Fundur nr. 160 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 160

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2017, fimmtudaginn 9. nóvember, var haldinn 160. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn á Vesturgötu 7 og hófst fundurinn kl. 11.45. Viðstödd voru: Sverrir Bollason (S), Börkur Gunnarsson (D), Teitur Atlason (S), Örn Þórðarson (D), Rakel Dögg Óskarsdóttir (Framsókn og flugvallarvinir) áheyrnarfulltrúi og Valgerður Katrín Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Íbúasamtaka Vesturbæjar. Einnig sátu fundinn þau Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist

1.    Fram fer kynning á starfsemi á félagsstarfi Þorrasels á Vesturgötu 7. 

Hverfisráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

Hverfisráð þakkar Huldu kærlega fyrir góðar móttökur og kynningu á starfseminni sem fram fer í Þorraseli.

Hulda Guðrún Bragadóttir tekur sæti á fundi undir þessum lið.

-    Kl. 12.45 Börkur Gunnarsson víkur af fundi

2.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 01. nóvember .2017, varðandi stofnun hverfissjóðs - samráð við hverfisráð ásamt erindisbréfi. Formanni falið að útbúa umsögn sem send verður á nefndarmenn á milli funda.

Frestað.

3.    Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í sjóð hverfisráðs sem var að úthluta 200.000 kr. Alls bárust tvær umsóknir. Annars vegar frá Trúar- og menningarmiðstöð rússneskumælandi íbúa á Íslandi og hins vegar frá foreldrafélögum grunnskóla í Vesturbæ vegna Þrettándahátíðar Vesturbæjar. 
Samþykkt að veita  að veita foreldrafélögunum 200.000 kr. vegna Þrettándahátíðarinnar.

Fundi slitið kl. 13.07

Sverrir Bollason

Teitur Atlason    Örn Þórðarson
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 14 =