friðriksson, Rauðalækur 71, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara ásamt því að breyta mörkum eignarhluta í húsi nr. 4 á lóð nr. 1-16 við Dalaland.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Dunhagi 18-20  (01.545.113) 106483 Mál nr. BN052641
510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra, byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og  fjölga íbúðum úr 8  í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými í norðvesturhluta lóðar nr. 18 - 20 við Dunhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Niðurrif bílskúra mhl. 02 : 102,2 ferm., 324 rúmm.
Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 1010 ferm., 2.548 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Efstaleiti 2  (01.745.201) 224636 Mál nr. BN053031
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir áfanga á undirstöðum og lögnum í jörð fyrir mhl. 01 að Lágaleiti 5-15 á lóð nr. 2 við Efstaleiti sbr. erindi BN052546.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

76. Efstasund 50  (01.357.219) 104445 Mál nr. BN052818
220760-7749 Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft fjölbýlishús úr timbri með þremur íbúðum á lóð nr. 50 við Efstasund.
Stærð mhl. 01, A-rými:  261,6 ferm., 782,8 rúmm.
B-rými:  31,6 ferm., 126,9 rúmm.
hl. 01 samtals:  293,2 ferm., 1.004,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Eggertsgata 2-34  (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN052738
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa skyggni við inngang, stækka anddyri og setja upp svalalokanir samhliða viðhaldsframkvæmdum, auk minniháttar breytinga á geymslum á 1. og 2. hæð í húsi nr. 2-4 á lóð nr. 2-34 við Eggertsgötu.
Stækkun: A-rými 5,2 ferm., 14,7 rúmm.
Sjá erindi BN049710.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Einimelur 19  (01.525.101) 106065 Mál nr. BN052959
011068-3839 Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Einimelur 19, 107 Reykjavík
021067-8309 Hörður Ólafsson, Einimelur 19, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum í kvistum á suðurhlið með því að síkka þá og koma fyrir hurð út á pall  á húsinu á lóð nr. 19 við Einimel.
Bréf frá hönnuði dags. 12.júní.2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. júní 2017 fylgir. Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Eldshöfði 9  (04.035.205) 110531 Mál nr. BN053057
540809-1190 Klasi fjárfesting ehf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja brunastúku á 1. hæð og innrétta svefnaðstöðu á 2. hæð í iðnaðarhúsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Flókagata 1  (01.243.605) 103163 Mál nr. BN052994
510713-1090 Flókagata ehf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja flóttasvalir á norðurhlið gististaðar í húsi á lóð nr. 1 við Flókagötu.
Stærðarbreyting: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16. Flókagata 5  (01.243.607) 103165 Mál nr. BN052995
510713-1090 Flókagata ehf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar sem felast í gerð gististaðar í flokki x - teg. x ásamt nýjum breytingum sem felast í gerð flóttasvala á 1. og 2. hæð og bættum brunavörnum í húsi á lóð nr. 5 við Flókagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Framnesvegur 40  (01.133.413) 100291 Mál nr. BN053071
451015-2300 Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
221174-5189 Ellert Kristófer Schram, Langalína 10, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 40 við Framnesveg.
mhl.01: 115,8 ferm., 342,8 rúmm., mhl.02: 37,7 ferm., 114,0 rúmm. Samtals: 153,5 ferm., 456,8 rúmm.
Umsögn Minjastofnunar dags. 07.01.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Framnesvegur 42  (01.133.414) 100292 Mál nr. BN053072
451015-2300 Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
221174-5189 Ellert Kristófer Schram, Langalína 10, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 42 við Framnesveg.
mhl.01: 167,8 ferm., 357,0 rúmm.
Umsögn Minjastofnunar dags. 07.01.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Freyjugata 41  (01.194.206) 102550 Mál nr. BN053002
590416-0370 Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 1. hæð, jafna hæðarmun gólfa, endurnýja glerskála, lagfæra brunavarnir og gera nýjan glugga við þaksvalir Ásmundarsalar á lóð nr. 41 við Freyjugötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Friggjarbrunnur 53  (02.693.103) 205831 Mál nr. BN052833
670513-0170 RED ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi stæða í bílgeymslu, skiptingu svala á 5. hæð og fyrir breyttum frágangi þaka, sjá erindi BN048621,  á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

21. Fríkirkjuvegur 3  (01.183.001) 101914 Mál nr. BN053025
511193-2149 Fossar ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN049185 sem felst í breytingu á merkingu flóttaleiðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Fríkirkjuveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Gissurargata 7  (05.113.704) 214852 Mál nr. BN052965
011062-3699 Guðmundur Karl Bergmann, Hverafold 27, 112 Reykjavík
220663-7799 Hugrún Davíðsdóttir, Hverafold 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð nr. 7 við Gissurargötu.
Stærðir:
A-rými x ferm., x rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Grandagarður 11  (01.115.206) 100053 Mál nr. BN052968
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II tegund C með 30 gestum í rými 0101 í nr. 11 og loka á milli húsa nr. 9 og 11 á lóð nr. 11 við Grandagarð.
Samþykki eiganda dags. 18 maí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda umhverfis- og heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

24. Grandagarður 2  (01.115.301) 100058 Mál nr. BN052934
160951-3979 Ernst Jóhannes Backman, Lindarflöt 36, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti á horni Rastargötu og Grandagarðs sem verður þríhyrnt á steyptum sökkli  á borgarlandi fyrir utan lóð nr. 2 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Teikning frá umsækjanda fylgir.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísun til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

25. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052602
500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja upp nýjan eldsneytistank ofanjarðar fyrir bensín og tengja með lögnum að afgreiðslubúnaði á bryggju við Norðurbugt.
Bensíngeymir:  7,3 ferm., 12,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Grandagarður 9  (01.115.205) 100052 Mál nr. BN053020
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
430806-0250 Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka á hurð milli á fyrstu hæða á húsa á nr. 9 og 11 á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Samþykki eiganda dags. 18 maí 2017 fylgir. Sbr. BN052968
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda umhverfis- og heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

27. Grensásvegur 13  (01.465.001) 105680 Mál nr. BN052909
500269-6699 PFAFF hf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð á 2. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 13 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hafnarstræti 1-3  (01.140.005) 100817 Mál nr. BN052631
620393-2159 Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III. teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins, sjá erindi BN050841, á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Með erindi BN050841 fylgdi hljóðvistarskýrsla og umsögn Minjastofnunar Íslands
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

29. Hólaberg 86  (04.674.204) 112210 Mál nr. BN052786
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hús til vesturs og breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 86 við Hólaberg.
Stækkun: A-rými 154,7 ferm., 648,9 rúmm.
Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 30.11.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hringbraut 50  (01.162.401) 101314 Mál nr. BN052939
580169-1209 Grund, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048551 þannig að lyfta er stækkuð, hurðagat fært til, eldunaraðstaða í herbergjum felld niður og í staðinn komið fyrir sameiginlegu eldhúsi og borðstofu í Litlu Grund á lóð nr. 50 við Hringbraut.
Bréf hönnuðar dags. 23. maí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Hverfisgata 108  (01.174.114) 101592 Mál nr. BN051844
270245-4049 Gunnhildur Jónsdóttir, Noregur, Sótt er um að leyf til að fá rými 0101 sem í dag er verslun samþykkt í íbúð í húsinu á lóð nr. 108 við Hverfisgötu.
Samþykki sumra meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Hverfisgata 86A  (01.174.002) 224237 Mál nr. BN052494
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús sem nú stendur við Laugaveg 73, endurbyggja það á nýjum kjallara og hæð, og innrétta skrifstofur í kjallara og á 1. hæð og íbúð á 2. hæð og risi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2017.
Stærð:  A-rými 281,6 ferm., 841,3 rúmm.
B-rými: 7,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Kirkjustétt 18-22  (04.135.102) 187985 Mál nr. BN052953
121271-4789 Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á vesturhlið mhl. 03 úr forsteyptum einingum með þaksvölum við hús nr. 22 á lóð nr. 18-22 við Kirkjustétt.
Samþykki meðeigand lóðar dags. 14 júní 2017 fylgir.
Stækkun: 38,6 ferm., 104,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kirkjustétt 2-6  (04.132.201) 188525 Mál nr. BN052287
530516-0670 M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð og innrétta sjálfstæðar vinnustofur á efri hæð í mhl. 02 ásamt því að fjölga eignarhlutum úr 8 í 18 í húsi á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Lambhagavegur 19  (02.683.401) 208852 Mál nr. BN053034
520510-1330 Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051044 þannig að hætt er við geymslurýmis á millilofti breyta snyrtingu, keyrsludyrum á austurhlið breytt og breytingum á gluggum á gróðurhúsinu á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Minnkun vegna niðurfellingar á millipalli eru : 119,2 ferm.
Gjald kr. 11.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2016 varðandi gróður, ljósmengun og hljóð.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Laugarnesvegur 74A  (01.346.016) 104069 Mál nr. BN052960
701205-2860 Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051000, um er að ræða breytingu og fjölgun á snyrtingum, eldhúsi er breytt í setustofu og innréttað nýtt eldhús á jarðhæð í gististað í flokki II, teg. gistiskáli á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda umhverfis- og skipulagseftirlits á umsóknarblaði.

37. Laugateigur 20  (01.364.304) 104634 Mál nr. BN052964
020375-3299 Unnur Kristín Ragnarsdóttir, Laugateigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felst í breytingu á eignarmörkum íbúðar 0001 og gerð hurðar úr kjallaraíbúð út í garð samhliða því að grafa frá húshlið, auk þess sem matshlutanúmerum á bílskúrum er breytt, í húsi á lóð nr. 20 við Laugateig.
Stærðarbreyting frá eldri skráningu -3,8 ferm., -38,4 rúmm.
Samþykki meðeigenda dags. 23.05.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Laugavegur 69  (01.174.025) 101572 Mál nr. BN053064
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta rýmis 02-0101 og loka gati með vegg í húsi á lóð nr. 69 við Laugaveg.
Stærð: 41,0 ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Lautarvegur 16  (01.794.103) 213561 Mál nr. BN053021
580915-0270 Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi og eldhús í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Mjölnisholt 8  (01.241.014) 103009 Mál nr. BN053054
461212-1740 Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052156, breytt er eignarhaldi á geymslum í mhl. 02 við fjölbýlishús á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Mýrargata 21-23  (01.131.019) 217347 Mál nr. BN052979
670901-2110 Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins, Öldugötu 44, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir smáhýsi sem hýsa mun aðstöðu fyrir starfsmenn við nýbyggingu og sölubás fyrir kirkjuna á lóð  nr. 21-23 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Ránargata 21  (01.135.302) 100470 Mál nr. BN051932
070536-4129 Jón Kristinsson, Holland, 041064-2699 Sunna Ronaldsdottir Wathen, Spánn, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum v/gerðar eignaskiptasamnings í húsi á lóð nr. 21 við Ránargötu.
Erindi fylgir þinglýst samkomulag um afnotarétt á lóð milli húsa dags. 10. nóvember 1947, brunavirðing dags. 1. mars 1943 og samþykki sumra lóðarhafa Bárugötu 22, Ránargötu 19 og Ránargötu 23 og allra lóðarhafa Stýrimannastígs 7.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. maí 2017.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Reykás 33-37  (04.383.701) 111495 Mál nr. BN053013
300381-3249 Cezary Kolakowski, Reykás 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokun með 10 mm úr hertu öryggisgleri og á brautum á íbúð 0202 í húsinu nr. 37 á lóð nr. 33-37 við Reykás.
Samþykki sumra ódags fylgir.
Fjöldi rúmm. 27,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sjafnarbrunnur 2  (05.053.702) 206140 Mál nr. BN053058
541201-4830 Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN05106 þannig að léttir innvegir sem áður voru hlaðnir með gjallstein og múraðir verða núna léttir innveggir hlaðnir með léttsteypu í húsinu á lóð nr. 2 við Sjafnarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Skeifan 15, Faxafen 8  (01.466.001) 195608 Mál nr. BN052839
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, færa til pylsusölu og gleraugnabúð og innrétta kaffihús í flokki l - tegund e ásamt því að gera glugga á norður hlið í húsi Hagkaupa á lóð nr. 15 við Skeifuna.
Stærðarbreyting: minnkun millilofts:  -155,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

46. Skeifan 9  (01.460.202) 105660 Mál nr. BN052984
651174-0239 Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri
Sótt er um breytingu á erindi BN050378 sem felst í minniháttar breytingu á innra skipulagi og brunahólfun í húsi á lóð nr. 9 við Skeifuna.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Skildinganes 2  (01.671.211) 213787 Mál nr. BN053041
520216-2430 Verkstjórn ehf., Fiskislóð 83, 101 Reykjavík
160980-5679 Davíð Þorláksson, Kvisthagi 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049789 þannig að einum glugga er bætt við á annarri hæð suðurhliðar og breyting á snyrtingu rýmis 0102 og geymsla er stækkuð í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Skildinganes.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Skipholt 31  (01.251.004) 103433 Mál nr. BN053036
490703-3060 Víðsjá-kvikmyndagerð ehf, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera bruggverksmiðju í mhl. 02 rými 0101 sem í dag er vörugeymsla og fá samþykkta útitröppur og áður útfærða gönguhurð á austur hlið á húsinu  á lóð nr.  31 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Skólavörðustígur 16  (01.181.004) 101728 Mál nr. BN052627
540207-0970 Sipal ehf., Móvaði 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúðum fastanr. 200-5850 mhl. 01 0401 og  200-5851 mhl. 01 0501 sem felast í breytingum á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.
Samþykki meðeiganda fylgir erindinu dags. 24 mars. 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Skólavörðustígur 22B  (01.181.205) 101759 Mál nr. BN053033
091268-5159 Hrefna Tynes, Ítalía, Sótt er um leyfi til að breyta geymslu sem var mhl. 02 í starfsmannaaðstöðu og sameina hana með tengibygginu mhl. 01, sameina íbúð 0102 við verslun 0102 þannig að verslun stækkar og úr verður einn mhl. 01 í húsinn á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Stækkun tengibyggingar 10,1 ferm., 25,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Skólavörðustígur 43  (01.182.314) 101911 Mál nr. BN052502
711003-2070 Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
700410-1450 Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mhl. 02 úr íbúð í verslun í húsi   á lóð nr. 43 við Skólavörðustíg.
Samþykki sumra dags. 30. maí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Sóleyjargata 37  (01.197.411) 102746 Mál nr. BN053040
621216-0580 Select Residences ehf., Smáraflöt 45, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvær íbúðir sem nota á sem gistiíbúðir í flokki II  tegund G og koma fyrir svefnherbergjum í kjallara í húsinu á lóð nr. 37 við Sóleyjargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53. Spöngin 15  (02.375.201) 177193 Mál nr. BN052804
510907-0940 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II - tegund c fyrir 45 gesti, með því að breyta fyrirkomulagi núverandi eldhúss, koma fyrir grillaðstöðu og ræstingu, fjölga snyrtingum og gera nýja útigasgeymslu við vesturhlið í húsi á lóð nr. 15 við Spöngina.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Stigahlíð 45-47  (01.712.101) 107208 Mál nr. BN052805
670614-0930 Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.
Fylgigögn með erindi eru:
Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.
Bréf arkitekts dags. 18.04.2017.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.
Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.
Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.
Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Strýtusel 15  (04.922.308) 112594 Mál nr. BN053061
210553-5259 Olga Þórarinsdóttir, Strýtusel 15, 109 Reykjavík
260656-4069 Hermann Beck, Strýtusel 15, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa vegna eignaskiptasamnings tvo sérafnotafleti sem verða fyrir íbúðir 0101 og 0201 á lóð nr. 15 við Strýtusel.
Samþykki meðlóðarhafa fyrir dags. 14. Júní 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Vagnhöfði 17  (04.063.101) 110637 Mál nr. BN053030
620916-1370 Vagnhöfði 17 ehf., Hófgerði 2, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052172, um er að ræða að hækka viðbyggingu til samræmis við hús sem fyrir er á lóð nr. 17 við Vagnhöfða.
Stækkun:  172,4 rúmm.
Eftir stækkun:  1.689,8 ferm., 6.103,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

57. Þorfinnsgata 8  (01.195.108) 102588 Mál nr. BN052538
290761-4929 Búi Kristjánsson, Þorfinnsgata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felast í breyttu innra skipulagi rishæðar og nýjum þakgluggum í húsi á lóð nr. 8 við Þorfinnsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

58. Þorragata 10-20  (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN052961
590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa plan fyrir Jet-A1 geymir ásamt því að koma fyrir  sand- og olíuskilju á lóð með landnr. 106746 á Reykjavíkurflugvelli  á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Stærð sand- og olíuskilju: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

59. Þórðarhöfði 4  (04.053.101) 210891 Mál nr. BN052956
460169-3219 Byko ehf., Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
Sótt er um stöðuleyfi fyrir fimm gáma sem notaðir verða sem afgreiðsla, starfsmannarými og snyrtingar á leigumarkaði BYKO sem starfræktur verður á lóð nr. 4 við Þórðarhöfða.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 24. maí 2017 og fsp. BN052881.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Þrastargata 1-11  (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053010
170464-4439 Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, um er að ræða kvist stígmegin og sólskála garðmegin ásamt breyttu innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
Stækkun:  6.6 ferm., 28.3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

61. Akurgerði 11  (01.813.213) 107900 Mál nr. BN053083
030669-5259 Erna Valdís Sigurðardóttir, Akurgerði 11, 108 Reykjavík
Þann 30.09.2014 voru samþykkt byggingaráform BN048099 að Akurgerði 11. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

62. Ásholt 2-42  (01.242.005) 103030 Mál nr. BN053065
530391-1089 Ásholt 2,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Þann 12.02.2013 voru samþykkt byggingaráform BN045365 að Ásholt 2-42. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

63. Fáfnisnes 11  (01.675.013) 106894 Mál nr. BN053086
270655-0099 Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík
Þann 26.08.2014 voru samþykkt byggingaráform BN048014 að Fáfnisnesi 11. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

64. Haðaland 10-16  (01.864.401) 108813 Mál nr. BN053085
071162-7969 Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík
Þann 09.12.2014 voru samþykkt byggingaráform BN048511 að Haðalandi 16. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

65. Heiðargerði 37  (01.801.110) 107618 Mál nr. BN053066
260859-2429 Katrín Þórunn Hreinsdóttir, Heiðargerði 37, 108 Reykjavík
Þann 13.08.2013 voru samþykkt byggingaráform BN046317 að Heiðargerði 37. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

66. Hlésgata 1   Mál nr. BN053076
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna tvær nýjar lóðir í Vesturbugt. Hlésgata 1 (staðgr. 1.116.503) og Hlésgata 2 (staðgr. 1.116.701). Einnig er óskað eftir að breyta staðfangi fyrir lóðina Lagargötu 2 (staðgr. 1.116.502, landnr. 100060).
Lóðin Hlésgata 1 (staðgr. 1.116.503) er stofnuð með því að taka 5541 m2 úr óútvísaða landinu ( landnr. 218177)
Lóðin Hlésgata 1 (staðgr. 1.116.503) verður 5541 m2 og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 13. 01. 2016, samþykkt í borgarstjórn þann 02.02.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. 03. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

67. Hlésgata 2   Mál nr. BN053077
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna tvær nýjar lóðir í Vesturbugt. Hlésgata 1 (staðgr. 1.116.503) og Hlésgata 2 (staðgr. 1.116.701). Einnig er óskað eftir að breyta staðfangi fyrir lóðina Lagargötu 2 (staðgr. 1.116.502, landnr. 100060).
Lóðin Hlésgata 2 (staðgr. 1.116.701) er stofnuð með því að taka 3568 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 218177)
Lóðin Hlésgata 2 (staðgr. 1.116.701) verður 3568 m2 og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 13. 01. 2016, samþykkt í borgarstjórn þann 02.02.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. 03. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

68. Lagargata 2  (01.116.502) 100060 Mál nr. BN053078
Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  til að stofna tvær nýjar lóðir í Vesturbugt.  Hlésgata 1 (staðgr. 1.116.503) og Hlésgata 2 ( staðgr. 1.116.701). Einnig er óskað eftir að breyta  staðfangi fyrir lóðina  Lagargötu 2 ( staðgr. 1.116.502, landnr. 100060).
Lóðin Lagargata 2 ( staðgr. 1.116.502, landnr. 100060) fær nýtt staðfang Mýrargata 24.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 13. 01. 2016, samþykkt í borgarstjórn þann 02.02.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. 03. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

69. Laugavegur 84  (01.174.302) 101638 Mál nr. BN053080
700512-0450 Pancake cafe ehf., Skúlagötu 62, 105 Reykjavík
Þann 17.12.2013 voru samþykkt byggingaráform BN046417 að Laugavegi 84. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

70. Norðurstígur 3  (01.132.016) 100206 Mál nr. BN053087
491204-2060 TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík
Þann 24.03.2015 voru samþykkt byggingaráform BN048706 að Norðurstíg 3. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

71. Skólavörðustígur 9  (01.171.405) 101414 Mál nr. BN053089
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti fyrir lóðina Skólavörðustígur 9 (landnr. 101414, staðgr.nr. 1.171.405), smá meðfylgjandi uppdrátt, hluti úr lóðaruppdrætti 1.171.4. Hjá Þjóðskrá Íslands er lóðin talin vera 1410 m2. Eftir innmælingar á staðnum og skoðun eldri gagna í vörslu Landupplýsingadeildar þá reynist lóðin vera 1347 m2.
Beiðni um uppdráttinn sjá tölvupóst þann 18.5.2015 frá Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

72. Vesturgata 33  (01.135.102) 100439 Mál nr. BN053081
240962-4549 Kristín Ómarsdóttir, Vesturgata 33b, 101 Reykjavík
Þann 12.08.2014 voru samþykkt byggingaráform BN047965 að Vesturgötu 33. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

73. Þingvað 61-81  (04.791.201) 201479 Mál nr. BN053079
471113-1230 Uppbygging ehf., Beykiskógum 4, 300 Akranes
Þann 21.01.2014 voru samþykkt byggingaráform BN046990 að Þingvað 61-81. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

74. Ægisíða 123  (01.532.004) 106162 Mál nr. BN053082
681013-0750 Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær
Þann 16.09.2014 voru samþykkt byggingaráform BN048100 að Ægissíðu 123. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Fyrirspurnir

75. Mýrargata 18  (01.116.307) 100070 Mál nr. BN053060
560109-0240 Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði tímabundið að setja niður færanlegt skilti á lóð nr. 18 - 24 við Mýrargötu.
Frestað.
Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:47

Björgvin Rafn Sigurðarson
Nikulás Úlfar Másson
Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Halldóra Theódórsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 3 =