Fundur nr. 195 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 195

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 14. júní kl. 9.07, var haldinn 195. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Gísli Garðarsson, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Loftlagsmál, kynning   Mál nr. US170191

Kynning á loftlagsmálum.
Kynnt.

Umhverfis- og skipulagsráð bókar: „Niðurstöður og ábendingar prófessors Larry G. Andersson ber að taka alvarlega enda benda þær til að loftgæði í Reykjavík séu mun verri en gengur og gerist í Bandarískum borgum. Frekari rannsókna er þörf í Reykjavík og nauðsynlegt að leggjast í þær sem fyrst. Því er lagt til að Umhverfis- og skipulagssviði ásamt heilbrigðiseftirliti verði falið að útfæra tillögur að slíku rannsóknarferli og hvaða breytingar eru nauðsynlegar til að ná fram betri skilningi á því hvernig bregðast megi við.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir
og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: „Í ljósi þess hversu oft svifryksmengun fer yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík sem hefur heilsuspillandi áhrif og að þeim dögum fjölgar sem halda þarf börnum á leikskólum inni þar sem hún mælist mest, er lagt til að brugðist verði strax við með auknum þvotti og hreinsun gatna sem gæti haft þýðingarmikil áhrif í að draga úr þessari mengun.“

Samþykkt að vísa tillögunni til umhverfis- og skipulagssviðs og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Hrund Andradóttir frá Háskóla Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 9 júní 2017.

3. Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag  (01.7) Mál nr. SN160832
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 30. janúar 2017, að deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi. Deiliskipulagið nær yfir Kringlumýrarbraut og nærumhverfi hennar, frá Miklubraut að frárein upp á Bústaðaveg. Í tillögunni felst að komið er fyrir forgangsleið fyrir almenningssamgöngur í norður- og suðurátt ásamt því að skilgreina hjóla- og gönguleið og hljóðvegg meðfram lóðum við Stigahlíð. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur, dags. 30. janúar 2017, og hljóðvistarskýrsla, dags. 10. febrúar 2017. Tillagan var auglýst frá 1. mars til og með 20. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Edda Ýr Garðarsdóttir. dags. 5. mars 2017, Kristín Vala Erlendsdóttir, dags. 21. mars 2017, Valþór Druzin Halldórsson, dags. 27. mars 2017, Hallgrímur S. Sveinsson, dags. 12. mars 2017, þrjár sendingar 21. apríl og ein sending 22. apríl 2017, húsfélagið Stigahlíð 45-47, Bakarameistarinn ehf., dags. 19. apríl 2017 og 56 íbúar við Stigahlíð, dags. 20. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna, dags. 11. apríl 2017, umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 5. maí 2017 og ábending skrifstofu umhverfisgæða, dags. 12. júní 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júní 2017, og uppdr. Landmótunar, dags. 30. janúar 2017, br. 12. júní 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júní 2017.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir
og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka: „Tekið er undir ábendingar íbúa að betra hefði verið að hafa göngu- og hjólastíginn fjær umferðargötunni til að tryggja betur öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þannig yrði stígurinn meiri hluti af hverfinu sjálfu og hluti af útivistarsvæði þess.“

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Öskjuhlíð, Perlan, breyting á deiliskipulagi  (01.762.5) Mál nr. SN170102
561204-2760 Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lögð fram umsókn Landmótunar f.h. lóðarhafa mótt. 7. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan við Perluna sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu, breyta staðsetningu á nýjum heitaveitutanki o.fl., samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017, og greinargerð Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Skógarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi  (01.704.8) Mál nr. SN160891
660410-0230 Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík
691205-1180 Teiknistofan Óðinstorgi HH ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins til vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., dags. 21. desember 2016. Tillagan var auglýst frá 24. mars til og með 5. maí 2017. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Sveinsdóttir, dags. 10. apríl 2017, og 8 íbúar við Eskihlíð 24 og 26 , dags. 4. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. júní 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. júní 2017.
Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi  (01.27) Mál nr. SN170081
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, Bólstaðarhlíð ¿ Stakkahlíð ¿ Háteigsvegur, dags. 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 22. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Daníel Jakobsson, dags. 30. mars 2017, Valgerður Katrín Jónsdóttir f.h. eigenda 1. hæðar að Bólstaðarhlíð 31, dags. 3. apríl 2017, ásamt tölvupósti, dags. 7. maí 2017, og Valdís Ólafsdóttir, dags. 18. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 5. maí 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. júní 2017.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að margt hafi tekist vel í tillögum að skipulagi á lóð Kennaraháskólans en telja að vegna fjölda athugasemda íbúa þurfi að vinna betur með nánari útfærslu skipulagsins í samráði við þá. Þá er það gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir meira en 0,2 bílastæðum við stúdentaíbúðir á svæðinu sem mun hafa í för með sér að lagt verður í íbúagötur í næsta nágrenni í auknum mæli. Ennfremur er bent á að mikilvægt sé að komið verði fyrir undirgöngum eða göngubrú yfir Miklubraut þar sem nú eru gönguljós við Stakkahlíð. Þessi göngutenging er mikilvæg fyrir alla íbúa, eykur umferðaröryggi gangandi vegfarenda, bætir umferðarflæði og tengir Hlíðarnar betur saman.“

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

7. Grensásvegur, kynning   Mál nr. SN170478
Kynning á úttekt á útfærslu Grensásvegar í tengslum við rammaskipulag Skeifunnar.
Kynnt.

Fulltrúar Trípólí arkitekta Andri Gunnar Lyngberg Andrésson og Jón Davíð Ásgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn vegna útleigu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík til búsetu   Mál nr. US170018
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. janúar 2017 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur: Þann 15. janúar sl. kom upp eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi þar sem bjuggu allt að 15 manns. Í samtölum við slökkviliðsstjóra og fleiri fulltrúa slökkviliðsins hefur ítrekað komið fram að brunavarnir eru í mjög mörgum tilfellum ófullnægjandi í svona atvinnuhúsnæði sem engan veginn er ætlað til íbúðar en er samt notað til þess. Til viðbótar við þetta búa margir í ósamþykktu íbúðarhúsnæði í borginni. Þetta tengist húsnæðisskorti í Reykjavík og því er mikilvægt að átta sig á hversu víðtækur vandinn er. Því óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, eftir upplýsingum um það hvað talið er að margir búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík.
Einnig er lagt fram minnisblað SHS, dags. 2. júní 2017, um kortlagningu óleyfisbúsetur í atvinnuhúsnæði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: „Það er óásættanlegt að vísbendingar séu um að yfir 1450 manns í Reykjavík búi í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði og sjái sig tilneydda til að búa í slíku húsnæði. Þessi alvarlega staða og það neyðarástand sem ríkir í húsnæðismálum er afleiðing langvarandi lóðaskortsstefnu í borginni og þeirri húsnæðisstefnu sem meirihlutaflokkarnir hafa staðið fyrir.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Karl Sigurðsson og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: „Framboðsskort á íbúðum í Reykjavík má fyrst og fremst rekja til þess hve lítið var byggt á fyrstu árunum eftir hrun eftir að hagstjórn Íslands áratugina á undan setti fyrirtæki landsins á hausinn. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir samþykktar af byggingarfulltrúanum í Reykjavík en á undanförnum árum ef undanskilin er uppbygging Breiðholts fyrir nokkrum áratugum síðan. 1450 íbúar er áætluð tala ef ýmsar óvissar forsendur ganga upp. Þess má geta að miðað við þessa áætluðu tölu væri hlutfall íbúa í óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði í Reykjavík rétt rúmlega 1% á meðan hlutfallið er talsvert hærra í Hafnarfirði, þar sem það er rúmlega 4%, og Kópavogi og Garðabæ, þar sem það er tæplega 2%. Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa að tengja þessar tölur við stöðuna í húsnæðismálum sveitarfélaganna mætti kannski spyrja hvað í ósköpunum sé í gangi í húsnæðismálum nágrannasveitarfélaganna þar sem flokksfélagar þeirra eru við völd.“

Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnasviðs og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð   Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 928 frá 13. júní 2017.

10. Hverfisgata 88A, Endurgert og flutningur - ofanábygging  (01.174.003) Mál nr. BN052505
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús sem áður stóðu á Hverfisgötu 90 og 92, endurbyggja á nýrri 1. hæð og kjallara og innrétta verslun á jarðhæð og tvær íbúðir á efri hæðum á lóð nr. 88A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 30. mars 2017.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Hverfisgata 90, 90A - Niðurrif  (01.174.006) Mál nr. BN052899
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa  frá 23. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 90A við Hverfisgötu.
Stærðir: Mhl.02 79,7 ferm. Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017. Gjald kr. 11.000
Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Hverfisgata 90, Kvistur, svalir, breyting inni  (01.174.006) Mál nr. BN052504
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja kvist á götuhlið og fjarlægja stigahús á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 90 við Hverfisgötu.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000
Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Hverfisgata 92, Niðurrif  (01.174.007) Mál nr. BN052898
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 92 við Hverfisgötu.
Stærðir: Mhl.01 154,1 ferm. Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017. Gjald kr. 11.000
Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 12:15 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi og Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hennar stað.

(C) Fyrirspurnir

14. Njálsgata 60, (fsp) breytingu á deiliskipulagi  (01.190.3) Mál nr. SN170300
470711-0270 Leiguþjónustan ehf., Lækjarfit 21, 210 Garðabær
510903-3150 ArkAust sf-Arkitektaþj. Austurl, Bjarnhólastíg 2, 200 Kópavogur
Lögð fram fyrirspurn Leiguþjónustunnar ehf., mótt. 29. mars 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 60 við Njálsgötu sem felst í að rífa niður húsin á lóðinni, en halda skúrnum á bakhluta lóðarinnar og nýta hann sem sorpgeymslu, og byggja fjölbýlishús með 11 litlum íbúðum, samkvæmt uppdr. Arkitektaþjónustu Austurlands, dags. í mars 2017. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir Arkitektastofu Austurlands, dags. í desember 2016, minnisblað verkþjónustu Hjalta slf., dags. 22. febrúar 2017, greinargerð arkitekts, dags. 28. mars 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. mars 2017, og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 31. maí 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. júní 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. júní 2017, samþykkt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 12:30 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi og Björn Gíslason tekur sæti á fundinum í hennar stað.

15. Snorrabraut 60, (fsp) uppbygging  (01.193.4) Mál nr. SN170415
440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf., mótt. 16. maí 2017, ásamt greinargerð, dags. 10. maí 2017, um uppbyggingu á lóð nr. 60 við Snorrabraut, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 16. maí 2017. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing Byggingarfélags námsmanna, dags. 15. maí 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2017.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2017.

Borghildur Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

16. Byggingarfulltrúi, ársfjórðungsskýrsla   Mál nr. US170183
Lögð fram skýrsla byggingarfulltrúa fyrir 1. ársfjórðung 2017.
Kynnt.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

17. Sorpa bs., fundargerð   Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 376 frá 9. júní 2017.

18. Mjölnisholt/Ásholt, einstefna   Mál nr. US170181
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs. samgöngur, dags. 7. júní 2017 þar sem lagt er til að sett verði einstefna í Mjölnisholt frá Brautarholti að Ásholti 34 og í Ásholti frá Laugavegi að Brautarholti.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

19. Kleppsvegur 6, bílastæði fyrir hreyfihamlaða   Mál nr. US170180
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 7. júní 2017, um að gera bílastæði fyrir hreyfihamlaða að Kleppsvegi 6.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
20. Háaleitisbraut/Lágmúli, tíð óhöpp   Mál nr. US170182
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur,  dags. 8. júní 2017, varðandi gatnamót Háaleitisbrautar og Lágmúla en ábendingar hafa borist frá lögreglu, umferðarstofu o.fl. um tíð óhöpp í gatnamótunum. Í Betri Reykjavík var kosið að setja gangbrautarljós á Háaleitisbraut á móts við Álftamýri en til stendur að fara í þær aðgerðir á þessu ári. Lagt er til að samhliða verði miðeyju á Háaleitisbraut gegnt Lágmúla lokað og leyfð verði vinstri- og U- beygja austar á Háaleitisbraut.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

21. Vonarstræti, gangbraut   Mál nr. US170190
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 9. júní 2017, þar sem lagt er til að sett veði gangbraut yfir Vonarstræti móts við Ráðhús Reykjavíkur.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

22. Miðborgin, safnstæði fyrir hópbifreiðar (USK2013020026)   Mál nr. US140187
Kynning á vinnu um safnstæði fyrir hópbifreiðar í miðborginni.
Kynnt.

23. Borgartorg við Tryggvagötu 13-15, tillaga   Mál nr. US170189
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 8. júní 2017, að borgartorgi við Tryggvagötu 13-15.
Samþykkt.

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

24. Betri Reykjavík, gamla anddyri Laugardalslaugarinnar  (USK2017060006)   Mál nr. US170184
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "gamla anddyri Laugardalslaugarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

25. Betri Reykjavík, leiksvæði Öldugötu 21  (USK2017060010)   Mál nr. US170188
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "leiksvæði Öldugötu 21" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

26. Betri Reykjavík, laga göngubrú yfir Elliðaá  (USK2017060007)   Mál nr. US170185
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "laga göngubrú yfir Elliðaá" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

27. Betri Reykjavík, göngubrú yfir Bústaðaveg  (USK2017060008)   Mál nr. US170186
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "göngubrú yfir Bústaðaveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

28. Betri Reykjavík, hundagerði í Gufunesi  (USK2017060009)   Mál nr. US170187
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "hundagerði í Gufunesi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði.

29. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, innleiða menningarstefnu inn í skipulag   Mál nr. US170128
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2017 var lögð fram eftirfarandi  tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins .
"Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að  skoða hvernig innleiða má menningarstefnu borgarinnar inn í skipulag með árangursríkari hætti en verið hefur. Skoða verði hvernig hægt er að draga einkenni hverfanna fram og hvort styrkja megi svæði ákveðnum ákveðnum menningarverkefnum. Þannig mætti til dæmis skipuleggja sérstök svæði tileinkuð tónlist eða hönnun og margt fleira í þeim dúr."
Frestað.

30. Brautarholt 26 og 28, breyting á deiliskipulagi  (01.250.1) Mál nr. SN170261
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
561208-0690 Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðanna nr. 26 og 28 við Brautarholt.

31. Fiskislóð 43, breyting á deiliskipulagi  (01.086.6) Mál nr. SN170358
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
630317-0450 F43 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 43 við Fiskislóð.

32. Fiskislóð 45, breyting á skilmálum deiliskipulags  (01.087.6) Mál nr. SN170206
490216-0650 GP-arkitekt ehf., Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
620908-0610 Húsfélagið Fiskislóð 45, Fiskislóð 45, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 varðandi auglýsingu á breytingu á  skilmálum deiliskipulags Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 45 við Fiskislóð.

33. Hólavað 63-71, breyting á deiliskipulagi  (04.741.6) Mál nr. SN170074
120944-2669 Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóð nr. 63-71 við Hólavað.

34. Kárastígur 3, breyting á deiliskipulagi  (01.182.3) Mál nr. SN170187
640306-0250 Vestinvest ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
110269-4399 Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, Úthlíð 9, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits austur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Kárastíg.

35. Kjalarnes, Hof, lýsing, deiliskipulag   Mál nr. SN160598
500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Esjuhof, spildu úr Hofslandi I við Esjurætur á Kjalarnesi.

36. Klettagarðar 27, breyting á deiliskipulagi  (01.324.2) Mál nr. SN170224
411009-2110 DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 27 við Klettagarða.

37. Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi  (01.352.5) Mál nr. SN170055
440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún.

38. Templarasund 3 og Kirkjutorg 4, breyting á deiliskipulagi  (01.141.2) Mál nr. SN170330
570209-0940 Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2 vegna lóðarinnar nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.

39. Vesturgata 30, breyting á deiliskipulagi  (01.131.2) Mál nr. SN170058
661107-0570 Hafnarstræti 1 ehf, Vesturgötu 32, 101 Reykjavík
590907-1030 GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 1. júní 2017 um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu.

Fundi slitið kl. 14:15

Hjálmar Sveinsson

Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Gísli Garðarsson Björn Gíslason
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 13. júní kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 928. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arngrímsgata 5  (01.550.701) 221201 Mál nr. BN052975
510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja "Hús íslenskra fræða", sporöskjulaga, þrjár hæðir og kjallari auk bílakjallara fyrir 60 bíla, staðsteypt og með veðurhjúp úr cortenstáli á lóð nr. 5 við Arngrímsgötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFlu dags. 16. maí 2017 og skýringasett sem sýnir breytingar frá áður samþykktu erindi BN044048.
Stærð, A-rými:  6. 464,5 ferm., 28.415,4 rúmm.
B-rými:  2.271,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Álagrandi 6  (01.521.606) 197240 Mál nr. BN052940
061169-3859 Sigurjón Ólafsson, Álagrandi 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja timburhús sem nota á sem tómstundahús með einhalla þaki, með steyptum sökklum og steyptri og einangraðri gólfplötu, innrétta baðherbergi og eldunaraðstöðu á lóð nr. 6 við Álagranda.
Stærð: 34 ferm., 121,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ásvallagata 48  (01.139.118) 100763 Mál nr. BN053008
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
670812-0810 Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús og byggja fjölbýlishús á lóð nr. 48 við Ásvallagötu.
Stærð:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bíldshöfði 18  (04.065.002) 110672 Mál nr. BN052790
480207-0760 Fasteignafélagið GS ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í mhl. 02 sem felast í breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti á húsi á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing hjá byggingarfulltrúa vegna húsaskoðunar.

5. Bíldshöfði 8  (04.064.001) 110667 Mál nr. BN052886
701277-0239 Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja smávörulager við suðurhlið húss á lóð nr. 8 við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. júní 2017 fylgir erindinu.
Stærðir: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.

6. Blikastaðavegur 2-8  204782 Mál nr. BN052943
581011-0400 Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými I og J á milli mátlína 11-15 í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bragagata 34  (01.186.633) 102328 Mál nr. BN050359
420500-2540 KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
120376-3819 Einar Sturla Möinichen, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að gera nýja íbúð á 1. hæð, breyta stiga á bakhlið, endurnýja geymsluskúr á baklóð og setja svalir á suðurhlið rishæðar á húsi á lóð nr. 34 við Bragagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016.
Jafnframt er erindi BN049369 dregið til baka og erindi BN048845 fellt úr gildi.
Gjald kr. 9.923
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta A01, A02 dags. 6. júní 2017.

8. Bæjarflöt 15  (02.576.203) 179498 Mál nr. BN052976
550896-2149 Spöng ehf., Bæjarflöt 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera rými 0102 að sér eignarhluta ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi, brunahólfun og flóttaleiðum í húsi á lóð nr. 15 við Bæjarlind.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dalaland 1-11 2-16  (01.850.201) 108757 Mál nr. BN052978
170375-6029 Guðmundur Benedikt Friðriksson, Rauðalækur 71, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara ásamt því að breyta mörkum eignarhluta í húsi nr. 4 á lóð nr. 1-16 við Dalaland.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Drápuhlíð 38  (01.713.007) 107218 Mál nr. BN052183
141076-3109 Freyr Halldórsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á vesturhlið húss, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrsþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags.  19. maí 2017.
Erindið var grenndarkynnt frá 14. febrúar til og með 14. mars 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 35, 36, 37, 39 og 40 og Blönduhlíð 25, 26 og 29.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir og Fjölnir Ernis Sigvaldason, dags. 10. mars 2017 og Brynhildur Sch. Thorsteinsson, dags. 11. mars 2017.
Samþykki meðlóðarhafa  fylgir erindinu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa SN160442 dags. 10. júní 2016.
Stærð bílskúr:  28,0 ferm., 88,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Eggertsgata 2-34  (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN052738
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að steypt hefur verið skyggni við inngang, anddyri stækkað og settar hafa verið upp svalalokanir samhliða viðhaldsframkvæmdum, auk þess sem minniháttar breytingar hafa verið gerðar á geymslum á 1. og 2. hæð í húsi nr. 2-4 á lóð nr. 2-34 við Eggertsgötu.
Stækkun: A-rými 5,2 ferm., 14,7 rúmm.
Sjá erindi BN049710.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing hjá byggingarfulltrúa vegna húsaskoðunar á áður gerðum framkvæmdum.

12. Engjavegur 13  (01.392.001) 172992 Mál nr. BN053005
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir fjóra samsetta gáma sem nýttir verða sem starfsmannaaðstaða og staðsettir á byggingarreit F í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Stöðuleyfi gildir í 1 ár frá útgáfu leyfisins.

13. Fiskislóð 16  (01.115.004) 177042 Mál nr. BN052891
430715-0970 Línberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN014081, rými þar sem gert er ráð fyrir starfsemi  tengdri ferðaþjónustu, breytingarnar eru að gluggi á norðvestur horni er stækkaður og léttir innveggir rifnir niður í húsi á lóð nr. 16 við Fiskislóð.
Gjald kr. kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Fiskislóð 23-25  (01.089.202) 209680 Mál nr. BN052996
680406-1030 FF 11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
430475-0299 VSP ehf, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN047208 sem felst í því að ræsting á 2. hæð er fjarlægð í húsi á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Flókagata 24  (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN053003
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052676 sem felst í tilfærslu á vöskum og handlaug í eldhúsi á Kjarvalsstöðum á lóð nr. 24 við Flókagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

16. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN052983
521009-2170 Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
521009-2090 Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta endurhæfingarstöð í norðurenda rýmis 0106, innréttaður er viðburðarsalur sem nýtur þjónustu úr sameiginlegri aðstöðu  og koma fyrir skrifstofu Fjölnis og félagsrými innréttað í sérnotasvæði aðalinngangs í rými 0122 í vesturhúsi Egilshallar á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Bréf frá hönnuði dags. 31. maí 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Frakkastígur 8  (01.172.109) 101446 Mál nr. BN052781
500613-0170 Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643, í 1. áfanga er um að ræða breytingar á innra skipulagi s.s. fyrirkomulag við lyftu við Hverfisgötu, útidyr færast að útvegg, geymslur, sorp-, hjóla- og vagnageymsla færast til og í 2. áfanga er innréttað lagnarými í stað jarðvegsfyllingar, fyrirkomulagi baðherbergja hefur verið breytt, gluggar stigahúss verða opnanlegir og þakform lyftustokks breytist í 1. og 2. áfanga fjölbýlishúsa á Frakkastígsreit á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. apríl 2017.
Stærðarreyting:  30,7 ferm., -382,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Framnesvegur 40  (01.133.413) 100291 Mál nr. BN052832
451015-2300 Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 42 við Framnesveg.
Stærð, A-rými:  441,4 ferm., 1.304,2 rúmm
B-rými:  22,4 ferm., 62,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Framnesvegur 42  (01.133.414) 100292 Mál nr. BN052831
451015-2300 Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 42 við Framnesveg.
Stærð, A-rými:  446 ferm., 1.319,7 rúmm
B-rými:  19,7 ferm., 55,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Gnoðarvogur 44-46  (01.444.101) 105528 Mál nr. BN052829
551215-1210 ADHG ehf., Baldursgötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051965 þar sem farið er fram á að steypa kassa með stálhurð að framan fyrir gaskúta við norðvesturhlið veitingarstaðarins í mhl. 02 rými 0101 í húsinu nr. 46  á lóð nr. 44 til 46 við Gnoðarvog.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 24. maí 2017
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Grandagarður 11  (01.115.206) 100053 Mál nr. BN052968
530317-0990 Reykjavík Napólí ehf., Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. II tegund ?? með 30 gestum í rými 0101 í nr. 11 og loka á milli húsa nr. 9 og 11 á lóð nr. 9- 11 við Grandagarð.
Samþykki eiganda dags. 18 maí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052904
541185-0389 HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050400 þannig að komið er fyrir nýjum útihurðafronti svo að B-rými verður A-rými, svalir á norðausturgafli verða ekki settar upp, gluggum breytt og bílastæðum fjölgað á lóð nr. 20 við Grandagarð
Stækkun A-rýmis: 19,3 ferm., og 70,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052903
541185-0389 HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp loftræstirými  ofan á inntaksrými, salerni og gasgeymslu sem er á suðurhlið mhl. 06 og leiðir loftstokk upp úr þaki á húss á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Stækkun vegna millilofts er 28,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Grandagarður 8 - göngubryggja  (01.115.101) 100046 Mál nr. BN052791
601003-2520 Bjarnar ehf, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja göngubrú sem tengir gönguleið frá Rastagötu að bryggju við Sjóminjasafn og liggur að húsi á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Erindi fylgir samþykki Faxaflóahafna dags. 24. apríl 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Grenimelur 3  (01.541.404) 106345 Mál nr. BN052246
240181-3049 Margrét Helga Ögmundsdóttir, Grenimelur 3, 107 Reykjavík
281177-4949 Þorvarður Sveinsson, Grenimelur 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið rishæðar og kvisti á þaki á húsi á lóð nr. 3 við Grenimel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.
Stækkun:  10,8 ferm., 35,6 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 16. janúar 2017 fylgir erindi ásamt samþykki meðeigenda ritað á teikningu ódags.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Grundargerði 7  (01.813.401) 107905 Mál nr. BN053007
070358-7199 Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN050706 sem felst í breytingu á glerþaki og útliti viðbyggingar á norðurhlið á húsi á lóð nr. 7 við Grundargerði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Gylfaflöt 22  (02.576.304) 179494 Mál nr. BN052742
700584-1359 Húsafl sf., Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og fjölga millipöllum, færa stiga og breyta innra skipulagi í atvinnuhúsi á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um breytingar dags. 24. maí 2017.
Stækkun:  106,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Háaleitisbraut 68  (01.727.301) 107329 Mál nr. BN052806
411106-1010 Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu á milli 1. og 2. hæðar og innrétta læknastofur á 2. hæð í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Bréf arkitekts dags. 02.05.2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 02.05.2017 og brunahönnuðar dags. 01.05.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Holtavegur 8-10  (01.408.101) 104960 Mál nr. BN052892
670492-2069 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun verslunarrýmis og innrétta aðstöðu fyrir golfklúbb með golfhermum og svæðum til golfæfinga ásamt því að innrétta veitingastað í flokki ll - tegund a í húsi á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Hringbraut Landsp.  (01.198.901) 102752 Mál nr. BN052751
600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kennslurými og skrifstofur, koma fyrir loftræsikerfi og hefðbundnu ofnakerfi, lagfæra hljóðvist og breyta innra skipulagi í hluta 1. og  2. hæðar og allri  3. hæð í Hjúkrunarskólanum, Eiríksgötu 34A á lóðinni Hringbraut Landssp.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi algilda hönnun dags. 18. maí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Hrísateigur 6  (01.360.502) 104536 Mál nr. BN052969
270777-4069 Atli Freyr Þórðarson, Gullteigur 4, 105 Reykjavík
140277-4449 Ásdís María Rúnarsdóttir, Gullteigur 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á jarðhæð á lóð nr. 6 við Hrísateig.
Stærð:  250,1 ferm., 823,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Kirkjustétt 18-22  (04.135.102) 187985 Mál nr. BN052953
121271-4789 Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á vesturhlið mhl. 03 úr forsteyptum einingum með þaksvölum við hús nr. 22 á lóð nr. 18-22 við Kirkjustétt.
Stækkun: 38,6 ferm., 104,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052894
690310-0900 Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við Mhl.01 undir núverandi skyggni á norðurgafli ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í einingu 151 sem er verslun Hagkaupa á 1. hæð í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Stækkun: A-rými 24,5 ferm., 90,6 rúmm.
Bréf brunahönnuðar dags. 16.05.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Laugateigur 20  (01.364.304) 104634 Mál nr. BN052964
020375-3299 Unnur Kristín Ragnarsdóttir, Laugateigur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felst í breytingu á eignarmörkum íbúðar 0001 og gerð hurðar úr kjallaraíbúð út í garð samhliða því að grafa frá húshlið, auk þess sem matshlutanúmerum á bílskúrum er breytt, í húsi á lóð nr. 20 við Laugateig.
Stærðarbreyting frá eldri skráningu -3,8 ferm., -38,4 rúmm.
Samþykki meðeigenda dags. 23.05.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 55  (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430
681215-1230 L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu með verslun á jarðhæð og gististað í flokki IV, teg. a - hótel á efri hæðum fyrir 104 gesti í 58 herbergjum og veitingastað í flokki II á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærð A-rými: 1.938,1 ferm., 6.441,4 rúmm.
B-rými 87,1 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra varðandi kvöð um akstur að bílakjallara.

36. Laugavegur 59  (01.173.019) 101506 Mál nr. BN052989
610916-1120 Nostra Veitingahús ehf., Meistaravöllum 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051424, um er að ræða minni háttar breytingu á innra skipulagi veitingahúss á 2. hæð á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 86-94  (01.174.303) 101639 Mál nr. BN052941
501298-5069 Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti  í rými 0101 í mhl. 01 á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Lautarvegur 32  (01.794.607) 213582 Mál nr. BN052920
510417-0110 Vetrarfell ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr forsmíðuðum timbureiningum á steinsteyptum kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Lautarveg.
Stærð, A-rými:  337,6 ferm., 1.139,8 rúmm.
B-rými:  26,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Lautarvegur 34  (01.794.608) 213583 Mál nr. BN052921
510417-0110 Vetrarfell ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr forsmíðuðum timbureiningum á steinsteyptum kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Lautarveg.
Stærð, A-rými:  337,6 ferm., 1.139,8 rúmm.
B-rými:  26,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Lindargata 11  (01.151.210) 100991 Mál nr. BN052992
530906-0940 RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050526, um er að ræða lítils háttar breytingar sem gerðar hafa verið á byggingartíma á innra skipulagi, svalir dýpka um 20cm og vatnsbretti á framhlið breytist, í gististað í flokki IV á lóð nr. 11 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Lóuhólar 2-6  (04.642.701) 111914 Mál nr. BN052679
570217-1190 Álfurinn Sportbar ehf., Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík
521009-1010 Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í eldhúsi í verslunarhúsi á lóð nr. 2 - 6 við Lóuhóla.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

42. Mímisvegur 4  (01.196.109) 102650 Mál nr. BN052858
250166-5249 Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN049682 sem felst í því að breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóð og fjölga þeim úr tveimur í fjögur við hús á lóð nr. 4 við Mímisveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2017.

43. Mýrargata 26  (01.115.303) 100059 Mál nr. BN052792
461114-0830 Otron ehf., Bollagörðum 65, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki 1 - teg. e og fjölga salernum í rými 0122 í húsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

44. Saltvík 3  (33.521.401) 191176 Mál nr. BN052810
630191-1579 Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík
600667-0179 Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar hænsnahús úr forsteyptum einingum á reit A á lóð nr. 3 við Saltvík á Kjalarnesi.
Stærðir: A-rými 696,9 ferm., 3.126,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Sifjarbrunnur 1  (05.055.101) 206123 Mál nr. BN052951
210368-3459 Kristinn Karl Garðarsson, Sifjarbrunnur 1, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN035543, sem eru að baðherbergi stækkar og hurðum hliðrað í húsinu á lóð nr. 1 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Skaftahlíð 27  (01.274.009) 103636 Mál nr. BN051672
310843-4909 Hulda Ólafsdóttir, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framlengja þak á kvisti og byggja nýtt svalahandrið á húsi á lóð nr. 27 við Skaftahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.09.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.

47. Skarphéðinsgata 6  (01.243.203) 103100 Mál nr. BN053001
131054-2119 Jakobína Edda Sigurðardóttir, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
070952-3789 Gunnar Eiríksson, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka ásamt því að breyta gluggum og hurðum á bílskúr lóð nr. 6 við Skarphéðinsgötu.
Stækkun: XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Skeifan 15, Faxafen 8  (01.466.001) 195608 Mál nr. BN052839
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, færa til pylsusölu og gleraugnabúð og innrétta kaffihús í flokki l - tegund e ásamt því að gera glugga á norður hlið í húsi Hagkaupa á lóð nr. 15 við Skeifuna.
Breyttar stærðir:  xx ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

49. Skólavörðustígur 16  (01.181.004) 101728 Mál nr. BN052627
540207-0970 Sipal ehf., Móvaði 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúðum fastnr. 200-5850 mhl. 01 0401 og  200-5851 mhl. 01 0501 sem felast í breytingum á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.
Samþykki meðeiganda fylgir erindinu dags. 24 mars. 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

50. Snorrabraut 37  (01.240.301) 102987 Mál nr. BN052999
550502-8950 MSG ehf, Háuhlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur skiltum á norðvesturhorni Austurbæjarbíós á lóð nr. 37 við Snorrabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Spöngin 15  (02.375.201) 177193 Mál nr. BN052804
510907-0940 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að breyta eldhúsi og innrétta veitingahús í flokki II - tegund c fyrir 45 gesti í húsi á lóð nr. 15 við Spöngina.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Stórholt 37  (01.246.212) 103319 Mál nr. BN052998
270688-3069 Sæmundur Ingi Johnsen, Stórholt 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0101 sem felst m.a. í stækkun á gati í burðarvegg í húsi á lóð nr. 37 við Stórholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Tunguháls 19  (04.327.002) 111052 Mál nr. BN053009
690811-0570 Húsfélagið Tunguhálsi 19, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050503 þannig að fjöldi bílastæða er leiðréttur og fækkar um þrjú stæði á vesturhluta lóðar nr. 19 við Tunguháls.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Úlfarsbraut 82  (02.698.603) 205744 Mál nr. BN052609
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051319 sem felst í því að hætt er við bogadregið þakskyggni ofan á þaki og gluggum á vesturhlið er breytt ásamt því að hætt er við stoðveggi á lóð í húsi á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Ystasel 37  (04.930.306) 112828 Mál nr. BN052412
010445-2219 Hallsteinn Sigurðsson, Ystasel 37, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir léttbyggðri viðbyggingu við austurhluta vinnustofunnar mhl 01 á lóð nr. 37 við Ystasel.
Endurnýjun á áður samþykktu erindi BN032223 frá 2005.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017.
Stækkun: 42,1 ferm. 252,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Þverholt 14  (01.244.004) 103178 Mál nr. BN052963
621287-1689 RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á 4. hæð, m.a. er anddyri stækkað, fundarherbergi fjarlægt og bætt við einni skrifstofu sunnanmegin í húsi á lóð nr. 14 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing hjá byggingarfulltrúa vegna húsaskoðunar.

57. Öldugata 53  (01.134.305) 100354 Mál nr. BN052952
510105-2490 Öldugata 53,húsfélag, Öldugötu 53, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á bakhlið 2., 3. og 4. hæðar, gera sérnotaflöt fyrir íbúð 1. hæðar og koma fyrir fellistiga á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Öldugötu.
Jafnframt er erindi BN046007 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 21. maí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, 2 dags. 5. maí 2017.

Ýmis mál

58. Mýrargata 26  (01.115.303) 100059 Mál nr. BN053011
Þann 6. júní sl. var samþykkt leyfi til að innrétta skrifstofurými á jarðhæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Hér átti að standa í rými 216 og leiðréttist það hér með.
Afgreitt.

Fyrirspurnir

59. Framnesvegur 8  (01.133.225) 100254 Mál nr. BN053014
060284-2539 Magnús Páll Haraldsson, Framnesvegur 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka baðherbergi á 1. hæð og innrétta tvö baðherbergi í rishæð tvíbýlishúss á lóð nr. 8 við Framnesveg.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

60. Þverholt 20  (01.244.205) 103189 Mál nr. BN053012
430504-3980 Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur
220651-4289 Sverrir B Þorsteinsson, Furuhjalli 10, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að breyta hæðaskilgreiningu í gististað á lóð nr. 20 við Þverholt.
Neikvætt.
Enginn kjallari er í húsinu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20

Harri Ormarsson
Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 4 =