Fundur nr. 162

HVERFISRÁÐ HÁALEITIS OG BÚSTAÐA

Ár 2017, mánudaginn 18.desember kl. 16.00 var haldinn 162. fundur hverfisráðs Háaleitis og Bústaða. Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöðinni Efstaleiti 1. Viðstödd voru: Dóra Magnúsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Eyrún Eyþórsdóttir, Sigurður Eggertsson, Elínóra Inga Sigurðardóttir og Snorri Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Bergný Jóna Sævarsdóttir frá Íbúasamtökum Bústaða og Fossvogs. Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar  sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. nóvember 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisskóla að Stóragerði 11A. 

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð fagnar þessum breytingum og auknu aðgengi fatlaðs fólks að skólanum.

2.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. nóvember 2017 frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 31. 12. 2017  um tillögu að breyttri skipan í hverfisráð fyrir næsta kjörtímabil.

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða telur tímabært að endurskoða tilgang og hlutverk hverfisráða með það að markmiði að efla þau. Hverfisráð lýsir yfir áhuga á þátttöku í áframhaldandi vinnslu á tillögunni. 

3.    Fram fer umræða um styrkveitingar úr hverfissjóði.
Samþykkt að veita eftirtalda styrki úr hverfissjóði:
a.    Foreldraþorpið - kr. 40.000,-
b.    Hollvinir Hæðargarðs - kr. 40.000,-
c.    Handknattleiksdeild Fram - kr. 40.000,- og 
d.    Íbúasamtök Háaleitis - kr. 40.000,- svo framarlega að þau uppfylli úthlutunarskilyrði. Sé svo ekki, skiptist sú upphæð milli a og b.

Fundi slitið kl. 16.35

Dóra Magnúsdóttir

Kristín Erna Arnardóttir    Sigurður Eggertsson
Elínóra Inga Sigurðardóttir    Eyrún Eyþórsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 11 =