Fundur nr. 192

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 14. mars var haldinn 192. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Björn Gíslason Arnaldur Sigurðarson og Magnús Sigurbjörnsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.


Þetta gerðist:

1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2017, þar sem fram kemur á fundi borgarstjórnar þann 7. mars 2017 hafi verið samþykkt að Björn Gíslason taki sæti í mannréttindaráði í stað Hildar Sverrisdóttur. Jafnframt var samþykkt að Herdís Anna Þorvaldsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Barkar Gunnarssonar. R14060108.

2. Lögð er fram svohljóðandii tillaga mannréttindaráðs um hvatningarverðlaun mannréttindaráðs.

Mannréttindaráð Reykjavíkur efnir til hvatningarverðlauna innan starfsstaða Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði borgaranna með megináherslu á jafna stöðu allra kynja og sem vinna gegn margþættri mismunun.

Greinagerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

3. Fram fer kynning á mannréttindastefnu sem verkfæri umboðsmanns borgarbúa.

Ingi Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Fram fer kynning á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar 25. mars 2017.

5. Fram fer kynning á Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13.27

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir
Björn Gíslason Magnús Már Guðmundsson
Jóna Björg Sætran Magnús Sigurbjörnsson
Arnaldur Sigurðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 4 =