Fundur nr. 16 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 16

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 10:07, var haldinn 16. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sonja Wiium, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 2-8 og 13. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 9-12.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018.

2.    Hverfisskipulag - leiðbeiningar, kynning         Mál nr. SN180716

Lagðar fram og kynntar leiðbeiningar um 1. blágrænar ofanvatnslausnir, 2. fjölgun íbúða, 3. byggingarreiti og 4. meðhöndlun úrgangs.
Kynnt. 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi     (04.112.2)    Mál nr. SN180563
660304-2580 Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík
421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Steinars Sigurðssonar dags. 8. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæði 3G vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst að lóðarmörkum lóðarinnar er breytt þannig að göngustígur sem liggur að hluta inn á lóð liggi allur á borgarlandi, sú minnkun lóðar sem verður við þá færslu er bætt upp með hliðrum suðurmarka lóðarinnar sem því nemur, sunnan núverandi byggingar er heimiluð aðkoma fyrir þjónustu við efri hæð en bílastæði óheimil og felld er úr gildi kvöð um grasþekju á þaki vörumóttöku á suðurhlið, samkvæmt uppdrætti Teikn arkitektaþjónustu ehf. dags. 1. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018. 
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018 með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Arons Leví Beck og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180648
070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Seilugrandi 11, 107 Reykjavík

Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Kristins Gylfa Jónssonar dags. 2. nóvember 2018 ásamt lagfærðum uppdr. dags. 29. október 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

5.    Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN180750
581011-0400 Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 29. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að færa útaksturstengingu norðan megin á lóð vestar og bæta við annarri tengingu til útaksturs af bílaplani við norðausturenda hússins inn á Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018 br. 29. október 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Skipulags- og samgönguráð leggur fram eftrifarandi bókun. 
„Skipulags- og samgönguráð vill benda á skilmála gildandi deiliskipulags fyrir Blikastaðaveg 2-8 frá árinu 2006. Þar segir að vanda skuli til alls frágangs á lóð og lögð er áhersla á gróðursetningu innan lóðar. Þar segir enn fremur að handhafi lóðar skuli sjá um uppbyggingu og rekstur 7 metra breiðs gróðurbeltis utan lóðarmarka við enda jarðvegsfláa, á milli Vesturlandsvegar og lóðar. Gerð er krafa um vandaðan frágang bílastæða og skal hlutfall gróður vera að minnsta kosti 5% af flatarmáli þeirra. Einnig skal koma fyrir trjágróðri við gangstíga milli bílastæða að byggingum til að slá á stærðarhlutfall bílastæða gagnvart umhverfinu.“

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

6.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis         Mál nr. SN180358

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka ásamt umhverfisskýrslu VSÓ ráðgjafar dags. í september 21018. Drög að tillögu voru kynnt til og með  7. nóvember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 1. nóvember 2018,0. 
Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018 ásamt umhverfisskýrsla  VSÓ ráðgjöf dags. í september 2018. 
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Jafnframt var samþykkt að kynna tillöguna í umhverfis- og heilbrigðisráði. 
Vísað til borgarráðs

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: „Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson telja mikilvægt að forgangsraða framkvæmdum við landfyllingar. Landfylling við Sundahöfn er mikilvæg vegna þess að þar liggja fyrir áform um uppbyggingu, ólíkt Örfirisey.”

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

7.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 995 frá 30. október 2018.

(C) Fyrirspurnir

8.    Vogabyggð svæði 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN180697
701017-0990 Gelgjutangi ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
020975-5989 Þorsteinn Ingi Garðarsson, Hléskógar 14, 109 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 5. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 sem felst í að heimilað verði að byggja á lóð 1.6 hagkvæmar íbúðir ofan á þegar heimilaða bílageymslu, samkvæmt tillögu Jvantspijker dags 25. september 2018. Einnig er lögð fram  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Samgöngumál

9.    Breiðhöfði, bann við að leggja         Mál nr. US180332

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.  1. nóvember 2018 varðandi bann við því að leggja við báða kanta Breiðhöfða norðan Stórhöfða.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

10.    Barónsstígur, bann við að leggja         Mál nr. US180333

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs , samgöngur dags. 2. nóvember 2018 varðandi bann við því að leggja á hluta Barónsstígs vegna aksturs strætó um götuna
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

11.    Menntasveigur, bann við að leggja         Mál nr. US180334

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs. samgöngur dags. 2. nóvember 2018 varðandi bann við að leggja við Menntasveig. 
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

12.    Aðgerðaráætlun gegn hávaða  2018-2023,  Drög til kynningar         Mál nr. US180335

Lögð fram drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða á árunum 2018-2033 í samræmi við reglugerð um kortlagningu og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.
Samþykkt að auglýsa drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða og kynna með almennum hætti. Drögin munu verða kynnt inni á vef Reykjavíkurborgar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
„Hljóðvist er mikilvæg fyrir íbúa borgarinnar. Hljóðvarnir gagnast á sumum stöðum til að minnka hávaða frá umferðaræðum. Ekki síður mikilvægt er að verja þau svæði sem mest kyrrð er í svo sem Elliðaárdalinn sem er stærsta náttúrlega svæði borgarinnar innan byggðarinnar. Það er því mikilvægt að samhliða því að gerðar eru hljóðvarnir þar sem hávaði er hvað mestur er jafnframt brýnt að varðveita lífsgæði á grænum náttúrulegum svæðum borgarinnar. Því ber að hætta við áform um atvinnustarfssemi í Elliðarárdal og uppbyggingu í Laugardal. Þá væri rétt að skoða meiri notkun á gróðri á hljóðvörnum.” 
Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Aron Leví Beck og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:
„Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar taka undir mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir íbúa borgarinnar. Hávaðamengun í borginni er of mikil. Hún er af mannavöldum og stafar að miklu leyti af mikilli og hraðri bílaumferð. Árangursríkasta leiðin til að draga úr hávaðamengun er að draga úr umferðarhraða og efla vistvænar samgöngur.”
Vísað til borgarráðs.

(D) Ýmis mál

13.    Úlfarsbraut 82, málskot     (02.698.6)    Mál nr. SN180676
080166-4199 Björgvin Jón Bjarnason, Logafold 49, 112 Reykjavík

Lagt fram málskot Björgvins Jóns Bjarnasonar mótt. 26. september 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 varðandi bílastæði utan lóðar nr. 82 við Úlfarsbraut. 
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 staðfest. 

Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14.    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Umferðarmál á Grandasvæðinu.         Mál nr. US180273

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi umferðarmál á Grandasvæðinu. 
"Hvað ætlar meirihlutinn í Reykjavík að gera er varðar umferðarmál á Grandasvæðinu í Reykjavík?
Komið hefur fram í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir Faxaflóahafnir og unnin af Árna Steini Viggóssyni að megn og vaxandi óánægja er með umferðaröryggi á svæðinu hjá þeim sem stunda þar atvinnurekstur, gangandi og hjólandi og akandi vegfarendur og hinum mikla fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Það kemur fram í síðustu könnun að einungis 15 manns eða 11.8% viðmælanda af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu þótti aðstæður vera í lagi. Sýna þessar niðurstöður hversu stór hluti viðmælenda er óánægður með umferðarmálin á umræddu svæði. Mikil slysahætta er á svæðinu vegna umferðar bifreiða sem bruna í gegnum svæðið þar á meðal olíubílar. Höfnin var einu sinni höfn , nú eru aðstæður allt aðrar. Viðmælendur telja hættulegt að keyra um svæðið. Það er verið að bíða eftir stóra slysinu að mati þeirra sem eiga erindi á svæðið. 
Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. nóvember 2018.
Svar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags, 1. nóvember 2018 lagt fram.

15.    Tillaga fulltrúa sósíallistaflokks, Strætó         Mál nr. US180338

Lögð fram tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks að Reykjavíkurborg fari í að stofna strætó leið sem tengir betur saman norður- og suðurhluta Reykjavíkur í samræmi við vinnu hverfisráða Laugardals, Hlíða og Háaleitis/Bústaða. 
Einnig er lögð fram greinargerð.  
Vísað til meðferðar hjá Strætó bs. 

16.    Rangársel 2-8, kæra 131/2018     (04.938.7)    Mál nr. SN180767
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 31. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að heimila barnaheimili að Rangárseli 8, neðri hæð.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

17.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, umsýslugjöld umhverfis- og skipulagssviðs         Mál nr. US180342

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er upplýsinga um öll umsýslugjöld sem umhverfis- og skipulagssvið hefur fengið greidd vegna verkefna á vegum borgarinnar á tímabilinu 1. Janúar 2014 til 1. nóvember 2018. Óskað er eftir sundurliðun á þessum gjöldum, hverjir greiða þau og hvaða önnur sambærileg gjöld sviðið hefur innheimt á tímabilinu. Gildir þetta eingöngu um verkefni borgarinnar eða eru sviði að innheimta umsýslugjöld vegna annara verkefna? Er rétt að sviðið hafi fengið 16.9 milljónir króna í tekjur vegna braggans við Nauthólsveg?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármáladeild.

18.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sjómannaskólareitur         Mál nr. US180343

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks .ar sem óskað er eftir skýringum vegna þess ósamræmis sem birtist í kynningu Vaxtarhúsa annars vegar og auglýsingu borgarinnar frá 1. júní 2018 hins vegar. Samkvæmt tillögu Vaxtarhúsa lenda aðeins sjö byggingar af 18 innan þess landsvæðis sem skilgreint var sem framkvæmdasvæði. Í auglýsingu Reykjavíkurborgar frá 1. júní sl. eru níu byggingar sem lenda inni í Saltfiskmóanum, þar af fjórar byggingar í stakkstæðinu frá 1920 (en aðeins örfáir mánuðir eru þar til það telst til fornminja samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og nyti þar með friðunar), og tvö hús vestast inni á lóð Háteigskirkju.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

19.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vallargrund         Mál nr. US180344

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að lagfæring verði gerð á veginum við Vallargrund. Holur hafa ítrekað myndast í veginum og hann því gríðarlega hættulegur. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

20.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Mógilsá         Mál nr. US180345

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk  varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Mógilsá. Eitt fjölfarnasta útivistarsvæði borgarinnar er við Mógilsá, en þar er engin salernisaðstaða utan opnunartíma Esjustofu.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs. 

21.    Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Gufunesbæ,           Mál nr. US180346

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Gufunesbæ. Svæðið umhverfis Gufunesbæ er gríðarlega fjölsótt. Ekkert aðgengi er að salernum á svæðinu eftir opnunartíma frístundamiðstöðvarinnar. Einungis þeir hópar sem hafa pantað afnot af svæðinu utan opnunartíma geta fengið aðgang að salernum með því að starfsmaður Gufunesbæjar sé á staðnum og er þá greitt fyrir slíka þjónustu. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að komið verði upp aðstöðu sem börn og fullorðnir hafi aðgang að eftir opnunartíma Gufunesbæjar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs. 

22.    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Innviðagjöld         Mál nr. US180347

Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er  upplýsinga um þau innviðagjöld sem lögð hafa verið á lóðarhafa í Reykjavík frá árinu 2010, þ.e. umsamda þátttöku lóðarhafa í innviðagerð, umfram þá þátttöku sem felst í greiðslu byggingaréttargjalds. Hvaða viðmið eru notuð við útreikning gjaldsins á hverju svæði? Með hvaða hætti felur umsamið innviðagjald í sér kvaðir og önnur skilyrði á lóðarhafa, umfram innheimtu tiltekinna fjárhæða?
Óskað er eftir sundurliðun á þeim fjárhæðum sem innheimtar hafa verið hjá hverjum einstökum lóðarhafa í kjölfar einkaréttarlegra samninga á tímabilinu. Eins er óskað sundurliðunar á öðrum umsömdum fjárhæðum innviðagjalds sem þó hafa ekki enn verið innheimtar. Loks er óskað upplýsingar um hugsanlega yfirstandandi samningsgerð við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds, án þess þó að samningar hafi verið undirritaðir. 
Kallað er eftir afritum af öllum einkaréttarlegum samningum sem gerðir hafa verið við lóðarhafa á tímabilinu um innheimtu innviðagjalds. Auk þess er óskað rökstuðnings á því hvernig umhverfis- og skipulagssvið telur innheimtu innviðagjalds samræmast lögum.
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.


23.    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Örfirisey         Mál nr. US180348

Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks varðandi Örfirisey
Mikilvægt er að nýta efni úr byggingarframkvæmdum í landfyllingar. Þó verðmætt sé að stækka Sundahöfn, væri enn verðmætara að stækka svæðið við gömlu höfnina. Landfyllingar við Örfirisey voru áformaðar í skipulagi áður fyrr. Svo virðist vera sem sá valkostur hafi ekki verið metinn í þessari ákvörðun. 

Óskað er eftir áformum um landfyllingar í Örfirisey sem verið hafa uppi hjá borginni ásamt kortum. Ennfremur yfirlit breytinga á aðalskipulagi í Örfirisey frá upphafi ásamt kortum. 
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs deildarstjóra Aðalskipulags. 

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 12:40

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Gunnlaugur Bragi Björnsson    Aron Leví Beck
Hjálmar Sveinsson    Eyþór Laxdal Arnalds
Hildur Björnsdóttir    Valgerður Sigurðardóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 10:45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 996. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Guðrún Ósk Hrólfsdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Austurhlíð 10     (01.271.805) 226332    Mál nr. BN055414
580377-0339 Byggingarsamvinnufélagið Samtök, Síðumúla 29, 108 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 60 íbúðir í 3 stigahúsum (MHL-1, 2 og 3) á þremur til fimm hæðum ásamt bílakjallara (Mhl-4) á lóð nr. 10 við Austurhlíð.
Stærð:
MHL-01: 2.439,9 ferm., 8.166,35 rúmm.
MHL-02: 2.318,4 ferm., 7.999,4 rúmm.
MHL-03: 2.787,7 ferm., 9.815,1 rúmm.
MHL-04: 2.459,3 ferm., 9.815,1 rúmm.
Samtals:  10.005,3 ferm., 34.015,85 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.    Austurstræti 10A     (01.140.406) 100849    Mál nr. BN055273
660411-1350 H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 5. hæðar úr íbúð í skrifstofu og lokaða félagsaðstöðu, breyta þar gluggum og svalahurðum ásamt dyragati að glerskála, gera svalir á þaki 4. hæðar norðan megin og opna á ný yfir í nr. 12, í húsi á lóð nr. 10a við Austurstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.09.2018 við erindi SN180627.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16.10.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um opnun yfir lóðarmörk, yfir á lóð nr. 12 við Austurstræti fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Austurstræti 12     (01.140.407) 100850    Mál nr. BN055274
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð og koma þar fyrir fleiri snyrtingum ásamt því að breyta íbúð á 5. hæð í skrifstofu og lokaða félagsaðstöðu, fjarlægja núverandi milliloft þakrýmis, einangra þak og styrkja burðarvirki þess og opna á ný yfir í nr. 10a í húsi á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.09.2018 við erindi SN180627.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16.10.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um opnun yfir lóðarmörk, yfir á lóð nr. 10A við Austurstræti fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4.    Álftamýri 79     (01.283.101) 103702    Mál nr. BN055400
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á gluggum á norður- og suðurhlið Háaleitisskóla á lóð nr. 79 við Álftamýri.
Gjald kr. 11.000 
Frestað.
Vísað til athugasemda.

5.    Ármúli 5     (01.262.002) 103514    Mál nr. BN055386
421210-0710 B-29 Invest ehf, Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stækka núverandi hótel um 27 herbergi, nýja móttöku og matsal.
Stækkun:
Afrit af tölvupósti frá framkvæmdastjóra Prófasts ehf., dags. 19. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

6.    Ásvegur 11     (01.353.121) 104239    Mál nr. BN054831
291278-5909 Auður Jóna Erlingsdóttir, Ásvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, byggja svalir og utanáliggjandi stigahús, skipta húsi í tvær eignir og innrétta geymslur í bílskúr húss á lóð nr. 11 við Ásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. júlí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018.
Stækkun:  70,2 ferm., 154,3 rúmm.
Stærð húss eftir stækkun:  210,6 ferm., 447,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til athugasemda.

7.    Bauganes 17     (01.672.115) 188229    Mál nr. BN055375
010360-2779 Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Bauganes 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi þvottahúss og geymslu ásamt því að setja skyggni fyrir ofan útihurð í húsi á lóð nr. 17 við Bauganes.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

8.    Bíldshöfði 9     (04.062.001) 110629    Mál nr. BN054410
421014-1590 Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN052079 (heilsugæsla 2.h.), BN052828 (verslun suðurenda) og BN053491(verslun norðurenda) vegna lokaúttekta í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf arkitekts dags. 21.03.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Borgartún 32     (01.232.001) 102917    Mál nr. BN055413
711296-5069 Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við veitingasal á fyrstu hæð á  norðausturhorni og innrétta 8 hótelherbergi í rými 0701 í húsi á lóð nr. 32 við Borgatún.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. október 2018 fylgir erindi.
Stækkun:  79,7 ferm., 269,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

10.    Bólstaðarhlíð 20     (01.274.001) 103628    Mál nr. BN055309
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir aðflutta timburbyggingu mhl. 04 sem nota á sem kennslustofu og tengigang sem tengist við færanlega kennslustofu á lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð.
Stækkun:  57,0 ferm., 193,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

11.    Búðagerði 9     (01.814.009) 107921    Mál nr. BN054558
490516-0340 NLG 1 ehf., Hverfisgötu 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera stálsvalir á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018 og samþykki meðeigenda bréf I og II, dags. 25. júní 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Búðargerði 5, 7, 8 og 10 frá 27. september 2018 til og með 25. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.    Dragháls 28-30/F.....     (04.304.301) 111020    Mál nr. BN054979
460607-1320 SG Fjárfestar ehf., Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
610291-1639 Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050847 þannig að innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0105 er breytt og eignum fjölgað úr fimm í sjö í húsi á lóð 27-29 við Fossháls/28-30 Dragháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

13.    Fákafen 9     (01.463.401) 105678    Mál nr. BN055384
510918-1500 108 Matur ehf., Heiðargerði 15, 108 Reykjavík
560312-0590 Dvorzak Island ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingarstaðar í fl. II tegund ? í rými 0102 þannig að eldhús er stækkað á kostnað veitingasalar, komið er fyrir kæli, snyrtingum fjölgað og loftræstistokkur settur á ? hlið í húsi á lóð nr. 9 við Fákafen.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

14.    Fiskislóð 31     (01.089.101) 209683    Mál nr. BN055360
680708-0290 Sjávarbakkinn ehf., Dalaþingi 12, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052435 þannig að innra skipulagi er breytt, tímabundin opnun gerð á milli séreigna 0201 og 0212 og eignum fækkað úr 12 í 6 á 3. hæð í húsi á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

15.    Frakkastígur 14A     (01.182.123) 101838    Mál nr. BN054938
550703-2890 Svarti ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund g, fyrir 14 gesti ásamt leyfi til að setja flóttasvalir og björgunarop á norðurhlið húss á lóð nr. 14A við Frakkastíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. ágúst 2018.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. ágúst 2018, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16.    Garðsendi 1     (01.824.402) 108421    Mál nr. BN055123
060751-7069 Hermann Gunnarsson, Garðsendi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054690 þannig að rýmisnúmer 0004 og 0005 eru sameinuð í eitt rýmisnúmer í húsi á lóð nr. 1 við Garðsenda.
Umboð til hönnuðar dags. 13. maí 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

17.    Grandagarður 16     (01.114.301) 100040    Mál nr. BN055168
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052397 vegna lokaúttektar þannig að tekið er fram í byggingalýsingu að háfur er með innbyggðu slökkvikerfi yfir eldunaraðstöðu og neyðarútgangur skilgreindur fyrir hjólastóla í húsinu á lóð nr. 16 við Grandagarði.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18.    Grensásvegur 16A     (01.295.407) 103854    Mál nr. BN055402
521115-1060 Grensásvegur 16A ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN053105 þar sem hostel-rýmum er breytt í herbergi gististaðar í flokki ? - teg. a sem verður hér eftir fyrir 160 gesti, stoðrýmum, salarhæðum og útlitum er breytt og einnig starfsemi í eldhúsi í húsi á lóð nr. 16a við Grensásveg.
Breyting á stærðum stækkunar: 1.543,8 ferm., 5.229,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

19.    Gylfaflöt 6-8     (02.578.603) 224862    Mál nr. BN055347
430304-3640 Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053174 með því að byggja milliloft, breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir bílastæði hreyfihamlaðra við inngang í húsi á lóð nr. 6 við Gylfaflöt.
Stækkun: 141,0 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

20.    Haðaland 1-7     (01.864.001) 108809    Mál nr. BN055134
051057-7169 Sigurður Þ K Þorsteinsson, Brautarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt einbýlishús og bílskúr í stað eldri húss á lóð nr. 5 við Haðaland.
Stærð, nýbygging íbúðarhús A rými:  235,0 ferm., 1.017,3 rúmm.
Nýbygging B rými: 64,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  49,0 ferm., 199,8 rúmm.
Stærð, niðurrif íbúðarhús:  190,1 ferm.
Stærð, nýbygging bílskúr:  439,1 ferm.
Meðfylgjandi gögn eru minnisblað Verkís dags. 13.9.2018 ritað í nóvember 2017, Minnisblað Eflu dags. 30.11.2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2018. Erindinu fylgir einnig umsögn SRU dags. 29.10.2018. Nokkrir tp. frá hönnuði hafa verið vistaðir við erindið. 
Fylgiskjal 4, nr. í setti 1/1, dags. 30.10.2018, grunnmynd sökkulrýmis, fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.    Hallgerðargata 1     (01.349.302) 225428    Mál nr. BN055390
411112-0200 Mannverk ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús, fjórar hæðir og kjallara með 81 íbúð, ungbarnaleikskóla í hluta 1. hæðar og 68 bílastæði í kjallara á lóð nr. 1 við Hallgerðargötu.
Erindi fylgir minnisblað um hljóðvist frá Verkís dags. 22. október 2018 og minnisblað um burðarvirki frá Ferli dags. 24. október 2018.
Stærð, A-rými:  9.623,6 ferm., 34.812,4 rúmm.
B-rými:  580,44 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Á milli funda.

22.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055330
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tveggja til fimm hæða fjölbýlishús, tvö stigahús með 26 íbúðum sem verða mhl. 05 á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærð, A-rými:  3.311,9 ferm., 11.778,4 rúmm.
B-rými:  133,4 ferm., 391,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

23.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055295
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054382 fyrir mhl.06 og BN055181/BN054191 fyrir mhl.02 sem felst í breytingu á skráningu mhl. 02, Smyrilshlíðar 12, 14, 16 og 18 þannig að sprinklerklefi færist yfir í mhl. 06 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

24.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN055359
610716-1480 Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053745 þannig að innra skipulag og lögun efri hæðar bílakjallara, sem er mhl. 12, breytist og til að skrá sprinklerklefa sem hluta bílakjallara í stað mhl. 02 í fjölbýlishúsum á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Stærðarbreyting:  392,1 ferm., 1.290,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

25.    Háaleitisbraut 68     (01.727.301) 107329    Mál nr. BN052423
470700-3350 Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049120, komið er fyrir nýrri hurð fyrir vörumóttöku, afgirt útisvæði, gasskápur og sorpgerði fært að norðvesturhlið húss á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut. 
Samþykki meðeigenda fylgir ódags. 
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26.    Háteigsvegur 32     (01.245.306) 103261    Mál nr. BN055052
251167-3979 Áslaug Magnúsdóttir, Bandaríkin, 190961-3549 Vildís Halldórsdóttir, Háteigsvegur 32, 105 Reykjavík
210954-4659 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Sótt um leyfi til að byggja garðstofu, koma fyrir svölum ofan á garðstofuna þar sem gengið er út frá 1. hæð, breyta innra skipulagi íbúðar í kjallara og breyta útliti á stofugluggum í kjallara í húsinu á lóð nr. 32 við Háteigsveg. 
Bréf frá eigendum hús þar sem hönnuður er veitt leyfi til að sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á húsinu dags. 12. júní 2018.
Stækkun vegna garðstofu er: XX ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Háteigsvegi 30, 34 og 36 og Flókagötu 45, 47, 49 og 49A frá 3. október 2018 til og með 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

27.    Hátún 29     (01.235.018) 102941    Mál nr. BN055364
290786-2749 Róbert Halldórsson, Sviss, 260487-6049 Oddur Ólafsson, Hátún 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá eignarhluta í kjallara sem ósamþykkta íbúð vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 29 við Hátún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

28.    Hátún 6A-6B     (01.235.302) 102970    Mál nr. BN055378
180253-3519 Páll Hermannsson, Hátún 6B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0520319, vegna lokaúttektar, sem felst í því að setja hurð á útigeymslu sem er innaf bílastæðum B01 og B02 í húsi nr. 6B við Hátún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

29.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN055354
500810-0410 Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049124 sem felst í breytingum á þegar byggðum tæknigöngum milli Sjúkrahótels og K-byggingar, mhl. 44, ásamt því að stækka tengigang til suðurs, mhl. 43, við Landspítalann við Hringbraut á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Stækkun mhl. 43:  320,9 ferm., 1.081,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30.    Kistuhylur 4 (Árbæjarsafn)     (04.26-.-99) 110979    Mál nr. BN055178
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sýningarskála, stálgrindarhús á steyptum sökklum til að hýsa eimreiðar sem sýna á í Árbæjarsafni og verður mhl. 41 á lóð nr. 4 við Kistuhyl.
Útskrift úr fundargerð skipulags- og samgönguráðs fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2018.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Stærð: 133,2 ferm., 610 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

31.    Kleppsvegur 104     (01.355.008) 104321    Mál nr. BN054476
300551-2709 Bjarni Geir Alfreðsson, Leifsgata 3, 101 Reykjavík
061078-3719 Björn Salvador Kristinsson, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, endurnýja anddyri, byggja utanáliggjandi stigahús, innrétta þrjár íbúðir, fjarlægja klæðningu og múra að utan, ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr við hús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.
Áður gerður bílskúr:  41,1 ferm., 125,3 rúmm.
Stækkun:  136,9 ferm., 347,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32.    Kringlan 4-12     (01.721.001) 107287    Mál nr. BN055289
530117-0650 Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunareiningu S-309 í matarmarkað með veitingaþjónustu þar sem fjórir veitingastaðanna verða í flokki ll - tegund c og einn veitingastaður í flokki ll - tegund f, krá, í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.    Krókavað 1-11     (04.731.801) 198731    Mál nr. BN055382
281278-4959 Edilon Hreinsson, Krókavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð með viðbyggingu á vesturhlið húss nr. 1 á lóð nr. 1-11 við Krókavað.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34.    Lambhagavegur 13     (02.647.601) 211680    Mál nr. BN055401
650717-1980 Lambhagavegur 13 ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN054023 sem felst í því að glugga er bætt við á norðurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35.    Lambhagavegur 19     (02.683.401) 208852    Mál nr. BN055167
520510-1330 Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051044 þannig að innra skipulagi er breytt og húsinu skipt upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar gróðurhús og hins vegar fjórhjólaleigu, flóttastiga er breytt og hann fluttur  á suðausturhlið húss á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2016 varðandi gróður, ljósmengun og hljóð.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36.    Langagerði 48     (01.832.105) 108551    Mál nr. BN055284
170657-2179 Auðunn Jóhann Guðmundsson, Langagerði 48, 108 Reykjavík
200975-2199 Magdalena Elísabet Andrésdóttir, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033298 þannig að núverandi svalir eru fjarlægðar og nýjar svalir byggðar á viðbyggingu og gluggum breytt á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

37.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN055231
590517-1430 22 Bravó ehf., Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
480191-1459 Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og brunavörnum í veitingastað í flokki III á 1. hæð í Laugavegi 22 á lóðinni Laugav22/Klappars 33.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

38.    Laugavegur 37     (01.172.116) 101452    Mál nr. BN055389
650308-0180 Smáfuglar ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp flóttapall með fallvörn við núverandi fellistiga í stað skyggnis sem hefur verið fjarlægt af húsi nr. 37 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
39.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN054931
500501-3160 Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á gangstéttareyju á Hlemmi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

40.    Lautarvegur 8     (01.794.302) 213566    Mál nr. BN055339
640616-0240 Bstjóri ehf., Dalaþingi 9, 203 Kópavogur
591016-0910 Vogurinn fasteignafélag ehf., Lautarvegi 8, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051958 þannig að grafið hefur verið frá kjallara og settur stoðveggur við lóðamörk, gluggum breytt á vestur- og norðurhlið og komið fyrir dyrum á norðurhlið bílskúra v/lokaúttektar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

41.    Lautarvegur 14     (01.794.104) 213562    Mál nr. BN055368
580915-0270 Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050491, þannig að komið er fyrir fataherbergjum á 2. og 3. hæð og hurð að tómstundaherbergi verður með eldvarnarmerkingu í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42.    Lindargata 14     (01.151.503) 101008    Mál nr. BN055269
600109-0570 LB ráðgjöf ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta á lóð og breyta notkun 1. hæðar úr iðnaði í íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

43.    Lindarvað 2-14     (04.771.102) 201476    Mál nr. BN055349
301072-4309 Rúnar Marinó Ragnarsson, Lindarvað 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á austurhlið húss nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Lindarvað.
Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

44.    Lofnarbrunnur 14     (05.055.501) 206089    Mál nr. BN052686
600416-1700 Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3ja hæða, 11 íbúða fjölbýlishús auk bílakjallara á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. maí 2017 fylgir erindinu. Bréf frá hönnuði dags. 26. apríl 2018 og 4. október 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Stærð: A rými 1.437,8 ferm., 4.580.8 rúmm.
B rými XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.

45.    Mávahlíð 20     (01.702.210) 107054    Mál nr. BN055410
080175-4269 Stefán Logi Sigurþórsson, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík
090876-5629 Margrét Vala Gylfadóttir, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þakhæð, koma fyrir kvistum, þaksvölum og breyta ósamþykktri íbúð í risi í samþykkta íbúð í húsi á lóð nr. 20 við Mávahlíð.
Stækkun er: XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

46.    Meistaravellir 9-13     (01.523.003) 105991    Mál nr. BN055381
591001-2050 Meistaravellir 9-13,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða norðurhlið og austurgafl með sléttri álklæðningu á hefðbundnu leiðarakerfi og einangrað með 50 mm steinullareinangrun á húsið á lóð nr. 9 - 13 við Meistaravelli.
Fundargerð húsfélags fylgir þar sem fram kemur samþykki allra dags. 24. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

47.    Melbær 31-43     (04.361.406) 111266    Mál nr. BN055320
030873-5569 Geir Sigurður Jónsson, Melbær 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa burðarvegg og setja stálbita í hans stað og færa eldhús í húsi nr. 41 á lóð nr. 31-43 við Melbæ.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. september 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

48.    Miklabraut 82     (01.710.008) 107123    Mál nr. BN055391
060452-3429 Kristín E Benediktsdóttir, Miklabraut 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera steyptan sólpall og hurð út í garð frá íbúð 0001 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 82 við Miklubraut.
Jákvæð fyrirspurn BN55300 með samþykki meðeigenda lóða ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49.    Mururimi 2     (02.585.001) 178409    Mál nr. BN055385
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp nýja snyrtingu í stað ræstingar, minniháttar breytingum á innri rýmum og áður gerðum breytingum þar sem þvottahús var flutt í geymslu í fjölnotarými leikskólans í húsi nr. 2 við Mururima.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

50.    Mýrargata 26     (01.115.303) 100059    Mál nr. BN055014
541016-0660 Reykjavík núðlur ehf., Frostafold 23, 112 Reykjavík
550211-1300 Noodle Station ehf., Bæjarhrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu kaffihúsi í núðluveitingahús í flokki I, tegund C meðtökustaður, á 1.hæð í húsi á lóð nr. 26 að Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51.    Mýrargata 27     (01.130.228) 223065    Mál nr. BN055265
480915-1510 Arwen Holdings ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
040163-4849 Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera tvær íbúðir húsi á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52.    Mýrargata 29     (01.130.228) 223066    Mál nr. BN055263
480915-1510 Arwen Holdings ehf., Vallakór 4, 203 Kópavogur
040163-4849 Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 29 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53.    Nesvík     (00.018.002) 125662    Mál nr. BN055291
561215-2000 Nesvík fasteignir ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á sumarhúsum á lóðinni Nesvík á Kjalarnesi.
Jafnframt er erindi BN052728 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54.    Rangársel 15     (04.938.102) 112918    Mál nr. BN055418
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvær færanlegar kennslustofur auk tengibyggingar á lóð nr. 15 við Rangársel.
Stækkun:
Færanleg stofa K-124:  80,9 ferm, 316,5 rúmm.
Færanleg stofa K-125:  80,9 ferm, 316,5 rúmm.
Tengirými T-64:  16,5 ferm, 51,8 rúmm.
Gjöld kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

55.    Ránargata 29     (01.135.206) 100455    Mál nr. BN055337
210265-5389 Hörður Magnússon, Ránargata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem fela í sér tilfærslu á eignamörkum og breytingu á innra fyrirkomulagi í kjallara í húsi á lóð nr. 29 við Ránargötu.
Breyting á skráningu: -2,0 ferm., -5,1 rúmm.
Samþykki meðeigenda dags. 24.10.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

56.    Sigtún 28     (01.366.001) 104706    Mál nr. BN053923
630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna lokaúttektar á erindi BN051001, um er að ræða breytingar á eldvörnum, stigum, stækkun lyftu, breytingu á svölum á 4. hæð o. fl. í hóteli á lóð nr. 28 við Sigtún.
Stækkun:  12,53 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

57.    Skaftahlíð 24     (01.274.201) 103645    Mál nr. BN055334
530117-0730 Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í mhl. 01 og 03 og koma þar fyrir skrifstofum kennslustofum, búningsaðstöðu og matsal ásamt því að byggja tengigang neðanjarðar milli húsa á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Stækkun: 7,7 ferm., 21,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

58.    Skeifan 11     (01.462.101) 195597    Mál nr. BN055412
670203-2120 Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður erindi BN50723 vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Umsögn brunahönnuðar dags. 11. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

59.    Skógarhlíð 10     (01.703.401) 107073    Mál nr. BN055342
490269-6659 Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og lóðréttum umferðarleiðum gististaðar í flokki lV - tegund d og heildarfjölda gesta, sem fer úr 118 í 126, í húsi á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN055355
650213-0840 Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN054467 sem felst í breytingum á innra skipulagi, útlitum og salarhæðum í húsi á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.
Stærðarbreytingar: -150,9 ferm., -593,4 rúmm.
Greinargerð hönnuða um stærðarbreytingar dags. 05.11.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

61.    Sóltún 6     (01.233.501) 211565    Mál nr. BN055335
430694-2199 Waldorfleikskólinn Sólstafir, Grundarstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga grunnskólahluta Waldorf-skólans á lóð nr. 6 við Sóltún.
Stærðir:
Kjallari: 59,4 ferm, 137,7 rúmm
1. hæð: 369,3 ferm, 1.325 rúmm
2. hæð: 359,4 ferm, 1.497,3 rúmm
Samtals 788,1 ferm, 2.960 rúmm. án botnpl.
Erindinu fylgir minnisblað hönnuðar ódagsett (innkomið 23.10.2018), greinagerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 23.10.2018, varmatapsútreikningar ódags, afrit af tölvupósti frá byggingarfulltrúa til hönnuðar dags. 12. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

62.    Suðurlandsbraut 4     (01.261.403) 103513    Mál nr. BN054820
510108-2210 Mænir Reykjavík ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050670 vegna lokaúttektar, um er að ræða breytingu á brunahólfun stigahúss, í húsi á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

63.    Sölvhólsgata 4     (01.151.101) 100976    Mál nr. BN055348
420169-0439 Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3. hæð þannig að annars vegar er afmörkuð ný skrifstofa þar sem áður var biðstofa og hinsvegar fundarherbergi / setustofa þar sem áður var innréttu móttaka í húsinu á lóð nr. 4 við Sölvhólsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

64.    Vallá     (00.078.000) 125762    Mál nr. BN054993
570169-3009 Skurn ehf., Vallá, 162
Sótt er um leyfi til að byggja mhl.28 sem er umbúðageymsla úr forsteyptum einingum á lóð Vallár á Kjalarnesi.
Stærð: 651,8 ferm., s rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.

65.    Þrastargata 1-11     (01.553.110) 106536    Mál nr. BN055416
080572-3799 Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss, um er að ræða endurnýjun á erindi BN051292, í húsi á lóð nr. 5 við Þrastargötu.
Stækkun 18,9 ferm., 88,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

66.    Ægisgarður 5     (01.116.101) 100061    Mál nr. BN055244
530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sex söluhús úr timbri á steyptum sökklum ásamt inntakshúsi á lóð nr. 5 við Ægisgarð.
Stærðir:
Mhl. 02: 40,7 ferm., 182,9 rúmm.
Mhl. 03: 76,0 ferm., 347,2 rúmm.
Mhl. 04: 93,9 ferm., 391,1 rúmm.
Mhl. 05: 52,7 ferm., 214,1 rúmm.
Mhl. 06: 90,3 ferm., 378,9 rúmm.
Mhl. 07: 52,7 ferm., 214,1 rúmm.
Mhl. 08:   8,6 ferm.,   24,1 rúmm.
Alls : 414,9 ferm., 1.752,4 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

67.    Goðheimar 17     (01.432.404) 105260    Mál nr. BN055346
170284-3139 Valur Þráinsson, Goðheimar 17, 104 Reykjavík
Tilkynnt er um nýja drenlögn í húsi á lóð nr. 17 við Goðheima.
Gjald kr. 11.000
Afgreitt.
Senda skal byggingarfulltrúa stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um framkvæmdina.

68.    Kirkjustétt 18-22     (04.135.102) 187985    Mál nr. BN055280
121271-4789 Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík
Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að byggð er einnar hæðar staðsteypt viðbygging á vesturhlið og komið fyrir svölum á viðbygginguna á húsi nr. 22 við Kirkjustétt.
Stækkun viðbyggingar er: 38,6 ferm., 104,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

Fyrirspurnir

69.    Tindasel 3     (04.934.103) 112898    Mál nr. BN055271
120551-2809 Gestur Ólafur Auðunsson, Digranesheiði 30, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir skjólveggjum á lóðarmörkum lóðar nr. 3 við Tindasel.
Erindi fylgir umsögn skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlandsins dags. 25. október 2018.
Afgreitt.
Með vísan til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlandsins dags. 25. október 2018.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:20.

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack
Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Jón Hafberg Björnsson
Guðrún Ósk Hrólfsdóttir    Olga Hrund Sverrisdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 4 =