Fundur nr. 184 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 184

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 15. mars kl. 9.05, var haldinn 184. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Hermannsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Reykjavíkurtjörn, skýrsla 2012, 2013, 2014, 2015, 2016   Mál nr. US130037
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnt skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar, dags. í janúar 2017, um fuglalíf Tjarnarinnar 2016.

Kl. 9.10 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Reykjavíkurtjörn - niðurstöður rannsókna á lífríki, kynning   Mál nr. US170093
Kynnt drög að skýrslu um niðurstöður rannsókna á lífríki.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fuglalíf í Elliðaárvogi og Grafarvogi, kynning   Mál nr. US170095
Kynnt skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar og Ólafs Einarssonar, dags. í desember 2016, um fuglalíf í Elliðaárvogi og Grafarvogi.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 9.45 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.

4. Aðgerðaáætlun um líffræðilega fjölbreytni., stefna Reykjavíkurborgar   Mál nr. US170011
Lögð fram aðgerðaráætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2016-2026, dags. 8. mars 2017, um stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Reykjavík - iðandi af lífi, kynning   Mál nr. US170098
Kynnt fræðsluverkefnið Reykjavík - iðandi af lífi.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Endurheimt votlendis í Reykjavík, kynning   Mál nr. US170096
Kynnt staða verkefnisins um endurheimt votlendis í Reykjavík.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Grassláttur og fjölbreyttari græn svæði, kynning   Mál nr. US170097
Kynnt hvernig verkefnið gekk á síðasta ári og áætlun fyrir sumarið.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Viðburðardagskrá Grasagarðsins, kynning   Mál nr. US160145
Kynnt viðburðardagskrá Grasagarðsins, afnot af garðinum og móttaka og fræðsla í garðinum.

Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins og Björk Þorleifsdóttir verkefnisstjóri fræðslu og miðlunar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Nagladekk og svifryk, kynning   Mál nr. US170114
Kynning varðandi nagladekk og svifryk í Reykjavík.

Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Borgarhönnun, staða helstu verkefna   Mál nr. US170087
Kynnt staða helstu verkefna í borgarhönnun.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Aðgerðaáætlun um meðhöndlun úrgangs, kynning   Mál nr. US170106
Kynnt staða og næstu skef varðandi aðgerðaáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastóri Sorpu, Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva og Halldór Auðar Svansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Uppgjör endurvinnslustöðva Sorpu 2016 og málefni endurvinnslustöðva, kynning   Mál nr. US170102
Kynnt uppgjör endurvinnslustöðva Sorpu 2016 og málefni endurvinnslustöðva - ný stöð á norðursvæði.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastóri Sorpu, Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva og Halldór Auðar Svansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Grófi hirðirinn, kynning   Mál nr. US170103
Kynntar hugmyndir um grófa hirðirinn.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastóri Sorpu, Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva og Halldór Auðar Svansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, staða mála og næstu skref   Mál nr. US140012
Kynnt staða mála og næstu skref varðandi Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastóri Sorpu, Guðmundur Tryggvi Ólafsson rekstrarstjóri endurvinnslustöðva og Halldór Auðar Svansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Græna netið, kynning   Mál nr. US170109
Kynnt staða verkefnisins um græna netið.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Gæðastefna umhverfis- og skipulagssviðs, kynning   Mál nr. US170083
Kynnt gæðastefna umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2017.

Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

17. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 10. mars 2017.

(B) Byggingarmál

18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð   Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 915 frá 14. mars 2017.

(D) Ýmis mál

19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir ferðakostnað frá október til desember 2016   Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs frá október til desember 2016.

20. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning fulltrúa   Mál nr. US170085
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. mars 2017, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 7. mars 2017 um að Áslaug María Friðriksdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Hildar Sverrisdóttur.

21. Bergþórugata 23, kæra 26/2017  (01.190.2) Mál nr. SN170208
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. mars 2017, ásamt kæru þar sem kærð er synjun á breytingu á notkunarflokki í fjölbýlishúsi á lóð nr.23 við Bergþórugötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

22. Grensásvegur 16a og Síðumúli 37-39, kæra 27/2017  (01.295.4) Mál nr. SN170209
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. mars 2017, ásamt kæru þar sem kært er deiliskipulag fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39. Í kærunni er gerð krafa um frestun réttaráhrifa til bráðabirgða.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

23. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 17/2017, umsögn  (01.171.5) Mál nr. SN170097
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2017, ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7 og 9. Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. mars 2017.

24. Fiskislóð 37B, breyting á deiliskipulagi  (04.352.3) Mál nr. SN170143
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar, Vesturhafnar, vegna lóðarinnar nr. 37B við Fiskislóð.

25. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi  (01.460.0) Mál nr. SN170057
670614-1310 Fasteignafélagið G1 ehf., Flötum 23, 900 Vestmannaeyjar
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Grensásveg.

26. Gylfaflöt 6-8 og 10-12, breyting á deiliskipulagi  (02.578.3) Mál nr. SN170105
500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar 2-14 vegna lóðanna nr. 6-8 og 10-12 við Gylfaflöt.

27. Starhagi 1 og 3, breyting á deiliskipulagi  (01.555.3) Mál nr. SN160782
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóðanna að Starhaga 1 og 3.

28. Vesturgata 30, breyting á deiliskipulagi  (01.131.2) Mál nr. SN170058
661107-0570 Hafnarstræti 1 ehf, Vesturgötu 32, 101 Reykjavík
590907-1030 GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu.

29. Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing   Mál nr. SN170149
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017, sbr samþykkt svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 og verkefnislýsingu vegna breytinga á aðalskipulagsáætlunum á höfuðborgarsvæðinu.

30. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing   Mál nr. SN170150
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar bogarráðs s.d. á erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017, sbr samþykkt svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 og verkefnislýsingu vegna breytinga á aðalskipulagsáætlunum á höfuðborgarsvæðinu.

31. Fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokksins,    Mál nr. US170117

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar M. Friðriksdóttur: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Áslaug M. Friðriksdóttir óska eftir upplýsingum um Sundabraut og þau samskipti sem átt hafa sér stað í sambandi við verkefnið. Hver voru síðustu samskipti við borgina vegna Sundabrautar, milli Vegagerðarinnar annars vegar og innanríkisráðuneytisins hins vegar? Hvor valkostanna sem skilgreindir eru sem upphafspunktar frá Reykjavík í núgildandi aðalskipulagi er heppilegri eða er einhver valkostur til viðbótar sem gæti verið enn heppilegri? Í hvaða stöðu gagnvart upphafi framkvæmda er verkefnið að mati umhverfis- og skipulagssviðs?
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og samgöngustjóra.

32. Fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokksins,    Mál nr. US170118

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar M. Friðriksdóttur: Óskað er eftir upplýsingum um þá umfangsmiklu greiningarvinnu sem á sér stað á 36 gatnamótum í borginni í samstarfi við Vegagerðina. Hvaða vegamót eru í skoðun, hvenær hófst greiningarvinnan og hvar stendur hún.
Vísað til umsagnar samgöngustjóra.

Fundi slitið kl. 14.35

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollarson
Torfi Hjartarson Halldór Halldórsson
Áslaug María Friðriksdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 14. mars kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 915. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052459
450314-0210 REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, verið er að breyta og samræma númer á  rýmum og matshlutum á reit 1, 2 og 11 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2. Ásendi 17  (01.824.107) 108397 Mál nr. BN052289
150466-2029 Khai Van Nguyen, Ásendi 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr sökkulrými í kjallara á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2007 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ásvallagata 63  (01.139.306) 194162 Mál nr. BN052432
260659-4809 Kristín Róbertsdóttir, Ásvallagata 63, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja á ný áður sameinaðar íbúðir 0101 og 0201 og skipta þeim í tvö fastanúmer í húsi á lóð nr. 63 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 14.02.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bankastræti 2  (01.170.101) 101328 Mál nr. BN052396
571212-0210 FÍ Fasteignafélag slhf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052045 sem felst í því að opnað er úr veitingastað yfir í rými við Skólastræti sem áður var skrifstofurými, ræsting eldhúss, bar, snyrtingar og búningsherbergi færð, ræsting fyrir sali efri hæða gerð undir stiga á neðri hæð og flóttaleiðum breytt í húsi á lóð nr. 2 við Bankastræti.
Bréf arkitekts dags. 14.02.2017 fylgir erindi ásamt greinargerð brunahönnuðar dags. 14.02.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Básbryggja 51  (04.024.102) 178662 Mál nr. BN052370
121046-2029 Þorbjörn Sigurðsson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
200349-3189 Íris Edda Ingvadóttir, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar annars vegar sem felast í því að íbúð 0303 og 0304 voru sameinaðar í eina og hins vegar nýja breytingu sem felst í því að rými 0402 og 0403, sem áður tilheyrðu sameinaðri íbúð 0303, tilheyra nú íbúð 0401 og núverandi stigi í íbúð 0303 er fjarlægður í húsi á lóð nr. 51 við Básbryggju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2007 fylgir erindinu.
Bréf umsækjanda dags. 07.02.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Blikastaðavegur 2-8  (02.496.101) 204782 Mál nr. BN052395
581011-0400 Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra rými K, L og M  þannig að þau verði eitt lagerrými, tekinn verður niður veggur sem hólfar af rýmin og komið fyrir starfsmannaaðstöðu í húsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Greinargerð brunahönnuðar dags. 13. febrúar 2017 og bréf frá hönnuði dags. 14. feb. 2017. Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 27. feb. 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 26  (01.230.002) 102910 Mál nr. BN052428
590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
691206-4750 LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 55 gesti í rými 0103 í húsi á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8. Borgartún 8-16A  (01.220.107) 199350 Mál nr. BN052229
531114-0270 Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
531114-0190 Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílakjallara og innrétta bílaþvottastöð, sjá erindi BN047805, en við það fækkar bílastæðum um fjögur í bílageymslu á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Erindi fylgja upplýsingar um  efni sem notuð verða og yfirlýsing Höfðahótels ehf. og Höfðatorgs ehf dags. 16. febrúar 2017.
Stækkun:  200 ferm., 708 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Bragagata 38A  (01.186.629) 102324 Mál nr. BN052493
660302-2630 FoodCo hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík
470297-2719 Frumherji hf., Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN048356 sem felst í því að koma fyrir útiveitingasvæði fyrir 20 manns við hús á lóð nr. 38A við Bragagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Brautarholt 4-4A  (01.241.203) 103021 Mál nr. BN052434
701211-1620 Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
571298-2529 Þak, byggingafélag ehf., Kringlunni 4-6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, stækka glugga og koma fyrir svölum á báðar hliðar, koma fyrir lyftu og innrétta 18 íbúðir á 2. - 4. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr.4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 21. febrúar 2017 og kaupsamningur dags. 15. mars 2016.
Einnig eru  lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí og 16. desember 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu.Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Engjateigur 3-5  (01.366.403) 104710 Mál nr. BN052475
620104-2480 Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051747, um er að ræða breytingar á innra skipulagi á 2. hæð og breytingar á útihurð í húsi nr. 5 á lóð nr. 3-5 við Engjateig.  
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Engjavegur 13  (01.392.001) 172992 Mál nr. BN052483
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051243 þannig að  hurð  milli veitingahúss og garðskála er breytt í rennihurð í Húsdýragarðinum á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fákafen 11  (01.463.402) 105679 Mál nr. BN052384
620615-1370 Lífrænt bakarí ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur
420908-1560 ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta handverksbakarí  í suðvesturhorni rýmis 0101  og til að koma fyrir loftræstiröri upp á þak á húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Samþykki eiganda dags. 8. mars 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fálkagata 20  (01.553.011) 106525 Mál nr. BN052422
221054-5129 Kristín E Kristleifsdóttir, Fálkagata 20, 107 Reykjavík
010350-4689 Gunnar Snæland, Fálkagata 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu vinnustofu í einbýlishús og innrétta íbúð í mhl. 03 á lóð nr. 20 við Fálkagötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Friggjarbrunnur 51  (02.693.101) 205822 Mál nr. BN052509
660696-2029 Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049156, m.a. er sett inn kvöð um aðkeyrslu að lóðum nr. 47, 47A og 49, útfærslu svala 0404 breytt, innra skipulagi kjallara breytt og komið fyrir sorpgeymslu á lóð fjölbýlishúss nr. 51 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Garðastræti 13A  (01.136.527) 100616 Mál nr. BN052424
091154-2779 Jóhann B Kristjánsson, Álfaland 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu á 1. hæð í rými 0102 aftur í íbúð í húsi á lóð nr. 13A við Garðastræti.
Stærðarbreytingar: x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grandagarður 15-37  (01.115.001) 100045 Mál nr. BN052316
421111-1620 Ostabúrið ehf., Grandagarði 35, 101 Reykjavík
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lagerrými á millipalli í kaffistofu í húsi á lóð nr. 35 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grandagarður 16  (01.114.301) 100040 Mál nr. BN052397
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í rými 0105 og innrétta skrifstofur ásamt veitingahúsi í flokki ll - tegund c, auk breytinga á gluggum í  húsi á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

19. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052468
541185-0389 HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokki veitingastaðar, sjá erindi BN050400,  úr flokki II í flokk III fyrir 100 gesti í húsi á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Hljóðvistaskýrsla dags 2. mars 2017 og bréf frá hönnuði dags. 28. febrúar 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

20. Grettisgata 16  (01.182.110) 101826 Mál nr. BN052498
240372-5769 Gunnhildur Ólafsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík
130275-5409 Daði Ingólfsson, Þórsgata 5, 101 Reykjavík
200485-2119 Óttar Snædal Þorsteinsson, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047840 sem felst í að hætt er við að byggja útigeymslu á þaksvölum vinnustofu í risi og þess í stað sótt um að breyta vinnustofu í íbúð sem yrði séreign í húsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Gylfaflöt 16-18  (02.576.302) 179492 Mál nr. BN052425
690107-1120 T-eignir ehf., Bæjarflöt 13, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í rými 0102 og tímabundinni opnun  á milli eignarhluta 0101 og 0102 í húsinu á lóð nr. 16 til 18 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og óska skal eftir skoðun byggingarfulltrúa.

22. Hallveigarstígur 2  (01.180.201) 101689 Mál nr. BN052236
111259-2169 Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Hallveigarstígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir og kvisti á rishæð í húsi á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2017.
Stækkun: A-rými 0 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

23. Haukdælabraut 78-92  (05.114.303) 214815 Mál nr. BN052500
690404-3030 Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN052500 sem felst í því að í stað uppfylltra sökkla komi óuppfyllt sökkulrými í raðhúsum á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hestháls 2-4  (04.323.001) 111033 Mál nr. BN052499
490269-7039 Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mhl. 01, m.a. þannig að útihurð á bakhlið suðurhliðar er fjarlægð, innra fyrirkomulagi og flóttaleiðum breytt í húsinu á lóð nr. 2-4 við Hestháls.
Minnisblað brunahönnuðar dags. 1. feb. 2017 fylgir erindinu
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hringbraut Landsp.  (01.198.901) 102752 Mál nr. BN052467
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga í suðurhlið kvennadeildar og  stækka lítillega á 2. og 3. hæð ásamt því að klæða útveggi með loftræstri álklæðningu mhl. 05 á lóð Landspítalans við Hringbraut. 
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hverfisgata 86  (01.174.002) 101558 Mál nr. BN052494
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús sem nú stendur við Laugaveg 73, endurbyggja það á nýjum kjallara og hæð og innrétta skrifstofur í kjallara og á 1. hæð og íbúð á 2. hæð og risi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Flutningshús:  xx ferm., xx rúmm.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun:  A-rými 281,4 ferm., 813,7 rúmm.
B-rými 7,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Hverfisgata 88A  (01.174.003) 101559 Mál nr. BN052505
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús sem áður stóðu á Hverfisgötu 90 og 92, endurbyggja á nýrri 1. hæð og kjallara og innrétta verslun á jarðhæð og tvær íbúðir á efri hæðum á lóð nr. 88A við Hverfisgötu.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Hverfisgata 90  (01.174.006) 101562 Mál nr. BN052504
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja kvist á götuhlið og fjarlægja stigahús á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 90 við Hverfisgötu.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Hverfisgata 94-96  (01.174.011) 224105 Mál nr. BN052525
550115-0180 SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, lagnir í grunn, botnplötu og kjallaraveggi fyrir fjölbýlishús, verslunar og veitingahús á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu sbr. erindi BN051617
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Kárastígur 13  (01.182.301) 101898 Mál nr. BN051901
161268-4029 Þórir Helgi Bergsson, Kárastígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð ásamt tveimur nýjum anddyrum og svölum auk innanhússbreytinga í húsi á lóð nr. 13 við Kárastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. nóvember 2016 fylgir erindinu.
Stækkun A-rými: 44,8 ferm., 126,4 rúmm.
Umsagnir Minjastofnunar dags. 15.11.2016, 13.12.2016, 18.01.2017 og 09.02.2017 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.

31. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052507
500400-2930 Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningartöflu matshluta 01 í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Bréf brunahönnuðar dags. 07.03.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugarásvegur 51  (01.383.207) 104852 Mál nr. BN052497
691294-3749 Ránargata 18 ehf., Ránargötu 18, 101 Reykjavík
270861-4159 Ástráður Haraldsson, Laugarásvegur 51, 104 Reykjavík
270564-2409 Eyrún Finnbogadóttir, Laugarásvegur 51, 104 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050593 vegna lokaúttektar sem felast í að tvær brunahólfandi hurðir eru fjarlægðar teikningu í húsi á lóð nr. 51 við Laugarásveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Laugavegur 103  (01.240.007) 102975 Mál nr. BN052514
541016-0660 Reykjavík núðlur ehf., Frostafold 23, 112 Reykjavík
050478-2119 Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050470 vegna lokaúttektar sem felast í því að breyta fyrirkomulagi í eldhúsi og snyrtingum í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

34. Laugavegur 27  (01.172.009) 101431 Mál nr. BN052198
460510-1390 Vietnam Restaurant ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu í bakhúsi (mhl. 04-0103) og breyta kaffihúsi (flokkur II, teg. e; kaffihús) í veitingahús í flokki II, teg. a; veitingahús, í kjallara húss á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf með skýringum hönnuðar og minnisblað frá Raf ehf um virkni ósontækja dags. 5. febrúar 2017.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 34B  (01.172.217) 101472 Mál nr. BN052233
630513-1460 Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
550305-0380 Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir opnun yfir í anddyri hótels á lóð nr. 34A við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Laugavegur 59  (01.173.019) 101506 Mál nr. BN052245
610916-1120 Nostra Veitingahús ehf., Meistaravöllum 31, 107 Reykjavík
550570-0259 Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051424, veitingastaður breytist úr flokki II í flokk III fyrir 105 gesti í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. febrúar 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2017.
Erindi fylgir húsaleigusamningur dags. 9. janúar 2017, brunahönnun frá EFLU dags. 10. júlí 2016 og skýringar á gróðurrýmum og bréf um hljóðvistaskýrslu frá hönnuði dags. 31. janúar 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um opnunartíma og hljóðstig fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


37. Lindargata 12  (01.151.502) 101007 Mál nr. BN049624
160866-5789 Albert Eiríksson, Lindargata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN044896, þar sem veitt var leyfi til að endurbyggja og stækka svalir á annarri og þriðju hæð og útbúa nýjar svalir á fjórðu hæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Lindargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Lækjargata 2A  (01.140.505) 100865 Mál nr. BN052118
510907-0940 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í að breyta veitingastað í kjallara úr flokki II í flokk lll - tegund b í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.
Hljóðvistarskýrsla dags. október 2016 fylgir erindi og bréf höfundar hljóðvistarskýrslu dags. 28.02.2017.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Móvað 31  (04.773.507) 195944 Mál nr. BN052417
181153-7099 Árni Jón Elíasson, Móvað 31, 110 Reykjavík
060156-4849 Lára Sigurðardóttir, Móvað 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála við suðaustur hlið hússins á lóð nr. 31 við Móvað.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.
Stækkun: 7,8 ferm.,  22,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Norðlingabraut 4  (04.734.301) 204832 Mál nr. BN052449
560996-2339 BS-eignir ehf., Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050629 þannig að breytt er útliti suðausturhliðar, komið fyrir ristum sem þola bílaumferð,  stoðveggur fjarlægður ásamt ýmsum smábreytingum vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 4 Norðlingabraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Seljavegur 2  (01.130.105) 100117 Mál nr. BN052503
430907-0690 Seljavegur ehf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 04 og hluta mhl. 02, sameina mhl. 02 og 03, byggja millligólf, nýja hæð ofaná bakhús, inndregna 5. hæð ofaná framhús og innrétta gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 304 gesti í 146 herbergjum og veitingastað í flokki II í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun samtals:  xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Skipholt 1  (01.241.206) 103024 Mál nr. BN051113
460409-0200 Fjórir GAP ehf, Starhaga 4, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta  húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi var grenndarkynnt frá 4. október til og með 1. nóvember 2016.  Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rúnar Björgvinsson dags. 8. október 2016, Gísli Jónsson f.h. PK arkitektar ehf., dags. 17. október 2016, Vilma Kinderyte, dags. 22. október 2016, Jóhanna Cortes Andrésdóttir, Theodóra Thoroddsen, Drífa Nadía Mechiat og Mark Anthony Rodriguez, dags. 28. október 2016, Unnur Egilsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, dags. 30. október 2016, Gísli Guðni Hall hrl., frá Mörkinni lögmannsstofu f.h. 37 íbúða ehf., dags. 31. október 2016  og Nína Kristjánsdóttir, dags. 31. október 2016.
Erindi fylgir bréf hönnuða, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU síðast uppfærð í september 2016, greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2017.
Stækkun:  540,2 ferm., 2.095 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými:  3.478,4 ferm., 10.809,8 rúmm.
B-rými:  121,3 ferm., 856,4 rúmm.
C-rými:  156,1 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

43. Skúlagata 14-16  (01.152.301) 101036 Mál nr. BN052226
130854-5839 Sigurður Gísli Pálmason, Vatnsstígur 16-18, 101 Reykjavík
250354-3479 Guðmunda Helen Þórisdóttir, Vatnsstígur 16-18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 1701 í  fjölbýlishúsinu Vatnsstíg 18, mhl. 10 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sólheimar 29-35  (01.433.503) 105283 Mál nr. BN052160
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta mhl. 01 og mhl. 02 sem 11 íbúðareiningar í húsi á lóð nr. 29-35 við Sólheima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Sunnuvegur 1  (01.385.001) 104911 Mál nr. BN052315
250675-6159 Eik Gísladóttir, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að sundlaug sem var á jarðhæð hefur verið breytt í hjónaherbergi og ýmsar minni breytingar gerðar á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 1 við Sunnuveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Tangabryggja 18-24  (04.023.101) 179538 Mál nr. BN051863
611004-2570 Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús, mhl. 01, með 63 íbúðum sem verður nr. 24-26 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.
Stærð A-rými:  8.134,2 ferm., 23.679 rúmm.
B-rými:  311,1 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Tryggvagata 14  (01.132.103) 100212 Mál nr. BN052429
621014-0560 Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050404 sem felst í því að laga bygginguna að gafli Vesturgötu 16, breyta óútgröfnu rými í kjallara í fylgirými, stækka móttöku út í ljósgarð, breyta gluggasetningu efstu hæðar að Norðurstíg og breyta útitröppum í skábraut, ásamt breytingum innanhúss sem felast í að hæðarsetning plötu er löguð að götu við inngang frá Vesturgötu, breytingu á stiga í móttöku og fyrirkomulagi í hótelherbergjum vegna lagnaleiða í húsi á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.
Stækkun A-rými 40,0 ferm., 347,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Týsgata 1  (01.181.202) 101756 Mál nr. BN052274
540916-1870 Lúkar ehf., Dalhúsum 93, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sem eru þær að svalir hafa verið byggðar á 4. hæð, gluggum breytt í svalahurð og hurð út í garð fjarlægð, einnig er sótt um að  innrétta íbúð á 2. hæð, byggja svalir á suðausturhlið og sameina 0102 og 0103 í eina verslun á 1. hæð húss á lóð nr. 1 við Týsgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 16. janúar 2017 og 13. febrúar 2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. desember 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2017.Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Veghúsastígur 9  (01.152.418) 101063 Mál nr. BN052455
530906-0940 RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044391, þar sem veitt var leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. e í þríbýlishúsi á lóð nr. 9 við Veghúsastíg.
Stærðir óbreyttar.
Gjald kr. 11..000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Vesturgata 21  (01.136.005) 100508 Mál nr. BN052508
240450-2759 Sigurður Sigurðsson, Vesturgata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í mhl. 01 vegna eignaskiptayfirlýsingar í húsinu á lóð nr. 21 við Vesturgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Vitastígur 7  (01.174.031) 101578 Mál nr. BN052495
531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á baklóð og breyta innra skipulagi í þríbýlishúsi á lóð nr. 7 við Vitastíg.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Ystasel 37  (04.930.306) 112828 Mál nr. BN052412
010445-2219 Hallsteinn Sigurðsson, Ystasel 37, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir léttbyggðri viðbyggingu við austurhluta vinnustofunnar mhl 01 á lóð nr. 37 við Ystasel.
Sbr. erindið BN032223
Stækkun: 42,1 ferm. 252,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Þarabakki 3  (04.603.702) 111729 Mál nr. BN052391
461212-1310 Félag Drúida á Íslandi, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta burðarvirki í rými 0001 í kjallara sem felst í því að loka núverandi stigagati, færa stiga og setja lyftu milli kjallara og 1. hæðar og saga ný göt í plötu, fjarlægja tvær burðarsúlur og setja í stað þeirra tvær stálsúlur í vegg, auk þess að breyta innra fyrirkomulagi í rýmum 0001 og 0101 í húsi á lóð nr. 3 við Þarabakka.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags.  15.01.2017 fylgir erindi ásamt samþykki meðeigenda dags. 17.02.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

54. Þingholtsstræti 30  (01.183.502) 101980 Mál nr. BN052203
480279-0429 Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
020549-4089 Bjarni G Bjarnason, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049201, úfærslu svala er breytt á fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Þingholtsstræti .
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Þverholt 11  (01.244.108) 180508 Mál nr. BN052386
500714-0850 JOHAM ehf., Krókamýri 80a, 210 Garðabær
571212-0210 FÍ Fasteignafélag slhf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kaffihúsi í flokki I tegund E  í flokk II tegund E á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 11 við Þverholt .
Samþykki eiganda húss dags. 10. febrúar  2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

56. Efstasund 42  (01.357.013) 104402 Mál nr. BN052415
Þann 7. febrúar sl. var samþykkt leyfi BN050287 til að byggja staðsteyptan bílskúr með geymslu á lóð nr. 42 við Efstasund.
Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm.
Niðurrif eldri geymslu, mhl. 70 0101 er 12 ferm., 28 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Þorláksgeisli 2-4  (04.133.202) 190364 Mál nr. BN052530
510497-2799 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Óskað er eftir að tölusetningu lóðarinnar Þorláksgeisli 2-4, landnúmer 190364 verði breytt þannig að hún verði Þorláksgeisli 2, aðeins er einn inngangur í húsið.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

58. Bárugata 8  (01.136.218) 100554 Mál nr. BN052438
070750-2959 Helga Thorberg, Bárugata 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á vesturhlið og kvist og svalir austurhlið, breikka kvist á norðurhlið, breyta innra skipulagi og fá samþykkta "ósamþykkta íbúð" í risi húss á lóð nr. 8 við Bárugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2017.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2017.

59. Rauðarárstígur 33  (01.244.204) 103188 Mál nr. BN052519
240780-5349 Árni Fannar Sigurðsson, Rauðarárstígur 33, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggingareglugerð frá 1979 gildi vegna  hljóðeinangrunar á húsi sem byggt var 1991 á lóð nr. 33 við Rauðarárstíg.
Afgreitt.
Byggingarreglugerð  nr. 292/1979 gilti um hús sem byggð voru 1991.

60. Túngata 26  (01.137.201) 100655 Mál nr. BN052520
500300-2130 Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að klæða með læstri málmklæðningu og skipta út gluggum  anddyrisbyggingu Landakots á lóð nr. 28 við Landakot.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

61. Rúv reitur A   Mál nr. BN052404
681015-5150 Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að reisa 160 íbúðir eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum á Rúv reit A við Efstaleiti.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.


Fundi slitið kl. 13.40

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 8 =