Fundur nr. 161 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 161

HVERFISRÁÐ LAUGARDALS

Ár 2018, mánudaginn 29. janúar kl. 16.00 var haldinn 161. fundur hverfisráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1. Viðstödd voru: Heiðar Ingi Svansson formaður, Sandra Berg Cepero, Bjarni Jónsson, Kristín Elfa Guðnadóttir, Elín Engilbertsdóttir og Sigurður Þórðarson áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn og aðrir sem sátu fundinn: Eyrún Björk Jóhannsdóttir frá Íbúasamtökum Laugardals, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar og Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um tónlistarhátíðina Secret Solstice 2018. 

Ómar Einarsson tekur særi á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2018, varðandi  breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíku 2010-2030, með drögum að tillögum um markmið um göngugötur i miðborginni.

3.    Lögð fram sameiginleg tillaga 3ja hverfisráða um hringakstur strætó um hverfin
Samþykkt.

4.    Lögð fram umsögn um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkur
Samþykkt.

5.    Lögð fram ársskýrsla um framvindu lýðheilsuverkefna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum árið 2017.

6.    Fram fer umræða um bílastæðavanda við Efstaleiti.

Hverfisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Hverfisráð lýsir yfir áhyggjum af bílastæðavanda við þjónustumiðstöðina og telur brýnt að Reykjavíkurborg leigi a.m.k. 25 bílastæði í bílakjallara RUV-hússins fyrir bíla heimaþjónustunnar.

-    kl. 17.44 víkur Bjarni Jónsson af fundinum

Fundi slitið kl. 17.55

Heiðar Ingi Svansson

Sandra Berg Cepero    Bjarni Jónsson
Kristín Elfa Guðnadóttir    Elín Engilbertsdóttir
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =